Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Kári Þormar, kórstjóri ogorganisti í Áskirkju, hafðiorð á því í viðtali í
blaðinu í fyrradag, að þessa dag-
ana stæði yfir „svakaleg vertíð“
fyrir kirkjutónlistarfólk. Það
staðfestist þegar skoðaður er listi
yfir tónleika næstu viku. Morg-
unblaðið hefur upplýsingar um að
á næstu sjö dögum, frá 1.–7. des-
ember, verði 21 tónleikar með sí-
gildri músík, jólamúsík og djassi.
Þá eru ótaldir allir aðrir tón-
leikar: popp, rokk og hvers konar
dægurtónlist, og einnig þeir tón-
leikar sem blaðið hefur ekki haft
spurnir af. Fyrir utan töluna 21
eru svo einnig þeir tónleikar sem
eru endurteknir, – þ.e. þegar tón-
listarmenn flytja sama prógramm
á tvennum og jafnvel fernum tón-
leikum. Í sumum tilfellum eru því
einir tónleikar samasem fernir.
Varlega áætlað má giska á að
tónleikar fyrstu viku desem-
bermánaðar séu á milli 40 og 50
á landinu öllu, jafnvel miklu
fleiri. Fyrir utan þetta standa að
sjálfsögðu allir skólatónleikar og
nemendatónleikar sem eru ótal-
margir á þessum árstíma.
Það er því ekki að undra að
kórstjórinn kalli þennan árstíma
„svakalega vertíð“.
Það má leiða hugann að því aðá langflestum tónleikanna á
listanum koma tugir manna við
sögu. Það eru nefnilega kórar og
hljómsveitir sem bera hitann og
þungann af tónleikahaldi á að-
ventu. Í stærstu kórunum syngja
allt upp í 80 manns, jafnvel ívið
fleiri, en í þeim allra minnstu 12–
16 manns. Á aðventu syngja kór-
ar svo oft með hljómsveitum á
tónleikum sínum. Það má því
ímynda sér að að jafnaði komi
um 40–50 manns fram á aðventu-
tónleikum. Það gæti því sem
hægast slagað í að tíu þúsund
manns komi fram á tónleikum á
aðventu og um jól á Íslandi.
Og þá eru auðvitað áheyrend-
urnir eftir. Þeir eru örugglega
ekki færri en flytjendurnir, mið-
að við þær vinsældir sem að-
ventu- og jólatónleikar hafa notið
á síðustu árum.
Jafnvel Hallgrímskirkja troð-
fyllist dag eftir dag af fólki sem
vill koma að hlusta á eitthvað
uppbyggilegt, fallegt og gleðilegt
í myrkrinu í stað þess að beygja
sig undir músíkglundrið sem
þröngvað er upp á fólk í búðum
og mollunum á þessum árstíma.
Hvað eigum við að segja – að á
milli 30 og 50 þúsund manns
komi á tónleika á aðventu og um
jól?
Og svo – ef fólk vill reikna
meira – má auðvitað margfalda
þær ágiskuðu tölur með miða-
verði og skoða hverju allur þessi
söngur veltir í beinhörðum pen-
ingum. Ég ætla þó ekki að hætta
mér út á þær brautir – það er
verkefni fyrir hagfræðinga og
viðskiptafræðinga.
Það er samt athyglisvert að
leiða hugann að því að langflest
það fólk sem stendur í stafni á
aðventunni og syngur og spilar
okkur til ánægju gerir það af ein-
skærum áhuga, og þiggur ekki
krónu fyrir persónulega. Kór-
arnir hafa jú væntanlega sem
heild einhverjar tekjur af miða-
sölu, en á móti þurfa þeir flestir
að greiða þeim atvinnumönnum
sem koma fram með þeim; – ein-
söngvurunum, organistum, kór-
stjórum, auk annars útlagðs
kostnaðar sem getur falist til
dæmis í nótnakaupum.
Eftir stendur að þrátt fyrirallt tal um að þessi þjóð sé
þjökuð af lífsgæðakapplaupi,
eyðslusemi og skuldafíkn er það
þó drjúgur hluti hennar sem hef-
ur nautn af því að skapa list – og
er tilbúinn til þess að eyða í það
dýrmætum frístundum sínum, og
enn stærri hluti sem hefur yndi
af því að sækja tónleika á þessum
annasama árstíma og gefa sér
tíma til að staldra við og njóta
listarinnar.
Á vertíð listarinnar
’Þrátt fyrir allt tal um að þessi þjóð sé
þjökuð af lífsgæðakapp-
laupi, eyðslusemi og
skuldafíkn er það þó
drjúgur hluti hennar
sem hefur nautn af því
að skapa list.‘
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
Morgunblaðið/Kristinn
Kammersveit Reykjavíkur hefur haldið vinsæla jólatónleika í meira en þrjátíu ár. Í ár verða þeir 18. desember.
begga@mbl.is
Fréttasíminn 904 1100
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Álfhólsvegur - Kópavogi. Sérhæð
Sérl. falleg 100 fm, 4ra herb. íbúð á jarðhæð í góðu þríbýli. Hús í góðu standi. Falleg-
ar innréttingar, parket á gólfum, þvottahús í íbúð, allt sér. Falleg eign, mjög vel stað-
sett. Verð 20,7 millj.
Hraunbær - Reykjavík 4ra-5 herb.
Höfum fengið í einkasölu sérlega fallega 113 fm íbúð á þriðju hæð í góðu fjölbýli.
Íbúðinni fylgir aukaherbergi í kjallara. Fallegar innréttingar, vönduð gólfefni. Íbúðin
er laus nú þegar. Verð 19,3 millj.
Hraunteigur - Reykjavík. 3ja herb. sérh.
Nýkomin í einkasölu á þessum frábæra stað sérlega falleg 87 fm, 3ja herbergja íbúð
á jarðhæð (kjallari) í mjög góðu þríbýli. Hús í góðu standi að utan, fallegar innrétt-
ingar og gólfefni, talvert endurnýjuð eign í góðu standi. Verð 18,3 millj.
Háteigsvegur - Reykjavík. 2ja - 3ja.
Nýkomin í einkasölu sérlega skemmtileg 64 fm 2ja-3ja herb. íbúð á neðri hæð í góðu
fjölb. Eignin er mikið endurnýjuð, m.a. allir gluggar, gler, raflagnir o.fl. Eitt svefnh. á
hæðinni og annað gott herb. í kjallara. Flísalagt bað, ný standsett.
Verð 15,9 millj.
BÚI
Sigurður Guðmundsson
lögg. fasteignasali
Jóhanna Sigurðardóttir
sölufulltrúi.
Sími: 699 5680
Sigríður Guðnadóttir
sölufulltrúi.
Sími: 663 3219
Asparás 8
210 Garðabæ
Opið hús í dag kl. 15.30-16.00
Verð 24,7 millj.
Stærð: 100,3 fm
Fjöldi herbergja: 3
Byggingarár: 2001
Brunabótamat: 16,6
Virkilega falleg íbúð í tveggja hæða viðhaldslitlu fjölbýli á góðum stað í Garðabæ. Flísalögð
forstofa með skápum. Þvottahús inn af forstofu, flísalagt með hillum. Rúmgott sjónvarpshol.
Opin og björt stofa og borðstofa, gengið út á rúmgóðar vestursvalir úr stofu. Eldhús með fal-
legri kirsuberjainnréttingu, borðkrókur. Hjónaherbergi og barnaherbergi með góðu skápa-
plássi. Stórt baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, baðkar og sturta, handklæðaofn. Í heildina
falleg og vel skipulögð íbúð í góðu álklæddu húsi. Stutt í skóla og leikskóla.
Upplýsingar veita Sigga 663 3219 - sigga@remax.is
og Jóhanna 699 5680 - johanna@remax.is