Morgunblaðið - 04.12.2005, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 61
DAGBÓK
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
20% afsláttur af öllum drögtum
Opið í dag frá kl. 13-17
VIÐ SELJUM ATVINNUHÚSNÆÐI
FYRIR FYRIRTÆKI OG FJÁRFESTA
I I I
I I I
VELDU EIGNAMIÐLUN
eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
í Hafnarfjarðarkirkju 10 ára
Skráning hefst mánudaginn 5. desember
á hin feikivinsælu hjónanámskeið Hafnarfjarðarkirkju
sem yfir 6.500 manns hafa tekið þátt í frá árinu 1996
Leiðbeinandi á
námskeiðinu er
sr. Þórhallur Heimisson.
Nánari upplýsingar
á heimasíðu
Hafnarfjarðarkirkju
www.hafnarfjardarkirkja.is
Jákvætt námskeið um
hjónaband og sambúð
Upplýsingar og skráning
á srthorh@ismennt.is
• Samskipti hjóna.
• Leiðir til að styrkja hjónabandið.
• Orsakir sambúðarerfiðleika.
• Leiðir út úr vítahring deilna og átaka.
• Ástina, kynlífið, hamingjuna og börnin.
Á námskeiðunum er m. a. fjallað um:
Námskeiðin hefjast eftir áramót.
Samfés, Samtök félagsmiðstöðva, standaað málþingi um frítímastarf á Íslandi,föstudaginn 9. desember næstkomandien 20 ár eru liðin frá stofnun samtak-
anna. Málþingið er haldið á Hótel Nordica og
hefst klukkan 10. Um 90 félagsmiðstöðvar um allt
land starfa innan Samfés og nær starfsemin til
um 20 þúsund unglinga og því mikilvægt að líta til
framtíðar og skoða hvernig starf í frítíma þróast.
– Hvert er upphafið að stofnun samtakanna?
„Upphafið má rekja til fyrstu félagsmiðstöðv-
anna, sem stofnaðar voru í Reykjavík um 1970, en
sjálf samtökin voru stofnuð 1985,“ segir Ólafur
Þór Ólafsson, formaður Samfés. „Staða samtak-
anna er nokkuð sérstök. Félagsmiðstöðvarnar
eru nánast allar reknar af sveitarfélögunum en
Samfés eru samt sem áður frjáls félagasamtök.
Samtökin eru vettvangur félagsmiðstöðva og
þeirra sem starfa þar en þeim hefur fjölgað á
hverju ári.“
– Hver er tilgangur samtakanna?
„Þau eru ætluð þeim, sem starfa á þessu sviði
og gefa þeim tækifæri til að hittast og bera sam-
an bækur sínar og jafnframt að gefa ungling-
unum tækifæri til að hittast. Þess vegna hafa
þróast sameiginlegir árlegir viðburðir sem sam-
tökin eru hvað þekktust fyrir. Frægust er söng-
keppnin og Samfésballið, sem reyndar hafa sam-
einast í eina Samféshátíð og svo er Stíll, sem er
nýtt verkefni með þátttöku unglinga og nýlega
var haldið í Kópavogi. En auk þess erum við að
vinna mjög mikið í samskiptum og á faglegum
grunni.“
– Hvernig hafa viðtökurnar verið?
„Þær eru góðar og þörfin er til staðar. Við er-
um í raun að vinna á sviði, sem fáir ef nokkrir
sinna. Íþróttafélögin sinna sínu og skólarnir sjá
um menntunina en okkar svið er frítíminn. Við
eigum að sinna þeim sem ekki finna sig annars
staðar. Það er okkar hlutverk.“
– Hvað er framundan?
„Dagskráin er alltaf spennandi. Í fyrsta lagi er
það afmælið og málþingið en síðan erum við að
hvetja til þess að unglingarnir frá tveimur eða
fleiri félagsmiðstöðvum komi saman og kynnist
án þess að við séum að skipuleggja það frekar.
Við í Verinu ætlum til dæmis að hitta þau í Kópa-
vogi og þau á Norðurlandi allt frá Eyjafirði að
Hvammstanga ætla að hittast á Sauðárkróki. Svo
er það Samféshátíðin í mars á næsta ári. Þar
koma saman nokkur þúsund unglingar á vímu-
lausa hátíð. Keppt er í söng og síðan koma fram
þjóðþekktir listamenn og hljómsveitir. En aðal-
atriðið er að sjálfsögðu það starf sem fer fram í
sjálfum félagsmiðstöðvunum.“
Frítími | Samtök félagsmiðstöðva standa að málþingi um frítímastarf
Mikilvægt að líta til framtíðar
Ólafur Þór Ólafsson
er fæddur árið 1972.
Hann lauk BA-prófi í
stjórnmálafræði frá
Háskóla Íslands og er
að auki með próf í
kennslufræði til
kennsluréttinda. Hann
starfaði sem íþrótta-
og tómstundafulltrúi
hjá Sandgerðisbæ frá
1996 til 2004 þegar
hann tók við starfi forstöðumanns hjá Fé-
lagsmiðstöðinni Verinu í Hafnarfirði. Ólafur er
bæjarfulltrúi í Sandgerðisbæ auk þess að
gegna formennsku í Samfés.
80 ÁRA afmæli. Í dag, 4. desem-ber, er áttræður Einar K.
Torfason, fyrrverandi bifreiðaeft-
irlitsmaður, Spóahólum 8, Reykjavík.
Hann er að heiman í dag.
80 ÁRA afmæli. Sólborg Guð-mundsdóttir, Flatahrauni 16b,
Hafnarfirði, varð áttræð 9. ágúst síð-
astliðinn. Af því tilefni er vinum og
vandamönnum boðið til kaffisamsætis
að Garðaholti sunnudaginn 4. desem-
ber klukkan 15–18. Vonumst til að sjá
sem flesta.
70 ÁRA afmæli. Í dag, 4. desem-ber, verður sjötug Ingibjörg
Birna Þorláksdóttir, Eyktarsmára 8,
Kópavogi. Inga og eiginmaður hennar,
Hafsteinn Sigurþórsson, eru stödd á
Kanarí á afmælisdaginn. Sími hjá þeim
er 0034 686 127 096.
60 ÁRA afmæli. Mánudaginn 5.desember verður Örn H. Tyrf-
ingsson, vélfræðingur í Elliðaárstöð,
60 ára. Af því tilefni ætla hann og kon-
an hans, Lena M. Hreinsdóttir, að hafa
opið hús í Félagsheimili starfsmanna
Orkuveitunnar í Elliðaárdal, milli kl. 17
og 19 þann dag.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Hvar er Kristján
Jóhannsson?
NÚ í byrjun aðventunnar er ég farin
að hlakka til að heyra fallegu jóla-
söngvana í útvarpi og sjónvarpi. Þá
datt mér í hug að ég hefði ekki heyrt
í Kristjáni Jóhannssyni í langan
tíma. Þá mundi ég eftir uppá-
komunni sem varð í beinni útsend-
ingu í Sjónvarpinu. Kannski varð
Kristjáni á þarna og hefur tekið of
djúpt í árinni til að verja sig. Verður
okkur ekki öllum eitthvað á í lífinu?
En við verðum að kunna að sættast.
Nú finnst mér að þau sem eru fúl
út í Kristján ættu að fyrirgefa þess-
um stórkostlega listamanni og bjóða
hann velkominn heim og leyfa okkur
að njóta hans stórkostlegu raddar í
sjónvarpi og útvarpi og sem víðast.
Við eigum ekki svo marga listamenn
sem skara fram úr á heims-
mælikvarða að við höfum efni á að
afneita neinum þeirra. Ég þekki
Kristján Jóhannsson ekki neitt. Hef
aldrei séð hann nema í sjónvarpi.
Mig langar bara til að heyra hans
stórkostlega söng aftur.
Nú vona ég að þeir sem eru mér
sammála láti heyra frá sér í fjöl-
miðlum.
Hrefna Magnúsdóttir,
Hraunási 1, Hellissandi.
Meint fangaflug CIA
í íslenskri lofthelgi
MIKIÐ hefur verið rætt í þjóðfélag-
inu um hugsanlegt fangaflug leyni-
þjónustunnar CIA um íslenska loft-
helgi, með lendingum á flugvöllum
hérlendis. Ekki fæ ég skilið hvað
vakir fyrir íslenskum ráðamönnum
að ætla að humma þetta mál lengi í
staðinn fyrir að hefja rannsókn hið
fyrsta og krefja stjórnvöld fyrir
vestan um skýringar strax. Erum
við bara svo miklir aumingjar að við
látum BNA vaða yfir okkur á skít-
ugum skónum og segjum ekkert og
gerum ekkert á þeirra hlut þegar
þeir vaða sem alheimslögregla yfir
alla heimsbyggðina? Þeir krefjast
þess að vera undaþegnir stríðs-
glæpadómstólnum í Haag en á sama
tíma eru grunsemdir um meintar
pyntingar sem þeir stunda í Gvant-
anamo.
Ég skora á þig, dómsmálaráð-
herra góður, og utanríkisráðherra,
að þið farið að sýna hvað í ykkur býr
og krefjið þessa háu herra í Wash-
ington um svör fyrir hönd íslensku
þjóðarinnar. Látum ekki varnar-
viðræðurnar við þessa varasömu
herramenn og dömur hræða okkur
til undirgefni. Nei takk, ekki ég.
Með fyrirfram þökk og von um
skjót viðbrögð.
Ómar F. Dabney,
sjálfstæðismaður í 30 ár.
Oddfellow-hringur týndist
ODDFELLOW-HRINGUR týndist
sl. miðvikudag, líklega við stætó-
skýlið við Sundlaugina á Seltjarnar-
nesi. Skilvís finnandi hafi samband
við Margréti í síma 847 9663.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
TVÆR ljósmyndasýningar verða
opnaðar í dag, sunnudag, í Þjóð-
minjasafni Íslands. Þetta eru sýn-
ingarnar Norður með myndum
eftir Marco Paoluzzo og Aðflutt
landslag með ljósmyndum Péturs
Thomsens. Sýningarnar standa til
20. febrúar 2006.
Marco Paoluzzo er fæddur í
1949 í Biel í Sviss. Hann er eink-
um þekktur fyrir ferðaljósmyndir
sínar frá Íslandi sem komu út í
bókinni Ísland fyrir 10 árum. Ný-
útkomin er önnur Íslands-
ljósmyndabók hans North Nord.
Þar er kjarni ljósmyndanna frá Ís-
landi en hluti frá Færeyjum. Sýn-
ingin Norður er eins konar út-
gáfusýning tengd útkomu
bókarinnar og þar eru sýndar
glæsilegar stækkanir höfundarins
af úrvali mynda úr bókinni.
Pétur Thomsen er ungur ljós-
myndari sem nýlokið hefur námi í
ljósmyndun í Frakklandi. Hann
hefur vakið athygli erlendis fyrir
ljósmyndir sínar og var einn af 50
ungum ljósmyndurum sem valdir
voru til þátttöku í alþjóðlegri ljós-
myndasýningu ungra ljósmyndara
ReGeneration. Photographers of
tomorrow 2005-2025. Sýningin var
fyrst í Lausanne í Sviss og hefur í
kjölfarið sýnt myndir sínar á ýms-
um stöðum. Myndirnar sem sýndar
eru í Þjóðminjasafninu eru lit-
myndir teknar á virkjunarsvæðinu
við Kárahnjúka.
Tvær ljósmyndasýningar
í Þjóðminjasafni
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn