Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR  Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn Blaðbera vantar í Innbæinn á Akureyri. Eins vantar blaðbera sem hafa bíl til umráða og eru tilbúnir til að bera út hvar sem er á Akureyri. Upplýsingar í síma 461 1600  FLOKKUN og skil endurvinn- anlegs úrgangs verða gerð íbúum höfuðborgarsvæðisins mun einfald- ari með nýrri þjónustu sem Gáma- þjónustan hf. hefur hrint af stað. Nú geta íbúar á höfuðborgarsvæð- inu fengið sérmerkta endur- vinnslutunnu hjá Gámaþjónust- unni, sem m.a. tekur við öllum pappír heimilisins, dagblöðum, tímaritum, umslögum, skrif- stofupappír og pappa, fernum, plastumbúðum og málmum. Telur Kjartan Valgarðsson, markaðs- stjóri Gámaþjónustunnar, að með þessari þjónustu verði allt að helm- ingur úrgangs hverrar þjónustu sóttur sérstaklega heim og komið til endurvinnslu. Ánægjulegt umhverfisvænt einkaframtak Tunnan verður sótt og tæmd á fjögurra vikna fresti og hefur Gámaþjónustan keypt sérstakan söfnunarbíl m.a. til þess verkefnis. Kostnaður við þessa þjónustu er 990 krónur á mánuði, en Kjartan segir ekki alla söguna þar sagða, því mögulegt sé fyrir íbúa fjölbýlis- húsa að spara sér tunnugjald Sorpu af eins og einni tunnu með því að skipta henni út fyrir endur- vinnslutunnu. Þá sparist á móti og kostnaðurinn vegna endurvinnsl- unnar verði mun minni og dreifist á fleiri íbúðir, en allt að helmingur af rusli heimila sé nú talinn end- urnýtanlegur í þeim flokkum sem hægt er að setja í endurvinnslu- tunnuna. Að sögn Kjartans er vinnunni við flokkun hins endurnýtanlega sorps skipt á milli notenda og fyrirtæk- isins. Þannig setji notendur rusl sitt í aðskilda poka, þ.e.a.s. fernur, málma og plast, en pappír og bylgjupappi fari beint ofan í tunn- una. Starfsfólk Gámaþjónustunnar flokkar síðan innihaldið í sundur þegar söfnunarbíllinn er losaður. Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi og formaður umhverf- isnefndar Alþingis, segir þessa ný- breytni afar kærkomna, því hún auðveldi almenningi mjög flokkun og endurvinnslu. Margir ein- staklingar hafi kvartað yfir því að langt væri í flokkunarstöðvar og grenndargáma og erfitt að flokka endurvinnanlegt sorp. „Ef þessi þjónusta fer á flug og nær til fólks- ins hlýtur það líka að létta mjög á því vandamáli sem felst í miklu magni pappa og pappírs sem hefur verið að falla til í sorpi almennings. Þetta hlýtur líka að létta á sorp- hirðu í borginni og minnka kostnað við hana,“ segir Guðlaugur. „Það er líka svo ánægjulegt að sjá einka- framtak á þessu sviði, svona um- hverfisvænt einkaframtak. Þarna er líka lykilatriðið að fólk sé að taka þátt og auka meðvitund sína um þessa hluti og líka að vera góð- ar fyrirmyndir fyrir börnin.“ Ný þjónusta í sorpflokkun og endurvinnslu í boði Endurvinnslutunnur við heimili fela í sér ávinning Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kjartan Valgarðsson, markaðsstjóri Gámaþjónustunnar hf. og Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður umhverfisnefndar Alþingis, voru sammála um ágæti einkaframtaksins í umhverfismálum þegar þeir kynntu málið í gær. AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eyðni | Konstantin Vyshinsky, læknir og sér- fræðingur við Rannsóknarmiðstöð rússneska heilbrigðisráðuneytisins í ávana- og fíkniefna- málum flytur fyrirlestur um eyðni í Rússlandi og hvernig Rússar standa í þeim efnum, einkum með hliðsjón af fíkniefnanotkun. Hann mun bera þessa stöðu saman við ástandið í áfeng- ismálum í Rússlandi. Fyrirlesturinn verður í stofu K201 á Sólborg og hefst kl. 12 í dag, fimmtudag. Aðventufundur | Sameiginlegur aðventu- fundur FAS, Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra á Norðurlandi og S78N, Norð- urlandsdeild Samtakanna 78 verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 8. desember, kl. 20 að Hamarstíg 35 á Akureyri. Á dagskrá auk þess að fjalla um stöðu mála á aðventunni og í skammdeginu verður fagnað stjórnarfrumvarpi um réttarstöðu samkynhneigðra, sem nýverið var tilkynnt að fram yrði lagt á næstu dögum. Eins og ævinlega eru nýir félagar velkomnir. Málið leyst | Vegna umræðu um launamál tékkneskra starfsmanna sem starfa hjá Gluggum ehf. og SS byggi ehf. vilja formenn Einingar- Iðju og Félags byggingamanna Eyjafirði taka fram að náðst hafa samningar milli félaganna og áð- urnefndra fyrirtækja um greiðslu launa tékknesku starfmannanna. Með þessu samkomulagi eru deilur um launagreiðslur tékknesku starfs- mannanna að fullu leystar. LEIKFÉLAG Menntaskólans á Ak- ureyri frumsýnir gamansöngleikinn Ósýnilega köttinn í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri í kvöld, fimmtudaginn 8. desember, kl. 20. Ósýnilegi kötturinn er norskt fram- haldsskólaleikrit eftir Ewoud van Veen og Sigurd Fischer Olsen, en LMA frumsýnir verkið á Íslandi í þýðingu Hafliða A. Hafliðasonar. Leikstýrur eru Álfrún Örnólfsdóttir og Ester Talía Casey en hljómsveit- arstjóri er Jón Ingimundarson. Leikendur eru 23 og hljómsveitar- menn 6 en auk þeirra tekur fjöldi nemenda þátt í uppsetningunni. Sýningar verða fram undir jól. Ósýnilegi kötturinn er gamanleik- ur og er í anda Monty Python-grín- istanna bresku. Söngvarnir eru dæg- urtónlist frá 8. og 9. áratugnum. Leikritið fjallar um kónginn af Fá- ránlandi, sem á kött sem enginn get- ur séð nema hann einn. Einnig koma ýmsar skringilegar hirðverur við sögu: þunglynt hirðfífl, ofurfrekar hirðmeyjar, æstur kvikmyndafram- leiðandi og nördalegur prins. Á sunnudag verða tvær sýningar, klukkan 17 og 20. Í næstu viku verða sýningar fimmtudag, föstudag og laugardag klukkan 20. Allar sýning- ar eru í Kvosinni á Hólum. Ósýnilegi kötturinn ÞORSTEINN Pétursson lögreglu- maður sagði að allt of mikið væri um að unglingar undir aldri væru inni á vínveitingastöðum bæjarins. Hann sagði að fyrir lægju kærur á veit- ingahús vegna þessa og væru þær til meðferðar hjá Akureyrarbæ. Þor- steinn sagði jafnframt að nokkuð margir unglingar hefðu verið kærðir fyrir að nota fölsuð skilríki eða skil- ríki annarra til að komast inn á skemmtistaði. „Það er ekkert nýtt að unglingar séu inni á vínveitinga- stöðum bæjarins, allt niður í 16 ára.“ Hjalti Jón Sveinsson, skólameist- ari Verkmenntaskólans á Akureyri, sagði í Morgunblaðinu í gær að veruleg ástæða sé til að hafa áhyggj- ur af skemmtanamenningu ung- menna og dró öldurhúsin að nokkru leyti til ábyrgðar í þeim efnum. Þau séu afar dugleg við að auglýsa í stað- armiðlum tilboð á fimmtudagskvöld- um, bjór og snafs á niðursettu verði. Hjalti Jón kom líka inn á að framboð á fíkniefnum væri mikið og að ástandið væri alvarlegt. Einnig hef- ur komið fram í umræðunni um fíkniefnavandann að aldur neytenda sé að lækka. Þorsteinn hefur með höndum for- varna- og fræðslustarf í grunnskól- um bæjarins á vegum lögreglunnar. Hann sagði að vímuefnaneysla barna væri fikt og forvitni og ekki meðvitað að verið sé að leggjast í hættuleg vímuefni. „Það er allt of al- gengt að fólk geymi lyf inni á heim- ilunum, t.d. inni í ísskáp við hliðina á mjólkinni. Nauðsynlegt er að breyta þessu, því oft verða unglingar fyrir þrýstingi frá þeim eldri um að ná í einhverjar töflur. Foreldrar verða ekki endilega varir við þótt hverfi 3 pillur af 20 úr lyfjaglasinu. Það sama á við um áfengið en ég verð oft var við það að krakkar eru að ná í áfengi á heimilum sínum. Foreldrar fylgj- ast ekkert með því hvort hverfur úr flöskum, eða að þær hverfi alveg. Það er allt of algengt að áfengi sé aðgengilegt fyrir börn og unglinga.“ Þorsteinn sagði að í grunnskólum bæjarins færi fram töluvert mikil fræðsla um skaðsemi áfengis, tóbaks og fíkniefna. „En auðvitað kemur þetta upp annað slagið og okkur bregður alltaf þegar ung börn lenda í þessu. Við sem eldri erum skynjum það svo vel að þau eru að stofna lífi sínu og velferð í hættu. Þetta er þó ekkert sér íslenskt eða akureyskt að þetta skuli ná niður í 12 ára aldur, þetta er þekkt alls staðar úr heim- inum. Það sem skiptir máli er að veita öllum börnum aðhald, um- hyggju og stuðning heima fyrir. Við skulum líka hafa það hugfast að börn eru börn til 18 ára aldurs og það að leyfa þeim að leika lausum hala fram á nætur, er misskilin um- hyggja.“ Þorsteinn Pétursson, forvarna- og fræðslufulltrúi lögreglunnar Áfengi og lyf allt of aðgengi- leg börnum inni á heimilum ♦♦♦ STARFSMENN Framkvæmda- miðstöðvar unnu við það í gær að laga jólaskreytingar við tröppurnar upp að Akureyr- arkirkju. Lögreglan handtók tvo 15 og 16 ára unglinga um þrjúleytið í fyrrinótt. Ungling- arnir, sem voru talsvert ölvaðir, höfðu unnið miklar skemmdir á jólaljósaskreytingum. Það hef- ur gerst oft áður að skemmdir séu unnar á þessum jólaskreyt- ingum, sem hanga í rúmlega tveggja metra hæð meðfram kirkjutröppunum. Þau Guðrún Björgvinsdóttir og Jóhann Thorarensen, sem unnu að lag- færingum í gærdag, voru þó sammála um að þetta væru mestu skemmdir sem þau hefðu séð. Alls voru sjö staurar skemmdir, hátt í 100 ljósaperur brotnar og glerbrot því út um allt. Lögreglan sagði drengina ekki hafa gefið neina aðra skýr- ingu á athæfinu en að þeim hefði fundist skemmdarverkið sniðugt. Skemmdir unnar á skreytingum Morgunblaðið/Kristján Skemmdarverk Jóhann Thorarensen og Guðrún Björgvinsdóttir vinna við lagfæringar á jólaskreytingunum við kirkjutröppurnar.    Grafarvogur | Stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs hefur ritað þingmönn- um Reykjavíkur bréf þar sem farið er þess á leit við þingmennina að þeir beiti sér fyrir því að öll skil- yrði um það að svonefnd innri leið verði farin við lagningu 1. áfanga Sundabreitar verði látin niður falla. Tilefnið er frumvarp til ráðstöf- unar á andvirði Landsímans þar sem skilyrt er í athugasemdum að farin verði innri leið. Þá fara íbúar einnig fram á að virkt samráð við fulltrúa íbúa verði skilyrt í frum- varpinu. Segja íbúar ekki ásættanlegt að hendur skipulags- og framkvæmdaraðila verði bundnar við eina ákveðna leið þess mikla samgöngumannvirkis sem Sunda- brautin á eftir að verða. Auk þess sé gert ráð fyrir víðtæku samráði við íbúa, en slíku samráði yrðu miklar skorður settar ef slík skil- yrði yrðu fyrir fjárveitingunni. Vilja að fallið verði frá skilyrði um innri leið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.