Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 53 DAGBÓK Áalþjóðlegum mannréttindadegi, laug-ardaginn 10. desember, efnir Íslands-deild Amnesty International til að-ventutónleika í Neskirkju við Hagatorg og hefjast þeir kl. 20. Að sögn Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur, framkvæmdastjóra deild- arinnar, eru tónleikarnir orðnir fastur liður á að- ventunni, þar sem fólk sameinar stuðning við mikilvægt málefni góðri stund með fögrum tón- um. Hverjir koma fram á aðventutónleikum Amn- esty og hvað ætla þeir að leika? „Það er glæsilegur hópur tónlistafólks sem ljær Amnesty International lið sitt á tónleik- unum. Tríó Björns Thoroddsen kemur fram ásamt Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu, þau ætla að flytja jólatónlist í sveiflukenndum útsetn- ingum. Átta sellóleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja þrjú verk, Vögguvísu eftir Snorra Sigfús Birgisson, Maríu úr West Side Story eftir Leonard Bernstein og Bachianas Brasilierias eft- ir H. Villa-Lobos og með þeim syngur sópr- ansöngkonan Ingibjörg Guðjónsdóttir. Síðast á dagskránni koma fram flytjendur úr tónlist- arhópnum Rinacente en þau flytja verk eftir Hugo Distler, J.S. Bach, Heinrich Schutz auk Liljulagsins sem er forn íslensku sálmur.“ Hve lengi hafa þessir tónleikar verið haldnir? „Íslandsdeild hefur í þau þrjátíu og eitt ár sem deildin hefur starfað ætíð efnt til viðburða á al- þjóðalega mannréttindadaginn 10. desember, en síðustu sex ár höfum við efnt til tónleika í Nes- kirkju við Hagatorg til að fagna þeim degi. Þann dag árið 1948 var Mannréttindayfirlýsing Sam- einuðu þjóðanna samþykkt á allsherjarþingi sam- takanna, en á þeirri yfirlýsingu byggjum við allt mannréttindastarf Amnesty International. Hvernig hefur tónleikunum verið tekið? „Aðventutónleikum deildarinnar á mannrétt- indadaginn hefur verið mjög vel tekið og fjöl- margir koma ár hvert. Það er okkur ómetanlegt hversu vel tónlistarfólk hefur tekið beiðnum okk- ar um að koma fram. Margir af fremstu hljóð- færaleikurum og söngvurum okkar hafa lagt samtökunum lið með þessum hætti. Velvilji lista- manna í garð samtakanna er mikill og framlag þeirra til baráttu Amnesty International fyrir auknum mannréttindum bæði hér á Íslandi og annars staðar er samtökunum mikils virði. Lista- fólk virðist alltaf verið reiðubúið til að leggja mál- staðnum lið á óeigingjarnan hátt og verður því seint fullþakkað.“ Til hvaða verkefna rennur ágóði þeirra? „Allur ágóði af tónleikunum rennur til Hjálp- arsjóðs Amnesty International en úr þeim sjóði er fé veitt til endurhæfingar fólks sem sætt hefur pyndingum.“ Forsala aðgöngumiða er í Tónastöðinni, Skip- holti 50d, og á skrifstofu Íslandsdeildar Amnesty International í Hafnarstræti 15. Einnig verður hægt að nálgast miða við innganginn.“ Tónleikar | Aðventutónleikar til styrktar Amnesty International í Neskirkju á laugardag Stuðningur við mikilvægt málefni  Jóhanna K. Eyjólfs- dóttir er fædd í Reykja- vík árið 1954. Tók stúd- entspróf 1974 frá MH og síðar magisters-próf í mannfræði frá Albert Ludwig-háskólann í Freiburg. Tók auk þess próf í kennslufræði frá Háskóla Íslands. Jóhanna starfaði sem forlagsstjóri hjá Ísa- fold, síðar við kennslu við MS og við mannfræðiskor HÍ á árunum 1986–1994. Einnig kom hún að gerð þáttanna Frá sjónarhóli mannfræðinnar hjá RÚV. Frá árinu 1994 hefur Jóhanna starfað sem fram- kvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty Int- ernational. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Í dag, 8. desem-ber, er sjötug Gyða Ásbjarn- ardóttir, sjúkraliði, Kópavogsbraut 49, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Baldvin Eggertsson. Þau verða að heiman í dag. 80 ÁRA afmæli. Í dag, 8. desem-ber, er áttræð Sigrún Jóns- dóttir. Sigrún býr á Hraunvangi 7, Dvalarheimili aldraðra á Hrafnistu í Hafnarfirði. Haldþvingun. Norður ♠876543 ♥ÁK87 V/Enginn ♦10 ♣K3 Vestur Austur ♠G9 ♠KD102 ♥DG9642 ♥1053 ♦432 ♦76 ♣G7 ♣D985 Suður ♠Á ♥– ♦ÁKDG985 ♣Á10642 Vestur Norður Austur Suður 2 hjörtu 2 spaðar 3 hjörtu 7 tíglar Pass Pass Pass Suður spilar sjö tígla eftir vísinda- legar sagnir og vestur hittir á eitrað útspil – tromp. Er einhver vinningsvon? Þvingun var það heillin. Til að byrja með er nauðsynlegt að nota innkomuna á tígultíu til að taka ÁK í hjarta og trompa hjarta. Tilgangurinn með því er að einangra hjartavaldið við vestur. Síðan koma tíglarnir, hver á fætur öðr- um, og spaðaásinn. Í fjögurra spila endastöðu á blindur einn spaða, eitt hjarta og K3 í laufi, en heima er sagnhafi með eitt tromp og Á106 í laufi. Vestur er með spaðagosa, hæsta hjarta og G7 í laufi. Og austur á spaða- kóng og D98 í laufi. Hendi vestur spaða í síðasta trompið, fer hjarta úr borði og austur þvingast í svörtu litunum. Vest- ur verst því betur með því að kasta laufi. En þá fellur laufgosinn undir kónginn og síðan má svína tíunni. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 80 ÁRA afmæli. Kormákur Kjart-ansson, fyrrverandi loft- skeytamaður, er áttræður í dag, 8. desember. Hann heldur upp á tíma- mótin með fjölskyldu sinni á Kúbu. Gullbrúðkaup | Í dag, 8. desember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Ásdís Guðbjörg Konráðsdóttir og Kristján Hans Jónsson, Linnetsstíg 2, Hafnarfirði. Fréttir á SMS Fréttir í tölvupósti GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÖRYGGI Í SÖLU Á ATVINNUHÚSI ÞÍNU VELDU EIGNAMIÐLUN eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali sebastíanshús eftiroddvør johansen og leynigöngin eftir Jógvan Isaksen 1.VERÐLAUN LISTAHÁTÍÐARINNAR Í FÆREYJUM Gamansöm spennusaga fyrir hressa krakka Sjálfstætt framhald hinnar vinsælu bókar Brennuvargsins færeyskar perlur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.