Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 51
FRÉTTIR
Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali.
URÐARHÆÐ - GARÐABÆ
- GLÆSILEGT EINBÝLI Í RÓLEGRI GÖTU -
Stórglæsilegt og vel staðsett einbýlishús á einni hæð á þessum frábæra stað í Garðabænum. Húsið er staðsett innst í
lokuðum botnlanga. Húsið er einstaklega vandað að allri gerð, vel innréttað og fullbúið að öllu leyti. Allur frágangur er til
fyrirmyndar og garðurinn er með miklum og fjölbreyttum trjágróðri ásamt stórri viðarverönd. Að innan er húsið fallegt og
vel skipulagt enda sérlega rúmgott. Húsið er 215 fm ásamt 31 fm bílskúr.
Jón Gretar Jónsson, sölumaður, GSM. 840 4049.
Opið hús í dag frá kl. 14 til 16
í Hraunbæ 12A
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
www.valholl.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30.
Um er að ræða góða ca 100 fm íbúð á 2 hæð í góðri og vel staðsettri blokk.
Tvennar svalir. Parket og flísar á gólfum. Íbúðin er laus fljótlega. V. 17,5 millj.
Arthur sýnir íbúðina í dag á milli kl. 14.00 og 16.00.
Glæsilegt og vandað 277 fm endaraðhús á tveimur hæðum með 27 fm
innbyggðum bílskúr og fallegum veröndum með skjólveggjum beggja vegna
hússins til norðurs og suðurs. Eignin skiptist m.a. í sjónvarpsstofu, stóra
borðstofu með útgangi á lóð, stóra og bjarta setustofu með arni og sólskála,
eldhús með fallegum sprautulökkuðum ljósgráum og svörtum innréttingum með
graníti á borðum og góðri borðaðstöðu, fjögur rúmgóð herbergi auk vel innréttaðs
fataherbergis og flísalagt baðherbergi auk gesta w.c. Innfelld halogenlýsing í
loftum efri hæðar auk eldhúss á neðri hæð. Parket og flísar á gólfum. Falleg
ræktuð lóð. Hiti í innkeyrslu og stéttum fyrir framan hús. Verð 62,0 millj.
Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16
Verið velkomin
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Tjarnarmýri 1 - Seltjarnarnesi
Glæsilegt og vandað endaraðhús
OPIÐ HÚS Í DAG frá kl. 14 - 16
FYRSTI glugginn á stærsta jóla-
dagatali landsins var opnaður á
fimmtudag í kjölfar þess að kveikt
var á jólatrénu á Ingólfstorgi. Af
því tilefni var leikskólabörnum boð-
ið til veislu þar sem dansað var í
kringum jólatréð og jólalög sungin.
Krökkunum til mikillar gleði mætti
jólasveinn á svæðið og stýrði veisl-
unni.
Dagatalið er staðsett á framhlið
húsakynna Tryggingamiðstöðv-
arinnar við Aðalstræti og er hluti af
jóladagatali Stöðvar 2, Galdrabók-
inni, sem sýnt verður fram að jól-
um. Börnunum var jafnframt boðið
upp á hressingu og öll fengu þau
Galdralitabók að gjöf.
Morgunblaðið/Golli
Stærsta jóladagatal á Íslandi
SÍMINN hefur kynnt breytingar á
verðskrá símtala úr farsímum frá
öllum löndum heims sem tóku gildi
frá og með sama degi. Síminn er nú
með 280 virka reikisamninga og
hvert og eitt þessara farsímafyr-
irtækja er með sína eigin verðskrá.
Þannig hafa viðskiptavinir Símans
greitt mismunandi mínútuverð inn-
an sama erlenda lands allt eftir því
hvaða símafyrirtæki þjónustaði við-
skiptavininn hverju sinni. Með
breytingunni er heiminum skipt í
fimm þjónustusvæði sem m.a. eru
ákveðin með tilliti til verðs og land-
fræðilegrar legu.
„Með þessari breytingu erum við
að einfalda verðskrá símtala úr far-
símum frá öllum löndum heims,“
segir Eva Magnúsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Símans, og bendir á að
í kjölfar aukinna ferðalaga til út-
landa hafi Síminn talið nauðsynlegt
að koma til móts við viðskiptavini
sína með gegnsærri og einfaldri
verðskrá frá útlöndum. „Síminn
hefur fram að þessu rukkað við-
skiptavini sína í samræmi við
verðskrár erlendra farsímafyrir-
tækja, sem hefur gert það að verk-
um að skilaboðin til viðskiptavina
hafa verið bæði flókin og ógegnsæ.
Viðskiptavinir okkar hafa löngum
kvartað yfir flókinni verðskrá er-
lendra símtala og með þessari
breytingu munu viðskiptavinir okk-
ar betur geta fylgst með símnotkun
sinni, auk þess sem auðveldara
verður að kynna sér hvað símtalið
kostar.“
Spurð hvort breytingin leiði al-
mennt til hækkunar eða lækkunar
á símreikningi viðskiptavina segir
Eva erfitt að svara því, þar sem
það fari eftir notkunarmynstri. „Ef
maður tekur meðaltalið myndi ég
telja að þetta væri að koma ósköp
svipað út og jafnvel að viðskipta-
vinir muni verða varir við lækkun.“
Aðspurð hvernig tekið yrði á mál-
um ef í ljós kæmi að breytingin
leiddi til verulegrar hækkunar fyrir
viðskiptavini svaraði Eva því til að
slíkar ábendingar yrðu skoðaðar.
Gjöldin ýmist hækka eða
lækka fyrir einstök lönd
Samkvæmt nýju verðskránni,
sem nálgast má á vef Símans, má
sjá að hér eftir kostar mínútan, sé
hringt úr farsíma erlendis frá og
heim til Íslands, 69 kr. innan svæð-
is 1, 89 kr. á svæði 2, 139 kr. á
svæði 3, 159 kr. á svæði 4 og 259
kr. á svæði 5. Sama kostar einnig
að hringja innanlands í viðkomandi
landi. Að senda smáskilaboð kostar
eftir breytingu 39 kr. innan allra
fimm svæðanna og gildir það líka
fyrir þá sem eru með Frelsi. Ný
verðskrá fyrir Frelsi í útlöndum
tók einnig gildi og samkvæmt
henni kostar mínútan 79 kr. á
svæði 1, 99 kr. á svæði 2, 149 kr. á
svæði 3, 169 kr. á svæði 4 og 269 kr
á svæði 5.
Eins og Eva benti á hefur mín-
útugjaldið á símtölum erlendis
hingað til verið breytilegt eftir því
hvaða símafyrirtæki þjónustaði ein-
staklinginn erlendis. Nefnir hún
sem dæmi að í Bretlandi hafi kost-
að á bilinu 88–173 kr. að hringja úr
farsíma heim til Íslands, allt eftir
því hvaða fyrirtæki fólk átti við-
skipti við. Eftir breytingu er mín-
útuverðið fyrir farsímatöl frá Bret-
landi139 kr. en Bretland flokkast
sem land í svæði 3. Öll Norðurlönd-
in, utan Grænlands, flokkast sem
svæði 1. Sem dæmi um verð kost-
aði mínútan fyrir breytingu í Dan-
mörku á bilinu 60–120 kr. Spánn er
meðal þeirra landa sem flokkast í
svæði 2 og þar kostaði mínútan áð-
ur 67–80 kr. en eftir breytingu
kostar mínútan 89 kr. Spánn er því
dæmi um land þar sem mínútan
hækkar. Bandaríkin eru hins vegar
dæmi um land þar sem mínútu-
gjaldið lækkar nokkuð, því fyrir
breytingu kostaði mínútan á bilinu
170–210 kr., en kostar eftir breyt-
ingu 159 kr.
Síminn breytir verðskrá símtala úr farsímum erlendis
„Gegnsærri og ein-
faldari verðskrá“
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Rangt farið með
nafn Guðrúnar
Kvaran
Í FRÉTT um tilnefningar til
Íslensku bókmenntaverðlaun-
anna í föstudagsblaðinu voru
gerð þau mistök að rangt var
farið með nafn eins af höfund-
um bókarinnar Íslensk tunga,
Guðrúnar Kvaran. Guðrún og
lesendur blaðsins eru beðnir af-
sökunar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT