Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 47
MINNINGAR
✝ Jón ValgarðGuðjónsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 8.
október 1931. Hann
lést 28. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Marta Jónsdóttir, f.
2.5. 1905, d. 27.8.
1957, og Guðjón
Jónsson, f. 1.9. 1905,
d. 4.3. 1994. Systkini
hans eru Addý Jóna,
f. 5.4. 1935, og Haf-
þór, f. 26.5. 1947.
Jón Valgarð giftist 6.6. 1959
Guðlaugu Sigríði Gunnarsdóttur,
f. 23.7. 1939. Foreldrar hennar
eru Sigurbjörg Sóley Böðvars-
dóttir, f. 21.10. 1913, og Gunnar
Kristberg Sigurðsson, f. 9.8. 1914,
d. 7.5. 1996. Börn Guðlaugar og
Jóns Valgarðs eru: 1) Ásdís, f. 6.5.
1956, maki Annfinn V. Hansen, f.
25.6. 1963. Börn þeirra eru: a)
Drífa, f. 10.12. 1979. b) Joannes
Kári, f. 4.9. 1990. c) Gunnar Val-
ur, f. 21.5. 1998. 2) Marta, f. 1.2.
1959, maki Gústaf Ólafur Guð-
mundsson, f. 30.12. 1951. Börn
þeirra eru: a) Guðjón Ágúst, f.
25.7. 1975, maki Sunna Ösp
Bjarkadóttir, f. 19.6. 1974. Dóttir
þeirra er Sóley Björk, f. 9.4. 1998.
b) Gunnar Geir, f. 17.11. 1977,
maki Freyja Kristín Rúnarsdóttir,
f. 10.6. 1978. Sonur þeirra er
Ágúst Marel, f. 31.3. 1999. c) Jón
Valgarð, f. 11.3. 1985. d) Heimir,
f. 14.9. 1987. e) Agnes, f. 22.11.
1989. 3) Gunnar, f. 10.8. 1960, d.
23.5. 1970. 4) Guðjón Valur, f.
2.10. 1962. d. 26.3. 1963. 5) Sig-
urbjörg, f. 18.11. 1964, maki
Gunnar Þór Frið-
riksson, f. 17.3.
1964. Börn þeirra
eru: a) Guðlaug Sig-
ríður, f. 1.5. 1990. b)
Ásgeir, f. 15.9. 1993.
c) Kristberg, f. 20.6.
1996. 6) Valgarð, f.
10.9. 1969, maki
Ólöf Eirný Gunnars-
dóttir, f. 13.12.
1976. Synir þeirra
eru: a) Kristinn Arn-
ar, f. 8.5. 1995. b)
Bjarki Freyr, f.
30.10. 2000. c) Vikt-
or Ingi, f. 6.3. 2003.
Jón Valgarð lauk barnaskóla-
prófi í Vestmannaeyjum, fór síðar
í Vélskólann þar og svo í Stýri-
mannaskólann í Reykjavík. Hann
fór fyrst á sjó 14 ára gamall og
varð sjómennska ævistarf hans í
tæp 60 ár, lengst var hann stýri-
maður og skipstjóri. Jón Valgarð
starfaði lengi hjá útgerð Ísleifs
VE og hjá Einari Sigurðssyni og
átti með honum bátinn Gunnar
Jónsson VE 500. Þá átti hann bát-
inn Gunnar Jónsson VE 555 með
Sigurði Georgssyni. Síðustu árin
reri Jón Valgarð á Baldri VE 24.
Guðlaug og Jón Valgarð bjuggu
öll sín búskaparár í Vestmanna-
eyjum fyrir utan nokkra mánuði
árið 1973 er eldgos var í Heimaey.
Jón Valgarð var mikill áhugamað-
ur um íþróttir, aðallega fótbolta
og handbolta. Síðustu ár stundaði
hann púttsalinn með félagi eldri
borgara.
Útför Jóns Valgarðs verður
gerð frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku Gæsi, þú varst alltaf svo
sterkur og barst þig svo vel að maður
gleymdi því að þú værir ekki alveg
heill heilsu. Þess vegna er fráfall þitt
svo óvænt og virkar svo ósanngjarnt.
Ég veit það innst í hjarta mínu að þú
ert glaður að vera kominn til strák-
anna þinna sem þú hefur saknað svo
lengi og er ég viss um að þar verða
sannkallaðir fagnaðarfundir.
Eins er ég viss um að svo verður
hjá ykkur pabba þínum eins og Krist-
berg sagði, nú getið þið horft á alla
dánu fótboltamennina spila uppi í
himninum. Eins mun móðir þín
örugglega taka vel á móti þér.
Vinnusemi þín og dugnaður er okk-
ur fólkinu þínu til fyrirmyndar. Þín er
sárt saknað, minningar um glensið og
grínið sem þú hafðir ávallt á taktein-
um munu fylgja okkur sem þekktum
þig og eins munu þín góðu ráð í sam-
bandi við sjómennsku ávallt nýtast
mér. Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast þér. Þú varst ávallt
besti vinur sem hægt er að hugsa sér.
Ég kveð þig með söknuði.
Þinn tengdasonur
Gunnar Þór.
Elsku elsku hjartans bróðir minn,
dáinn, þvílík voða frétt, ég finn hvern-
ig sorgin þyrmir yfir mig og líkami
minn gefst hreinlega upp, ég er að-
eins slöpp fyrir en verð fárveik og
hafna á spítala, of stór frétt fyrir mig.
Það að sjá á eftir þér, þessum
trausta, góða, sterka og síkáta bróður
í 70 ár er ótrúlega sárt.
Með þér gerði ég svo margt í fyrsta
sinn, þú kenndir mér að dansa og
tjútta og tókst mig á bakið og hentir
mér í loft upp. Með þér fór ég á fyrsta
ballið í síðum kjól með krullað hár,
þvílík upphefð með sætasta stráknum
í bænum. Með þér fór ég í fyrstu sigl-
inguna 14 ára til Danmerkur, það tók
einn mánuð með mótorbát, þú alltaf
til staðar, yndislegt. Fyrir þín orð fór
ég á síld til Raufarhafnar, ofsalega
fallegur staður, sagðir þú og ég trúði
því, en staðurinn var ekki eins fagur
og þú hafðir lýst, en…þú vissir alveg
hvað systur var fyrir bestu, nóg
vinna. Þetta eru unglingsárin okkar
saman, æskuárin eru eins og ævin-
týrabók, dásamlegir foreldrar og allt
svo fagurt og gott, svo fengum við lít-
inn bróður sem við dáðum öll og elsk-
uðum. En sorgin er alltaf við hliðina á
gleðinni. Mamma okkar, þessi elska,
dó langt fyrir aldur fram í blóma lífs-
ins, við rétt komin yfir unglingsárin,
en við tókumst á við þetta og urðum
ennþá samrýndari.
Hvað ég var stolt af þér, Gæsi
minn, þegar þú varst orðinn skip-
stjóri, ég held ég fari rétt með að þú
varst yngsti skipstjórinn í Eyjum um
tíma með m/b Reyni sem Páll og Júlli
frá Skjaldbreið áttu. Þú varst sjó-
maður í húð og hár og læt ég aðra um
að segja frá ævistarfi þínu.
Þú varst ofboðslegur heimilismað-
ur og ég fæ tak í hjartað þegar ég
hugsa um hvað börnin þín og afkom-
endur hafa misst hræðilega mikið.
Konan þín hún Lauga sem verið hef-
ur við hlið þér í tæp 50 ár, þið hafið
mátt takast á við rosalegar sorgir við
missi ykkar tveggja sona, hafið líka
verið heppin með hópinn ykkar sem
naut sín svo vel á ættarmótinu í sum-
ar, þar var gleðin svo sannarlega við
völd, enda sjaldgæft, trúi ég, að það
var 100% mæting.
Elsku hjartans Lauga mín, Ásdís,
Marta, Siddý, Valgarð og fjölskyldur,
við skulum öll þakka Guði fyrir þenn-
an góða dreng sem nú er genginn,
reynum að láta ljós jólanna koma til
okkar þó dimmt sé og döpur hjörtu.
Lauga mín og fjölskylda, ég bið
Guð að vera með ykkur öllum, orð
mega sín svo lítils, en munum að
elska hvert annað.
Blessuð veri ætíð minning þín,
elsku ljúfi bróðir minn.
Þín systir
Addý Jóna.
Gæsi bróðir, segi ég í huganum
þegar ég minnist þín. Og minningarn-
ar streyma að, góðar minningar um
stóra bróður. Já, þú varst 17 árum
eldri ég. Þegar ég var lítill peyi úti í
Vestmannaeyjum varst þú fullvaxta
og farinn á sjóinn. Kannski varstu á
fiskibát eða í siglingum. Ein jólin
sendir þú mér risapakka frá útlönd-
um. Í honum var flottur vörubíll og
líka herskip með fallbyssum. Ég var
svona tíu ára og ég hugsaði til þín á
sjónum og mig dreymdi um að kom-
ast á sjóinn líka, vera með þér. Við
tveir saman á sjó. Óskin rættist fyrr
en varði. 13 ára gamall fékk ég leyfi
til að fara með þér á síld. Þú varst
skipstjórinn eða „kallinn“ eins og
sagt var, ég háseti á hálfum hlut. Við
fengum strax ágætt kast í Húna-
flóanum.
Þú varst ánægður og bauðst mér
aftur í bestikk til að gefa mér Sinalco.
Þannig upplifði ég vináttu þína. Þú
sagðir ekki að þér þætti vænt um mig
eða eitthvað í þeim dúr. Þú gafst mér
Sinalco og það fannst mér flott og ég
vissi að þér var annt um mig, litla
bróður þinn sem dreymdi um að
verða sterkur eins og þú, kannski
vinna þig í sjómann einn daginn. Sá
draumur rættist ekki. Ég gekk
menntaveginn. Stæltist ekki af vinnu
og hörðum átökum eins og þú. Engu
að síður leyfðir þú mér að vera með
þér áfram á síld nokkur sumur meðan
ég var að læra og það var nú ekkert
slor að fá pláss hjá þér, hvort sem það
var á Reyni, Engey eða Ísleifi. Þú
varst nefnilega aflakló; varðst meira
að segja fiskikóngur Vestmannaeyja
árið 1970. Vá, hvað ég var stoltur af
þér! Þú varst kannski ekki alveg jafn
ánægður með mig, „stúdentinn“ sem
kom um borð í sumarbyrjun, væsk-
ilslegur eftir vetur yfir bókum. Ég
minnist þess að þú skammaðir mig
stundum þegar mikið gekk á, sér-
staklega þegar við vorum að draga
inn síldarnótina og ég var að „stíga
korkið“. Þá fannst þér stundum að ég
væri ekki að stíga nógu vel í og lést
mig heyra það.
En ég þráaðist við, svaraði þér full-
um hálsi enda vissi ég að við vorum
vinir. Vinir. Við vorum vinir. Og fyrir
það þakka ég, að hafa átt þig að vini.
Hafþór Guðjónsson.
Sagt er að Guð taki og Guð gefi.
Hér tók Guð svo sannarlega frá okk-
ur. Mannvinur, dugnaður, hlýleiki,
húmoristi og góðmennska eru þau
orð sem koma upp í huga minn er ég
minnist vinar míns hans Gæsa.
Fyrstu minningar af kynnum mín
við Gæsa var þegar ég var um fimm
til sex ára en þá var ég oft á ferðinni
til Eyja til að hitta fólkið mitt eða að
fara á þjóðhátíð og man ég eftir því
hversu gaman mér þótti að fá að vera
með Gæsa í undirbúningi fyrir þá há-
tíð.
Sem lítill peyi minnist ég þess að
ég vaknaði upp um miðja nótt við að
Gæsi var á fótum. Úti blés vindurinn
um Hátún 6 svo að það hrikti í húsinu.
Þá varð mér hugsað til þess að hann
væri mikil hetja að þora út á sjó í
svona veðri. Ég held að það séu fáir
menn sem voru eins miklir vinir vina
sinna og Gæsi, og minnist ég vináttu
fjölskyldu minnar og Gæsa og þá hve
fallega systir mín talaði oft um hann.
Dugnaður Gæsa var mikill, enda
féll honum aldrei verk úr hendi,
hvorki til sjós né lands.
Hlýleiki og góðmennska hans var
mikill, og hlýjuna fann maður um leið
og Gæsi kom nálægt manni.
Húmor Gæsa var einstakur og
stríðnin var aldrei langt undan og
verð ég að segja að mér þótti hún afar
skemmtileg.
Jólin 9́9 voru mér einstök en þá
vorum við bræðurnir í Eyjum hjá
Laugu og Gæsa. Þá minnist maður
þess hversu opið og notalegt heimili
þeirra var og hversu vel þau gerðu til
að láta okkur bræðrunum líða vel.
Elsku Lauga, amma, Ásdís, Marta,
Siddý, Valgarð og aðrir aðstandend-
ur, ég endurtek það sem ég sagði í
byrjun, að góður Guð hefur svo sann-
arlega tekið frá ykkur hlekk úr ykkar
annars sterkri keðju og vona ég svo
að með ást og vináttu náið þið að brúa
þetta bil.
Ég votta ykkur öllum mín dýpstu
samúð.
Ég vil að endingu skilja við hann
Gæsa með orðum eftir Heinrich
Heine, Stærra en allir:
Stærra en allir píramídar, en allir Him-
alaja, stærra en skógar og höf er hjarta
mannsins, það er dýrlegra en sólin, tunglið
og stjörnurnar, geislar meir og blómstrar,
það er óendanlegt í sinni ást.
Jóhann Bjarni Kjartansson.
Elsku Gæsi minn, nú ert þú farinn
frá okkur og margar góðar minning-
ar koma upp í hugann þegar ég kveð
þig. Ég á þér margt að þakka, kæri
vinur. Mér fannst þú vera pínulítill
pabbi minn. Alltaf þegar ég kom til
Vestmannaeyja var mikil tilhlökkun
að koma á heimilið ykkar Laugu, sest
var niður yfir kaffibolla og spjallað
um sjávarútveg sem þér var hugleik-
inn enda hafðir þú miklar skoðanir á
kvótakerfinu. Svo fórum við að
spjalla um lífið í sveitinni og alltaf
hlustaðir þú af miklum áhuga. Svo má
ekki gleyma hversu barngóður þú
varst og sást það besta. Hvað Áslaug
Dóra dóttir mín var hrifin af þér þeg-
ar við komum til Eyja í maí sl.
Þegar Áslaug Dóra sá myndir af
þér hérna heima á Selfossi sagði hún
alltaf: Sjáðu pabbi, þarna er Gæsi afi.
Þegar ég stundaði sjómennsku í Eyj-
um var ég svo heppinn að geta alltaf
komið á ykkar fallega heimili þegar
ég kom af sjónum og fyrir það er ég
mikið þakklátur, Gæsi minn. Svo
núna í haust þegar þið Lauga komuð
á heimili okkar hér á Selfossi hvarfl-
aði það ekki að mér að það væru okk-
ar síðasta samverustund í þessari
jarðvist en eitt er víst að enginn ræð-
ur sínum næturstað.
Gæsi, nú er komið að kveðjustund.
Þín verður sárt saknað og góðu minn-
ingarnar sem ég á um þig geymi ég í
hjarta mínu.
Ég votta Laugu, Ásdísi, Mörtu,
Siddý, Valgarði, ömmu og fjölskyld-
um þeirra mína dýpstu samúð um leið
og ég kveð kæran vin með þessum
sálmi:
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Sigurbjörn Snævar Kjartansson
og fjölskylda.
JÓN VALGARÐ
GUÐJÓNSSON
Ástkær sambýlismaður minn og sonur,
KARL MARKÚS BENDER,
lést á heimili sínu, Freyjugötu 34, Reykjavík,
miðvikudaginn 30. nóvember.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 9. desember kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minning-
arsjóð hjúkrunarþjónustunnar Karítasar, sími 551 5606.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hrafnhildur Ástþórsdóttir,
Elín Sigríður Markúsdóttir.
Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
BJARNA E. BJARNASONAR,
Álfaskeiði 55,
Hafnarfirði,
áður Siglufirði.
Sérstakar þakkir færum við Jóni Hrafnkelssyni
lækni og starfsfólki 11E Landspítalanum við Hringbraut og starfsstúlkum
Karitasar fyrir einstaka alúð og góða umönnun.
Særún Bjarnadóttir, Guðni Einarsson,
Kristín Bjarnadóttir, Ólafur Karlsson,
Ólöf Bjarnadóttir, Jón Ragnarsson,
Símon Þór Bjarnason, Þóra G. Þórisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sendum innilegar þakkir til allra þeirra sem
auðsýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
HALLDÓRU S.F. THORLACIUS
frá Bæjarskerjum.
Ragnhildur Jónasdóttir,
Ólafur Jónasson, Kristólína Ólafsdóttir,
Þórarna Jónasdóttir, Sigfús Guðbrandsson
og barnabörn.
Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærrar eigin-
konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
GYÐU ERLINGSDÓTTUR,
Þórðarsveigi 1,
áður Framnesvegi 55.
Guð blessi ykkur öll.
Aðalsteinn Dalmann Októsson,
Hjörtur O. Aðalsteinsson, Hildur Jónsdóttir,
Eygló Aðalsteinsdóttir, Flosi S. Valgarðsson,
Guðrún Aðalsteinsdóttir, Jón G. Guðmundsson,
Erling Ó. Aðalsteinsson,
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Magnea Davíðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.