Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 45

Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 45 UMRÆÐAN EITT af mikilvægustu vopnum okkar í baráttunni gegn kynferðis- ofbeldi er fræðsla. Almenningur þarf að fá fræðslu um hvað kynferðisofbeldi er, hvernig má og skal bregðast við því og fagfólk þarf að fá fræðslu í hvernig má viðhalda þeirri þjón- ustu sem til staðar er og bæta hana. Til að fræða almenning þarf að halda uppi mál- efnalegri umræðu og auka vitund um kyn- bundið ofbeldi meðal annars með auglýs- ingaherferðum og aukinni umfjöllun í grunn- og framhaldsskólum. Fræðsla fagaðila er lykilþáttur í því að vel takist til við úrvinnslu og meðferð kynferðisbrotamála. Sú menntun sem fagaðilar okkar hérlendis búa að er mikil og góð en að sjálfsögðu þarf nám þeirra að vera í stöðugri endurskoðun og þróun. Í námi heilbrigðisstétta, lögfræðinga, lögreglu og fé- lagsfræðinga þarf að vera fræðsla um forvarnir, greiningu, meðferð og úrræði þolenda kynbundins of- beldis. Ein áhrifaríkasta leiðin til að þjálfa fagaðila í meðhöndlun og samskiptum við þolendur kyn- bundins ofbeldis er með æfingu. En viljum við að sú þjálfun eigi sér stað í raunverulegum að- stæðum á raunverulegum þol- endum? Svarið hlýtur að vera nei. Að sjálfsögðu væri best ef sú þjálfun færi fram í námi þessara aðila og á þar til gerðum nám- skeiðum. Á 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi mun Femínistafélag Íslands í samstarfi við K:at ehf., leiða saman Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og Lög- regluna í Reykjavík á þjálfunarnámskeið. Námskeiðið er sett upp nánast eins og flughermir í þjálfun flugmanna. Búnar eru til aðstæður sem líkj- ast raunverulegum aðstæðum og fólki þannig gefið tækifæri til að æfa sig í öruggu umhverfi. Í þessu tilviki mun sér- fræðingur Neyðarmóttökunnar fræða starfsfólk lögreglunnar um það hvað hægt er að gera til að þolanda kynferðisofbeldis líði eins vel og unnt er á meðan verið er að taka skýrslu um atburði. Fræðsl- an felst í því hvernig haga á við- talinu svo viðmælandi finni til ör- yggis og að borin sé virðing fyrir honum. Því næst fær lög- reglufólkið tækifæri til að æfa sig á leikurum sem eru þjálfaðir í að lifa sig inn í aðstæður þannig að það verði trúverðugt. Menntun og reynsla leikara gerir þeim kleift umfram aðra að miðla á trúverð- ugan hátt líðan þolenda ofbeldis og ætti því að vera áhrifaríkara en ef um ófaglærða aðila væri að ræða. Á þennan hátt verða aðstæður eins raunverulegar og hægt er meðan á skýrslutöku stendur. Eft- ir þjálfun sem þessa geta fagaðilar öðlast meira öryggi þegar tekist er á við raunverulegar aðstæður. Hlutaðeigandi aðilar gefa vinnu sína í þágu þessa átaks og vonast þannig til að þeirra framlag komi að notum í baráttunni gegn kyn- bundnu ofbeldi. Þjálfunarnámskeið fyrir fagaðila Eftir Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur ’Fræðsla fagaðila erlykilþáttur í því að vel takist til við úrvinnslu og meðferð kynferð- isbrotamála.‘ Kolbrún Anna Björnsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri K:at ehf., ráðskona menningarhóps Femínistafélags Íslands, leikkona og kennari. 16 daga átak flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Hvort sem þú þarft að selja eða leigja atvinnuhúsnæði, þá ertu í góðum höndum hjá Inga B. Albertssyni. Nú er góður sölutími framundan, ekki missa af honum. Vandaðu valið og veldu fasteignasölu sem er landsþekkt fyrir traust og ábyrg vinnubrögð. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali ATVINNUHÚSNÆÐI HAFÐU SAMBAND VERSLUNAR- OG ATVINNUHÚSNÆÐI – TIL LEIGU – SMIÐJUVEGUR 3, KÓPAVOGI (á móti Orkunni, Bónus og BYKO) 2.700 m² verslunar- og atvinnuhúsnæði. Þar af allt að 2.300 m² á einu gólfi og í einum sal. Allt að 5,5 m lofthæð og góð bílastæði. Hamraborg 20A, 200 Kópavogur sími: 554 4000 – fax: 554 4018 www.husalind.is Nánari upplýsingar veitir Barbara í síma 554 0400 eða 898 9394. leiguradgjof@leiguradgjof.is Ástríður tekur á móti ykkur í dag milli kl. 17 og 19. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 17-19, SUNDLAUGAVEGUR 28, REYKJAVÍK Síðumúla 27 108 Reykjavík sími 534 4040, fax 534 4044 Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali og verðbréfamiðlari Mjög falleg og björt 100 fm sérhæð á 1. hæð í þríbýlishúsi auk sérbyggðs 28 fm bílskúrs. Kom- ið er inn í flíslagða forstofu, parketlagt miðrými með tveimur skápum, parketlagða stofu og borðstofu, tvö parketlögð svefnherbergi, flíslagt baðherbergi með baðkari og glugga og flíslagt eldhús með góðri viðarinnréttingu og borðkrók. Mjög góð eign.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.