Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alla daga
í Lágmúla og Smáratorgi
Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477
betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 Opið á laugardögum 11-16
Opi› í dag, sunnudag, frá kl. 13 til 17
SÉRHVER árstíð á sér sína töfra og það á ekki síst við um
aðventuna þegar beðið er jólanna, fæðingarhátíðar frels-
ar í stysta dag ársins, 21. desember. Litadýrðin getur orðið
mikil þegar myrkrið tekur völdin.
arans. Þá hækkar sól á lofti á ný og felur í sér fyrirheit um
vor og sumar að loknum vetri. Enn eru reyndar nokkrir dag-
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Litadýrð við sólsetur á aðventu
„ÞAÐ ber of mikið í milli að okkar mati. Nýj-
asta útspil borgarinnar var það langt frá því
sem okkur í samninganefndinni er heimilt að
semja um, þannig að við erum nú að fara yfir
málið í stærri hópi og leita eftir nýju umboði
ef við eigum að halda áfram að ræða á þessum
nótum,“ segir Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður
Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, um
viðræður félagsins við Reykjavíkurborg um
gerð nýs kjarasamnings. Eldri samningur
rann út um síðustu mánaðamót, en borgar-
stjóri beindi því til samningsaðila í haust að
ljúka samningum í október í von um að það
gæti auðveldað borginni að leysa mönnunar-
mál á þjónustustofnunum borgarinnar.
Sjöfn segir að sér finnist ekki líklegt að
samninganefndin fái umboð til að ganga til
samninga á grundvelli tilboðs borgarinnar.
Að mati Sjafnar er síðasta útspil borgar-
innar ekki viðunandi fyrir félagið sem heild
jafnvel þó að tillögurnar feli í sér umtalsverða
hækkun á lægstu grunntöxtum. „Segja má að
við ætlum að byggja brú yfir þetta sund sem
þarna skilur að og efniviðurinn í þá brú þeirra
megin frá er ekki nægur til þess að við treyst-
um okkur til þess að halda áfram með þetta
verk að óbreyttu,“ segir Sjöfn.
Efling á lokametrunum
„Menn eru búnir að sitja töluvert lengi yfir
þessu og við erum svo sem farnir að nálgast
þessa lokametra. En við erum hins vegar
búnir að vera nokkuð lengi á þeim,“ segir Sig-
urður Bessason, formaður Eflingar, um
samningaviðræður félagsins við borgina, og
tók fram að hann vonaðist til þess að samn-
ingar næðust á næstu sólarhringum enda
væri hann nokkuð bjartsýnn. Snemma í haust
sagðist borgarstjóri vilja flýta samningavið-
ræðum borgarinnar við fyrrnefnd félög til
þess að brúa það launabil sem verið hafði að
myndast og mæta með þeim hætti manneklu
á m.a. leikskólum og frístundaheimilum. „Við
svöruðum því til að við værum að sjálfsögðu
til í þá vinnu, en bentum jafnframt á að þetta
væru mjög flóknir samningar,“ segir Sigurð-
ur og bendir á að líta þurfi til margra ólíka
hópa í samningagerðinni.
Undir þetta tekur Birgir Björn Sigurjóns-
son, skrifstofustjóri starfsmannaskrifstofu
Reykjavíkurborgar, sem segir fulltrúa stétt-
arfélaganna hafa verið jákvæða fyrir því að
viðræðum væri flýtt. „Hins vegar er það svo
að Reykjavíkurborg er einn stærsti vinnu-
staður landsins og í þessum tveimur félögum
eru um 70% af okkar starfsmönnum, þannig
að þetta er mikið og flókið verkefni.“
Styrkir samkeppnishæfni borgarinnar
Þegar Birgir Björn er inntur eftir því hvort
hann telji komandi samninga munu auðvelda
borginni að laða til sín starfskrafta svarar
hann því játandi. „Í þessu samhengi vil ég þó í
fyrsta lagi taka það fram að það er ekki sá
vinnuveitandi á höfuðborgarsvæðinu sem
ekki er í vandræðum með að fá til sín fólk. Í
öðru lagi vil ég taka það fram að kjörin hjá
okkar fólki eru ekki ósamkeppnisfær við kjör
í sambærilegum störfum hjá öðrum vinnu-
veitendum. Í þriðja lagi vona ég síðan að nýr
kjarasamningur styrki okkar samkeppnis-
hæfni og geri okkur að enn meira aðlaðandi
vinnuveitanda en við höfum hingað til talið,“
segir Birgir Björn og tekur fram að áskorun
borgarstjóra frá því í október sl., um að sér-
staklega þyrfti að hækka laun kvennastétta
sem vinni umönnunarstörf, muni endurspegl-
ast í komandi kjarasamningi.
Kjarasamningur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar útrunninn
Nýjasta útspil borgarinnar í
viðræðunum ekki nægilegt
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
SÉRA Þórhallur Heimisson segist oft tala um
þá óvissu sem einkennir hátíðarhaldið hjá fjöl-
skyldum eftir að foreldrarnir hafa gengið í
gegnum skilnað. „Þetta er
svipuð tilfinning og ef ástvin-
ur manns deyr á árinu enda
breytist allt, að ég tali nú
ekki um ef fólk hefur verið
lengi í sambúð og búið að
skapa einhverjar hefðir.“
Í Tímariti Morgunblaðsins
í dag er rætt um jólin hjá
sundruðum fjölskyldum og
mismunandi tilfinningar sem
tengjast þessari fjöl-
skylduhátíð í kjölfarið.
„Stundum er fólk í þeirri stöðu eftir skilnað að
þurfa hreinlega að finna sér félagsskap á að-
fangadagskvöld og finnst það mjög niðurlægj-
andi og erfitt,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir
sálfræðingur. „Þá þarf viðkomandi að huga að
því hvort hann geti boðið einhverjum til sín
eða hvort hann treysti sér til að spyrja ein-
hverja hvort hann megi vera með þeim. Þetta
eru hlutir sem borgar sig að huga að fyrr en
seinna.“
Þórhallur segir börnin líka oft finna fyrir
miklu öryggisleysi og kvíða um jólin. / Tímarit
Þegar allt er
breytt um jólin
Sr. Þórhallur
Heimisson
Skilnaður raskar hátíð-
arhaldinu hjá mörgum
MYNDLISTARSÝNINGIN Huldukonur í íslenskri myndlist verður opnuð í Bogasal
Þjóðminjasafns Íslands í dag, sunnudag.
Sýningin fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síðari
hluta 19. aldar og námu myndlist erlendis en gerðu myndlistina þó ekki að ævi-
starfi.
Sýningin og samnefnd bók eru afrakstur 25 ára rannsóknavinnu Hrafnhildar
Schram listfræðings og sýningarhönnuður er Elín Edda Árnadóttir.
Á sýningunni er leitast við að svipta hulunni af listakonunum sem ekki sýndu
verk sín opinberlega að tveimur þeirra undanskildum. Flestar kvennanna lögðu list
sína til hliðar fljótlega eftir giftingu eða innan fárra ára. / 26–27
Sýning á verkum 19.
aldar kvenna opnuð í dag