Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Snjöll sakamálasaga.“ – Björn Þór Vilhjálmsson, Morgunblaðinu EFTIRSÓTT UM ALLAN HEIM! YRSA SLÆR Í GEGN! sæti 2. Metsö lulisti Mbl. 22 .-2 8. n óvember Skáldver k p 2. pren tun up seld p 2. pren tun up seld 3. pren tun er komin „Fersk rödd ... Hröð atburðarás og hressilegur stíll.“ — Katrín Jakobsdóttir, gagnrýnandi FJÖGUR mál sem snúast um þjófnað úr heimabönkum eru nú til rannsókn- ar hjá lögreglunni í Reykjavík. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins beinist rannsóknin m.a. að því hvort þjófarnir hafi, a.m.k. í einhverjum til- vikum, fengið notendanöfn og lykilorð frá aðilum erlendis. Fyrsta málið kom upp í sumar og hið fjórða í síðustu viku. Það mál snýst um stuld á um tveimur millj- ónum króna úr heimabönkum og á mánudag var 25 ára maður handtek- inn, grunaður um aðild að því. Hefur hann verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Að sögn Harðar Jó- hannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, er maðurinn grunaður um að hafa millifært upphæðina í tveimur færslum yfir á sinn eigin reikning. Maðurinn hefur komið áður við sögu lögreglunnar, þó ekki vegna auðgunarbrota, og var ekki talinn lík- legur til þess að búa yfir mikilli tölvu- kunnáttu. Hin málin þrjú sem eru til rannsóknar snúast um lægri fjárhæð- ir. Enn sem komið er hefur enginn verið handtekinn vegna þeirra mála en þau eru í rannsókn hjá auðgunar- brotadeild lögreglunnar í Reykjavík- .Stefnt er að því að taka í notkun nýtt öryggiskerfi fyrir alla heimabanka hér á landi í byrjun nýs árs, í kjölfar þess að óprúttnum aðilum tókst að stela háum fjárhæðum úr heimabönk- um. Í sem stystu máli virkar kerfið þannig að notendur heimabanka fá í hendurnar lítið tæki sem gefur þeim upp breytileg leyninúmer að heima- banka þeirra. Þannig eykst öryggi gegn tölvusvindli en á hinn bóginn er ákveðið óhagræði fólgið í að þurfa að nota tækið til að opna heimabankann. Slík kerfi hafa verið í notkun á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu um nokkurt skeið. Að sögn Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrir- tækja (SBV), var fyrsti þjófnaðurinn úr heimabanka hér á landi, þar sem tölvusvindli virðist hafa verið beitt, tilkynntur til lögreglu í sumar. Fljót- lega eftir það hafi undirbúningur haf- ist að því að taka öryggiskerfið í notk- un en fram að þeim tíma hafi í raun ekki verið ástæða til að taka kerfið upp enda ekkert borið á tölvusvindli. Núverandi kerfi sé einfalt og hag- kvæmt en í ljósi þjófnaðarmálanna sé óumflýjanlegt að herða öryggið. Öryggisleiðbeiningar Boðað var til fundar í gærmorgun hjá öryggisnefnd SBV til að ræða ör- yggismál í kjölfar frétta af því að fjög- ur aðskilin þjófnaðarmál úr heima- bönkum væru til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Guðjón segir að fundurinn hafi í raun verið liður í undirbúningi fyrir nýja öryggiskerfið og útgáfu á nýjum öryggisleiðbein- ingum sem unnar voru í samvinnu við Friðrik Skúlason. Til hafi staðið í nokkurn tíma að birta leiðbeiningarn- ar og að ákveðið hafi verið að birta þær nú þegar, þar sem þjófnaðarmál- in hafi komist í hámæli. Leiðbeining- arnar eru á heimasíðu samtakanna og auk þess hefur verið óskað eftir því að tengill á listann verði settur á heima- síður banka og sparisjóða. Í flestum heimabönkum hafa við- skiptavinir þurft að hafa sérstakt lyk- ilorð til þess að geta millifært. Guðjón segir að í gærmorgun hafi verið ákveðið að þess yrði nú krafist í öllum heimabönkum. Spurður hvers vegna bankar hafi ekki vakið athygli á hættu á þjófnuðum úr heimabönkum þegar fyrsta málið kom upp í sumar, segir Guðjón að ekki hafi þótt ástæða til valda áhyggjum. Um fá, afmörkuð til- vik hafi verið að ræða og betra hafi verið að vinna að umbótum í kyrrþey. Guðjón leggur ríka áherslu á að ekki hafi verið brotist inn í tölvukerfi heimabankanna, heldur virðist sem einhverjum hafi tekist að komast yfir notendanöfn og lykilorð viðskiptavin- anna eftir öðrum leiðum, að líkindum með njósnaforritum sem kölluð eru Trójuhestar. Öryggið hafi því ekki brostið hjá bönkunum. Háum fjárhæðum stol- ið úr heimabönkum Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is  Meira á mbl.is/ítarefni „ÞESSI spítali virðist geta komist upp með það að segja mönnum ein- hliða hvernig þeir eigi að starfa. Spítalinn krefst blindrar hlýðni og virðist auðsjáan- lega taka formið fram yfir inni- haldið, þ.e.a.s. hæfni starfsfólks virðist minna máli skipta. Ég held að þetta sé orðið mjög alvar- legt mál og það verður ekki við þetta búið. Þetta er framkoma sem er algjörlega ólíðandi,“ sagði Stefán E. Matthíasson, yfirlæknir í æðaskurðlækningum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi og dósent í æðaskurðlækningum við Háskóla Íslands, en honum hefur verið sagt upp störfum við LSH frá síðustu mánaðamótum og gert að rýma skrifstofu nánast samstundis, en ekki er óskað eftir að Stefán vinni uppsagnarfrestinn. „Ég held að þetta endurspegli þá hörku sem á að reka þennan spítala með og sýn gagnvart starfsfólki sem á sér ekki nokkra hliðstæðu hin síðari ár. Kannski er þetta bara byrjunin á því hvernig þeir vilja standa að starfsmannamálum á spítalanum,“ sagði Stefán enn fremur í samtali við Morgunblaðið, en lögmaður hans hefur beint stjórnsýslukæru vegna uppsagn- arinnar til heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra. Formleg áminning Stefán hefur fyrirvara á því að láta af rekstri læknastofu í sinni sérgrein utan spítalans, þrátt fyrir fyrirmæli yfirstjórnar spítalans þar um, en ágreiningur er um hvað fal- ist hafi í samkomulagi sem gert var við Stefán við ráðningu hans til spítalans á árinu 2002. Vegna þessa var Stefáni veitt formleg áminning 31. október síðastliðinn. Hann höfð- aði ógildingarmál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði, en sama dag og málið var þingfest barst honum uppsagn- arbréf í pósti. Stjórn læknaráðs Landspítalans fundaði um málið í gær og skrifaði Jóhannesi M. Gunnarssyni, lækn- ingaforstjóra LSH, bréf þar að lút- andi. Þar leggur stjórn læknaráðs- ins höfuðáherslu á að allar leiðir til sátta verði skoðaðar með það að markmiði að unnt verði að aft- urkalla uppsögnina og bjóða fulltrúar stjórnar læknaráðsins að koma að slíkum viðræðum sé þess óskað. Stjórn læknaráðsins telur jafn- framt mikilvægt að niðurstaða fáist í dómsmálinu áður en Stefán verði látinn hætta, auk þess sem stjórnin lýsir yfir áhyggjum af stöðu æða- skurðlækninga við sjúkrahúsið. Einnig segir: „Við umræður í stjórn læknaráðs um mál Stefáns komu fram áhyggjur af þjónustu skurðlækninga á LSH við ferl- isjúklinga. Að undanförnu hafa komið fram kvartanir í fjölmiðlum um það hvernig sjúkrahúsið stend- ur að þjónustu við þessa sjúklinga. Þrátt fyrir markmið stjórn- arnefndar og framkvæmdastjórnar LSH hefur slík þjónusta ekki byggst upp eftir sameiningu sjúkrahúsanna, eins og vonir stóðu til. Stjórn læknaráðs telur mik- ilvægt að það verði skoðað hvers vegna þessi markmið hafi ekki náðst og að fundnar verði leiðir til að efla slíka þjónustu á LSH.“ Stefán segir að sér finnist það vera óskaplega harðar aðgerðir sem stjórn spítalans hafi gripið til og hann sé mjög ósáttur við hvern- ig hún standi að málum. Hann sagði að ástæða þess að hann hefði óskað eftir skriflegu samkomulagi þegar hann hefði ráð- ið sig sem yfirlækni æðaskurð- lækningadeildar, væri að hann hefði viljað tryggja að hann lenti ekki í þeirri aðstöðu sem hann væri lentur í nú. Samkomulagið sem gert hefði verið væri tvíhliða að hans mati, en yfirstjórn spítalans túlkaði það svo að honum væri ætl- að að uppfylla það einhliða. Í samkomulaginu sem gert var vegna ráðningar Stefáns segir orð- rétt: „SEM mun hætta „stofu- rekstri“ utan LSH innan tveggja ára frá nk. áramótum að telja svo fremi sem aðstaða og starfsum- hverfi til slíkrar starfsemi sé þá viðunandi innan veggja LSH að áliti samningsaðila.“ Stefán sagðist alltaf hafa efast um að yfirstjórn spítalans væri stætt á því að banna læknum að vinna utan spítalans í sínum eigin tíma en gengist inn á það að flytja alla starfsemi sína inn á spítalann. Hann hefði hins vegar ekki viljað lenda í sömu aðstöðu og þegar Landakot hefði lokað. Þá hefði ver- ið lofað bættri aðstöðu á Sjúkra- húsi Reykjavíkur til ferliverka á skurðstofum, en ekkert hefði verið um efndir og sjúklingar fyrir vikið verið á hrakhólum með sín vanda- mál vegna þess að aðstaða var ekki fyrir hendi til að sinna þeim. Hann hefði ekki viljað lenda aftur í þeirri aðstöðu. „Sjúklingar leita til lækna og ætlast til þess að þeir sjái um framhaldið og maður verður bara að ómerkingi fyrir það að kalla fólk ítrekað í aðgerðir sem alltaf er hætt við eða þeim frestað ótíma- bundið,“ sagði Stefán. Hann sagði að yfirstjórn spít- alans túlkaði samningsákvæðið þannig að honum hefði einhliða borið að koma þessari aðstöðu upp á spítalanum. Hins vegar væri búið að svipta yfirlækna fjárhagslegri ábyrgð að meginhluta til á rekstri deilda spítalans og færa hana yfir á sviðsstjóra. Hann væri ekki yf- irlæknir á göngudeild, skurðdeild eða dagdeild. Hann hefði einungis verið yfirlæknir á æðaskurðdeild og hefði því ekki átt neina mögu- leika á að uppfylla þetta skilyrði. Eðlilegt hefði verið að yfirstjórn spítalans hefði komið að máli við hann og yfirfarið hvaða möguleikar væru fyrir hendi, en það hefði aldr- ei verið gert, heldur hefði þess ein- ungis verið krafist að hann efndi samkomulagið einhliða og því fylgt eftir að ótrúlegri óbilgirni. Reyndi að ná samkomulagi Hann sagðist hafa reynt að ná samkomulagi og lagt fram tvær til- lögur til lausnar, en spítalinn hefði aldrei reynt að leysa málið með einum eða öðrum hætti. Stefán sagði að eitt hefði leitt af öðru þar til honum hefði verið veitt formleg áminning fyrir vanrækslu í starfi á grundvelli þess að hlýða ekki yfirmanni og það væri ólíðandi fyrir hann að una við það. Hann hefði ekkert unnið til saka og þvert á móti lagt sig fram með öllu móti að vinna spítalanum og sjúklingum það gagn sem hann mætti. Því hefði hann neyðst til að fara í ógild- ingarmál, því ekki væri hægt að áfrýja áminningu af þessu tagi og sama dag og málið væri þingfest fyrir héraðsdómi fengi hann upp- sagnarbréf í pósti á grundvelli þessarar áminningar. Það væri ekki bara að honum væri sagt upp yfirlæknisstarfinu heldur væri hon- um sagt upp alfarið. Ágreiningur um framkvæmd samnings gæti ekki verið tilefni til framkomu sem þessarar. „Þetta leiðir líka hugann að því í hvaða stöðu við erum. Við erum komin með einn spítala en vorum með þrjá áður. Í sérhæfðri grein eins og minni er í afskaplega fá hús að venda nema þá að byggja upp þessa starfsemi annars staðar sem er háð leyfum sem ráðherra situr á og hefur, í bili að minnsta kosti, ekki verið áhugasamur um breyt- ingar þar á,“ sagði Stefán enn fremur. Hann sagðist ekki ætla að láta þessa menn beygja sig. „Ef ekki rofar til í þessu máli mun ég reyna að sinna þessum lækningum á öðr- um vettvangi hér á landi og vona bara að sjúklingar beri traust til mín eftir sem áður,“ sagði Stefán að lokum. „Spítalinn krefst blindrar hlýðni“ Stefán E. Matthíasson Morgunblaðið/ÞÖK Yfirlækni í æðaskurðlækningum á Landspítala sagt upp störfum og gert að rýma skrifstofu sína Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.