Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BOÐUN Í BAUGSMÁLINU Dómari við Héraðsdóm Reykja- víkur sendi bæði Boga Nilssyni, rík- issaksóknara, og Sigurði Tómasi Magnússyni, settum ríkissaksókn- ara, bréf um boðun í þinghald á morgun þegar teknir verða fyrir þeir átta ákæruliðir Baugsmálsins sem enn eru fyrir dómi. Í bréfinu er ríkissaksóknari skráður sem ákær- andi. Herstöðvum mótmælt Sergej Ivanov, varnarmálaráð- herra Rússlands, hótaði því í gær að Rússar segðu upp CFE-samn- ingnum um takmörkun hefðbundins herafla í Evrópu eftir að Condo- leezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, undirritaði samning um að bandarískum herstöðvum yrði komið upp í Rúmeníu. Óska eftir viðræðum Félag leikskólakennara hefur ósk- að eftir viðræðum við launanefnd sveitarfélaga um hækkun launa fyrir félagsmenn sína í kjölfar samninga Reykjavíkurborgar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkur. Tugir námumanna fórust Staðfest var í gær að 54 verka- menn hefðu týnt lífi í sprengingu í kolanámu í Norður-Kína. Rétt rúm vika er liðin frá því að 171 kínversk- ur námumaður týndi lífi við áþekkar aðstæður. Y f i r l i t Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir kynningarblað um Akureyri. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                            Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 36/43 Úr verinu 16 Bréf 42/43 Erlent 18/20 Minningar 44/47 Minn staður 22 Myndasögur 52 Austurland 23 Víkverji 52 Höfuðborgin 24 Dagbók 52/55 Akureyri 24 Staður og stund 53 Landið 25 Leikhús 56 Daglegt líf 26/31 Bíó 58/61 Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62 Viðhorf 34 Veður 63 Menning 34/35 Staksteinar 63 * * * www.jpv.is BÓKIN SEM UNGA FÓLKIÐ ER AÐ TALA UM „Ekki á hverjum degi sem unglingar senda frá sér svo vel heppnaðar metsölubækur.“ Árni Matthíasson / MORGUNBLAÐIÐ „Algjörlega frábær bók.“ Hugi.is Metsölulisti Eymundsson Barnabækur 7. des. SKÁKBYLTINGIN er hafin á Grænlandi og heimamenn hafa tekið risastórt skref að mati stórmeistarans Henriks Danielsen en hátt í fimmtíu börn söfnuðust saman á skákmóti í bænum Tasiilaq í gærkvöld. Allir fengu verð- laun og telur Henrik að þessi frábæra mæting sé góðum árangri í skólakennslunni að þakka. Fjórði dagurinn í Grænlandsreisu Taflfélags- ins Hróksins rann á enda í gær. Á þriðjudags- kvöldið mættu yfir fjörutíu börn í félagsheim- ilið til að tefla á kvöldskákmóti. Mótið var aug- lýst í kennslustundum í grunnskólanum orð- rómurinn breiddist út og auglýst var að allir fengju verðlaun. Tilgangurinn hér á Grænlandi er ekki að búa til nýjan Kasparov heldur að hjálpa börnunum að þroskast og læra og gefa þeim tækifæri til að prufa eitthvað nýtt, segir Danielsen. Hann segir ekki sömu hefð fyrir skákkennslu á Græn- landi og á Íslandi. Á Íslandi sé það viðurkennt að skákin hafi þroskandi áhrif á börn – þjálfar minnisstöðvarnar og eykur einbeitingu sem skili sér í aukinni námsgetu. „Við útskýrðum þetta fyrir grænlensku kennurunum og eftir að við settum fjögur skákborð á gangana og kenn- ararnir sáu krakkana sitja við tafl allan daginn var ekki aftur snúið.“ Byltingin hafin á Grænlandi ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra segir að frumvarp sem hann hefur lagt fram á Alþingi um greiðslur til foreldra langveikra barna verði ekki afgreitt fyrir jól, líkt og til stóð. „Málið kom seint fram og við viljum að það fái góða efnislega meðferð hjá félagsmála- nefnd og í þinginu,“ segir Árni, að- spurður hvers vegna ekki takist að afgreiða frumvarpið. Hann bætir við að í því sé gert ráð fyrir að greiðslur til foreldra langveikra barna hefjist í júlí á næsta ári og því liggi ekki mjög á að afgreiða það. Umhyggja gagnrýnir frumvarpið „Við erum ekki að falla á tíma með málið,“ bendir hann á. Ráðherra mælti fyrir frumvarp- inu á Alþingi á mánudag. Í um- ræðum um það í þinginu kom fram gagnrýni á gildissvið laganna, en samkvæmt frumvarpinu eiga greiðslur aðeins að renna til for- eldra barna sem greinast langveik frá og með árinu 2006. Ragna K. Marinósdóttir, fram- kvæmdastjóri Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, seg- ir þau greiningarviðmið sem liggja til grundvallar frumvarpinu valda vonbrigðum. „Þetta er ekki viðun- andi fyrir okkar hóp vegna þess að mikið af okkar skjólstæðingum hef- ur átt á brattann að sækja í lífinu vegna fjárhagserfiðleika. Um er að ræða fólk sem ekki hefur getað stundað atvinnu vegna veikinda barna sinna,“ segir hún. Ragna bætir við að það sé mat Umhyggju að þeir foreldrar sem hafa þurft að leggja niður vinnu vegna veikinda barna sinna eigi að hafa möguleika á greiðslu. Hún bætir við að sá hóp- ur sem engar greiðslur eigi að fá miðað við frumvarpið en eigi lang- veik börn sé ekki stór. Ragna segir að Umhyggja hafi gert félagsmálaráðuneytinu grein fyrir óánægju sinni vegna þessa at- riðis. Hún segir félagið jafnframt ósátt við að lögin eigi ekki að taka gildi að fullu fyrr en árið 2008, eins og fram kemur í frumvarpinu. Þar er gert ráð fyrir að greiðsl- urnar verði teknar upp í þrepum, en þegar ákvæði þess verða komin til fullra framkvæmda geti foreldri sem leggur niður launuð störf eða nám vegna langvarandi veikinda eða fötlunar barna átt sameiginleg- an rétt á greiðslum í allt að þrjá mánuði með hinu foreldri barnsins. Greinist barn mjög alvarlega lang- veikt eða mjög alvarlega fatlað verði heimilt að framlengja sameig- inleg réttindi foreldra til greiðslna um allt að sex mánuði. Bjartsýn á breytingar „Ég leyfi mér að vera það bjart- sýn að taki lögin ekki að fullu gildi fyrr en árið 2008, verði menn búnir að sjá að sá hópur sem verður eftir og á enn í vandræðum er ekki það stór að ákveðið verði að hjálpa hon- um. Þær upphæðir sem um ræðir eru ekki það háar, en samt sem áð- ur er þetta peningur sem fólk þarf til þess að hafa í sig og á,“ segir Ragna K. Marinósdóttir. Mál foreldra langveikra barna ekki afgreitt fyrir jól Gagnrýna að greining miðist við árið 2006 Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is UPP er kominn alvarlegur trúnaðar- brestur milli starfsmanna Hafnar- fjarðarbæjar innan STH og bæjaryf- irvalda og ljóst er að farið er með launakjör félaga STH samkvæmt lág- launamarkmiðum, segir í tilkynningu frá Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar. Árni Guðmundsson, formaður félags- ins, segir málið snúast um launanefnd sveitarfélaga. „Hún hefur einhver voðalega góð markmið sem þeir kynna fram og til baka en svo þegar menn fara yfir allt ferlið, síðustu samninga og þá sem gerðir voru núna, þá stendur ekki steinn yfir steini og eftir situr mjög ósanngjörn launasetning bæjar- starfsmanna – sérstaklega í Hafnar- firði.“ Árni segir að í ljósi nýgerðra samn- inga við borgina verði að velta fyrir sér hverslags ósamræmi hér sé á ferð, ekki síst ef miðað er við að það á sér stað á sama atvinnusvæði. Á vef- svæði STH er sett fram dæmi um launabætur í nýgerðum samningi við borgina þar sem segir að skólaliðar hjá borginni fái laun samkvæmt launaflokki 126 en það er tólf flokkum fyrir ofan þann sem skólaliðar í Hafn- arfirði fá greitt samkvæmt, eða 114. Að sögn Árna er fólki innan STH misboðið vegna þessa ósamræmis og telur Árni jafnframt sérkennilegt að bæjarfélag á stærð við Hafnarfjörð hafi ekki sjálfstæða launastefnu, en láti fremur launanefnd í té fullnaðar- umboð. Því hafi verið skorað á bæj- aryfirvöld að afturkalla samningsboð sitt til launanefndar sveitarfélaga og taka nú þegar upp milliliðalausar við- ræður um lausn á þeim alvarlega vanda og trúnaðarbresti sem upp er kominn. Mikið ósamræmi í launamálum STÓRU viðskiptabankarnir þrír; Kaupþing banki, Íslands- banki og Landsbanki, eru með um 2.100 starfsmenn á sínum snærum í útlöndum. Hér á landi eru starfsmennirnir ríflega 3.000. Kaupþing banki og dóttur- félög hans eru með níu starfs- stöðvar í Evrópu og eina í Bandaríkjunum, Landsbankinn er á 10 stöðum í Evrópu, auk Kanada og Bandaríkjanna, og Íslandsbanki er með sex starfs- stöðvar í Evrópu og stefnir einnig á Kanada. Fjármálaþjónusta hefur á undanförnum árum stöðugt ver- ið að aukast og er hlutur hennar í landsframleiðslunni orðinn álíka mikill og fiskveiðar og -vinnsla, sem til þessa hefur ver- ið talin undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Fjallað er um útrás bankanna í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag og eru stjórnendur þeirra sammála um að starfsemin í út- löndum skili miklu inn í þjóð- arbúið með auknum tekjum og vel launuðum störfum. | B12–13 Bankarnir með 2.110 manns í útlöndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.