Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 40

Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Senn lýkur afmælisári æv-intýraskáldsins mikla H.C.Andersens, sem hófst meðlátum eftir langan und-irbúning. Ekki skorið við nögl sér í fjárveitingum og munu fjórir milljarðar íslenskra króna hafa verið í pottinum, sjóði kennd- um við skáldið. Um að ræða eitt mesta ef ekki mesta fjárstreymi til heiðurs einstaklingi sem um getur í sögu Danmerkur, þjóðin trauðla horfst í augu við jafn ríkulegt og uppörvandi framlag til einstaks við- burðar á menningarsviðinu. Hugði margur gott til glóðarinnar og gera afmælisárið sem eftirminnilegast, sjóðstjórnin þess fullviss að hátíð- arhöldin myndu skila umtalsverðum ávinningi, efnahagslegum sem and- legum. En ekki fara hlutirnir alltaf á þann veg sem vonglaðir fram- kvæmdaraðilar vænta, vilja bóka og fullvissa aðra um á byrjunarreit. Svo komið lítur nefnilega út fyrir, að þessi mikla hátíð hafi verið skóla- bókardæmi þar um. Lokahnykk- urinn verður blysför til heiðurs skáldinu í fæðingarborginni Óðins- véum 6. desember, nákvæmlega 200 árum eftir þá fyrstu og margfrægu skrautlýsingu. Angar hátíðahald- anna áttu að ná um allt Danaveldi og koma landinu á heimskortið en í ljósi staðbundinnar rýni um gang mála umdeilanlegt hvort það hafi tekist eins og væntingar stóðu til. Hef áður vísað til skeleggra og af- hjúpandi skrifa Mariönnu Krogh Andersen í Weekendavisen, sem jafnaðarlega talar beint út, þó gagn- gerðast varðandi óperuævintýrið á Hólminum, og leyfi mér að gera það aftur. Umbúðalaus og yfirgripsmikil ritsmíð blaðakonunnar með yfir- skriftinni „Nýju fötin keisarans“ birtist 14.-29. október. Hún leggur út af skrifum sínum með afhjúpandi og gagnsærri greiningu, vísar þann- ig strax til þess að heil 40% af fjár- veitingunni hafi farið í undirbúning, og opnunarhátíðahöld. Það sem nemur 250 milljónum íslenskra króna til stjórnunar og 350 til Tinu Turner, og í önnur svöl skemmti- atriði hátíðahaldanna í Garðinn (Parken) á Austurbrú 2. apríl! Sjóið átti upprunalega að fara fram í risa- stóru tjaldi á Kóngsins nýjatorgi, vera með alþjóðlegum blæ og ná til alls umheimsins um nýmiðla. Er til kom gekk ferlið ekki betur en svo í framkvæmd en að menn neyddust til að flytja það í Garðinn og reynd- ist þarnæst illu heilli táknrænt fyrir fleiri viðburði, sem menn sögðu út í bláa loftið, kostnaður hins vegar langt yfir eðlileg mörk. Gerðist áður en nokkuð af því sem meginmáli skipti hafði yfirhöfuð komist í gagn- ið, deginum ljósara að hér misreikn- uðu einhverjir sig illa. Vísast um að ræða óhefta oggrunnhyggna framkvæmda-gleði sem gekk í stórum dráttum út á markaðssetningu af- mælisársins með áherslu á al- þjóðlegt risasjó á byrjunarreit, ekk- ert skyldi til sparað og heimsathygli vekja. Stór hluti almennings þó ekki með á nótunum um þesslags mark- aðssetningu, trúlega síst af öllu skáldið sjálft hefði það verið ofan jarðar. Sóunin olli hneyksli á lands- vísu og borgarstjóri Óðinsvéa, sem var í forvari sjóðsins neyddist til að taka pokann sinn og í stað hans ráð- inn virtur embættismaður sem náði eftir öllum sólarmerkjum að dæma að bjarga því sem bjargað varð. Áleit hann þó að takmarkið að gera hátíðahöldin að alþjóðlegum við- burði hefði nokkurn veginn gengið eftir. Líta skal til þess, að þótt ærsl og eldglæringar fylgi risasjóum með háværa dægurtónlist í forgrunni er einungis um eins konar sjálfsfróun afmarkaðs hóps sauðtryggra aðdá- enda að ræða, í bakgrunni ríður gróða- og neysluhyggjan röftum. Áhangendurnir ekki þjóðarsálin í það heila, einungis ágengur minni- hluti eins og gerist um boltaíþróttir. Í þessu tilviki var slíkur með hverf- andi áhuga á ævintýraskáldinu og lífshlaupi hans kallaður til svipmik- illa leikrænna athafna. Þjóðin fékk sem sagt á upphafsreit fullháværan skammt af skáldinu, eitthvað í lík- ingu við stundarfroðu, og þá vill ske eins og þegar menn éta yfir sig að fylgifiskurinn verði niðurgangur, allt eins mögulegt að éta yfir sig af andlegum afurðum og mat. Kann ekki góðri lukku að stýra þegar slíkt skeður og stórum hluta þjóð- arinnar misboðið, hefur svip af gjörningum á listasviði sem meira er beint niðurávið til dægurflipps en hrygglengju listarinnar, einmitt öll- um þeim mörgu sem hafa haldið henni gangandi með óeigingjörnum og sjálfsprottnum áhuga. Hopp og rassköst Tinu Turner rímuðu þann- ig ekki tiltakanlega við lífshlaup H.C. Andersens, þótt hann hafi í bernskum gáska trallað og sungið: Alt dandser,/ tro mine ord, ást- þrungnir textar laga hennar því síð- ur við danskt gullaldarmál. Hér á ferð nær óheft peningaflæði í hvers kyns undirbúning og vanhugsaðar uppákomur, litlu skilaði af sér öðru en vindhöggum og öfugþróun. Lýsir sér best í því að á sama tíma var hinum dýpri og varanlegri gildum skammtaður aurinn, þannig þurfti hinn virti H.C. Andersens fræð- ingur Niels Kofoed, með hálfrar aldar rannsóknir á skáldinu í mal- num, að leggja út sem svarar 250.000 krónum úr eigin vasa vegna bókar um Andersen og Goethe sem út kom síðastliðið vor! Sjálfur lét hann svo um mælt: „Það truflar mig að H. C. Andersen skuli kynntur sem velviljaður kjáni, við lifum ber- sýnilega á tímum leikmanna. Get þó ekki sagt annað en að ég sé gamall maður, og einhverjir munu kannski ásaka mig fyrir að vera forstokk- aður Jeronimus, (spámaður í Juda á sjöundu öld f.Kr., sem boðaði tor- tímingu heimsins). En hlutirnir tala fyrir sig sjálfir og það hefur verið mikil deyfð yfir þeim, menn vildu hafa H.C Andersen „light“, skraut- útgáfu.“ Mun Kofoed þá vera að vísa til að sjó, markaðssetning og prjál hafi verið í forgrunni en hin dýpri gildi mætt afgangi, og ekki verður annað séð en að hann mæli manna sann- astur. Og að ég best veit er blaða- konan Marianne Krogh Andersen á besta aldri, þannig engan veginn um einhverja geðilla og afdankaða krukku í hjólastól að ræða sem steytir hnefa að nýjum tímum. Stað- reyndirnar tala sínu máli og hún flettir miskunnarlaust ofan af hverj- um mistökunum á fætur öðrum og færir rök að máli sínu, vonlaust að rekja hér allt upp í stuttum pistli. En vísar sérstaklega til þess að þeir sem valdir voru í sjóðstjórnina, hafi verið í meira lagi hlutdrægir og dregur glompurnar fram í dags- ljósið, einkum telur hún of mikla áherslu lagða á viðburðina sjálfa hvern fyrir sig á upphafsreit. Minna á það sem máli skipti og skilar sér er frá líður, einkum liggur henni á hjarta löngu tímabær heildarútgáfa ritverka skáldsins á ensku. Meira en öld liðin frá fyrri útgáfu sem þarfnast endurnýjunar, enn fremur vísar hún til ríkulegra framlaga til stofnunar Sörens Kirkegaards, hins vegar smánarlegra til miðstöðvar H.C Andersens í Suðurdanska há- skólanum, skáldið þó vémynd Dan- merkur. Segir slíka útgáfu reyndar borið á góma en fátt annað, engan veginn skuli litið fram hjá því að sjóðurinn styrkti þýðingar á pólsk- um, ítölskum, rússneskum, ung- verskum og tyrkneskum útgáfum, hins vegar mætti heimstungan af- gangi! Á sama tíma fjárfesti sjóð- urinn einnig í franskri útgáfu Regis Boyers þótt ekki væru nema nokkur ár frá nýþýðingum Marc Auchet, prófessors við Sorbonne, sem borið var mikið lof á. Undarlegt til frá- sagnar að sjóðurinn hafnaði að styrkja H.C.A. miðstöðina í tilefni hátíðarársins og loftið á milli þar af leiðandi lævi blandið, ef ekki ískalt. Og ekki fór óheft örlæti til hvers konar innihaldslítils flipps í til- raunaleikhúsum heldur framhjá at- hugulum, þrátt fyrir örfáar upp- færslur, hins vegar ekki króna aflögu til uppfærslu eins einasta af þeim nær fimmtíu leikverkum sem skáldið sjálft lét eftir sig! Hámarkið þó, að amerískur bókmenntafræð- ingur og rýnir, nafnkenndur fyrir bók eina hvar hann telur upp mestu rithöfunda veraldar en gleymir H.C. Andersen, hlaut H.C. Andersen verðlaunin upp á 4 milljónir! Um- berto Eco og fleiri bógar komu til álita, en að sögn á Eco að hafa af- þakkað heiðurinn vegna þess að hann þekkti of lítið til skáldsins! Ekki svo að blaðakonan rústi sam- anlögðu ferlinu, í öllu falli engu sem horfir til jarðbundinna safaríkra at- hafna sem skila sér til lengri tíma litið, nefnir þar á meðal hina op- inskáu bók breska rithöfundarins Jackie Wullschlager sem hún segir frábæra, auk þess að rithöfundurinn valdi til prentunar 30 ævintýri og sögur í nýrri þýðingu sem forlagið Penguin gaf út. (Nafn rithöfund- arins misritaðist því miður í mynda- texta greinar minnar frá 28. ágúst, að auk sagður bandarískur, hið fyrra til komið vegna ógreinilegrar skriftar í myndatextanum, hitt einn- ig sótt í hann). Þá nefnir hún marga viðburði sem hafa vakið góða at- hygli, meðal annars mærða ævisögu skáldsins er skráð hefur Jens And- ersen og nú þegar hefur verið þýdd á sex tungumál. Rithöfundurinn segir meginmarkmið hátíðarársins vitrænt en hafi ekki gengið eftir. Hvað útgáfu fleiri bóka ísjálfu heimalandinu við-víkur getur skrifari stað- fest að hún var þegar drjúg á miðju árinu, kenndi margra grasa og perl- ur innan um, hitt mun staðreynd að fjölmörg áhugaverð verkefni hlutu ekki náð sjóðstjórnarinnar. Þannig mun hún einungis hafa úthlutað 400 milljónum til utanaðkomandi aðila, en allt í allt var sótt um styrki fyrir samanlagt um og yfir 10 milljarða (!), sem skyldu renna til hinna fjöl- þættustu verkefna. Lokað fyrir all- ar umsóknir tveim árum fyrir hátíð- ina, dyr þó ekki tvílæstar. Einkum þykir ámælisvert að í heildina litið hafi bókmenntir verið minna í sviðs- ljósinu en efni stóðu til. Það sem fyrir Mariönnu Krogh Andersen vakti með skrifi sínu, var einkum að vekja athygli á að áherslan hafi að meginhluta verið lögð á yfirstand- andi ár, eitt sér, minna framtíðina, sömuleiðis hvernig fjármunum sjóðsins var varið. Vill meina að húllum hæ og stundargaman út í bláa loftið hafi borið sigurorð af því sem skilar sér. Í upphafi varð að samkomulagi að sjóðstjórnin, prýdd æðstu forsvarsmönnum allra helstu listastofnana þjóðarinnar, ásamt fulltrúum frá sýningaraðilum, kennslumálaráðuneytinu og ferða- mannaiðnaðinum, skyldi ekki hafa bundnar hendur um eigin rann. Finnur blaðakonan tilefni til að gera ýmsar athugasemdir varðandi ríf- legar úthlutanir til ýmissa gælu- verkefna þeim viðkomandi og hvernig tugmilljónir fuðruðu upp fyrir vanhugsaðar styrktarveit- ingar. Má nefna að lítið varð úr fyr- irhugaðri uppfærslu á leikmynd sviðsmeistarans Chen Shi-Zheng í Árósum, sem var aldrei uppfærð, þótt styrkurinn næmi 23 milljónum, en í staðinn einhver minni háttar samsuða án listrænnar hönnunar, þá var Elvis Costello úthlutað 21,5 milljónum til að semja nokkra söngva, „Secret Songs“, sem áttu eiginlega að vera ópera, komst aldr- ei í gagnið en gerist ef til vill árið 2007, og Bille August hlaut fyrst H.C. Andersen verðlaunin, út á and- litið að sagt var, þar næst 35 millj- ónir til að gera kvikmynd, en að svo komnu áhöld um hvort sú verði nokkru sinni til. Þá má nefna að Teit Ritzau fékk 60 milljónir til gjörnings í Rosenborg höllinni, ný- opnuð sýningin skyldi vera á ferða- mannatímabilinu en frestað, fyrst fram í september, þar næst október og í leiðinni skrapp hún saman um helming, á sama tíma ekki peningur afgangs til margra bláupplagðra hluta. Angar hátíðarinnar enn uppi,og eins og fyrr segir verðurhin fræga blysför í Óðins- véum fyrir 200 árum endurtekin, jafnframt afhjúpuð átta metra há stytta af ævintýraskáldinu sem gert hefur fjöllistamaðurinn Björn Nørgaard. Listamaðurinn hefur upplýst að pípuhatturinn verði hvergi nærri, hins vegar muni fjög- ur hvöss nef prýða skáldið. Lætur hafa eftir sér; „Tel mig fulltrúa H.C. Andersens, get hins vegar lítið hlutast til um gerðir annarra. En ef til vill ættu stjórnmálamenn fram- tíðarinnar að hafa minni áhuga á hinum svonefndu „eventmagere“ skemmtistjórum, þeir hafi sjaldnast mikilvægi, oftar heitt loft og gas kringum þá. Tilkallaðir sérfræð- ingar í þessu tilviki á þynnri kant- inum, hafi minni áhuga á gæðum og vægi en stundargamni. Ríkið á að sjálfsögðu að hafa vilja til að taka áhættu, eitthvert form eftirlits hafði þó verið æskilegt. Öðrum geirum listalífsins uppálagt að skila álnar- löngum skýrslum upp á hverja krónu en þessi sjóður ekki und- irgengist tiltakanlegt aðhald.“ Kannski verður brotakennd fram- vindan best skilgreind í þeim meintu afglöpum menningar- málaráðherrans Brians Mikkelsen að veðja á fólk með viðskiptavit, kunnáttumenn og stjórnmálamenn sem höfðu ekki annað í huga en að selja H. C. Andersen og þar með Danmörku út á við, meðal annars fólk sem stígur ekki í vitið þegar menningin er annars vegar. Hvað skilur ár H. C. Andersen svo eftir sig annað en ógleði? spyr Marianne Krogh Andersen. Telur sjálf að fæstir myndu svara þeirri spurningu með öðru en glymjandi jái. Og hvort sem menn eru sam- mála blaðakonunni eða ekki á hún mikið lof skilið fyrir sitt skil- merkilega skrif, sem segir okkur að víða mun pottur brotinn þegar há- tíðahöld til heiðurs listgyðjunni eru á dagskrá, mörg vítin að varast. Summan hér að sjálfrýni og gagnsæi skipti höfuðmáli... Fékk ævintýraskáldið nóg? Eftir öllum sólarmerkjum að dæma var teiknarinn ungi Annette Larsen með á nótunum og forvitri þegar hún strax á útmánuðum rissaði upp þessa afhjúpandi skopmynd. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.