Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 53
DAGBÓK
Áalþjóðlegum mannréttindadegi, laug-ardaginn 10. desember, efnir Íslands-deild Amnesty International til að-ventutónleika í Neskirkju við
Hagatorg og hefjast þeir kl. 20. Að sögn Jóhönnu
K. Eyjólfsdóttur, framkvæmdastjóra deild-
arinnar, eru tónleikarnir orðnir fastur liður á að-
ventunni, þar sem fólk sameinar stuðning við
mikilvægt málefni góðri stund með fögrum tón-
um.
Hverjir koma fram á aðventutónleikum Amn-
esty og hvað ætla þeir að leika?
„Það er glæsilegur hópur tónlistafólks sem
ljær Amnesty International lið sitt á tónleik-
unum. Tríó Björns Thoroddsen kemur fram
ásamt Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu, þau
ætla að flytja jólatónlist í sveiflukenndum útsetn-
ingum. Átta sellóleikarar úr Sinfóníuhljómsveit
Íslands flytja þrjú verk, Vögguvísu eftir Snorra
Sigfús Birgisson, Maríu úr West Side Story eftir
Leonard Bernstein og Bachianas Brasilierias eft-
ir H. Villa-Lobos og með þeim syngur sópr-
ansöngkonan Ingibjörg Guðjónsdóttir. Síðast á
dagskránni koma fram flytjendur úr tónlist-
arhópnum Rinacente en þau flytja verk eftir
Hugo Distler, J.S. Bach, Heinrich Schutz auk
Liljulagsins sem er forn íslensku sálmur.“
Hve lengi hafa þessir tónleikar verið haldnir?
„Íslandsdeild hefur í þau þrjátíu og eitt ár sem
deildin hefur starfað ætíð efnt til viðburða á al-
þjóðalega mannréttindadaginn 10. desember, en
síðustu sex ár höfum við efnt til tónleika í Nes-
kirkju við Hagatorg til að fagna þeim degi. Þann
dag árið 1948 var Mannréttindayfirlýsing Sam-
einuðu þjóðanna samþykkt á allsherjarþingi sam-
takanna, en á þeirri yfirlýsingu byggjum við allt
mannréttindastarf Amnesty International.
Hvernig hefur tónleikunum verið tekið?
„Aðventutónleikum deildarinnar á mannrétt-
indadaginn hefur verið mjög vel tekið og fjöl-
margir koma ár hvert. Það er okkur ómetanlegt
hversu vel tónlistarfólk hefur tekið beiðnum okk-
ar um að koma fram. Margir af fremstu hljóð-
færaleikurum og söngvurum okkar hafa lagt
samtökunum lið með þessum hætti. Velvilji lista-
manna í garð samtakanna er mikill og framlag
þeirra til baráttu Amnesty International fyrir
auknum mannréttindum bæði hér á Íslandi og
annars staðar er samtökunum mikils virði. Lista-
fólk virðist alltaf verið reiðubúið til að leggja mál-
staðnum lið á óeigingjarnan hátt og verður því
seint fullþakkað.“
Til hvaða verkefna rennur ágóði þeirra?
„Allur ágóði af tónleikunum rennur til Hjálp-
arsjóðs Amnesty International en úr þeim sjóði
er fé veitt til endurhæfingar fólks sem sætt hefur
pyndingum.“
Forsala aðgöngumiða er í Tónastöðinni, Skip-
holti 50d, og á skrifstofu Íslandsdeildar Amnesty
International í Hafnarstræti 15. Einnig verður
hægt að nálgast miða við innganginn.“
Tónleikar | Aðventutónleikar til styrktar Amnesty International í Neskirkju á laugardag
Stuðningur við mikilvægt málefni
Jóhanna K. Eyjólfs-
dóttir er fædd í Reykja-
vík árið 1954. Tók stúd-
entspróf 1974 frá MH
og síðar magisters-próf
í mannfræði frá Albert
Ludwig-háskólann í
Freiburg. Tók auk þess
próf í kennslufræði frá
Háskóla Íslands.
Jóhanna starfaði sem
forlagsstjóri hjá Ísa-
fold, síðar við kennslu
við MS og við mannfræðiskor HÍ á árunum
1986–1994. Einnig kom hún að gerð þáttanna
Frá sjónarhóli mannfræðinnar hjá RÚV. Frá
árinu 1994 hefur Jóhanna starfað sem fram-
kvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty Int-
ernational.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
70 ÁRA afmæli. Í dag, 8. desem-ber, er sjötug Gyða Ásbjarn-
ardóttir, sjúkraliði, Kópavogsbraut
49, Kópavogi. Eiginmaður hennar er
Baldvin Eggertsson. Þau verða að
heiman í dag.
80 ÁRA afmæli. Í dag, 8. desem-ber, er áttræð Sigrún Jóns-
dóttir. Sigrún býr á Hraunvangi 7,
Dvalarheimili aldraðra á Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Haldþvingun.
Norður
♠876543
♥ÁK87 V/Enginn
♦10
♣K3
Vestur Austur
♠G9 ♠KD102
♥DG9642 ♥1053
♦432 ♦76
♣G7 ♣D985
Suður
♠Á
♥–
♦ÁKDG985
♣Á10642
Vestur Norður Austur Suður
2 hjörtu 2 spaðar 3 hjörtu 7 tíglar
Pass Pass Pass
Suður spilar sjö tígla eftir vísinda-
legar sagnir og vestur hittir á eitrað
útspil – tromp.
Er einhver vinningsvon?
Þvingun var það heillin. Til að byrja
með er nauðsynlegt að nota innkomuna
á tígultíu til að taka ÁK í hjarta og
trompa hjarta. Tilgangurinn með því
er að einangra hjartavaldið við vestur.
Síðan koma tíglarnir, hver á fætur öðr-
um, og spaðaásinn.
Í fjögurra spila endastöðu á blindur
einn spaða, eitt hjarta og K3 í laufi, en
heima er sagnhafi með eitt tromp og
Á106 í laufi.
Vestur er með spaðagosa, hæsta
hjarta og G7 í laufi. Og austur á spaða-
kóng og D98 í laufi. Hendi vestur spaða
í síðasta trompið, fer hjarta úr borði og
austur þvingast í svörtu litunum. Vest-
ur verst því betur með því að kasta
laufi. En þá fellur laufgosinn undir
kónginn og síðan má svína tíunni.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
80 ÁRA afmæli. Kormákur Kjart-ansson, fyrrverandi loft-
skeytamaður, er áttræður í dag, 8.
desember. Hann heldur upp á tíma-
mótin með fjölskyldu sinni á Kúbu.
Gullbrúðkaup | Í dag, 8. desember,
eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin
Ásdís Guðbjörg Konráðsdóttir og
Kristján Hans Jónsson, Linnetsstíg 2,
Hafnarfirði.
Fréttir á SMS
Fréttir í tölvupósti
GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÖRYGGI
Í SÖLU Á ATVINNUHÚSI ÞÍNU
VELDU EIGNAMIÐLUN
eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
sebastíanshús
eftiroddvør johansen
og leynigöngin
eftir Jógvan Isaksen
1.VERÐLAUN
LISTAHÁTÍÐARINNAR Í FÆREYJUM
Gamansöm spennusaga
fyrir hressa krakka
Sjálfstætt framhald
hinnar vinsælu bókar
Brennuvargsins
færeyskar
perlur