Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 22
                                             ! "    #$% & '   (       ) *' $  +   '  ,- + '       . / % $ ' 0$00 1 1 "   2 3  1 4 5 2   #5  ,! 6  7 $$       ,9 :   '%  "  +   ,) * ;1  0    +$&&$ *   8 +       <- + '  & =   >  "  << MÁLIÐ ER Í MIÐJUN NI Á MOG GANUM Í DAG Sandgerði | Starfsmenn Hringrásar vinna um þessar mundir að því að rífa Rock- ville-ratsjárstöðina og tengdar byggingar á Miðnesheiði. Er þetta eitt mesta niðurrifs- verkefni sem ráðist hefur ver- ið í hérlendis. Bandaríski herinn rak rat- sjárstöðina til ársins 1997 og síðan hafði meðferðarheimilið Byrgið mannvirkin til afnota um tíma. Þau hafa staðið auð um tíma og hafa óboðnir gest- ir unnið á þeim skemmdir. As- best-einangrun er í sumum húsanna og gerðu íslensk stjórnvöld kröfu um að varn- arliðið léti fjarlægja húsin og hreinsa svæðið. Fyrirtækið Línuborun ehf. tók að sér verkið og fól Hringrás sem undirverktaka að annast niðurrif. Við nið- urrifið falla til mörg þúsund rúmmetrar af efni, meðal ann- ars steypu, járni og timbri, auk spilliefna. Öllu á að farga eftir löglegum aðferðum og endurnýta sem mest. Þannig er timbrið kurlað og fer til Járnblendifélagsins á Grund- artanga. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Vinna við að rífa mannvirki Rockville-ratsjárstöðvarinnar Umhverfismál Niðurrif Íveruhúsin eru rifin með stórum járnklippum sem eru fljótar að vinna sitt verk. Austurland | Akureyri | Höfuðborgin | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Kjarasamningar brotnir | Lítið hefur verið um að fyrirtæki á félagsvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum hafi ráðið fólk í gegnum starfsmannaleigur en þó réð Norðlenska í haust til sín 8 erlenda starfsmenn í gegnum starfs- mannaleigu en þeir eru hættir störfum og farnir utan. „Því miður verður ekki annað séð en að kjarasamningar hafi verið brotnir á þessum einstaklingum því við skoðun stéttarfélaganna kom fram að starfsmannaleigan fór ekki eft- ir gildandi kjarasamningum á Íslandi,“ segir á vef stéttarfélaganna, vh.is. Verkalýðsfélag Húsavíkur hefur óskað eftir bréflegum skýringum frá Norð- lenska vegna málsins sem fyrirtækið hefur ekki séð ástæðu til að svara, segir ennfremur. Málið er áfram í skoðun hjá félaginu. Stéttarfélögin í Þingeyj- arsýslum vara við því að fyrirtæki á fé- lagssvæðinu ráði til sín starfsmenn í gegnum starfsmannaleigur nema gengið sé frá því að kjarasamningar og lög á Íslandi séu virt. „Stéttarfélögn munu taka fast á svona málum sem miða að því að brjóta niður kjarasamnings- bundin réttindi, réttindi sem fyrirtækin eru aðilar að og hafa skrifað upp á, að þau virði.“    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Jólaljósin kveikt | Nú er komið að þeim árvissa atburði að kveikt verður á jólatrénu á horni Gerðavegar og Garðbrautar í Garði. Athöfnin fer fram á morgun, föstudag, og hefst kl.18. Ingimundur Þ. Guðnason, forseti bæj- arstjórnar flytur ávarp og söngsveitin Vík- ingar syngur nokkur jólalög. Þá verða at- riði frá Tónlistarskóla Garðs og jólasveinar koma í heimsókn. Loks kveikir afmæl- isbarn jólaljósin á trénu.    Styrkur | Menningar- og tómstundaráð Vestamannaeyja samþykkti samhljóða á fundi sínum í vikunni tillögu um að styrkja Handknattleiksdeild ÍBV um 100 þúsund krónur vegna komu landsliðs Íslendinga til Vestmannaeyja. Upphæðin rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins. Ráðið bendir á að heimsókn sem þessi sé mikill hvalreki fyrir handboltastarf í Vest- mannaeyjum og mikilvægt á tímum fækk- unar að leitað verði leiða til að fjölga iðk- endum og efla þá sem fyrir eru. Eyjafjarðarsveit | Vetrarríkið er al- gjört norðan heiða um þessar mundir. Dagarnir dimmir og mikið frost, en af- skaplega fallegt yfir að líta yfir hádag- inn, enda trén einkennilega hrímuð. Nú spáir hlýnandi um komandi helgi og þá má búast við að jólasnjórinn láti undan sunnanvindinum. Á myndinni er hún Elísabet Lind Hlynsdóttir, sem er í 3. bekk í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarð- arsveit að máta sig við jólalegu trén við skólann og hafði að sjálfsögðu sett upp viðeigandi höfuðfat fyrir mynda- tökuna. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Vetrarríki norðan heiða Út er komin hjábókaútgáfunniHólum bókin 101 vísnaþáttur úr DV – og tveir að auki, í samantekt Ragnars Inga Aðalsteins- sonar. Þar er vísa eftir Rögnvald Rögnvaldsson á Akureyri ort um áramót: Endurtekin er vor saga, á því ræðst ei bót. Margir sínar neglur naga nú við áramót. Böðvar Guðlaugsson orti: Bölvaður hundsrass var bernskusveitin betur ég hefði séð það strax. Enda láku af fólkin leiðinlegheitin frá landnámsmorgni til þessa dags. Hannes Sigurðsson frá Egilsstöðum orti sérkennilega vísu: Ég er til kvenna afar gír- ugur flestar stundir. Lán, hvað mín er lítið skír- líf um þessar mundir. Og Jón Ingvar Jónsson orti um veðrið: Margur sýta sumar fer suddinn lítið gleður. Nú í bítið úti er algert skítaveður. Af 101 vísnaþætti pebl@mbl.is Reykjanesbær | Meirihluti sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar leggur áherslu á að auknar tekjur sem skapast vegna fjölgunar íbúa og húsa og hækkunar fasteignamats verði notaðar til að lækka álögur á íbúa og auka þjónustu við fjölskyldur. Fulltrúar Samfylkingar- innar leggja til að afsláttur sem elli- og ör- orkulífeyrisþegar fá af fasteignaskatti verði miðaður við tekjur. Tillaga að fjárhagsáætlun Reykjanes- bæjar var lögð fram á fundi bæjarstjórnar í fyrrakvöld. Viðsnúningur er í rekstri Reykjanesbæjar, að mati Árna Sigfússon- ar bæjarstjóra sem kynnti fjárhagsáætl- unina fyrir blaðamönnum. Eftir að íbúa- fjöldi hafði staðið í stað í nokkur ár er nú svo komið að íbúum fjölgar langt yfir landsmeðaltali. Áætlað er að íbúum fjölgi um 500 á næsta ári sem er álíka og í ár. Áætlað er að 240 íbúðir bætist á álagn- ingarskrá fasteigna á næsta ári. Álagning- arprósenta fasteignaskatts á íbúðarhús- næði verður lækkuð þannig að íbúar greiði að meðaltali sömu krónutölu, þótt fast- eignamat hækki. Útsvarshlutfallið verður óbreytt, 12,7%, sem er undir landsmeðal- tali. Gjaldskrá flestra þjónustuþátta bæj- arins verður óbreytt nema hvað gjald í tón- listarskóla hækkar um 4% og sorphirðu- og sorpeyðingargjöld hækka um 10%. Samkvæmt upplýsingum bæjarstjórans gerir tillaga að fjárhagsáætlun ráð fyrir því að þjónusta verði aukin á ýmsum svið- um, meðal annars sálfræðiþjónusta, vinna við barnavernd og niðurgreiðslur á þjón- ustu dagmæðra verður tekin upp á ný. Í vor verður hafist handa við byggingu íþróttahúss og sundlaugar við Akurskóla og nýjan leikskóla í Tjarnahverfi. Hug- myndir um byggingu tónlistarmiðstöðvar við Stapann verða kynnt á næstu dögum. Unnið er áfram að skipulagningu nýrra svæða til að anna eftirspurn eftir lóðum. Byrjað verður á byggingu þjónustukjarna fyrir eldri borgara í Njarðvík og nýju íþróttasvæði vestan Reykjaneshallar. Í bókun Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, segir að tillaga meirihlutans að fjárhagsáætlun beri þess merki að sveitarstjórnarkosning- ar fari fram næsta vor. Skattahækkanir, auknar niðurgreiðslur og aðrar aðgerðir, sem líklegar eru til þess að falla í góðan jarðveg hjá kjósendum, séu settar fram þrátt fyrir að sveitarfélagið sé í mjög slæmri stöðu fjárhagslega, samanborið við önnur sveitarfélög af sömu stærð. Hann gagnrýnir jafnframt vinnubrögð meirihlut- ans við gerð fjárhagsáætlunar. Auknar tekjur notaðar til að auka þjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.