Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 60

Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 60
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes SJÁÐU HVAÐ ÞÚ HEFUR GERT! VIÐ VORUM SEND TIL SKÓLASTJÓRANS! HELDURÐU NOKKUÐ AÐ VIÐ VERÐUM FLENGD? ÞEIR MEGA EKKI FLENGJA MIG, ÉG ER STELPA HVAÐA MÁLI SKIPTIR ÞAÐ? VIÐ ERUM MEÐ VIÐKVÆMARI BOSSA Svínið mitt © DARGAUD MAMMA ÞÍN ER KOMIN GULLI. KOMDU JÁ BLESS. ÞÚ ERT VELKOMINN HVENÆR SEM ER TAKK TENGDÓ BLESS ELSKAN SJÁUMST BRÁÐUM BLESS ELSKAN MÍN ÓGEÐSLEGT! ÓGEÐSLEGT! ÞETTA VAR BARA SMÁ KOSS BLESS, BLESS VINIR ÓFYRIR-GEFANLEGT RÓLEG MAMMA. ÞAU ENDURTAKA BARA ÞAÐ SEM ÞAU SJÁ Í SJÓNVARPINU JÁ, ÞETTA ER EKKI ALVARA ? ! ÉG VIL FÁ TYGGJÓIÐMITT AFTUR GULLI!! Dagbók Í dag er sunnudagur 4. desember, 338. dagur ársins 2005 Gömlu refirnir standa alltaf fyrirsínu varð Víkverja að orði þeg- ar hann yfirgaf Salinn í Kópavogi sl. þriðjudagskvöld eftir vel heppn- aða söngskemmtun. Magnús Þór Sigmundsson hefur engu gleymt, enda er hann einn af bestu lagahöfundum Ís- lands. Það má með sanni segja að Magn- ús Þór hafi farið á kostum á útgáfu- tónleikum sínum, þar sem hann söng lög af nýju plötunni sinni; Hljóð er nóttin. Röddin er að vísu að- eins farin að gefa sig, en söngurinn er heillandi og á vel við í mörgum lögunum, sem Magnús flutti með sinni djúpu rödd um leið og hann spilaði á kassagít- ar. Magnús hóf tónleikana með lag- inu Hljóð er nóttin, síðan kom hver perlan á fætur annarri; Sú ást er heit, Álfar, Ást, Þú átt mig ein, Jörðin sem ég ann, Ást við fyrstu sýn, Amazon, Blue Jean Queen og að sjálfsögðu Ísland er land þitt. Hljóð er nóttin verður svo sann- arlega undir nálinni hjá Víkverja um jólin og áramót. Þegar Víkverji hlustar á Magnús Þór skýtur ósjálf- rátt upp í hugann nafni Jóhanns Helgasonar, sem er einnig frábær lagahöfundur. Það væri gaman ef þeir félagar kæmu saman á ný í hljóðveri og sendu frá sér plötu með bestu lögum sín- um, með tilheyrandi söng og gítarleik. Það eru fleiri gaml- ir refir sem kalla á Víkverja að hlusta. Platan Yfir Esjuna með Helga Björnssyni kallar, en á henni syngur hann lög Magnúsar Eiríks- sonar, sem er, eins og Magnús Þór, stór- góður texta- og laga- höfundur. Á plötunni má finna lög eins og Kóngur einn dag, Reyndu aftur, Blús í G, Samferða, Gamli góði vinur, Ég elska þig enn, Óra- langt í burt og Komdu í partý. Björgvin Halldórsson býður einn- ig upp á gamla góða smelli á plötu sinni Ár og öld, Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar flytja enn eldri smelli á plötu sinni Ég skemmti mér og ekki má gleyma KK og Ellen, sem syngja jólalög á plötu sinni Jólin eru að koma. Þegar Víkverji sér jólaplötu- úrvalið í ár er ekki hægt að segja annað en jólin séu komin. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Leiklist | Sönglist heitir söng- og leiklistarskóli sem er starfræktur í sam- starfi við Borgarleikhúsið. Í skólanum eru um 180 nemendur á aldrinum 7–19 ára. Nú er vetrarönninni að ljúka hjá Sönglist og um helgina og fram í næstu viku verða haldnar veglegar nemendasýningar á nýja sviði Borgarleikhúss- ins, þar sem flutt eru 33 frumsamin leikrit með söngvum og dönsum. Sýning- arnar verða sem hér segir: 4.12. sun. kl. 12.30 og 15.00 5.12. mán. kl. 17.00 og 20.00 6.12. þri. kl. 20.00 7.12. mið. kl. 17.30 og 20.00 Miðaverð er 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn 12 ára og yngri. Morgunblaðið/Ómar Leikarar framtíðarinnar! MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Og þegar þér eruð að biðja, þá fyrirgefið, ef yður þykir nokkuð við einhvern, til þess að faðir yðar á himnum fyrirgefi einnig yð- ur misgjörðir yðar. (Mark. 11, 25.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.