Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 57 MENNING Ég hef nú haldið mig mest viðþennan stíl,“ segir KristjánKarlsson ljóðskáld um limr- ur sínar sem Mál og menning hefur gefið út með inngangi eftir Halldór Blöndal. „Þær eru absúrd og óáreiðanlegar.“ Limrugerðin er þó aukabúgrein við ljóðagerð Kristjáns sem er eitt okkar þekktustu og bestu skálda. Limran er léttúðug og fyndin, stundum í grófari kantinum, sér- staklega á ensku þar sem hefðin mælir eiginlega fyrir um það en limrur Kristjáns virðast lausar við slíkt, eru græskulaust gaman, áreynslulausar en smíðaðar af list- fengi skáldsins. Aðspurður hvort hann hafi ekki svarið sig í hefðina og ort grófari limrur en birtast í bókinni kveðst Kristján hafa ort nokkrar slíkar á ensku, „af því að það er svo rótgró- ið í enskum limrustíl. En limrur eru aldrei persónulegar og í þeim er ekki níð um einstaklinga. Að því leyti eru þær ólíkar lausavísunum okkar.“    Limrur hafa að sumra mati ekkiáunnið sér fullan þegnrétt í ís- lenskum kveðskap, þó langt sé síð- an menn hófu að spreyta sig á limrugerð. Kristján nefnir Þorstein Valdimarsson skáld sem einn upp- hafsmanna limrusmíði á íslensku en segist sjálfur hafa byrjað á þessu í félagi við Jóhann Hannesson á námsárum í Bandaríkjunum 1942– 45. „Limruhátturinn er svolítið að flækjast í okkar skáldskap í gegn- um tíðina. Hann er mikið bundinn við sálma eða danslagatexta ein- hvers konar. Kvæðið um köttinn er ágætt dæmi og er svona: Hver var að hlæja þegar ég kom inn? Kannski það hafi verið kötturinn. Jæja og jæja og látum hann hlæja, kannski hann hlæi ekki í annað sinn. Þessi texti er úr danstexta, lík- lega polka, frá því um aldamótin 1900. En ég sé annars ekki betur en Þorsteinn Valdimarsson sé upp- hafsmaður að limrugerð með sinni útgáfu á sínum tíma.“ Heitið limra er dregið af borg- inni Limerick á Írlandi. „Já, ég hef nú hvergi fundið full- nægjandi skýringar á því hvers vegna þetta er kennt við Limerick. En íslenska heitið er dregið af þessu, þó ég hefði jafnvel fremur kosið að það væri í karlkyni „limri“ en líklega er fullseint að reyna að breyta því.“    Kristján segir þá Jóhann Hann-esson hafa rifjað upphafið á limrugerðinni upp löngu eftir að Ameríkudvöl þeirra lauk. „Við vor- um aldrei vissir um hvor okkar byrjaði á þessu. Kannski byrjaði ég með því að að yrkja limru á ensku og Jóhann svaraði á íslensku. Mér finnst það hafa verið þannig. Svo fórum við báðir heim til Íslands og báðir aftur vestur um haf, Jóhann til Berkeley í Kaliforníu og ég til Íþöku í New York. Þá fórum við að skrifast á og sendum hvor öðrum limrur. Ég hef nú ekki fundið mikið af þessum bréfum, er hræddur um að þau hafi orðið eftir í Íþöku, kannski er eitthvað af þeim á Fiske- safninu. Fyrsta limran sem ég sendi Jóhanni var svona ef ég man rétt: Af ástæðum ótilgreindum ef til vill flóknum leyndum Hann gat ekki pissað það gjörði hann svo hissað við gátum ei heldur sem reyndum Þarna kemur fram það sem tíðk- ast í limrunni að draga saman orð í rím. Það er eitt af stílbrögðunum sem einkennir limruna. Hún sækir í það sem þótti svolítið óvandað áður. Hún er lausavísa, staka, sú rétta limra. Það er varla hægt að tala um limrukvæði, því það er þá orðið efn- islegt, sögulegt og hefur ekki þetta ósagða.“ Limran þarf að vera fyndin með óvæntri niðurstöðu. „Já, það þarf að vera í henni dá- lítil sprengja. Helst sprengja sem springur ekki alveg strax. Og hag- mælska höfundarins og fyndni limrunnar ræður því hvort hún lif- ir.“ Er auðveldara að yrkja limru á ensku en íslensku? „Íslenska limran þarf að bera bagga stuðlasetningarinnar. Enska limran er laus við stuðlana. Ég held að krafan um stuðla sé vegna þess að við setjum limruna í samband við okkar lausavísu og finnst hún eigi að vera stuðluð. Ég hugsaði eig- inlega ekkert út í þetta og óstuðluð limra á íslensku væri alveg út í hött finnst mér. Stundum eru svolítil til- brigði í stuðluninni og lokalínan getur staðið sjálfstæð með tveimur stuðlum eða hún tengst fjórðu lín- unni.“    Eru menn enn að kasta limrum ámilli sín eins og þið Jóhann forðum? „Já, það held ég. Þær skjóta stundum upp kollinum í blöðunum en eru þá ekki alltaf kallaðar limr- ur heldur vísur og eru þá dregnar saman þannig að þriðja og fjórða línan eru gerðar að einni. Þá verð- ur þetta eins konar ferhenda í upp- setningunni svo ég er ekki alveg viss um að allir sem yrki limrur viti full deili á henni heldur líti á þetta sem ferhendu.“ Limra á ensku virðast nú oft ekk- ert annað en rímaður brandari? „Já, kannski höfum við tekið limruna svolítið hátíðlega. Þor- steinn fyrst, og eiginlega Jóhann Hannesson og líklega ég. Að öðru leyti en því að ég forðast röklega niðurstöðu í limrurnar mínar og er líklega minni rökhyggjumaður en þeir í þessu efni. Þeir voru aftur á móti ákaflega fimir limrusmiðir.“ Hvað kom til að limrurnar þínar eru loks komnar á prent? „Við Halldór Blöndal sem er mik- ill áhugamaður um limrur og ein- hver besti limruhöfundur sem ég veit um, vorum að senda hvor öðr- um limrur og hann var alltaf að ámálga þetta við mig. Þetta er eig- inlega honum að þakka og hann tal- aði fyrst við útgefendurna.“ Og þú hefur haldið limrunum þínum til haga í gegnum árin? „Ég hef dálítið haldið þeim til haga en stundum hef ég sent kunn- ingjum mínum limru án þess að eiga afrit og svo gleymast þær.“ Limran er frábrugðin lausavís- unni að því leyti að hún sprettur ekki upp við ákveðinn atburð og tengist ekki nafngreindum per- sónum. Hvað kveikir limruna? „Stundum er það raunsæisleg lína sem kveikir hana og síðan er grafið undan henni í framhaldinu. Stundum er það eitthvert skrítið orð sem maður vill koma að eða staðarheiti sem manni finnst á ein- hvern hátt smáskrítið. Limran hef- ur líka tilhneigingu til að gagnrýna góða siði og jafnvel væna skáld um að kunna ekki að ríma, sem er sjálf- sagt ósanngjarnt en smástríðið og svo hefur limran tilhneigingu til að stela ljóðlínum úr öðrum kvæðum og gera að sínum. Allt þetta getur kveikt limruna.“ Limran er laus við rökvísi ’Íslenska limran þarfað bera bagga stuðla- setningarinnar. Enska limran er laus við stuðlana.‘ AF LISTUM Hávar Sigurjónsson Kristján Karlsson ljóðskáld. havar@mbl.is                    !" #$$ % &        '( )( "*  +,        -" -!. +,        )! /   -!0  #$$ % & !" #   $ %%%  # 1 2,& 3!0  # 4!0  1  &'  " $(  " 5  67!!"  8 ) *   + ,0  ! 1" +" , -"   .( /'    ! ,( 9 : ;" ! #$$ % & . 0.   .1  2  $  " $7 ; 8< ';1 % & 3   -  $ 4*     %% -,0 =8!!" #$$ % & #! 8  "88>                   !" #$$ % & 5 " ( " ?! 60  1  6   /3  !" #$$ % &   2  6  60  #$$ % &   @& +  !!" ';1 % & 7 .  $" ." $ 6  5 / @"! !0  ';1 % &    $ +"* +,  8"  2(*$  !" ;!" #$$ % & 8  $  9< ! A 8 68, B"  "   2  "3 #  ';1 % &                              '( )( "*  +,       )! /   -!0  #$$ % & ) *   + ,0  ! 1" . 0.   .1  2  $  " $7 ; 8< ';1 % & # A! ".2 ;"  ';1 % & !      - A2! CD  #$$ % & 9  -   E )BF #$$ % &    "   . 'GH  I !" ';1 % & !$ :   #" A"  ';1 % & ;9." '0 1/! '8"B!!" ';1 % &                      -" -!. +,  &'  " $(  " 5  67!!"  8 +" , -"   .( /'    ! ,( 9 : ;" ! #$$ % &  $ $ <  = > @J(> 67 ( -3!!" #$$ % &       = -" -!. +,  <1.  <   .  - !7 ';1 % & )9"  ? " 9 $(  %%%  ! ,( /! ( % ( 6/ 0  ';1 % & ? $ .    . "      ;3  ;8  8  " $ % $(   ! ,(> '0  3 '0!!" ';1 % & 7    ! ( ! #$$ % &  @ # 9  " %%% 6 .2 A( E < ;  '"2 A2! ! 6 8  !"#$%&'(%%)*++&+ ++  ,                !" #   $ %%%  # 1 2,& 3!0  # 4!0  1  3   -  $ 4*     %% -,0 =8!!" #$$ % & )   ) A.   2. $ # )&!" #$$ % ( 8  .   ;2$ - )! J #$$ % & ;2   !"B9BC9 -3 9%!!" #$$ % &  $" C D  K A ! " #<% 0  1  <"     @"!  '( 1 2,& 3!!" #$$ % & )2 ?   4*  '"2 I<! 'G8!" 68 7  $ $$    " 5*% '0 , !" +08% & L!8 !.$9"   0  9!!" 68   -./             ) $ '02! % ) 3 #$$ % & 9  9 5  -8 7   6 B ?  "$  )!  - ! 6 8 1   $9 @0 # ,& #$$ % & <"   9. 6 7 +,  6!!" #$$ % &  " E" B )*  3  6 &!!"  .% & ($      68& 2" !% & #  ( * 6/ '0!0  6 !8 B08% & 7 +   B )9 +& 2( ) *   -( # ! #( -,0!!" # ! #( -,0!!"                 63 8 =4 !7/!! " & !  B08  ( !( ( M < 9"B   =4  /! !8 B08%  " =4  B08N "  7! ( )! BO8  88   3 4 BO8 !3 88  /  3 ( ;N+08B% ) 7/8 ) 7/8 ;N+082  P! 8. 8< Q 0 -7/8 8! " 8< < +"! )!80 ) 7/8 " %!7/8 ; 7 ! O  8< ;N#<3!!" - & " 8< 638.N7  Q,7/8 6 "!! +"! P! +" 7/8 + 0! 68!   6  5 ! $ 7/8 8< " %!7/8 6 D = %3 68B% 6&808 +0! <8,!BO 9"! !BO 7 6 "!! +"! 6 <88!20 3 P! 8< " # !! 3 Q0 % 6 "!! "   +08B% 9& ! " 3 E7 +08!  ! %  7 B  #<3!!" )  -  68 8. #! " )  68 6.  63&  " -BO +0! 6 ,! ),  )  "  3 0  BO E020 3 6.  63,7 63& " "   EO8,  '0 38 = !3%  )!80 1! B Q 0 9,0 " 6 7 ; )  ;N#<3!!" ! ! O   3%  9,0 63&  "  638.N7   Nýkomið mikið úrval af dagbókum og skissubókum Lækjargata 2a s. 511-5001 opið 09 - 22 alla daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.