Morgunblaðið - 04.12.2005, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 04.12.2005, Qupperneq 56
Morgunblaðið/Ásdís Nemendur í sam-ræmdu stúdents-prófi. Á fimmtu-daginn var fyrsta sam-ræmda stúdents-prófið haldið og gekk mikill fjöldi nemenda út úr prófinu eftir að klukku-stund var liðin af próf-tíma, en hann var fjórar klukku-stundir. For-seti nemenda-félags Verzlunar-skóla Íslands telur að 80–90% nemenda skólans sem tóku prófið hafi gengið út í mótmæla-skyni, en að í öðrum framhalds-skólum hafi um helmingur nemenda gengið út. Sama dag fóru framhaldsskóla-nemar á fund Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamála-ráðherra og af-hentu henni lista með undir-skriftum þar sem þess er krafist að prófin verði lögð af. Svaraði menntamála-ráðherra nemendum á þá leið að allir yrðu að fara að lögum og að tekið yrði til-lit til mót-mælanna. Nem-endur hefðu þá bent á tilgangs-leysi prófanna þar sem sam-kvæmt lögum nægði að mæta í prófið til að standast það. Gengið út úr sam-ræmdum prófum 56 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Sprenging varð í kola-námu í norðaustur-hluta Kína á sunnu-dag fyrir viku. Alla vega 134 verka-menn létu lífið. Kín-verskir ríkis-fjölmiðlar segja að 221 maður hafi verið við vinnu þegar sprengingin varð um kl. 13.40 að íslenskum tíma á sunnu-dag. Kín-verska frétta-stofan Xinhua sagði að svo-kölluð „kolaryks-sprenging“ hefði orðið í námunni, þannig að gas kveikti í kola-ryki í lofti og veggjum námunnar og loftræsti-kerfið fór úr sam-bandi. Orku-þörf Kín-verja hefur aukist hratt síðustu ár og 60% allrar orku sem Kínverjar nota koma úr kolum. Enn verður að auka kola-vinnsluna í landinu, en hún krefst mikilla mann-fórna. Opin-berar tölur segja að í fyrra hafi 6.000 verka-menn látist í námu-slysum í Kína. Margir segja að 20.000 manns sé mun raun-særri tala. Stjórn-völd hafa hert öryggis-eftirlit í kola-námum, sem margar eru reknar án leyfa, en mikil spilling er á þessu sviði atvinnu-lífsins í Kína. Bæði eigendur námanna og embættis-menn koma sér saman um að hundsa skipanir frá mið-stjórninni í Peking. Námu-slys í Kína Reuters Ætt-ingjar náma-mannanna hlusta á skila-boð frá ríkis-stjórn- inni. Kvik-mynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, verður sýnd á Sundance kvikmynda-hátíðinni 19.- 29. janúar nk. í Salt Lake City í Utah-fylki í Banda-ríkjunum. Myndin verður sýnd í svo-nefndum Premieres-flokki, en í honum eru sýndar myndir sem þykja sýna „fjöl-breytni samtíma-kvikmynda“, eins og segir á heima-síðu hátíðarinnar. Einnig eru í flokknum nýjustu kvikmynda-verk viður-kenndra leik-stjóra og heims-frumsýningar kvik-mynda sem fólk hefur beðið með óþreyju. Baltasar er bæði handrits-höfundur og leik-stjóri myndarinnar en 17 kvik-myndir fylla flokkinn. Meðal leik-stjóra eru Nick Cassavetes, Wim Wenders, Jonathan Demme og Michel Gondry. A Little Trip to Heaven verður frumsýnd hér á landi 26. desember. Með aðal-hlutverk í myndinni fara Forest Whitaker, Julia Stiles, Peter Coyote og Jeremy Renner. Morgunblaðið/Árni Torfason Baltasar, Forest Whitaker og Sigurjón Sighvatsson . Baltasar á Sundance Fórnar-lamba al-næmis var minnst um allan heim á fimmtu-daginn. Kofi Annan, framkvæmda-stjóri Sam-einuðu þjóðanna, sagði að kominn væri tími til að leið-togar ríkja heims stæðu við lof-orð sem þeir hafa gefið um að hindra út-breiðslu veikinnar. Talið er að um 40 milljónir manna séu nú smitaðar af HIV-veirunni sem veldur al-næmi og óttast er að 3 milljónir deyi á þessu ári. Um 25 milljónir manna í Afríku eru smitaðar. Kofi Annan sagði að þótt fjár-veitingar til þessara mála hefðu aukist mjög á undan-förnum áratug og væru nú um 500 milljarðar króna, væri það ekki nóg, svo umfangs-mikill væri vandinn. Kofi Annan Á-kall til handa alnæm- is-sjúkum Ríkið verk-taki í list-dans-námi Menntamála-ráðuneytið, Mennta-skólinn við Hamra-hlíð og Dans-mennt ehf. hafa undir-ritað vilja-yfirlýsingu um sam-starf um listdans-nám á framhaldsskóla-stigi frá og með næsta vetri. Fyrr á árinu tók ráðu-neytið ákvörðum um að leggja Listdans-skólann niður í nú-verandi mynd. „Með þessu erum við að sam-ræma allt list-nám, því Listdans-skólinn er síðasti listnáms-skólinn sem ríkið rekur á framhalds-skólastigi. Nú verður ríkið verk-kaupi í list-námi á framhaldsskóla-stiginu eins og sveitar-félögin eru á grunnskóla-stiginu. Það er því verið að gera list-nám sam-felldara og heil-steyptara,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála-ráðherra. Stutt Sunna í Breiðablik og landsliðið Frjálsíþrótta-konan Sunna Gestsdóttir hefur skrifað undir félaga-skipti yfir í Breiðablik í Kópavogi og þar með yfir-gefið sitt gamla félag, USVH. Um leið hefur hún endur-skoðað hug sinn til íslenska lands-liðsins og ákveðið að gefa kost á sér í það á nýjan leik. Brýtur Elsa Guðrún blað? Svo kann að fara að brotið verði blað í íslenskri íþrótta-sögu þegar kepp- endur verða valdir á Vetrar-ólympíuleikana sem fram fara í Tórínó í febrúar á næsta ári. Nokkrar líkur eru á því að skíðagöngu-konan Elsa Guðrún Jónsdóttir, frá Ólafsfriði, nái lágmarks-- árangri til að verða valin til þátttöku á leikunum. Hún yrði fyrsta íslenska konan til þess að taka þátt í skíða-göngu á Vetrar-- ólympíuleikum. Tónlist fyrir náttúruna Miðasala er hafin á stórtónleika Náttúru-félags Íslands sem haldnir verða laugardaginn 7. janúar í Laugardals-höll. Þeir eru haldnir til að beina athyglinni að náttúru landsins og um-gengni okkar við hana. Þeir sem koma fram eru: Ham, Trabant, Magga Stína, Múm, Sigur Rós, Hjálmar, KK, Rass, Björk, Zeena Parkins, Ghostigital, Damon Albarn, Egó og Damien Rice. Allir listamenn sem koma fram gefa alla vinnu sína í þágu mál-staðarins. Morgunblaðið/Sverrir Roger Moore á fundinum. Breski leikarinn sir Roger Moore var við-staddur fund þar sem fyrirtækin Baugur Group, FL Group og Fons studdu verk-efni Barna-hjálpar Sam-einuðu þjóðanna, UNICEF, um betra skóla-starf í Gíneu-Bissá. Moore hefur verið velgjörðar-sendiherra UNICEF í 15 ár og segir það tíma-frekt starf en þess virði. Roger Moore er 78 ára og dreymdi allt frá æsku um að verða leikari, en hann sló í gegn í hlut-verki Dýr-lingsins Simon Templar árið 1962. Árið 1973 lék hann í sinni fyrstu James Bond-mynd, en alls lék Moore í sjö James Bond-myndum og hefur enginn leikið njósnarann jafn oft. Þegar hann var spurður hvernig honum litist á Daniel Craig, sjötta leikarann til að fara með hlut-verk James Bonds, segist Roger Moore ekki þekkja leikarann en hann hafi séð hann á hvíta tjaldinu. „Ég efast ekki um að hann eigi eftir að standa sig vel. Ég lék þetta hlut-verk, þannig að það getur ekki verið svo erfitt.“ Roger Moore á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.