Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 56
Morgunblaðið/Ásdís
Nemendur í sam-ræmdu stúdents-prófi.
Á fimmtu-daginn var fyrsta sam-ræmda
stúdents-prófið haldið og gekk mikill fjöldi
nemenda út úr prófinu eftir að klukku-stund
var liðin af próf-tíma, en hann var fjórar
klukku-stundir. For-seti nemenda-félags
Verzlunar-skóla Íslands telur að 80–90%
nemenda skólans sem tóku prófið hafi
gengið út í mótmæla-skyni, en að í öðrum
framhalds-skólum hafi um helmingur
nemenda gengið út.
Sama dag fóru framhaldsskóla-nemar á
fund Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur
menntamála-ráðherra og af-hentu henni
lista með undir-skriftum þar sem þess er
krafist að prófin verði lögð af. Svaraði
menntamála-ráðherra nemendum á þá leið
að allir yrðu að fara að lögum og að tekið
yrði til-lit til mót-mælanna. Nem-endur
hefðu þá bent á tilgangs-leysi prófanna þar
sem sam-kvæmt lögum nægði að mæta í
prófið til að standast það.
Gengið út úr sam-ræmdum prófum
56 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
Sprenging varð í kola-námu í
norðaustur-hluta Kína á
sunnu-dag fyrir viku. Alla vega
134 verka-menn létu lífið.
Kín-verskir ríkis-fjölmiðlar
segja að 221 maður hafi verið
við vinnu þegar sprengingin
varð um kl. 13.40 að
íslenskum tíma á sunnu-dag.
Kín-verska frétta-stofan
Xinhua sagði að svo-kölluð
„kolaryks-sprenging“ hefði
orðið í námunni, þannig að
gas kveikti í kola-ryki í lofti og
veggjum námunnar og
loftræsti-kerfið fór úr
sam-bandi. Orku-þörf
Kín-verja hefur aukist hratt
síðustu ár og 60% allrar orku
sem Kínverjar nota koma úr
kolum.
Enn verður að auka
kola-vinnsluna í landinu, en
hún krefst mikilla
mann-fórna. Opin-berar tölur
segja að í fyrra hafi 6.000
verka-menn látist í
námu-slysum í Kína. Margir
segja að 20.000 manns sé
mun raun-særri tala.
Stjórn-völd hafa hert
öryggis-eftirlit í kola-námum,
sem margar eru reknar án
leyfa, en mikil spilling er á
þessu sviði atvinnu-lífsins í
Kína. Bæði eigendur
námanna og embættis-menn
koma sér saman um að
hundsa skipanir frá
mið-stjórninni í Peking.
Námu-slys í Kína
Reuters
Ætt-ingjar náma-mannanna hlusta á skila-boð frá ríkis-stjórn-
inni.
Kvik-mynd Baltasars
Kormáks, A Little Trip to
Heaven, verður sýnd á
Sundance
kvikmynda-hátíðinni 19.-
29. janúar nk. í Salt Lake
City í Utah-fylki í
Banda-ríkjunum.
Myndin verður sýnd í
svo-nefndum
Premieres-flokki, en í
honum eru sýndar myndir
sem þykja sýna „fjöl-breytni
samtíma-kvikmynda“, eins
og segir á heima-síðu
hátíðarinnar. Einnig eru í
flokknum nýjustu
kvikmynda-verk
viður-kenndra leik-stjóra og
heims-frumsýningar
kvik-mynda sem fólk hefur
beðið með óþreyju. Baltasar
er bæði handrits-höfundur
og leik-stjóri myndarinnar
en 17 kvik-myndir fylla
flokkinn. Meðal leik-stjóra
eru Nick Cassavetes, Wim
Wenders, Jonathan Demme
og Michel Gondry.
A Little Trip to Heaven
verður frumsýnd hér á landi
26. desember. Með
aðal-hlutverk í myndinni fara
Forest Whitaker, Julia
Stiles, Peter Coyote og
Jeremy Renner.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Baltasar, Forest Whitaker og Sigurjón Sighvatsson .
Baltasar á Sundance
Fórnar-lamba al-næmis var
minnst um allan heim á
fimmtu-daginn. Kofi Annan,
framkvæmda-stjóri
Sam-einuðu þjóðanna, sagði
að kominn væri
tími til að
leið-togar ríkja
heims stæðu
við lof-orð sem
þeir hafa gefið
um að hindra
út-breiðslu
veikinnar. Talið er að um 40
milljónir manna séu nú
smitaðar af HIV-veirunni
sem veldur al-næmi og
óttast er að 3 milljónir deyi
á þessu ári. Um 25 milljónir
manna í Afríku eru smitaðar.
Kofi Annan sagði að þótt
fjár-veitingar til þessara
mála hefðu aukist mjög á
undan-förnum áratug og
væru nú um 500 milljarðar
króna, væri það ekki nóg,
svo umfangs-mikill væri
vandinn.
Kofi Annan
Á-kall til
handa alnæm-
is-sjúkum
Ríkið verk-taki í list-dans-námi
Menntamála-ráðuneytið,
Mennta-skólinn við
Hamra-hlíð og Dans-mennt
ehf. hafa undir-ritað
vilja-yfirlýsingu um sam-starf
um listdans-nám á
framhaldsskóla-stigi frá og
með næsta vetri. Fyrr á árinu
tók ráðu-neytið ákvörðum um
að leggja Listdans-skólann
niður í nú-verandi mynd.
„Með þessu erum við að
sam-ræma allt list-nám, því
Listdans-skólinn er síðasti
listnáms-skólinn sem ríkið
rekur á framhalds-skólastigi.
Nú verður ríkið verk-kaupi í
list-námi á
framhaldsskóla-stiginu eins
og sveitar-félögin eru á
grunnskóla-stiginu. Það er því
verið að gera list-nám
sam-felldara og
heil-steyptara,“ segir
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
menntamála-ráðherra.
Stutt
Sunna í Breiðablik og landsliðið
Frjálsíþrótta-konan Sunna
Gestsdóttir hefur skrifað
undir félaga-skipti yfir í
Breiðablik í Kópavogi og þar
með yfir-gefið sitt gamla
félag, USVH. Um leið hefur
hún endur-skoðað hug sinn
til íslenska lands-liðsins og
ákveðið að gefa kost á sér í
það á nýjan leik.
Brýtur Elsa Guðrún blað?
Svo kann að fara að brotið
verði blað í íslenskri
íþrótta-sögu þegar kepp-
endur verða valdir á
Vetrar-ólympíuleikana sem
fram fara í Tórínó í febrúar á
næsta ári. Nokkrar líkur eru
á því að skíðagöngu-konan
Elsa Guðrún Jónsdóttir, frá
Ólafsfriði, nái lágmarks--
árangri til að verða valin til
þátttöku á leikunum. Hún
yrði fyrsta íslenska konan til
þess að taka þátt í
skíða-göngu á Vetrar--
ólympíuleikum.
Tónlist fyrir náttúruna
Miðasala er hafin á
stórtónleika Náttúru-félags
Íslands sem haldnir verða
laugardaginn 7. janúar í
Laugardals-höll. Þeir eru
haldnir til að beina athyglinni
að náttúru landsins og
um-gengni okkar við hana.
Þeir sem koma fram eru:
Ham, Trabant, Magga Stína,
Múm, Sigur Rós, Hjálmar,
KK, Rass, Björk, Zeena
Parkins, Ghostigital, Damon
Albarn, Egó og Damien Rice.
Allir listamenn sem koma
fram gefa alla vinnu sína í
þágu mál-staðarins.
Morgunblaðið/Sverrir
Roger Moore á fundinum.
Breski leikarinn sir Roger
Moore var við-staddur fund
þar sem fyrirtækin Baugur
Group, FL Group og Fons
studdu verk-efni
Barna-hjálpar Sam-einuðu
þjóðanna, UNICEF, um betra
skóla-starf í Gíneu-Bissá.
Moore hefur verið
velgjörðar-sendiherra
UNICEF í 15 ár og segir það
tíma-frekt starf en þess
virði.
Roger Moore er 78 ára og
dreymdi allt frá æsku um að
verða leikari, en hann sló í
gegn í hlut-verki Dýr-lingsins
Simon Templar árið 1962.
Árið 1973 lék hann í sinni
fyrstu James Bond-mynd, en
alls lék Moore í sjö James
Bond-myndum og hefur
enginn leikið njósnarann
jafn oft.
Þegar hann var spurður
hvernig honum litist á
Daniel Craig, sjötta
leikarann til að fara með
hlut-verk James Bonds,
segist Roger Moore ekki
þekkja leikarann en hann
hafi séð hann á hvíta
tjaldinu. „Ég efast ekki um
að hann eigi eftir að standa
sig vel. Ég lék þetta
hlut-verk, þannig að það
getur ekki verið svo erfitt.“
Roger
Moore á
Íslandi