Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 04.12.2005, Blaðsíða 70
70 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10.20 B.i. 14 ára Sýnd kl. 2, 5.20 og 10.15 B.i. 12  MBL TOPP5.IS  BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.20  -M.M.J. Kvikmyndir.com  -H.J. Mbl.  -L.I.B.Topp5.is  S.K. DV  Topp5.is  S.V. Mbl. hversu langt myndir þú ganga til að halda lífi Alls ekki fyrir viðkvæma Áætlunin er marg- brotnari, útfærslan er flóknari og leikurinn skelfilegri en nokkru sinni fyrr fór beint á toppinn í bandaríkjunum Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 8 B.i. 12 ára Spennutryllir af bestu gerð með Edward Burns og Ben Kingsley. Sýnd kl. 2 B.i. 14 ára miðaverð 450 kr Miðasala opnar kl. 13.30 Sími 564 0000 Ný Íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ GULU I I I - I . ! I Sýnd kl. 3.30 og 5.45 B.i. 16 ára hversu langt myndir þú ganga til að halda lífi Alls ekki fyrir viðkvæma Áætlunin er margbrotnari, út- færslan er flóknari og leikurinn skelfilegri en nokkru sinni fyrr fór beint á toppinn í bandaríkjunum Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!  S.K. DV  Topp5.is  S.V. Mbl. LEIKTU atriði úr Waynés World. Giskaðu á úr hvaða bíómynd eft- irfarandi setning er: „… our pet́s heads are falling of!“ Leiktu Jur- assic Park með hægum hreyf- ingum. Eða skrifaðu niður eins margar myndir og þú getur sem Tom Cruise hefur leikið í. Þetta eru verkefni sem leikmenn Kvikmyndaspilsins gætu þurft að leysa. Kvikmyndaspilið kom í verslanir fyrir skemmstu en þarna er á ferðinni borðspil sem reynir á kvikmyndakunnáttu og þekkingu á samspilurum sínum. „Spilið gengur mest út á það að leika atriði úr kvikmyndum sem aðrir leikmenn velja fyrir þig. Svo eru ýmis spjöld og hjól sem breyta gangi leiksins. Þú getur þurft að leika illmenni í kvikmynd, leika atriðið þitt hægt eða eitthvað því líkt,“ byrjar Haukur M. er hann mætir til viðtals ásamt Ástu Júlíu. Þau eru hluti sjö manna hóps sem stendur að útgáfu spilsins undir nafni fyrirtækisins Hugarflæði. „Þetta eru í raun þrír leikir sem fólk hefur oft verið að spila sín á milli í partíum; skiptast á tilvitn- unum úr kvikmyndum, getur svo lent í því að skrifa niður hversu mörgum kvikmyndum einhver hef- ur leikstýrt eða leikið í og svo leika atriði úr bíómyndum.“ Gerum allt sjálf Þau Haukur og Ásta segja vini sína hafa upphaflega kynnt sig fyr- ir hugmyndinni að spilinu fyrir nokkrum árum. „Við höfum spilað þetta mikið í partíum og við höfum kynnt fullt af fólki fyrir þessu,“ segir Haukur. „Ég hef haft það í huga síðustu tvö árin að það væri gaman að gefa þetta spil svo út og svo kemur það loksins núna. Þegar ég settist loks niður og gerði uppkast voru allir vinirnir kallaðir á fund og ákveðið að láta verða að þessu.“ „Það er líka mjög heppilegt að í þessum sjö manna hóp sem að út- gáfunni stendur erum við með val- inn mann í hverju hlutverki. Við erum með einn grafískan hönnuð, einn þrívíddarhönnuð, einn vöru- hönnuð og svo framvegis,“ segir Ásta. „Við gerum þetta því allt sjálf.“ Kvikmyndaspilið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. „Já, það hefur ekkert verið gefið út af þessum spilum sem eru vin- sæl erlendis eins og Sceen it? Það stóð held ég til að gefa það út fyrir þessi jól en sem betur fer fyrir okkur náðist það ekki,“ segir Haukur. „Það er líka spurningaspil og fyrirfram ákveðið hvað á að leika. Það er allt annað en okkar spil,“ segir Ásta. „Aðalfjörið er svo að velja vel myndir til að leika. Maður þarf að þekkja svolítið inn á meðspilara sína. Ef maður á sjálfur að velja mynd reynir maður frekar að leika úr mynd sem maður veit að með- spilarar manns þekkja,“ segir Haukur en tekur fram að spilið gangi ekki út á að klekkja á and- stæðingunum með því að velja of erfið verkefni. „Spilið er hannað til að hafa mjög gaman.“ „Þetta hefur yfirleitt gengið mjög vel og það hefur sýnt sig að fólk fer iðulega að hjálpa hvert öðru þegar illa gengur með því að gefa vísbendingar og ábendingar um hvernig best sé að leika,“ segir Ásta. „Það sem okkur finnst skemmti- legt við þetta spil er að leikmenn ráða sjálfir hvernig leikurinn fer fram. Leikmenn ráða sjálfir styrk- leikanum. Ég myndi til dæmis spila öðruvísi við fjölskylduna mína en vinina,“ segir Haukur. Gefa bíómiða Kvikmyndaspilið er unnið í sam- vinnu við Sambíóin og segja þau Haukur og Ásta samstarfið hafa verið frábært. „Þeir höfðu trú á verkefninu þegar það skipti mestu máli. Þeim leist vel á þetta og við fengum því staðfestingu á því fyrir utan hóp- inn að spilið væri gott,“ segir Haukur. Spilið er sem fyrr segir komið í verslanir en auk þess er komin upp heimasíða spilsins þar sem áhugasamir geta kynnt sér leik- reglur auk þess að vinna sér inn eintak af spilinu eða bíómiða með því að taka þátt í léttum leik. „Við gefum bíómiða á allar stærstu myndirnar fram að jólum,“ segir Haukur og hvetur að lokum alla til að kíkja inn á síðuna og taka þátt í leiknum. Spil | Kvikmyndaspilið komið í verslanir Partíleikurinn sem varð að borðspili Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Þau Ásta og Haukur eru meðal þeirra sem gefa út Kvikmyndaspilið. kvikmyndaspilid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.