Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þúsundir fulltrúa fráyfir 180 löndumsitja tveggja vikna alþjóðlega ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um lofts- lagsbreytingar og losun gróðurhúsalofttegunda sem fram fer í Montreal í Kanada. Þar er einnig haldinn fyrsti fundur að- ildarríkja Kyoto-bókunar- innar frá því bókunin tók gildi í febrúar sl. Í gær komu svo saman á loka- dögum ráðstefnunnar í Montreal umhverfisráð- herrar um eitt hundrað ríkja þ.á m. Íslands. Meginviðfangsefnið er að reyna að ná samkomulagi um hvað tekur við eftir að fyrsta skuldbinding- artímabilinu skv. Kyoto-bókun- inni lýkur, þ.e. eftir árið 2012. „Samkvæmt bókuninni sjálfri, 3. grein 9. tölulið, á að hefja undir- búning að því núna, sjö árum áður en skuldbindingartímabilinu lýk- ur. Það þarf að setja fram á þess- um fundi samningsumboð um hvað semja eigi um á grundvelli bókunarinnar og í öðru lagi hve- nær því eigi að ljúka,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúru- verndarsamtaka Íslands, sem sit- ur ráðstefnuna. Þýðingarmesta ráðstefnan frá 1997 „Þetta er kannski þýðingar- mesta ráðstefnan frá því í Kyoto [1997],“ segir Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðu- neytinu en hann situr ráðstefnuna í Montreal. „Það eru samningaviðræður í gangi um hvað tekur við eftir fyrsta skuldbindingatímabil Kyoto-bókunarinnar 2012. Í raun og veru er ekki verið að ræða efn- isatriði heldur eingöngu að reyna að skilgreina það ferli sem fer í gang,“ segir Hugi. „Það er verið að reyna að ná samningum um forsendur og form samningavið- ræðna. Það er gangur í því en ómögulegt að segja til um hvenær niðurstaða næst, sennilega verður það ekki fyrr en undir lok fund- arins en honum lýkur á föstudag,“ segir hann. Kyoto-bókunin var samþykkt við rammasamning Sameinuðu þjóðanna í Kyoto árið 1997 og tók gildi 16. febrúar sl. Samkvæmt henni skuldbinda ríki sem talin eru upp í viðauka sig til þess að halda útstreymi sex gróðurhúsa- lofttegunda á árunum 2008–2012 innan útstreymisheimilda sem eru 5,2% lægri en útstreymi þessara ríkja var á árinu 1990. Eitt af við- fangsefnum ráðstefnunnar í Kan- ada er að ganga frá ýmsum atrið- um varðandi framkvæmd Kyoto-bókunarinnar, og er það nú að mestu frágengið, að sögn Huga. Höfuðverkefnið er að ræða framtíðina, hvað tekur við eftir 2012. Bandaríkin og Ástralía eru ekki aðilar að Kyoto-bókuninni en þessi tvö ríki eru ábyrg fyrir tæp- lega fjórðungi útblásturs gróður- húsalofttegunda en þróunarríkin u.þ.b. helmingi losunarinnar. Árni Finnsson segir mikilvægt að tækifærið verði nýtt í Montreal og samningaferli verði hrundið af stað um að ná nýjum áfanga Kyoto-sáttmálans, þar sem stefnt verði að verulegum samdrætti í útstreymi gróðurhúsalofttegunda iðnríkja á næsta skuldbindingar- tímabili. Ríki Evrópusambands- ins hafa þegar sett markið við 30% fyrir árið 2020. Ósveigjanleg afstaða Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa verið gagnrýnd harðlega á ráðstefnunni í Montreal eftir að fulltrúi bandaríkjastjórnar til- kynnti að hún léði ekki máls á bindandi samningum um tak- markanir á útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda eftir 2012. „Bandaríkjamenn hafa lýst mjög ósveigjanlegri afstöðu hér,“ segir Árni Finnsson. „Hvers kyns samtöl, segja þeir, eru samningar og við erum ekki tilbúin til neinna samninga. Það skiptir miklu máli að Ísland styðji Kyoto-ferlið og taki þátt í að efla það,“ segir hann. Að mati Árna er tiltölulega mik- il eining meðal aðildarríkjanna um að finna leiðir áfram. Ákveðin spenna sé á milli þróunarríkja annars vegar og Japans og Evr- ópusambandsins hins vegar um þátttöku þróunarríkjanna í þessu ferli en þau verði að taka á sig pólitískar skuldbindingar um að þróast með sjálfbærum hætti, nýta endurnýjanlega orku og losa tenginguna á milli aukins hag- vaxtar og útsreymis gróðurhúsa- lofttegunda. Hann segir menn gera sér vonir um að árangur náist á fundinum, „en það hvílir ákveðinn skuggi yfir þessu þingi sem er mjög svo nei- kvæð afstaða Bandaríkjastjórn- ar,“ segir Árni en bendir þó á að jákvæðar fréttir berist víðsvegar að í Bandaríkjunum. Í fyrradag lýstu 192 borgarstjórar þar í landi yfir stuðningi við markmið Kyoto- bókunarinnar. Og á seinustu dög- um hafa 24 öldungadeildarþing- menn og 25 hagfræðingar sent Bandaríkjaforseta áskoranir um þátttöku í samningaviðræðunum. Miklu máli skipti m.a. fyrir banda- ríska hagkerfið að vera með í ferl- inu frá byrjun. Fréttaskýring | Fulltrúar 180 ríkja á ráð- stefnu í Montreal um loftslagsbreytingar Samið um næstu skref Meginverkefnið er að ná samstöðu um næsta áfanga Kyoto-bókunar eftir 2012 Mótmælendur krefjast aðgerða í Montreal 62% aukning eða 62% minni losun til 2030?  Alþjóða orkumálastofnunin hefur reiknað það út, skv. frétt BBC, að aukin eftirspurn eftir orku í heiminum þýði að losun gróðurhúsalofttegunda vegna iðnaðar muni aukast um 62% fram til 2030. En ef takast á að takmarka hitaaukningu jarðar við tvær gráður og að styrkur koltvíoxíðs í andrúmslofti á ppm- skala fari ekki yfir 400 þarf þvert á móti að minnka losunina um 62% á þessu tímabili. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is TVENNIR jólatónleikar Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu voru haldnir á þriðjudagskvöld en þeir eru orðnir árlegur viðburður hjá mörgum. Haldnir eru fernir tónleikar þetta árið og er uppselt á þá alla en safnaðarheimilið tekur um 350 manns í sæti. Að sögn Varðar Traustasonar, forstöðumanns Fíladelfíu, hefði verið hægt að bæta við tvennum tónleikum í viðbót, svo mikill var áhuginn. Und- anfarin ár hefur hluti ágóðans af miðasölu jóla- tónleikanna runnið til góðgerðarmála og nýtur Hjálpræðisherinn góðs af þeirri stefnu í ár rétt eins og á síðasta ári. Á tónleikunum kemur fram gospelkór Fíladelfíu ásamt Garðari Cortes og einleikurum úr kórnum. Morgunblaðið/Golli Árlegir jólatónleikar Fíladelfíu haldnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.