Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 43

Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 43 MENNING www.urvalutsyn.is Skíðaveisla – Ítalía, Austurríki, Aspen og Vail Ítalía Vinsælasti áfangastaðurinn okkar til fjölda ára. Fyrsta flokks skíðastaðir með brekkum við allra hæfi. Netsnjór í Madonna 12. janúar í 9 nætur Bókunarstaða • Selva og Madonna 21. jan. 17 sæti laus 28. jan. 9 sæti laus 4. feb. Uppselt/biðlisti 11. feb. Uppselt/biðlisti 18. feb. Uppselt/biðlisti 25. feb. 12 sæti laus 4. mars Laus sæti Austurríki Flachau og Wagrain Líflegt andrúmsloft, fjör, vetrar- rómantík og gestrisni hjálpa þér að upplifa hið fullkomna vetrarfrí. Bókunarstaða 4. feb. Laus sæti 11. feb. Uppselt/biðlisti 18. feb. Uppselt/biðlisti 25. feb. Laus sæti Aspen og Vail 26. feb. í 9 nætur Mekka skíðafólks og draumur allra skíðamanna er að komast á skíði í Klettafjöllin í Colorado. Bókunarstaða 4 sæti laus til Aspen og 12 sæti til Vail. Verð frá 69.980* kr. á hótel Montana m/morgunverði Nánari uppl‡singar um fer›ir ásamt l‡sinum á hótelum er a› finna á www.urvalutsyn.is 2 fyrir 1 3. janúa r í 9 næ tur Flugsæt i til Salz burgar 3 . jan. og frá V erona 12 . jan. Verð 24.03 0 kr. Beint leiguflug ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 3 05 10 1 2/ 20 05 * Innifalið: Flug, gisting með morgunverði í 9 nætur, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. BRÚÐULEIKSÝNINGIN Rauðu skórnir var frumsýnd á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu fyrir tveimur árum og vakti þá mikla hrifningu gesta og gagnrýnenda. Sýningin hélt til bæj- arins Neuchatel í Sviss nú í nóv- ember, á alþjóðlega brúðuleikhús- hátíð sem ber heitið Semaine de la Marionette eða Vika brúðunnar. „Þessi sýning hefur vakið dálitla athygli hér heima, en það má kannski segja að hún hafi endanlega slegið í gegn þarna úti,“ segir Hallveig Thorlacius, einn af aðstandendum sýningarinnar, en ásamt henni héldu til Sviss þau Helga Arnalds, Jón Páll Eyjólfsson og Sigurður Kaiser. Hún segir ferðina hafa verið mikla upplifun, ekki síst fyrir þær sakir hve umhverfið þar hafi verið jákvætt. „Það er svo gott að koma á stað þar sem hefðin er fyrir hendi og fólk kann að lesa myndmál án þess að hafa texta til að styðjast við – þar sem brúðuleikhús er einfaldlega ein af listgreinunum,“ segir hún og segir raunina ekki alltaf vera slíka hér heima. „Þessi leiklistarhátíð var nær eingöngu ætluð fullorðnum, það voru bara örfáar sýningar fyrir börn og okkar sýning var til dæmis alls ekki auglýst þannig, heldur var hún sýnd á kvöldin klukkan hálfníu.“ Íslenska sýningin var valin til að opna hátíðina og segir Hallveig hafa verið troðfullt á hverju kvöldi sem hún var sýnd. „Undirtektirnar voru mjög góðar og dómar í fjölmiðlum einnig,“ segir hún. „Það sem var skemmtilegt við þessa hátíð var að margar sýningarnar voru á jaðri leik- listarinnar og kannski meira í ætt við myndlist eða gjörninga en leikhús. Það var greinilega mjög framsækið leikhús sem var valið á hátíðina.“ Byggð á flökkusögu Orð eru ekki uppistaða Rauðu skónna, ólíkt mörgum leiksýningum, heldur tónlist og brúðuleiklist. Tón- listin, sem Ragnhildur Gísladóttir samdi, hefur vakið mikla athygli og verðskuldaða að sögn Hallveigar. „Ekki nóg með að þetta sé flott tón- list, heldur segir hún svo mikla sögu. Hún er svo mælsk, ef svo má segja, full af réttu tilfinningunum í hverju atriði.“ Rauðu skórnir byggjast á gamalli flökkusögu, sem H. C. Andersen gerði fræga í samnefndri sögu. „Við notum þó meira eldri flökkusögu sem við rákumst á, því Andersen er með helst til mikinn kristilegan boðskap í sinni útfærslu. Í raun er þetta saga um fíkn – sagan af stúlkunni sem get- ur ekki hætt að dansa og verður að höggva fæturna af til að ná henni úr skónum. Það getur auðvitað ekki orð- ið greinilegra en það,“ segir Hallveig. Það liggur í hlutarins eðli hve hryllileg þessi saga er, og segir Hall- veig hana því aldrei hafa verið sýnda fyrir börn. „Við höfum sýnt hana fyr- ir unglinga og síðan auðvitað full- orðna.“ Tilboð í kjölfarið Aðdragandi þess að Rauðu skórnir voru valdir á hátíðina er nokkuð lang- ur, og sérstakur. „Okkur tókst loks- ins að samhæfa allan hópinn til að komast út á sama tíma, og því gekk þetta upp núna,“ segir Hallveig, en einstaklingarnir í hópnum að baki sýningunni vinna jöfnum höndum að öðrum verkefnum og að öðru leyti ekki saman sem fastur leikhópur. Hún segir hátíðina sérstaka að því leyti að hún sé skipulögð af sviss- nesku leikhúsfólki að fullu, en ekki opinberum aðila. „Svisslendingarnir heyrðu um sýninguna okkar einhvers staðar í Afríku, frá finnsku leikhús- fólki sem hafði séð hana á Assitej- leikhúshátíðinni hér í Reykjavík í fyrra. Við sendum þeim myndband í kjölfarið og þeir tóku okkur strax,“ segir Hallveig, sem segir Rauðu skóna í kjölfarið hafa fengið tilboð um sýningar víðs vegar um heim. „Það er ekki ljóst hvert við förum enn. En það má vissulega segja að þessi sýning hafi algjörlega farið að blómstra þarna úti.“ Brúðuleikhús | Rauðu skórnir slá í gegn á leiklistarhátíð í Sviss Troðfullt á hverju kvöldi Rauðu skórnir byggjast á tónlist og brúðuleiklist, ekki töluðu orði. Aðstandendur sýningarinnar í Sviss. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.