Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 35 MENNING FJÖRUTÍU íslistamenn vinna nú baki brotnu við að endurskapa helstu málverk Rembrandts í hollensku borginni Leiden en sýning gamla meistaranum til heiðurs verður opnuð þar eftir rétta viku. Við sama tækifæri gengur í garð sérstakt Rembrandt-ár í borginni, þar sem meistarinn fæddist árið 1606. Hér er fígúra úr hinu nafnkunna hópmálverki, Næturverðinum, frá 1642 að taka á sig mynd. Reuters Næturvörðurinn höggvinn í ís STJÓRN Tónlistarfélags Ak- ureyrar hefur valið röð sinna há- degistónleika heitið Litlar freist- ingar. Sannarlega meira en lítil freisting að sækja vandaðan og skemmtilegan kórsöng og ekki dregur úr að borinn sé fram dýr- indis kalkúnréttur eins og sá sem Einar, veitingamaður á Karólínu, bauð upp á í þetta skipti. Gleðilegt hve margir létu freistast að koma og allavega varð mitt „fall í freistni“ að þessu sinni bundið þakklæti og gleði, og allra síst iðr- un sem stundum hlýst af freist- ingafalli. Útsetning Michaels Jóns á Ev’ry time … var bæði vönduð og skemmtileg. Hún reyndi mjög á þanþol raddanna og hæðin í sópran varð fullmikil í lokin, en túlkun og tjáning tilfinn- inga í besta lagi. Eyþór Ingi skýrði út verkin og söguþátt höf- unda ljómandi og tókst að halda vel um alla þræði af ljúfmennsku og festu. Í Pílagrímasálmi eftir Paulus syndi kórinn mjög góð til- þrif í þróttmiklum og þéttum söng þar sem einstakar raddir skildu sig ekki frá heildarhljómi og varð verkið áhrifamikið og heillandi í þeirra flutningi. Í Vatnanóttinni eftir Whitacre varpaði dulræn þokuslæða daufri birtu á mjúkan söng kórsins. Hljómþykknið, „cluster-“hljómur gældi við hlust- ir manns með fínum litbrigðum. Í lok tónleikanna dreifði kórinn sér um svalir hússins og spann í tón- um um lagið „Þá nýfæddur Jesú.“ Slíkur kórspuni á vaxandi hópi aðdáenda að fagna, bæði hjá kór- istum og söngfíklum. Kórspuni er góð leið fyrir kóra til að nema nýj- ar tónlendur og að bæta sveigj- anleika í hljóðstyrk og hljómblæ. Eins verður kórspuninn oft ágæt uppeldisaðferð fyrir eyru og hug til að meðtaka nýjungar. Spuni kammerkórsins Hymnodia í lok þessara tónleika var vel við hæfi, þar sem Ketilhúsið allt endur- ómaði og styrkti hljóm kórsins, þannig að vel hefði mátt sannfæra þann sem ekki sá að mun fleiri en þrettán manns hefðu sungið. Einnig var spunninn fallegur þráður í litskrúðugt jólateppið sem svo margir eru að vefa þessa dagana. Ég vona að nýtt ár gefi landsmönnum margar slíkar freistingar, sem þeir falli kylliflat- ir fyrir. Kalkún og kór í bland TÓNLIST Ketilhúsið á Akureyri Tónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar, Litlar freistingar, amerísk kórtónlist og meðlæti föstudaginn 2.12.05 kl. 12.15. Flytjendur: Hymnodia, kammerkór Ak- ureyrarkirkju. Stjórnandi: Eyþór Ingi Jónsson. Efnisskrá: Negrasálmurinn Ev’ry time I feel the spirit í útsetningu Michael Jóns Clarke, Pilgrims’ Hymn eftir Stephen Paulus, Water Night eftir Eric Whitacre og kórspuni við jólalag W.J. Kirpatrick Þá nýfæddur Jesú byggður á útsetningu Davids Willcocks. Kórtónleikar Jón Hlöðver Áskelsson Jóla kveðjur á mbl.is 1. verðlaun: Stafræn myndavél frá Kodak 2. verðlaun: DVD spilari frá Lenco 3. verðlaun: MP3 spilar frá Lenco Glæsilegir vinningar! Þeir sem senda jólakveðju geta unnið til verðlauna frá Hans Petersen REYKJAVÍK: Kringlan – Smáralind – Bankastræti 5 – Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 – AKUREYRI: Glerárgata 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.