Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alla daga
í Lágmúla og Smáratorgi
DÓMARI við Héraðs-
dóm Reykjavíkur sendi
bæði ríkissaksóknara og
settum ríkissaksóknara
bréf um boðun í þinghald
á morgun þegar teknir
verða fyrir þeir átta
ákæruliðir Baugsmáls-
ins sem enn eru fyrir
dómi. Í boðunarbréfinu
er ríkissaksóknari
skráður sem ákærandi
en ekki settur ríkissak-
sóknari.
Pétur Guðgeirsson,
dómsformaður í málinu,
úrskurðaði í nóvember
að Sigurður Tómas
Magnússon, settur ríkis-
saksóknari, væri ekki
bær til að fara með
ákæruvald í þessum
hluta málsins. Í úrskurð-
inum sagði að bréf sem Bogi Nilsson rík-
issaksóknari ritaði dómsmálaráðherra þeg-
ar hann sagði sig frá málinu, yrði ekki skilið
á annan veg en að hann hefði einungis sagt
sig frá athugun á þeim 32 ákæruliðum sem
Hæstiréttur vísaði frá dómi og því hefði
dómsmálaráðherra ekki haft heimild til að
setja Sigurð Tómas sem saksóknara vegna
ákæruliðanna 8.
Hæstiréttur ógilti þennan úrskurð en tók
ekki afstöðu til þess hvort Sigurður Tómas
væri bær eða ekki. Í dómi Hæstaréttar
sagði að ef settan ríkissaksóknara brysti
vald til að fara með málið, annaðhvort vegna
þess að hann væri ekki til þess bær eða að
dómsmálaráðherra hefði verið vanhæfur til
að skipa hann, yrði að líta svo á að ekki hefði
verið mætt af hálfu ákæruvaldsins þegar
það var tekið fyrir í héraðsdómi 16. nóv-
ember.
Fengu báðir
bréf um
boðun í
Baugsmálinu
Bogi Nilsson
Sigurður Tómas
Magnússon
ÞAÐ er engin furða þó að þessi litla manneskja hafi rekið upp stór augu
þegar hún kom auga á heilan ísbjörn í glugga í versluninni Kisunni á
Laugavegi í gær. Á þessum tíma ársins má fólk búast við að rekast á
ýmislegt skrítið, eins og jólasveina og ísbjörn.
Morgunblaðið/Ásdís
Ísbjörn á vappi
á Laugaveginum
FÉLAG leikskólakennara hefur
óskað eftir viðræðum um hækkun
launa við launanefnd sveitarfélaga
á grundvelli bókunar í kjarasamn-
ingi og mun samninganefnd FL
koma saman eftir helgi. Björg
Bjarnadóttir, formaður FL, segir
að við síðustu kjarasamninga hafi
m.a. verið miðað við laun þeirra
hópa sem nú hafi samið og segir í
bókuninni að ef samningar þessara
hópa hafi áhrif á grunnforsendur
launaviðmiðunar gætu aðilar tekið
málið til umfjöllunar og samið um
nýtt fyrirkomulag.
Björg segir menntun leikskóla-
kennara verið gefið langt nef með
nýlegum samningum Reykjavíkur-
borgar við Eflingu og Starfs-
mannafélag Reykjavíkurborgar en
verða sammála um. Steinunn Val-
dís Óskarsdóttir borgarstjóri hafði
ekki heyrt af ósk FL um viðræður
við launanefnd sveitarfélaga þegar
Morgunblaðið náði af henni tali í
gærkvöldi. Hún vildi lítið tjá sig
um málið að svo komnu máli en
sagði þó að henni þætti ekki óeðli-
legt að leikskólakennarar miði sig
við nýgerðan samning milli
Reykjavíkurborgar við Eflingu og
Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar og sæki það sama til sveit-
arfélaga. „Enda hef ég alltaf lagt
áherslu á það að rétta þurfi laun,
sérstaklega umönnunarstétta, og
hef kallað eftir því að menn sam-
mæltust um það. Hins vegar hefur
ekki náðst nægileg samstaða um
málið,“ sagði Steinunn Valdís.
skólakennurum. Ætlunin var að
leggja fram bréf á fundi Kennara-
félags Íslands og launanefndar í
gærdag þar sem óskað er eftir því
að fá viðræður við launanefndina
um að virkja endurskoðunar-
ákvæði í samningi okkar, en þar
sem fundinum var frestað verður
bréfið sent í dag, sagði Ólafur
Loftsson, formaður Félags grunn-
skólakennara. Í samningnum við
grunnskólakennara kemur m.a.
fram að aðilar skuli taka upp við-
ræður fyrir 1. september 2006 og
meta hvort breytingar á skólakerf-
inu eða almenn efnahags- og kjara-
þróun gefi tilefni til viðbragða og
ákveða þær ráðstafanir sem þeir
þegar launataxtar félagsmanna í
FL eru bornir saman við sambæri-
lega launataxta í nýja samningnum
má t.d. sjá að í janúar næstkom-
andi mun 28 ára leikskólakennari
með fimm ára starfsreynslu vera
með tæp 179 þúsund á mánuði. Til
samanburðar er ófaglærður starfs-
maður Eflingar með tæp 161 þús-
und á mánuði, en starfsmaður
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar með 204 þúsund á mánuði.
Ekki óeðlilegt að
mati borgarstjóra
Hjá Félagi grunnskólakennara
fengust þær upplýsingar að staðan
væri í svipuðum farvegi og hjá leik-
Leik- og grunnskólakennarar óska eftir viðræðum við launanefnd sveitarfélaga
Ekki óeðlilegt að miðað
sé við nýgerðan samning
Hafa óskað | 10
Eftir Brján Jónasson og Andra Karl Grunnskólakennarar íhuga líka
endurskoðun kjarasamninga
EITT símtal í ársbyrjun 1994 var upphafið að
þrotlausri vinnu eins manns í rúman áratug sem
skilað hefur sér í útkomu Íslensk-færeyskrar
orðabókar sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf
nýverið út.
„Þannig háttar til að fjórar dætur mínar eru
giftar Færeyingum. Ég sendi þeim reglulega
fréttir að heiman. Dag einn hringdi einn tengda-
sona minna í mig og bað mig um að láta fylgja
með færeyska þýðingu á erfiðustu orðunum í
bréfunum sem fóru á milli. Það var ekki nema
sjálfsagt og þennan sama dag urðu þrjú orð upp-
hafið að þessari bók,“ segir Jón Hilmar Magn-
ússon, höfundur Íslensk-færeysku orðabók-
arinnar, sem hefur að geyma nær 51 þúsund
uppflettiorð og fjölda orðasambanda.
Meðal þess sem finna má í orðabókinni er fjöldi
orðatiltækja og málshátta. „Ég gerði mér mikið
far um að hafa þetta með, því mér fannst fróðlegt
að bera íslensk og færeysk orðatiltæki saman. Að
mínu mati kemst færeyskan oft á tíðum mun bet-
ur að orði heldur en íslenskan, þó vissulega séu
auðvitað dæmi um hið gagnstæða,“ segir Jón og
nefnir sem dæmi orðatiltækið að ganga af göfl-
unum sem á færeysku útleggst „verða frá sær
sjálvum“, eða „þá tók að halla undir fæti fyrir
honum“ sem á færeysku hljómar svo „tá gekk
niður á bakka hjá honum“. Einnig nefnir Jón
Hilmar að Færeyingar eigi afar fallegt orð yfir
samfellda rigningu sem er „samregn“, en þegar
segja á að einhver sé fáviti á færeysku þá er sagt
að viðkomandi „hevur ikki gonguvit“. Allsnægtir
er m.a. þýtt með „yvirflóð“, en sé einhvers alls-
laus þá er hægt að orða það með margvíslegum
hætti, t.d. „ikki eiga sýru í vegg“ eða „ikki eiga
bekk undir afturpartinn“. | 4
„Eiga ikki sýru í vegg“
Jón Hilmar Magnússon með ein-
tak af orðabókinni.
ÍSLENDINGAR munu standa við skuld-
bindingar sínar samkvæmt Kyoto-
sáttmálanum en kappkosta að að gera jafn-
vel enn betur. Þetta sagði Sigríður Anna
Þórðardóttir umhverfisráðherra í ræðu sen
hún flutti á alþjóðaráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna um loftslagsbreytingar og Kyoto-
bókunina í Montreal í
Kanada í gærkvöldi.
Umhverfisráðherrar
frá um 100 löndum eru á
ráðstefnunni sem staðið
hefur í tæpar tvær vikur
en þar eiga sér m.a stað
samningaviðræður um
næstu skref sem stigin
verða með aðgerðum til
að draga úr losun gróð-
urhúsalofttegunda á
grundvelli Kyoto-
bókunarinnar eftir 2012, þegar tímaskeiði
núverandi skuldbindinga er lokið.
Sigríður Anna lýsti Ísland reiðubúið að
taka þátt í samningaferli sem gert er ráð
fyrir í 3. grein, 9. tölulið Kyoto-bókunar-
innar um áframhaldandi aðgerðir og frek-
ari skuldbindingar að loknu skuldbinding-
artímabilinu frá 2008–2012. Ná þurfi
áþreifanlegum árangri í að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda í heiminum öllum
og iðnríki heimsins yrðu að vera þar í for-
ystu. Þróunarlöndin þyrftu einnig að taka
virkan þátt í að uppfylla þessar kröfur og
lykilþáttur í samstarfi þjóða sé að leggja
enn meira kapp á þróun umverfisvænnar
tækni ekki síst til nýtingar á endurnýj-
anlegri orku og vetnis. | 8
Stöndum við
okkar skuld-
bindingar
Sigríður Anna
Þórðardóttir
♦♦♦