Morgunblaðið - 04.12.2005, Side 66
66 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju
Orgeljól
Mi›aver›: 2500 / 2000 kr.
Hugljúf jóla- og aðventulög í útsetningum fyrir
sópran, saxófón, orgel og kór.
4. des.
Sunnudagur kl. 17
Mi›aver›: 1500 / 1200 kr.
Útgáfutónleikar geisladisksins Jólagjöfin.
L I S T V I N A F É L A G H A L L G R Í M S K I R K J U
����� ��������������� ������� ��������� ��������� ������
� � � � ����
ncb
� � � �
� � � � � � � � � � H � � � � � � � � � � � � � �
� � � � � � � � � � � � � � � � , � � � � � � � � � � � � � � � H � � � �
� � � � � � � H � � � � � � � , � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � �
� � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � , � � � � � � � � � � �
� � � � � � � � � � � � � � � � � � � � �
H � � � � � � � � � � � � � �
11. des.
Sunnudagur kl. 18 Kantötur IV-VI
10. des.
Laugardagur kl. 17 Kantötur I-III
Mi›aver›: 3000 / 2500 kr.
Mótettukór Hallgrímskirkju
Ísak Ríkhar›sson drengjasópran
Sigur›ur Flosason saxófónn
Björn Steinar Sólbergsson orgel
Stjórnandi: Hör›ur Áskelsson
�læsileg, frönsk jólatónlist fyrir orgel
eftir �albastre, �aquin, �uilmant o.fl.
Hulda Björk Gar›arsdóttir sópran
Sesselja Kristjánsdóttir alt
Eyjólfur Eyjólfsson tenór
Ágúst Ólafsson bassi
Schola cantorum
Alþjó›lega barokksveitin
frá Den Haag í Hollandi
Stjórnandi: Hör›ur Áskelsson
11. des.
Sunnudagur kl. 15 Kantötur I-III
J. S . B a c h Jól a ór atór í an I - V I
TÓNLISTARHÁTÍÐ Á JÓLAFÖSTU
Í HALLGRÍMSKIRKJU 2005
Jólaóratóríutvenna (fyrir þá sem vilja heyra Jólaóratóríuna alla): 5000 kr. Mi›akvartett á ferna tónleika: 7000 kr. Mi›asala í Hallgrímskirkju
Björn Steinar Sólbergsson, leikur á orgel
4. des.
Sunnudagur kl. 20
BERGSVEINN Arilíusson kemur
inn á athyglisverðan punkt í inn-
gangsorðum þessarar fyrstu sóló-
plötu sinnar sem
inniheldur
ábreiður yfir
smelli frá níunda
áratugnum eða
hið svonefnda
„eitís“ tímabil.
Þar talar hann
um að aldrei hafi
hann minnst á níunda áratuginn
þegar hann er spurður út í áhrifa-
valda í tónlist. Það er nefnilega oft-
ast svo að fólk talar mikið um sveitir
frá sjöunda og áttunda áratugnum –
og tíunda áratugnum þegar spurt er
um innblástur. Níundi áratugurinn
er einfaldlega ekki tekinn með.
Frankie goes to Hollywood, Alpha-
ville, Erasure o.s.frv. rata bara ekki
inn í radarinn og stundum er talað
um að þetta tímabil hafi verið það
smekklausasta og það stórfurðuleg-
asta í gervallri poppsögunni (þetta
er almennt álit, undanskilin er um-
föðmun sveita á borð við Killers,
Ladytron o.fl.).
Bergsveinn stígur hérna fram
sem skilgetið afkvæmi þessa tíma-
bils, maður sem drekkti sér í Bravo-
blöðum á milli þess sem hann lék
sér í Sinclair Spectrum leikjum og
horfði á Go West og Don Johnson í
sjónvarpinu. Hann vippar fram
nokkrum af þeim lögum sem slógu í
gegn á þessum tíma og setur þau í
hæggengan djasspoppbúning.
Merkilegt hversu margir velja að
fara þessa leið þegar um þennan
tíma er að ræða. En nákvæm eft-
irlíking af upprunalegu lögunum
væri líklega til að æra óstöðugan.
Nei, Bergsveinn velur frekar að
strípa upprunalegu útsetningarnar
niður, sem oftar en ekki innihéldu
vafasama hljóðgervla og enn vafa-
samari trommuhljóm (trommu-
hljómur níunda áratugarins er enn
þann dag í dag óskiljanlegur). Þegar
best tekst til eru laglínurnar dregn-
ar skýrar fram í ljósið en upp-
haflega mátti greina og maður heyr-
ir að á bakvið flúrið og ofhleðsluna
var bara skrambi gott lag. Stundum
fella upprunalegu lögin sig þó ekki
að þessum nýju útfærslum, virka
greinilega bara í hinum uppruna-
lega, axlapúðahlaðna búningi.
Í fyrrnefnda flokkinn má t.d. setja
„True Colors“ (Cindy Lauper) og
„Live To Tell“ (besta Madonnulagið,
sammála Bergveinn!). Hið síðar-
nefnda er mjög vel sungið af Berg-
sveini og útsetningin er snotur, nær
kjarna þessa gullfallega lags frá-
bærlega. Merkilegt er þó að þessi
sömu lög voru sungin af Margréti
Eir á svipaðan hátt fyrir fimm árum
síðan á ágætri tökulagaplötu henn-
ar. Þessi plata Bergsveins sann-
færði mig þá að lag David Bowie,
„Absolute Beginners“ er algjör
snilld. „Don’t Give Up“, glæstur dú-
ett þeirra Peter Gabriel og Kate
Bush, nær ekki frumgerðinni að
gæðum en er samt vel heppnað.
Bergsveinn er góður söngvari, nett
rámur baritónn sem á auðvelt með
að skríða upp og niður tónstigann.
Hann landar glæsilega hinum háu
tónum Gabriel og Telma Ágústs-
dóttir bakkar hann sömuleiðis vel
upp. Bergsveinn, sem er kannski
þekktastur fyrir kröftugan og rokk-
aðan söng (að maður tali ekki um
sálarleginn) kemur reyndar nokkuð
á óvart hér sem hörku ballöðu-
söngvari. Þannig virðast hugljúfu
lögin liggja best, „Somebody“ með
Depeche Mode virkar vel og „Never
Ending Story“, með hinum „hár-
prúða“ Limahl, er skemmtilega út-
sett.
En svo eru lög sem virka ekki. „It
Must Be Love“ með Madness er
einkennilegt og „Rio“ með Duran
Duran enn einkennilegra. „Eternal
Flame“ er sætt en samt eiginlega
meira fyndið.
Ekki verður hjá því komist að
gagnrýna fráganginn lítið eitt. Það
hefði nauðsynlega þurft að skella
annars ágætum hugleiðingum Berg-
sveins um hvert og eitt lag í próf-
arkalestur. Mýgrútur er af stafsetn-
ingar- og innsláttarvillum og
Baldvin trymbill heitir Balvin!
Klippimyndin í miðju bæklings er
hins vegar mjög flott, æska margra
er þarna í hnotskurn, svei mér þá.
Fólk sem fætt er á bilinu 1970 til
1976 ca fékk þetta merkilega tímabil
beint í æð, hvort sem því líkaði bet-
ur eða verr.
Þessi óður Bergsveins til þeirrar
tónlistar sem efalaust stendur
hjarta hans næst er góðra gjalda
verður. Sum lögin ganga býsna vel
upp en önnur miður. Ég er hins veg-
ar í engum vafa um heiðarleika þann
sem ýtti plötunni úr vör til að byrja
með.
Bravobarn
horfir um öxl
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Um undirspil sjá Kúmen sem skipa Bald-
vin A.B. Aalen (trommur, slagverk, radd-
ir), Gunnar Þór Jónsson (kassagítar,
raddir), Jón Ómar Erlingsson (kontra-
bassi, raddir) og Njáll Þórðarson (píanó,
rhodes, raddir). Telma Ágústsdóttir,
Andrea Gylfadóttir og Hreysikattakórinn
ljá plötunni söng og raddir og Jesper
Blæsbjerg leikur á trompet og flugelhorn.
Addi 800 stýrði upptökum en útsetn-
ingar voru í höndum Bergsveins og Kúm-
en. Beggalingur ehf. gefur út.
Bergsveinn – September
Arnar Eggert Thoroddsen
Ein af helstu og bestu plötumársins 2004 var Sung Tongsmeð Animal Collective, fram-úrskarandi skemmtileg
blanda af súru þjóðlagarokki spilað á
kassagítar og raddir. Fyrir stuttu
kom svo ný plata með sveitinni,
Feels, sem er enn betri en Sung
Tongs og kemur sér kirfilega fyrir á
lista yfir bestu plötur ársins.
Kjarni Animal Collective er þeir
David Portner, eða Avey Tare, og
Noah Lennox, eða Panda Bear, en í
hljómsveitinni eru þeir einnig Brian
„Geologist“ Weitz og Josh „Deakin“
Dibb. Á fyrstu plötu sveitarinnar,
Spirit They’re Gone, Spirit They’ve
Vanished, voru þeir bara tveir Avey
Tare og Panda Bear, en sveitin aftur
á móti fullskipuð á næstu plötu, Here
Comes the Indian. Fyrir einhverjar
sakir voru þeir aftur orðnir tveir á
Sung Tongs, Avey Tare og Panda
Bear. Í kjölfar Sung Tongs kom svo
sólóskífa Panda Bear, Young Prayer,
uppgjör hans við föður sinn og tilfinn-
ingarótið þegar sá lá banaleguna, en
plötuna samdi Panda Bear til að
gleðja föður sinn banvænan.
Mikilvægt frelsi
Þeir félagar eru allir virkir í öðrum
sveitum en Animal Collective, til að
mynda spilar Panda Bear í sveitunum
Jane og Together og Avey Tare í Ter-
restrial Tones og Gang Gang. Í viðtali
skömmu eftir að Young Prayer kom
út sagði Panda Bear einmitt að það
væri þeim félögum mjög mikilvægt
að hafa frelsi til að vinna með hverj-
um sem er, en þeir leggja líka hvor
öðrum lið og þannig tók Avey Tare
plötuna upp með Panda Bear.
Panda Bear er fremstur meðal
jafningja í Animal Collective og hans
framlag býsna mikilvægt, eins og
heyra má þegar maður hlustar á
Young Prayer. Hann lærði á píanó
sem patti og byrjaði fljótlega að
semja lög. Síðar lærði hann á selló, en
mest gaman hafði hann af því að
syngja og söng með skólakórnum í
miðskóla. Einn skólafélaga hans var
Josh Dibb, sem fékk snemma við-
urnefnið Deakin, og þeir stofnuðu
hljómsveitina saman.
Þegar þarsíðasta plata Animal
Collective, Sung Tongs, kom út í
septemberlok 2004 voru sveitin og
liðsmenn hennar búin að gefa út rúm-
lega sjö breiðskífur á fjórum árum.
Þeir voru þó ekki búnir að syngja
nægju sína því 31. maí í vor kom út
fjögurra laga plata, Prospect Hum-
mer, sem þeir gerðu með söngkon-
unni Vashti Bunyan, í júlí smáskífan
Who Could Win A Rabbit og í lok
september önnur smáskífa, Grass,
með einu lagi af Feels og tveimur lög-
um öðrum. Fjórða breiðskífa Animal
Collective, Feels, kom svo út 18. októ-
ber sl.
Útpælt frelsi
Aðal Animal Collective er hve tón-
listin er frjáls og spunakennd, en
Panda Bear segir að það sé allt út-
pælt og planað. Sum laganna séu
vissulega sprottin úr spunalotum, en
flest verði þannig til að einhver kem-
ur með hugmynd að lagi eða útlínur
sem allir síðan taka að sér að fylla út í
og smám saman verði lagið höfund-
arverk þeirra allra. Eins og getið er
voru þeir bara tveir á sung Tongs,
Panda Bear og Avey Tare, en á Feels
eru liðsmenn aftur orðnir fjórir, Geo-
logist og Deakin slást í hópinn að
nýju. Fyrir vikið er meira í músíkina
lagt, hljóðfæraskipan fjölbreyttari en
á fyrri skífum, en sérstaklega ber á
þessu í taktgrunni laganna.
Sung Tongs var órafmögnuð að
mestu, aðallega kassagítarslagarar,
rútubílasöngvar framtíðarinnar
(geimskipasöngvar?), en á Feels er
meira undir, meira rafmagn, fjöl-
skrúðugri hljóðfærasláttur og fyrir
vikið meira í skífuna spunnið, eftir
meiru að slægjast. Platan var tekin
upp í gamalli kirkju í mars sl. með
upptökustjóranum Scott Colburn,
sem frægur er meðal tónlistar-
áhugamanna fyrir samstarf sitt við
Sun City Girls. Tveir íslenskir lista-
menn, annar reyndar hálfur Íslend-
ingur, koma við sögu á plötunni;ann-
ars vegar Eyvind Kang, sem er
hálfur Íslendingur og hefur meðal
annars starfað talsvert með Skúla
Sverrissyni, og Kristín Anna Valtýs-
dóttir Múmstúlka sem spilar á píanó
á skífunni.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Rafmagnaðir
geimskipasöngvar
Ein sérkennilegasta hljómsveit sem nú er starfandi
og um leið ein sú forvitnilegasta er Animal Coll-
ective. Fyrir stuttu kom út fjórða breiðskífa kvart-
ettsins sem er stundum dúó.
Aðal Animal Collective er hve tónlistin er frjáls og spunakennd.