Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 35
MENNING
FJÖRUTÍU íslistamenn vinna nú baki brotnu við að endurskapa helstu
málverk Rembrandts í hollensku borginni Leiden en sýning gamla
meistaranum til heiðurs verður opnuð þar eftir rétta viku. Við sama
tækifæri gengur í garð sérstakt Rembrandt-ár í borginni, þar sem
meistarinn fæddist árið 1606.
Hér er fígúra úr hinu nafnkunna hópmálverki, Næturverðinum, frá
1642 að taka á sig mynd.
Reuters
Næturvörðurinn
höggvinn í ís
STJÓRN Tónlistarfélags Ak-
ureyrar hefur valið röð sinna há-
degistónleika heitið Litlar freist-
ingar. Sannarlega meira en lítil
freisting að sækja vandaðan og
skemmtilegan kórsöng og ekki
dregur úr að borinn sé fram dýr-
indis kalkúnréttur eins og sá sem
Einar, veitingamaður á Karólínu,
bauð upp á í þetta skipti. Gleðilegt
hve margir létu freistast að koma
og allavega varð mitt „fall í
freistni“ að þessu sinni bundið
þakklæti og gleði, og allra síst iðr-
un sem stundum hlýst af freist-
ingafalli. Útsetning Michaels
Jóns á Ev’ry time … var bæði
vönduð og skemmtileg. Hún
reyndi mjög á þanþol raddanna
og hæðin í sópran varð fullmikil í
lokin, en túlkun og tjáning tilfinn-
inga í besta lagi. Eyþór Ingi
skýrði út verkin og söguþátt höf-
unda ljómandi og tókst að halda
vel um alla þræði af ljúfmennsku
og festu. Í Pílagrímasálmi eftir
Paulus syndi kórinn mjög góð til-
þrif í þróttmiklum og þéttum söng
þar sem einstakar raddir skildu
sig ekki frá heildarhljómi og varð
verkið áhrifamikið og heillandi í
þeirra flutningi. Í Vatnanóttinni
eftir Whitacre varpaði dulræn
þokuslæða daufri birtu á mjúkan
söng kórsins. Hljómþykknið,
„cluster-“hljómur gældi við hlust-
ir manns með fínum litbrigðum. Í
lok tónleikanna dreifði kórinn sér
um svalir hússins og spann í tón-
um um lagið „Þá nýfæddur Jesú.“
Slíkur kórspuni á vaxandi hópi
aðdáenda að fagna, bæði hjá kór-
istum og söngfíklum. Kórspuni er
góð leið fyrir kóra til að nema nýj-
ar tónlendur og að bæta sveigj-
anleika í hljóðstyrk og hljómblæ.
Eins verður kórspuninn oft ágæt
uppeldisaðferð fyrir eyru og hug
til að meðtaka nýjungar. Spuni
kammerkórsins Hymnodia í lok
þessara tónleika var vel við hæfi,
þar sem Ketilhúsið allt endur-
ómaði og styrkti hljóm kórsins,
þannig að vel hefði mátt sannfæra
þann sem ekki sá að mun fleiri en
þrettán manns hefðu sungið.
Einnig var spunninn fallegur
þráður í litskrúðugt jólateppið
sem svo margir eru að vefa þessa
dagana. Ég vona að nýtt ár gefi
landsmönnum margar slíkar
freistingar, sem þeir falli kylliflat-
ir fyrir.
Kalkún og
kór í bland
TÓNLIST
Ketilhúsið á Akureyri
Tónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar,
Litlar freistingar, amerísk kórtónlist
og meðlæti föstudaginn 2.12.05 kl.
12.15.
Flytjendur: Hymnodia, kammerkór Ak-
ureyrarkirkju.
Stjórnandi: Eyþór Ingi Jónsson.
Efnisskrá: Negrasálmurinn Ev’ry time
I feel the spirit í útsetningu Michael
Jóns Clarke, Pilgrims’ Hymn eftir
Stephen Paulus, Water Night eftir Eric
Whitacre og kórspuni við jólalag W.J.
Kirpatrick Þá nýfæddur Jesú byggður
á útsetningu Davids Willcocks.
Kórtónleikar
Jón Hlöðver Áskelsson
Jóla
kveðjur
á mbl.is
1. verðlaun: Stafræn
myndavél frá Kodak
2. verðlaun:
DVD spilari frá Lenco
3. verðlaun:
MP3 spilar frá Lenco
Glæsilegir vinningar!
Þeir sem senda
jólakveðju geta
unnið til verðlauna
frá Hans Petersen
REYKJAVÍK: Kringlan – Smáralind – Bankastræti 5 – Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 – AKUREYRI: Glerárgata 32