Morgunblaðið - 04.12.2005, Side 55

Morgunblaðið - 04.12.2005, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 55 MINNINGAR ✝ Þorbjörg Björns-dóttir, fyrrver- andi forstöðumaður Bókasafns Hafnar- fjarðar, fæddist í Tröð í Súðavík 15. október 1928. Hún lést á heimili sínu í Hafnarfirði laugar- daginn 19. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Björn Jóhannsson kennari í Hafnar- firði, f. 12. septem- ber 1891, d. 20. októ- ber 1963, og Elísabet Einarsdóttir, f. 14. október 1897, d. 12. apríl 1980. Þorbjörg giftist 29. október 1949 Sveini Hauki Valdimarssyni, þau skildu 1957. Sonur þeirra er Valdi- mar, f. 23. október 1948. Börn hans eru, a) Sveinn Haukur, f. 26. febr- úar 1972, b) Elísabet, f. 24. nóvember 1978, sambýlismað- ur Sveinn Á. Jóns- son, synir þeirra eru Logi, f. 15. ágúst 1999, og Valdimar, f. 18. apríl 2001, og c) Davíð, f. 27. júlí 1982. Þorbjörg giftist 23. apríl 1958 Re- nald Brauner, f. 27. janúar 1928, þau skildu 1968. Sonur þeirra er Reinald, f. 27. apríl 1950, d. 12. júlí 1984. Þorbjörg starfaði við Þjóðleik- húsið frá 1. september 1952 til 31. október 1968 og í Bókasafni Hafn- arfjarðar frá 1. október til ársloka 1992. Útför Þorbjargar fór fram í kyrrþey. Yfir tindum öllum er ró, friður á fjöllum, fugl í tó hljóðnaður hver; Það bærist ei blær eða kliður. Einnig þinn friður framundan er. (Þýð. Yngvi Jóhannesson.) Ef eitthvað öðru fremur tengist minningu minni um mína kæru vin- konu hana Þorbjörgu Björnsdótt- ur, þá er það friður – friður, kyrrð, traust og góðvild – nokkuð sem við nútímafólkið erum á góðri leið með að glata frá okkur. Fáar líkingar úr íslensku máli eiga betur við hana en þegar sagt er að einhver hafi staðið eins og klettur við hlið- ina á einhverjum. Hún var sann- arlega það bjarg sem stóð kyrrt og fast og traust þótt stormar blésu. Sumir kalla það tilviljun, aðrir handleiðslu æðri máttarvalda, þeg- ar viðburðir lífsins taka aðra stefnu en áætlað er í upphafi hverrar ferðar. Þannig var það fyr- ir 32 árum þegar ég réðst til starfa hjá Þorbjörgu á Bókasafn Hafn- arfjarðar þar sem hún var for- stöðumaður um langt árabil, því þessi óvænta atvinna sem féll mér að ófyrirséðu í skaut átti eftir að breyta lífsferli mínu öllu. Réð þar ekki eingöngu einstaklega skemmtilegt og frjótt starf, heldur fyrst og síðast samskipti mín við Þorbjörgu sem með leiftrandi gáf- um sínum, víðsýni og eðlislægri tign og glæsileika, kenndi mér, stelpukálfinum, flest það um lífið sem skiptir máli. Hún sýndi mér hvað felst í því að vera heilsteypt manneskja, að láta ekki blekkjast af flærð og sýndarmennsku, að læra að þekkja vini sína og þá sem eru trausts verðir. Hins vegar gat Þorbjörg átt það til að koma við kaun á fólki sem kannski gat ekki tekið hreinskiptni og heiðarleika hennar og þurfti þá sá hinn sami stundum að fara í svolitla nafla- skoðun á sjálfum sér. „Það verður hver að vera samferða samvisku sinni, hvort sem hún er góð eða vond,“ sagði hún stundum. Hún hafði andstyggð á hræsni og óheil- indum fólks í stóru og smáu, heimskri meðalmennsku og hvern- ig framapotarar samfélagsins af öllum gerðum svífast oft einskis til að ná sínu fram. Af þessu leiðir að hvergi var betra að koma en til Þorbjargar, vildi maður fá álit eða heiðarleg svör við hinum aðskiljanlegustu vandamálum. Alltaf var hægt að treysta því að svörin yrðu bæði sönn og rétt. Hún var líka þeim sjaldgæfu eiginleikum gædd að geta skapað friðsemd og kyrrð og tíma, jafnvel í hinu mesta annríki. Síðan gat hún komið fólki á óvart með því að taka málstað einhvers sem samfélagið hafði kannski dæmt þungum sökum. Hún var glögg á þjáningu meðbræðra sinna og -systra og var óspör að láta í ljós samúð sína, líka gagnvart þeim sem voru henni alls ókunnugir. Sömuleiðis lét hún viðkomandi vita af því þegar hún hreifst til dæmis af einhverri tónlist, leikflutningi eða ef einhverjum mæltist vel í ræðu eða riti. Hún sagði að það væri synd ef fólk þyrði aldrei að segja neitt fallegt um hvert annað nema í minningargreinum. Þrátt fyrir afar fastmótaðar skoðanir átti hún þó auðvelt með að skipta um skoðun væru mótrök- in nógu skýr. Hún gerði sér far um að setja sig inn í málefni líðandi stundar og hafði unun af að rök- ræða hlutina, sjá sem flesta fleti og draga ályktanir í kjölfarið. Ógleymanlegar eru mér allar þær menningarlegu og þroskandi sam- ræður sem ég átti með Þorbjörgu og hennar samferðafólki og gestum á Bókasafni Hafnarfjarðar, þar sem saman kom bókmenntafólk af öllum gerðum, listamenn og fræði- menn sem höfðu þar gjarnan fasta aðstöðu. Þar voru lífsins gátur oft krufðar til mergjar og skoðað var upphaf og endir alls og ekkert látið ósnortið í þeim efnum. Á stundum sem þessum naut Þorbjörg sín best, þar sem hún náði að laða fram ýmsa góða hæfileika í fari fólks með persónutöfrum sínum. Hún hafði líka til að bera þá djúpu og góðu menntun sem felst í heimi leikhúss og leikbókmennta því hún var hvíslari við Þjóðleikhúsið í tæp 20 ár, og sömuleiðis var hún afar vel að sér í heimsbókmenntunum, tónlist og öðrum listum. Hún var víðlesin og víðsýn og átti auðvelt með að fyrirgefa mannlega breysk- leika. Árið 1984 varð Þorbjörg fyrir þeirri miklu sorg að missa yngri son sinn, Reinald Reinaldsson, ein- stakan námsmann og hæfileikarík- an, þar sem hann stundaði nám í kaþólskum fræðum í Freiburg í Þýskalandi. Eftir lát hans var sem einhver lífsneisti slokknaði í Þor- björgu, sem hún náði aldrei að kveikja á ný til fulls. Hún talaði oft um það hin síðari ár að hún vildi frekar fá að deyja heldur en að þurfa vera byrði á fólkinu sínu eða fara á spítala og verða háð öðrum og hjálparvana. Henni hefur nú orðið að ósk sinni því hún varð bráðkvödd á heimilinu sínu fallega, án þess að hafa nokkru sinni dvalið á spítala. Hún hélt því reisn sinni, tign og gáfum allt til hins síðasta, og þann frið og hvíld sem hún þráði hefur hún nú öðlast. Með djúpri sorg og með innilegri þökk og virðingu kveð ég mína traustu vinkonu sem aldrei brást. Ég er stolt yfir að hafa fengið að njóta vináttu og tryggðar þessarar merkilegu og glæsilegu konu svona lengi því hún gaf mér nýja lífssýn og færði mér þá menntun sem ég nýt nú best í dag. Elsku Valdimar, ég og Óli og fjölskyldan mín vottum þér og börnunum þínum og fjölskyldu þinni allri okkar dýpstu samúð og bið Guð um að lýsa myrkrið fram- undan með minningunni um ein- staka konu. Gróa Finnsdóttir. ÞORBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Við andlát Sigríðar Ólafsdóttur er margt sem kemur upp í hug- ann. Fyrst söknuður að þessi einstaka góða kona, sem mér þótti svo vænt um, skuli ekki lengur vera nálægt okkur. Síðan kemur þakklæti fyrir að hafa verið svo gæfusöm að fá að kynnast henni og njóta umhyggju hennar, hlýju og vinskapar, sem aldrei bar skugga á. Þegar við Gyða, dóttir hennar Sirrýar, urðum vinkonur í lok barnaskólans tóku þau foreldrar hennar, Guðmundur og Sirrý, mér einstaklega vel. Heimili þeirra var SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR ✝ Sigríður Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1925. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 1. nóvem- ber síðastliðinn og var jarðsungin frá Fossvogskapellu í kyrrþey 9. nóvem- ber. mjög fallegt og stíl- hreint, listaverk, bæk- ur og hljóðfæri. En það sem mest var um vert var að þau sæmdarhjón voru samhent í því að rækta allt í kringum sig, börnin, vinina, garðinn og allt sem þau komu nálægt. Þetta fallega heimili var okkur vinum barnanna þeirra öll- um opið. Guðmundur tók oftar en ekki á móti okkur hárri röddu og bauð inn til Sirrýar sem örugglega ætti eitt- hvað gott handa svöngum ungling- um. Og þvílíkt veisluborð, aðeins það besta var nógu gott handa þeim sem komu til þeirra. Ég get ekki rifjað upp unglingsárin öðruvísi en að minnast móður Sirrýar, Gyðu Gunnarsdóttur, sem ég var svo lán- söm að kynnast og voru þau kynni á sama máta hlýja og væntumþykja. Þegar unglingsárunum lauk og við vinkonurnar urðum fullorðnar eignaðist ég mína bestu vini í þess- ari fjölskyldu. Ógleymanlegar eru gjafir, kökur sem báru af öllum öðr- um kökum, vinátta og tryggð. Sirrý og Guðmundur sýndu mér og fjöl- skyldu minni alltaf það besta og minnumst við heimsókna til þeirra á Unnarbrautina með söknuði. Ég bið algóðan guð að blessa minningu þeirra elskulegu hjóna, Guðmundar og Sirrýar. Þó að þess- ar góðu manneskur séu ekki lengur á meðal okkar, lifa þær í huga og hjarta mínu og ég minnist þeirra með virðingu og þakklæti fyrir mig og mína fjölskyldu. Kolbrún Þormóðsdóttir (Kolla). Nú þegar Sirrý mamma hennar Gyðu hefur fengið hvíldina, koma upp í hugann hjá okkur gömlu vin- konunum ótal minningar frá menntaskólaárunum. Heimili Gyðu á Unnarbrautinni var oftar en ekki miðstöð félagslífs okkar, hvort sem var eftir skóla á daginn eða áður eða eftir að kíkt var á bæjarlífið. Alltaf var tekið vel á móti okkur og vinum okkar með meiri háttar kræsingum sem mamma Gyðu töfr- aði fram handa okkur. Við drifin inn úr kuldanum inn á þetta hlýlega, glæsilega heimili þar sem við fund- um að við vorum velkomin. Þessar minningar eru samofnar mennta- skólaárunum, þessum dýrmæta mótunartíma í lífi okkar. Við send- um Gyðu og fjölskyldunni allri okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og minnumst Sirrýar með hlýju og þakklæti. Rósa, Sigríður, Kolbrún. Hún amma hefur kvatt þennan heim og farið til afa og Guðmundar og hinna sem biðu eftir henni. Hún amma var komin á góðan lífsaldur 95 ára. Ég á frábærar minningar með afa og ömmu þegar við heimsóttum þau í Keflavík. Stundum fengum við að gista og þá lékum við krakkarnir með gömlu happadrættismiðana þeirra í búðarleik og öðrum leikjum. Mér fannst allaf skemmtilegt að koma í heimsókn til þeirra og ræða við þau um þeirra hagi hér áður fyrr og fá að heyra hvernig lífið var og gekk fyrir sig á þeirra æskuheim- ilum og hvernig fyrstu búskaparárin voru hjá þeim. Það er óhætt að segja að hún amma hafði séð tímana tvenna eða þrenna á langri ævi. Við hjónin heimsóttum ömmu og afa reglulega á Nónvörðuna og það var alveg ómissandi að koma til þeirra á jólunum með pakka og setj- ast niður hjá þeim í smátíma. Mín erfiðasta stund var þegar afi lá banaleguna. Ég gat ekki fengið mig til að heimsækja hann, það var eins og ég vildi bara muna eftir góðu stundunum með honum. Þegar amma fluttist á dvalar- heimilið í Keflavík var hún ekki sátt að fara að búa innan um annað fólk sem hún þekkti ekki, en það leið ekki á löngu þar til hún varð mjög ánægð með þessa hagi. Eins var hún fljót að finna þann góða anda á ÞÓRUNN ÞORBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Þórunn Þor-björg Guð- mundsdóttir fædd- ist í Skoruvík á Langanesi 1. nóv- ember 1910. Hún andaðist á dvalar- heimilinu Garð- vangi 6. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð 22. nóvember síðast- liðinn. dvalarheimilinu í Garði en þar var hún til sinnar síðustu stundar. Ég náði oft að heimsækja ömmu þar og sitja hjá henni í smá tíma og ræða um daginn og veginn. Eins og með afa þá gat ég ekki fengið mig til að heimsækja hana ömmu þegar hennar tími nálgaðist og ég vildi bara eiga góðu dagana um hana í minningunni. Góður Guð, viltu passa ömmu mína og afa, eins og þau pössuðu mig, með kærleika og hlýhug. Amma, þú faðmar hann afa fyrir mig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ragnar Marinó, Jóhanna Helga og synir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morg- unblaðsins: mbl.is (smellt á reit- inn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.