Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 5. desember var aft- ur gerð tilraun til að hefja baró- meterkeppni og var sett að mark- miði að ná minnst 18 pörum til að hefja þá keppni. Hins vegar mættu aðeins 16 pör og var því gripið til þess ráðs að hafa eins kvölds tví- menning. Spilaður var howell með 30 spilum, meðalskor 210. Mikil keppni var um efsta sætið, en í lokin stóð unnar Atli Guðmundsson uppi sem sigurvegari með eins stigs forystu, en Unnar spilaði við þrjá spilara. Lokastaða efstu para varð þannig: Unnar Atli Guðmss. – þrír meðspilarar 247 Hrafnhildur Skúlad. – Jörundur Þórðars.246 Sigurður Ólafsson – Karl Ómar Jónsson 237 Halldóra Magnúsd. – Guðný Guðjónsd. 232 Guðlaugur Sveinss. – Guðrún Jörgensen 232 Már Hinrikss. – Leifur Kr. Jóhanness. 227 Mánudaginn 12. desember verður aftur haldin eins kvölds tvímenning- ur hjá félaginu. Bridsfélag Hafnarfjarðar Þegar aðeins einni umferð er ólok- ið í aðalsveitakeppninni er komin töluverð spenna í mótið og fjórar sveitir geta mögulega sigrað. Staðan er nú þessi: Sunnan 3 plús 1 146 Guðlaugur Bessason 141 Dalabúar 134 Erla Sigurjónsdóttir 131 Suðurnesjamenn eru efstir en eiga aðeins möguleika á 15 stigum vegna yfirsetu. Næsta mánudag verður lokaum- ferðin spiluð og eitthvað skemmti- legt jólasprell á eftir til að klára kvöldið. BH fer síðan í sitt jólafrí og byrjar aftur eftir áramót. FEB Hafnarfirði Föstudaginn 2. desember var spil- að á 9 borðum. Meðalskor var 216. Úrslit í N/S Sæmundur Björnss. – Sverrir Jónsson 267 Bjarnar Ingimars. – Friðrik Herm.s. 261 Katarínus Jónsson – Oddur Jónsson 217 A/V Knútur Björnsson – Elín Björnsd. 236 Hera Guðjónsd. – Þorvaldur Þorgrímss. 231 Jón Gunnarss. – Sigurður Jóhannsson 223 Þriðjudaginn 6. 12. 2005 var spilað á 13 borðum og meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S: Ólafur Ingvarss. – Magnús Halldórsson 423 Sigurður Hallgrímsson – Anton Jónsson 379 Bjarnar Ingimars. – Friðrik Hermanns. 355 Sigtryggur Ellertss. – Tómas Sigurðss. 346 A/V Kristján Ólafsson – Guðm. Bjarnason 387 Sófus Berthelsen – Haukur Guðmss. 375 Björn Björnsson – Nanna Eiríksdóttir 369 Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannsson 335 Brids í Gullsmáranum Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á 12 borðum mánudaginn 5. desember. Miðlung- ur 220. Efst voru í NS: Ari Þórðarson – Guðjón Ottósson 284 Elís Kristjánsson – Páll Ólason 277 Hinrik Lárusson – Haukur Bjarnason 253 Karl Gunnarss. – Gunnar Sigurbjörnss. 233 AV Haukur Guðmundss – Ernst Backman 282 Kristinn Guðmss. – Guðmundur Pálss. 271 Gróa Geirsdóttir – Kristín Óskarsdóttir 257 Jón Stefánsson – Eysteinn Einarsson 246 Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 5. desember var spil- uð fimmta og næstsíðasta umferðin í aðaltvímenningi félagsins. Mótið er enn galopið og úrslit gætu ráðist á síðasta spili. Ljóst er að spennustigið er hærra en sumir ráða við en það virðist ekki há formanninum Jóni á Kópareykj- um frekar en makker hans Baldri í Múlakoti. Þeir öttu kappi við öll efstu pörin og höfðu mun betur, þeim til ómældrar ánægju. Hins vegar réðu þeir ekki við Kópakallinn, enda ekki gaman að lenda í honum þegar heilladísirnar hafa tyllt sér á báðar axlir hans. Sveinbjörn og Lárus uppskáru mest þetta kvöld, sem dugir þeim til að verma efsta sætið í mótinu í fyrsta sinn. Jón í Björk og Eyjólfur á Hesti áttu gott kvöld, ekki nema eðlilegt því þeir hafa verið eitt efnilegasta par félagsins allt of lengi. Borgnes- ingarnir Ella og Guðmundur hrepptu þriðja sætið með glæsileg- um endaspretti. Og heildarstaðan er: Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 237 Magnús Magnússon – Sveinn Hallgrss. 224 Jón– Rúnar – Unnsteinn 217 Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 192 Sigurður Einarss. – Stefán Kalmanss. 173 Úrslit síðasta spilakvöld urðu ann- ar sem hér segir. Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Pétursson 55 Jón Pétursson – Eyjólfur Örnólfss. 43 Elín Þórisdóttir – Guðmundur Jónss. 42 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Formaður Barðstrendinga, Ólafur A. Jónsson, og Ragnhildur Gunnars- dóttir í hörðum slag við Erlu Sigurjónsdóttur og Lovísu Jóhannsdóttur. ÍTALSKA fyrirtækið Fiera Milano Tech, sem hefur ásamt fleirum skipu- lagt sýningu sem snýst um umhverf- is- og tæknimál í Mílanó dagana 24. til 27. janúar á næsta ári, kynnti ný- verið sýninguna nokkrum íslenskum fyrirtækjum og fulltrúum umhverf- isráðuneytisins og Útflutningsráðs. Auk sýningarhaldsins skipuleggur Mílanóborg sérstaka umhverfisviku með fundum og fyrirlestrum sem tengist sýningunni. Umhverfismálasýningin er haldin í aðal sýningarhöll Mílanóborgar sem hefur að nokkru leyti verið endurnýj- uð og er hún í senn ætluð yfirvöldum og öðrum sem sinna stefnumótun í umhverfismálum svo og fyrirtækjum sem starfa t.d. á sviði endurvinnslu og orkunýtingar. Viðskipti og fræðsla Elio Varricchione, framkvæmda- stjóri Fiera Milano Tech, tjáði Morg- unblaðinu að tilgangur sýningarinn- ar væri bæði að gefa sýnendum og gestum færi á að ná saman í viðskipt- um sínum á þessum sviðum og um leið gætu gestir sótt margháttaða fræðslu um þróun í umhverfismálum, bæði tæknihliðinni og laga- og reglu- gerðarhlið. Sýningin væri því bæði hagnýt fyrirtækjum og stjórnvöldum en vel yfir 200 aðilar munu að þessu sinni kynna starfsemi sína. „Við höf- um í haust kynnt þessa sýningu sér- staklega á Norðurlöndunum og víðar í norðurhluta Evrópu því við teljum að þessar þjóðir eigi þangað erindi til að heyra hvað er að gerast í þessum málum í suðurhluta Evrópu og hjá þjóðum við Miðjarðarhafið sem við teljum hafa eitthvað að leggja til um- ræðu og þekkingar í umhverfismál- um,“ segir hann. Meðal sviða sem fjallað er um á sýningunni og í fyrirlestrum er notk- un og verndun vatnsbirgða heimsins, loftmengun, hávaði, endurnýjanlegar orkulindir, úrgangur og förgun, jarð- vegur, umhverfisstjórnun, áhætta og stefnumörkun á sviði umhverfismála. Bjartsýn á íslenska þátttöku Ásamt Fiera Milano Tech hefur umboðsfyrirtækið Lighthouse sinnt kynningu á sýningunni og var fram- kvæmdastjóri þess, Carla Salaris, einnig á ferð hérlendis í því skyni. Þau sögðust hafa átt viðræður við fulltrúa ýmissa íslenskra fyrirtækja, svo sem Íslenskrar nýorku, Sorpu, Gámaþjónustunnar og Marorku og síðan átt fundi með fulltrúum um- hverfisráðuneytis og Útflutnings- ráðs. Kváðust þau bjartsýn á að Ís- lendingar myndu sækja sýninguna og Carla Salaris tók fram að sérstök aðstoð yrði veitt sýningargestum til að ná fundum sýnenda eða annarra sem þeir hefðu áhuga á að ræða við. Þau lögðu áherslu á að sýningin væri alþjóðleg en auk þátttöku frá Evrópulöndum yrðu þar aðilar frá Bandaríkjunum, löndum í Suður- Ameríku, Norður-Afríku og Mið- Austurlöndum. Sögðu þau bæði yf- irvöld Mílanó og ítölsk stjórnvöld leggja sitt af mörkum til að skipu- leggja fundi og fyrirlestra sem tengdust sýningarhaldinu. Vilja fá íslensk fyrirtæki á umhverfisviku á Ítalíu Morgunblaðið/Árni Torfason Elio Varricchione og Carla Salaris kynntu umhverfisráðstefnuna á Ítalíu fyrir Íslendingum. Með þeim sjást þeir Pétur Björnsson, ræðismaður Ís- lands, og Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu. ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hefur ákveðið að verða fjórtándu samtökin til að skrifa undir yfirlýsinguna „Vatn fyrir alla“ en með henni er ætlunin að vekja athygli ríkisstjórn- ar, sveitarstjórna, stofnana, fyrir- tækja og almennings á mikilvægi og sérstöðu vatns fyrir land, þjóð og líf- ríki. Mikill meirihluti verkalýðshreyf- ingarinnar hefur þar með skrifað undir ásamt helstu umhverfissam- tökum landsins, mannréttindasam- tökum, samtökum tengdum Samein- uðu þjóðunum, UMFÍ, Öryrkja- bandalaginu og Þjóðkirkjunni. Er talið að krafan um að áherslum yf- irlýsingarinnar verði fylgt, hafi eflst til muna með undirskrift ASÍ, segir í frétt á heimasíðu BSRB. Stór hluti samtakanna sem skrifað hafa undir hafa einnig skrifað undir sameigin- lega umsögn um frumvarp til vatna- laga sem nú liggur fyrir Alþingi. ASÍ skrifar undir „Vatn fyrir alla“ Í TILEFNI 16 daga átaks gegn kyn- bundnu ofbeldi boða aðstandendur átaksins til morgunverðarfundar með forsvarsmönnum stjórnmála- flokkanna á Grand Hóteli, á morg- un, föstudaginn 9. desember, kl. 8.30–10. Fyrir hönd flokkanna mæta: Árni Magnússon félagsmála- ráðherra, Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráð- herra og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins. Á dagskrá fundarins er að ræða stefnu flokkanna varðandi baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi, sérstaklega með tilliti til komandi sveitarstjórnarkosninga. Fundur- inn er öllum opinn. Ræða kynbundið ofbeldi á morgun RÁÐGJAFAFYRIRTÆKIÐ Netið, markaðs- og rekstrarráðgjöf sem starfar meðal annars innan ferða- þjónustu og gefur út bókina, Visi- tor’s guide, sem dreift er á hótel, gistiheimili, upplýsingaþjónustur og til útlanda, hefur ákveðið að styrkja SOS barnaþorp og þeirra starf sem nemur 1 kr. pr. bók en upplagið er 70.000 bækur. Styrkur fyrirtækisins nemur því 70.000 krónum. Á meðfylgjandi mynd eru Guð- finnur Sveinsson, starfsmaður nets- ins, og fulltrúar SOS barnaþorpa, þær Bryndís Elfa Valdemarsdóttir og Leila Arge. Styrkja SOS barnaþorp HALDIÐ var útgáfuteiti í Íþrótta- miðstöðinni í Laugardal 5. desember sl. en þá kom út bókin Gísli Hall- dórsson – Minningar, menn og mál- efni. Það var Jón M. Ívarsson sem skráði æviminningar Gísla. Segja má að stór hluti íþróttasögu Íslend- inga á 20. öld tengist Gísla og þeim samtökum sem hann var í forystu fyrir. Á kápu bókarinnar segir m.a.: „Arkitektinn og íþróttaleiðtoginn Gísli Halldórsson lítur yfir farinn veg og rekur minningar sínar um menn og málefni. Gísli hefur teiknað og hannað fjölda íþróttamannvirkja – leikvanga, hallir og hús. Einnig fjölmörg íbúðarhús, félagsheimili og merkar byggingar, m.a. Laugardals- höllina. Hann hefur verið í forystu- sveit íþróttamála í hálfa öld sem for- maður ÍBR, forseti ÍSÍ og formaður Ólympíunefndar Íslands.“ Fagna útkomu bókar um Gísla Halldórsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri ÍSÍ, Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson og Jón M. Ívarsson. ♦♦♦ STJÓRN Heimdallar fordæmir að Alfreð Þorsteinssyni, stjórnarfor- manni Orkuveitu Reykjavíkur, hafi verið falið að hafa yfirumsjón með byggingu nýs sjúkrahúss. „Alfreð hefur sýnt fram á með störfum sínum hjá Orkuveitu Reykjavíkur, að honum er ekki treystandi fyrir almannafé. Stór- kostleg framúrkeyrsla við bygg- ingu nýrra höfuðstöðva Orkuveit- unnar um rúm 100%, miðað við upphaflegar áætlanir, er gott dæmi um það og slíkt má alls ekki end- urtaka sig,“ segir í ályktuninni. Gagnrýna skipan Alfreðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.