Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 14
HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur falið óháðum aðila að fara yf- ir talnasamanburð Stefáns Ólafs- sonar prófessors vegna skýrslu hans Örorka og velferð á Íslandi. Að mati ráðuneytisins þykir þetta brýnt þar sem samantekt Stefáns stangast í sumum atriðum á við niðurstöður í skýrslu Tryggva Þórs Herbertssonar um fjölgun ör- yrkja á Íslandi sem kom út fyrr á þessu ári og önnur opinber gögn um stöðu öryrkja. Heilbrigðisráðuneytið gerir al- varlegar athugasemdir við skýrslu Stefáns og telur að skýrslan leiði í ljós ónákvæman og í sumum til- vikum villandi samanburð og jafn- vel misskilning í veigamiklum at- riðum. Að mati ráðuneytisins kemur þetta t.d. fram þegar borinn er saman kaupmáttur örorkulífeyris- greiðslna og launavísitala, en þar séu aðeins teknir saman tveir bóta- flokkar, grunnlífeyrir og tekju- trygging. Stefán horfi þannig framhjá þeirri kjaraleiðréttingu sem varð með tekjutryggingarauk- anum 2001 og aldurstengdri ör- orkuuppbót sem komu til fram- kvæmda 1. janúar 2004. Telur höfund hafa misskilið hugsun um aldurstengda uppbót Ráðuneytið telur að ekki verði af skýrslunni annað séð en að höf- undur hennar hafi misskilið hugs- un og útfærslu aldurstengdu ör- orkuuppbótarinnar. Stefán haldi því fram að aldurstengda uppbótin nái aðeins til lítils hluta öryrkja. Ráðuneytið segir hins vegar að uppbótin nái til allra öryrkja og fari upphæð greiðslunnar eftir því hvenær menn greindust fyrst ör- yrkjar en lækki ekki með aldri. Þá segir ráðuneytið að óná- kvæmni gæti einnig þegar bornar séu saman örorkulífeyrisgreiðslur á mann sem hlutfall af lágmarks- launum. Í samanburði sínum horfi Stefán framhjá veigamiklum kjara- bótum sem komið hafi í hlut ör- yrkja undanfarið, sem endurspegl- ist í tekjutryggingarauka, aldurstengdri örorkuuppbót og minni skerðingu tekjutryggingar- aukans. Þá telur ráðuneytið ónákvæman þann samanburð þegar borin er saman þróun kjara örorkulífeyr- isgreiðslna og þróun tekna annarra skv. upplýsingum úr skattframtöl- um. Í samanburði sem þessum sé nauðsynlegt að bera saman sam- bærilega hópa en þess hafi ekki alltaf verið gætt í skýrslunni. Öryrkjar á Íslandi flestir á Norðurlöndunum Í skýrslunni sé undirstrikað að yngstu öryrkjunum hafi fækkað á Íslandi andstætt því sem haldið hefur verið fram. Í þessu sambandi telur ráðuneytið rétt að taka fram að á Íslandi eru hlutfallslega flestir öryrkjar á Norðurlöndunum í við- komandi aldurshópi og er svo fram að 40 ára aldri. Frá árinu 1998 til 2003 hafi yngstu öryrkjunum í hópi karla fjölgað um rúmlega fimmt- Heilbrigðisráðuneytið gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu Stefáns Ólafssonar um öryrkja og velferð Telur skýrsluna vill- andi og ónákvæma ung, en fjöldi kvenna í þessum hópi var svipaður. Ungum öryrkj- um 20-24 ára hafi fjölgað um þriðj- ung til 60 af hundraði og í aldurs- hópnum 25-29 ára hafi þeim fjölgað um tugi prósenta á þessu tímabili. Fjöldi öryrkja sem hlutfall af landsmönnum 16-66 ára hafi al- mennt aukist verulega. Hlutfallið hafi verið 5,5% 1998 en 7% 1. des- ember 2004. Varðandi þá staðhæfingu Stef- áns að kjör öryrkja á Íslandi komi ekki vel út í alþjóðlegum saman- burði segir ráðuneytið að skv. nýj- ustu NOSOSKO, Nordisk Soc- ialstatistik séu greiðslu til þeirra sem fara á lífeyri fyrir ellilífeyr- isaldur, þ.e. einkum örorkulífeyrir, í rúmlegu meðallagi á Íslandi mið- að við hin Norðurlöndin. Saman- tekt Stefáns byggi á gögnum frá árinu 2003 sem eru kaupmáttar- leiðrétt í evrum. Með leiðrétting- unni sé búið að taka tillit til verð- lags í hverju landi fyrir sig. STEINUNN Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri opnaði formlega nýja ellefu hundruð fermetra viðbyggingu við Breiðagerðisskóla í gærmorgun, en í kjölfarið sýndu nemendur skólans gestum hin nýju húsakynni. Með til- komu viðbyggingar batnar starfsaðstaða nemenda og kennara til muna. Í Breiðagerðisskóla er lögð áhersla á list- og verk- greinar, en þær eru nú kenndar í nýjum stofum sem búnar eru kennslutækjum af nýjustu gerð. Byggt var við skólahúsið á þremur hæðum og nýja vesturálmu til suðurs. Í aðalhúsi er ný textílstofa, smíðastofa, bóka- safn, kennslueldhús og tónmenntastofa, en í vesturálmu eru tvær kennslustofur sem hægt er að opna á milli og nýta sem eitt vinnusvæði. Þá var byggt lítið hóp- herbergi ofan á anddyri, sem jafnframt hefur stækkað og er m.a. notað sem sýningarsvæði fyrir myndverk nemenda. Undanfarin ár hefur verið kennt í flytjanlegu hús- næði á norðurlóð Breiðagerðisskóla og í gömlu leik- skólahúsnæði, en nemendur skólans eru nú í fyrsta sinn í mörg ár sameinaðir í sama skólahúsinu. Stefnt er að frekari endurbótum á eldra húsnæði, en Breiðagerð- isskóli fagnar hálfrar aldar starfsafmæli á þessu skóla- ári. Skólinn er ætlaður nemendum í 1.–7. bekk og er móðurskóli í breyttum kennsluháttum með áherslu á fé- lagslega blöndun innan árgangs og milli árganga. Breiðagerðisskóli stækkar Morgunblaðið/Ásdís Nemendur Breiðagerðisskóla sungu fyrir gesti þegar nýja viðbyggingin var tekin í notkun. 14 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bílar á morgun 200+ hestöfl hjá umboðunum JÓN Magnús Kol- beinsson fyrrv. bóndi og oddviti í Hálsasveit, Borgarfirði, lést sl. mánudag, áttatíu og fjörurra ára að aldri. Magnús eins og hann jafnan var nefnd- ur var fæddur að Þor- valdsstöðum í Hvítár- síðu 14. júlí 1921, sonur Kolbeins Guð- mundssonar, bónda og járnsmiðs, og konu hans Helgu Jónsdótt- ur, húsfreyju, sem þar bjuggu. Þau fluttust síðar að Stór-Ási í Hálsasveit og bjuggu þar til æviloka og ólst Magnús þar upp. Magnús stundaði nám við Flens- borgarskóla í Hafnarfirði og lauk gagnfræðaprófi þaðan 1946. Hann starfaði jafnframt á búi foreldra sinna uns hann keypti Stór-Ás- jörðina og hóf þar sjálfur búskap 1954. Magnús gegndi fjöl- mörgum trúnaðar- og félagsstörfum í sveit sinni. Sat hann í hreppsnefnd um ald- arfjórðungs skeið og var oddviti hrepps- nefndar 1956-78. Hann var einn af stofnendum Karla- kórsins „Söngbróður“ og áhugamaður um starfsemi kórsins alla tíð. Eftir að Magnús hætti búskap fékkst hann við ritstörf og með aðstoð vina sinna gaf hann út fyrir skömmu afrakstur þeirra verka í bók sem hann nefndi „Engjafang“ og eru endurminning- ar hans og áhugaverðar staðar- og mannlýsingar. Eftirlifandi eiginkona Magnúsar er Þórunn Andrésdóttir frá Kolls- læk í Hálsaveit og eru börn þeirra fjögur, þrír synir og ein dóttir. Andlát MAGNÚS KOLBEINSSON TRYGGVI Þór Herbertsson hag- fræðingur sem samdi skýrsluna Fjölgun öryrkja á Íslandi fyrr á þessu ári segist sammála þeim at- hugasemdum sem fram koma í greinargerð heil- brigðisráðuneytisins vegna skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors. At- hugasemdirnar virðist vera það al- varlegar að gagnrýni Stefáns á skýrslu Tryggva sé kveðin niður, segir hann. „Stefán fer ekki með rétt mál um kaupmátt örorkugreiðslna. Grein- argerð heilbrigðisráðuneytisins sýn- ir það svart á hvítu að raungreiðslur TR hafa hækkað umfram launa- vísitölu,“ segir hann. Um þetta atriði segir í athugasemdum ráðuneytisins að kaupmáttur raungreiðslna TR á hvern öryrkja hafi hækkað um 60% á móti 37% hækkun kaupmáttar launavísitölu. „Þar af leiðandi er það rétt sem ég segi í minni skýrslu að hvatar til að leita örorkubóta hafa aukist,“ segir Tryggvi. „Jafnframt sýnir grein- argerðin að fjölgun ungra öryrkja hefur verið gríðarlega mikil. Stefán virðist hins vegar ekki hafa tekið til- lit til þess að sjálfræðisaldrinum var breytt á tímabilinu sem er til skoð- unar. Nú eru öryrkjar í flestum til- fellum ekki skráðir fyrr en 18 ára í stað 16 ára áður. Þeir fá umönn- unarbætur áður en þeir verða fjár- ráða.“ „Fer ekki með rétt mál um kaupmátt örorkugreiðslna“  Meira á mbl.is/ítarefni Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.