Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 28
DAGLEGT LÍF 28 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Nammibarir eru að verðafyrirferðamiklir í mat-vöruverslunum hér-lendis og kalla gjarnan á athygli þeirra, sem yngri eru og fá að fara með fullorðnum að kaupa í matinn. Þó opinberir nammidagar séu laugardagar, er auðvelt að freista sælgætisgrísa með litskrúðugum nammirekkum, sem standa í margra metra röðum með mis- hollu innihaldi. Gera má ráð fyrir að smásöluálagning á sælgæti í lausasölu sé há þar sem fjölmargir verslunareigendur virðast sjá sér hag í því að gefa allt að helmings- afslátt á nammibörum á nammi- dögum. Klístrast við tennurnar Að sögn Brynhildar Briem, næringar- og matvælafræðings, er engan veginn hægt að mæla með einu sælgæti umfram annað. „Ég get ekki bent á neitt sem er holl- ara en annað því þetta er allt sama súpan. Karamellur og hlaup klístrast við tennurnar og situr lengi í munni. Súkkulaðið inniheld- ur fitu. Í lakkrísnum eru efni, sem geta hækkað blóðþrýsting og það sama á við um saltið í salt- brjóstsykri. Og ef brjóstsykur er bruddur getur hann brotið tenn- urnar. Aftur á móti geta foreldrar auð- vitað stjórnað því hvað börnin fá sælgæti oft og ekki síður hversu mikið magnið er í hvert sinn. Þetta er uppeldisatriði. Og að sjálfsögðu ber að gefa börnunum ávexti og grænmeti að öllu jöfnu, en sælgæti bara sjaldan og til spari.“ Þarf ekki að merkja geymsluþol Að sögn Sesselju M. Sveins- dóttur, sérfræðings hjá Umhverf- isstofnun, á seljandi vöru að geta veitt kaupanda upplýsingar um þau atriði, sem skylt er að merkja á umbúðir matvæla þegar mat- vælum er dreift án umbúða. Þetta á meðal annars við um sælgæti í lausasölu. Samkvæmt reglugerð númer 503/2005 ber að merkja matvæli með vöruheiti, innihaldslýsingu, magnmerkingu þegar við á, nettó- þyngd, geymsluskilyrðum, geymsluþoli, ábyrgðaraðila, upp- lýsingum um uppruna eða fram- leiðsluland þegar skortur á slíkum upplýsingum gæti villt um fyrir neytendum, notkunarleiðbein- ingum, styrk vínanda, fram- leiðslulotu og öðrum viðbótarupp- lýsingum, sem háð eru nánari skilyrðum eða undantekningum, samkvæmt viðauka 6. Sem dæmi þarf ekki að merkja geymsluþol á sælgæti sem nær einvörðungu er gert úr bragðbættum og/eða lit- uðum sykri. Í reglugerð um merkingu mat- væla er listi yfir ofnæmis- og óþolsvalda, sem merkja skal með skýrum hætti. Sælgæti á nammi- börum eða sælgæti í lausasölu sem inniheldur ofnæmis- og óþols- valda þarf ekki að merkja með innihaldslýsingu, en ef starfsfólk er spurt um innihald, þarf það að geta veitt upplýsingar um inni- hald sem og um önnur atriði, sem talin hafa verið upp hér að ofan. „Fólk með bráðaofnæmi ætti að forðast að nota sjálfsafgreiðslu- sælgætisbari því mikil hætta er á að ofnæmisvaldar smitist á milli íláta, til dæmis með áhöldum. Næringargildismerkingu þarf að merkja þegar fullyrðing um næringarfræðilega eiginleika kem- ur fram í merkingum, kynningum eða auglýsingu. Að öðru leyti er merkingin valfrjáls,“ segir Sess- elja. Sælgæti hættuleg matvæli Árið 2000 var farið í samstarfs- verkefni milli Hollustuverndar rík- isins, nú Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, nú Umhverfissviðs Reykjavíkur, Árvekni sem nú heyrir undir Lýð- heilsustöð og Löggildingarstofu, nú Neytendastofu. Markmiðið með verkefninu var m.a. að skilgreina hugtakið „hættuleg matvæli“, sérstaklega með tilliti til matvæla sem eru hönnuð, framleidd og markaðssett fyrir börn, þ.e.a.s. sælgæti. Einnig að fræða og fjalla um eiginleika sælgætis sem geta valdið hættu, svo sem stærð, þyngd og lögun. Ennfremur að upplýsa almenn- ing um hvers beri að gæta þegar sælgæti er valið og til hvaða að- gerða ber að grípa ef aðskota- hlutur festist í koki barns. Árlega eru yfir eitt þúsund tonn af sælgæti flutt hingað til lands. Börn yngri en 8 ára eru í meiri hættu á að það standi í þeim en þau sem eldri eru. Ástæðan er að rými í munni þessarra barna er tiltölulega lítið, tungan er stór og tekur stóran hluta af rými munns- ins og þau hafa ekki fengið end- anlega jaxla sem auðveldar þeim að tyggja fæðuna vel. Því stærra sem sælgætið er, þeim mun erf- iðara er fyrir barnið að tyggja og þeim mun meiri hætta er á að staðið geti í því.  SÆLGÆTI | Sætindi í lausasölu sem innihalda ofnæmis- eða óþolsvalda þarf ekki að merkja með innihaldslýsingu „Þetta er allt sama súpan“ Sælgætisrekkar verða æ fyrirferðarmeiri í matvöruverslunum. Fólk með bráðaofnæmi eða óþol ætti að forðast nammibarina. Jóhanna Ingvarsdóttir komst að því að árlega er flutt til landsins yfir eitt þúsund tonn af sælgæti. „Aftur á móti geta for- eldrar auðvitað stjórnað því hvað börnin fá sæl- gæti oft og ekki síður hversu mikið magnið er í hvert sinn. Þetta er uppeldisatriði.“ join@mbl.is Hlaup og karamellur klístrast við tennurnar og sitja lengi í munni. Morgunblaðið/Ómar Bónus Gildir 6. des.–11. des. verð nú verð áður mælie. verð N.f. Reyktur og grafinn lax..................... 959 1.439 959 kr. kg Ribena sólberjasaft, 1 l ........................ 358 398 358 kr. ltr Kristjáns steikingarfeiti, 2,5 kg .............. 498 598 199 kr. kg Bónus piparkökur, 500 gr. .................... 199 259 398 kr. kg Bónus hamborgarhryggur ..................... 899 998 899 kr. kg Bónus malt, 500 ml ............................. 69 79 138 kr. ltr Bónus appelsín, 2 lítrar ........................ 98 129 49 kr. ltr Kf. kofareyktur hangiframpartur ............. 595 699 595 kr. kg Kf. kofareykt hangilæri m/beini ............. 1.189 1.398 1.189 kr. kg Colgate rafmagnstannbursti.................. 499 799 499 kr. stk. Fjarðarkaup Gildir 8. des.–11. des verð nú verð áður mælie. verð Fjarðarkaups hamborgarhryggur............ 998 1.398 998 kr. kg Fk. Bayonne skinka .............................. 898 998 898 kr. kg Fjallalambs frosið lambalæri................. 798 998 798 kr. kg Fjallalambs hangiframpartur, úrb........... 1.298 1.776 1.298 kr. kg Fjallalambs hangilæri, úrb. ................... 1.798 2.398 1.798 kr. kg Myllu heimilisbrauð, 1/1 ...................... 99 149 130 kr. kg Klementínur, 2,3kg .............................. 298 398 130 kr. kg Bananar.............................................. 95 149 95 kr. kg Cheerios, 992 gr. ................................. 298 439 300 kr. kg Mackintosh 1,7 kg+After Eight 200 gr.... 1.649 1.949 970 kr. kg Krónan Gildir 7. des.–13. des. verð nú verð áður mælie. verð Krónu Londonlamb .............................. 1.199 1.499 1.199 kr. kg Bautab. Grísaofnsteik........................... 1.026 1.466 1.026 kr. kg Goða Dönsk lifrarkæfa.......................... 156 260 410 kr. kg Móa Kjúklingaleggir, steiktir .................. 766 1.178 766 kr. kg Móa Gordon Blue ................................ 896 1.379 896 kr. kg Móa partíbollur.................................... 766 1.178 766 kr. kg Mars,Twix, Snickers mini í poka ............. 199 229 1.005 kr. kg Maltesers, stór poki ............................. 299 399 997 kr. kg Charmin luxus wc-pappír, 32 rúllur ........ 999 1.199 31 kr. stk. Nóatún Gildir 8. des.–14. des. verð nú verð áður mælie. verð Lambageiri m/fyllingu .......................... 2.690 2.998 2.690 kr. kg Lambalæri, krydd. m/ferskum kryddj. .... 1.398 1.598 1.398 kr. kg Grísarifjur Spare Ribs ........................... 599 829 599 kr. kg Nóatúns ungnautahakk, innpakkað ....... 779 1.298 779 kr. kg Matfugl kjúklingamánar, 3 tegundir ....... 349 499 1.163 kr. kg Ora hátíðarsíld..................................... 399 429 798 kr. kg Nóatúns súkkulaði&myntukökur............ 359 599 798 kr. kg Nóatúns salthnetusmákökur ................. 359 599 798 kr. kg Nóatúns jólabrauð ............................... 150 299 150 kr. stk.  HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is Sólberjasafi og steikingarfeiti Vissir þú að:  Sælgæti stærra en tveir cm í þvermál getur valdið köfnun.  Sælgæti sem er seigt svo sem hlaup, gúmmí og lakkrís getur lagst yfir og lokað fyrir önd- unarveg.  Sælgæti sem er hart og/eða kúlulaga svo sem brjóstsykur, karamellur og tyggjókúlur geta hrokkið ofan í háls og lokað fyrir öndunarveg. Hafið í huga:  Að sælgæti, sem barnið borð- ar, hæfi aldri þess og þroska.  Að blanda aldrei leikföngum/ smáhlutum saman við sælgæti.  Að mikilvægt er að fylgjast með því að barnið setji ekki of mikið upp í munninn í einu.  Að barn sé ekki á hreyfingu heldur sitji uppi þegar það drekkur og borðar.  Að skilja lítið barn ekki eftir eitt á meðan það borðar.  Að barn ætti ekki að borða í bíl. Ef það hrekkur ofan í barn- ið á meðan á akstri stendur, gætir þú átt erfitt með að að- stoða það. Sælgæti getur valdið köfnun TENGLAR ................................................. www.ust.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.