Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 42

Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 42
42 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÚT ER kominn geisladiskurinn Óperuaríur þar sem Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran syngur þekktar aríur eftir Puccini og Moz- art með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Hljómsveitarstjóri er Gerrit Schuil sem er Íslendingum að góðu kunnur, bæði sem píanóleikari og stjórnandi. Margar af þekktustu sópranaríum tónbókmenntanna hljóma á diskinum, m.a. Donde lieta úr La Boheme, Un bel di ve- dremo úr Madama Butterfly, Chi’ll bel sogno úr La Rondine og aríur Liu, Signore ascolta og Tu che di gel, úr Turandot. Lokaaría disks- ins er eftir meistara Mozart úr óp- erunni La clemenza di Tito en þar leikur Einar Jóhannesson klarín- ettuleikari einleik. Ingibjörg stundaði söngnám við Tónlistarskóla Garðabæjar en framhaldsnám við Indianaháskóla í Bandaríkjunum. Hún hefur hald- ið fjölda einsöngstónleika og verið einsöngvari með kórum og sinfón- íuhljómsveitum, hér á landi sem erlendis, sl. 20 ár. Ingibjörg starf- ar nú sem einsöngvari og kórstjóri Kvennakórs Garðabæjar sem hún stofnaði árið 2000. Hefur fengið útgáfubakteríuna Óperuaríur er fyrsti geisla- diskur Ingibjargar en upptökur fóru fram í Háskólabíói í nóv- ember fyrir ári. Ingibjörg gefur sjálf út diskinn og segir hún til- drög þess að hún réðst í það verk- efni hafa tengst ákveðnum tíma- mótum í lífi sínu og söngferli. „Það hafði lengi verið draumur að gefa út geisladisk en það var ekki fyrr en ég heyrði afrakstur af upptökum sem ég hafði gert fyrir Ríkisútvarpið á síðasta ári með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Gerrit Schuil hljómsveitarstjóra, að ég ákvað að hér væri ástæða til að láta drauminn rætast og gefa mér veglega afmælisgjöf á fer- tugsafmælinu mínu 13. nóvember sl.“ Í efnisvali sótti Ingibjörg til tónlistar sem hefur staðið henni nærri á söngferlinum. „Óperur Puccinis hafa alltaf heillað mig enda fjalla þær flestar um ósköp venjulegt fólk, gleði þeirra og sorgir.“ Ingibjörg bendir þó á að um sé að ræða mjög fjölbreytilegt úrval aría eftir Puccini, og sýni þær glöggt breidd hans sem tón- skálds, enda gæði hann hverja ar- íu sterkum persónulegum blæ. „Tónlistin á diskinum er svo tíma- laus og að sama skapi ákaflega rómantísk. Hún kallar kannski dá- lítið á að fólk setji hversdags- amstrið til hliðar og leyfi sér að njóta fegurðar tóna Puccinis.“ Ingibjörg segir að lokum að sér hafi komið skemmtilega á óvart hve ferlið við útgáfuna hafi verið gefandi og lærdómsríkt. „Allt ferl- ið var sem ævintýri líkast. Þeir sem áttu hlut að máli tóku þessari útgáfu minni einstaklega vel. Reynslubanki bræðra minna, Ósk- ars, saxófónleikara og Ómars, gít- arleikara, var óspart notaður, enda hafa þeir gefið út sína eigin geisladiska í djassinum. Vonandi er þetta bara byrjunin enda hef ég fengið í mig „útgáfubakt- eríuna“ og get varla beðið eftir að byrja á nýju upptöku- og útgáfu- ferli!“ Tónlist | Þekktar óperuaríur á geisladiski „Þetta er ákaflega djúp og falleg tónlist sem fólk á auðvelt með að tengjast,“ segir Ingibjörg Guðjóns- dóttir söngkona um óperuaríur Puccinis sem hún flytur á nýút- komnum geisladiski. Tímalaus tónlist Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is Stíngsög 600w 4.995 Vörunúmer ECSJ-JS600UK 2.995 Vörunúmer ECSJ-OS135UK Tómstundasett Slípi- og fræsvél PowerCraft Vörunúmer KJ10650 • 5 hraðar • 10-30K snún/mín • 125W - 230V • 40 aukahlutir Tilboðsverð 3.495 Fyrir veiðimanninn Tifsög PowerCraft Vörunúmer KJ78750 • 1.440 snún/mín • Sagardýpt 405 mm • Sagarþykkt 50 mm Tilboðsverð Tómstundasett 8.995 Tilboðsverð 2.995 Tilboðsverð meðan birgðir endast 6.995 Vörunúmer KJ78909 Tilboðsverð meðan birgðir endast 34.995 Tilboðsverð meðan birgðir endast 31.995 Rifflaskápur fyrir 5 skotvopn Vörunúmer KJ78905 • Hæð 145 cm • Breidd 35 cm • Dýpt 30 cm Rifflaskápur fyrir 7 skotvopn Vörunúmer KJ78907 • Hæð 145 cm • Breidd 50 cm • Dýpt 30 cm Rifflaskápar Tilboðsverð meðan birgðir endast 32.995 Scrubs hreinsiklútar Tilboðsverð 1.695 með vsk Hitablásari 2.995 Hobbýdeildin Tilboðsverð meðan birgðir endast 6.495 Vörunúmer ECSJ-CD14.4UK Fyrir jeppamanninn Rafhlöðuborvél 4.995 Rafhlöðuborvél 5.995 18v Vörunúmer ECSJ-CD14.4UK Vörunúmer ECSJ-CD18UK 14.4v Tilboðsverð Tómstundasett 2.495 Slípisett PowerCraft Vörunúmer KJ10850 • 100 hlutir • Vandaður trékassi 3.995 Vörunúmer ECSJ-CD14.4UK 115mm Sími 5757 600 • Fax 5757 605 Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík fossberg@fossberg.is • www.fossberg.is Juðari 135w FOSSBERG Verkfæri Slípirokkur 600w meðan birgðir endast HELDUR var hún dapurleg jóla- stemningin á aðventutónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Íslands á fimmtu- dagskvöldið. Í rauninni var ekkert jólalegt við þá ef frá eru taldar fáein- ar jólastjörnur á sviðinu. Þó að ein- tóm barokktónlist hafi verið á efnis- skránni er varla sjálfgefið að hún framkalli hátíðlegt andrúmsloft. Þarf ekki að setja hana í rétt samhengi? Er barokktónlist yfirleitt viðeigandi í vonlausum hljómburði Háskólabíós? Markaðssetningin virðist hafa brugð- ist því ég man ekki eftir svona dræmri aðsókn á Sinfóníutónleikum ef frá eru taldir þeir sem hún hélt á þarsíðustu Myrku músíkdögum. Einn náungi sem ég ræddi við í hléinu furð- aði sig á því af hverju tónleikarnir hefðu ekki verið haldnir í kirkju, og ég tek undir það. Aðventutónleikar Sinfóníunnar í Langholtskirkju væru mun girnilegri en í fráhrindandi bíói sem má muna fífil sinn fegurri. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá voru kaflar úr Vatnasvítu Händels miður skemmtilegir áheyrnar. Ekki vegna þess að þeir væru illa leiknir; öðru nær. Hornablástur þeirra Emils Friðfinnssonar og Josephs Ognibene var sérlega líflegur og frammistaða óbóleikaranna Eydísar Franzdóttur og Daða Kolbeinssonar var til fyr- irmyndar. Hljómsveitin í heild lék líka oftast prýðilega. Það dugði bara ekki til. Maður hefur heyrt tónlist Händels flutta þúsund sinnum áður; í bíómyndum, í útvarpi, úr hátöl- urunum heima og víðar. Hún hefur alltaf hljómað betur en á þessum tón- leikum. Endurómunin í Háskólabíói hentar einfaldlega ekki barokktónlist. Í rauninni hæfir hún engri músík, en hátíðleg barokktónlistin, sem getur verið svo voldug og glæsileg, missti bókstaflega alla merkingu þarna í bíóinu. Útkoman var eins og að hlusta á Händel úr hljóðgervli. Svipaða sögu er að segja um Kant- ötu BWV 51 eftir Bach, en þar var Hallveig Rúnarsdóttir í aðal- hlutverki. Þótt hún hafi sungið af við- eigandi tilþrifum og túlkun hennar einkennst af ágætlega ígrunduðum blæbrigðum og markvissri uppbygg- ingu skorti röddina nægilega fyllingu til að hún bærist á viðunandi hátt í bíóinu. Hún virkaði mjó og fyrir bragðið urðu hápunktar tónlistar- innar máttlitlir. Hallveig er sann- arlega ágætur músíkant og hefur oft sungið einstaklega fallega, en hér var hún ekki á réttum stað. Reyndar verður að segjast að mjög fáir söngvarar njóta sín í Háskólabíói. Verkefnavalsnefnd hljómsveitarinnar ætti að hafa það í huga þegar ein- söngvarar eru valdir til að koma fram með hljómsveitinni. Í bíóinu duga engin vettlingatök. Trompeteinleikur Ásgeirs Stein- grímssonar í kantötu Bachs kom tals- vert betur út en söngur Hallveigar. Og óbóleikur Matthíasar Birgis Nar- deau í óbó- og fiðlukonsert í c-moll eftir Bach var líka afar vandaður og barst prýðilega um salinn. Greinilegt var að Matthías er hæfileikaríkur tónlistarmaður. Hinn einleikarinn í verkinu, Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari, naut sín síður þótt hann hafi yfirleitt spilað af nákvæmni og með réttum tilþrifum. Rödd fiðlunnar rann of mikið saman við strengi hljómsveitarinnar og var útkoman undarlega loðin, a.m.k. þar sem ég sat. Skemmtilegasta atriði tónleikanna var sennilega Les Boréades, hljóm- sveitarsvíta eftir Rameau. Hljóm- burðurinn var auðvitað ekkert betri, en kröftugur trommuleikur Franks Aarninks kryddaði tónlistina svo hægt var að ímynda sér lífsglaða bar- okkdansara í misgóðum holdum hoppandi um sviðið. Og það var að minnsta kosti fyndið. Hvar var jólastemningin? TÓNLIST Háskólabíó Rameau: Les Boréades; Bach: Jauchzet Gott in allen Lenden, kantata BWV 51; Bach: Konsert fyrir óbó, fiðlu og strengi í c-moll BWV 1060; Händel: Úr Vatnasvít- unum. Hljómsveitarstjóri Harry Bicket. Einleikarar: Ari Þór Vilhjálmsson og Matthías Birgir Nardeau. Einsöngvari: Hallveig Rúnarsdóttir. Fimmtudagur 1. desember. Sinfóníutónleikar Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.