Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 43
UMRÆÐAN
Á RÁÐSTEFNU um lífeyrismál á
Norðurlöndunum, sem haldin var
fyrir nokkru, kom fram að lífeyr-
iskerfi hinna ýmsu landa eru mis-
jafnlega uppbyggð. Aðalvanda-
málin eru snemmtekin starfslok
og hækkandi aldur námsmanna
inn á vinnumarkaðinn, svo og
mjög hækkandi lífaldur. Þetta
veldur því, að það eru stöðugt
færri sem bera uppi velferð-
arkerfið.
Í ljósi þessa er mjög undarlegt,
að þeim ellilífeyrisþegum skuli
beinlínis refsað sem vilja og geta
bætt sér upp takmörkuð eftirlaun
með því að taka að sér launaða
vinnu. Ekki er nóg með að þeir
greiði fullan skatt, sem raunar er
sjálfsagt að þeir geri, heldur eru
þeir jafnframt sviptir ellilífeyri
sínum, ef þeir og/eða maki fara
fram úr ákveðnum tekjum. Allir
eiga siðferðilegan rétt á ellilífeyri
frá „hinu opinbera“ þótt misvitrir
stjórnmálamenn hafi með skamm-
sýni sinni komið hér á kerfi yf-
irþyrmandi tekjutengingar, sem
leiðir til skelfilegrar fátækt-
argildru. Sorglegt er til þess að
vita að ráðamenn þjóðarinnar
skuli blákalt neita þeim stað-
reyndum að hér sé til fátækt.
Alltaf er sami söngurinn þegar
gera á einhverjar lagfæringar, að
þetta kosti svo og svo mikið, þótt
aðeins sé um dropa að ræða í allri
hítinni.
Með því að fella tekjutengingar
niður hvetur það til atvinnuþátt-
töku og mun svo sannarlega skila
verulegum upphæðum í ríkissjóð í
formi tekjuskatts og neysluskatta
svo og eykur það þar með lífsgæði
og seinkar þörf á heilsufarslegri
og og félagslegri aðstoð frá sam-
félaginu.
Verst er þó, að með því að
svipta ellilífeyrisþega ellilífeyri
sínum eru virðuleg stjórnvöld í
raun að stela. Þjófnaður, hverju
nafni sem hann nefnist, þó svo að
hann eigi að heita lögvarinn, er
engum stjórnvöldum eða virðu-
legum alþingismönnum til sóma.
Ég skora á þá alþingismenn, sem
hugsanlega hafa einhverja sóma-
tilfinningu, að fella úr gildi þenn-
an „lögvarða þjófnað“ án tafar.
Jafnar greiðslur til allra frá al-
mannatryggingum, án skerðingar,
leiða til bestu og jöfnustu lífs-
kjara eftirlaunaþega. Íslenska
kerfið er of þungt og flókið og
tekjutengingar úr öllu hófi. Skor-
að er á þingmenn, hvar í flokki
sem þeir standa, að skapa það
umhverfi, að bæði ungir sem
aldnir geti lifað við öryggi í fjár-
hag og umönnun, geti átt ljúft og
gott ævikvöld, lausir við fjárhags-
og afkomuáhyggjur.
Einnig ber að hafa í huga, að
við eldri borgarar búum yfir mik-
illi reynslu og þekkingu, sem því
miður er ekki nýtt sem skyldi.
Alltof sjaldan erum við kölluð til
að miðla af reynslu og hafa áhrif á
tillögur og ákvarðanir sem bein-
línis varða okkur. Ástæðulaust er
að láta alla þá þekkingu og
reynslu, sem lífið hefur fært okk-
ur, falla í glatkistuna.
HELGI K. HJÁLMSSON,
viðskiptafræðingur
og varaformaður
Landssambands eldri borgara.
Lögvarinn þjófnaður
er stjórnvöldum
ekki til sóma
Frá Helga K. Hjálmssyni:
að veita foreldrum og samstarfs-
fólki ráðgjöf og leiðbeiningar er
lúta að fötlun nemenda.
að fræða aðra nemendur skólans
um þroskafrávik og fatlanir eftir
því sem við á til þess að stuðla að
jafnrétti og jákvæðum viðhorfum
til einstaklinga með fötlun.
sérstökum verkefnum, s.s. hegð-
unarmótun.
markvissum samskiptum við fjöl-
skyldur fatlaðra nemenda.
nánu samstarfi við kennara, aðra
þroskaþjálfa, sálfræðing, sjúkra-
þjálfa, iðjuþjálfa, talmeinafræð-
ing, stuðningsfulltrúa og fleiri.
að efla og viðhalda fagþekkingu
með reglubundinni endur- og sí-
menntun.
Algengt er að nota þurfi óhefð-
bundnar kennsluaðferðir við
kennslu nemendahóps sérdeildar.
Nauðsynlegt er því að samþætta
allt nám við athafnir daglegs lífs og
tengja það áhuga og getu hvers og
eins. Einstaklingsnámskrá er gerð
fyrir nemendur sérdeildar í upphafi
skólaárs og henni er síðan skipt í
annarmarkmið sem eru yfirfarin
a.m.k. á þriggja mánaða fresti.
Námskráin er endurskoðuð reglu-
lega og framfarir metnar. Náms-
umhverfið er gert skýrt og aðgengi-
legt.
Störf þroskaþjálfa eru marg-
vísleg og starfsvettvangurinn breið-
ur þar sem unnið er með fólki á öll-
um aldri. En hvar sem
þroskaþjálfar starfa er meginmark-
mið með störfum þeirra alltaf að
auka lífsgæði þjónustunotenda
sinna.
ARNDÍS HALLA
JÓHANNESDÓTTIR og
BERGLIND ÓSK
JÓHANNESDÓTTIR,
yfirþroskaþjálfar í sérdeild
Brekkubæjarskóla á Akranesi.
mbl.issmáauglýsingar
HVAÐ SKIPTIR ÞIG MÁLI ÞEGAR ÞÚ SELUR EIGNINA ÞÍNA?
VIÐ BJÓÐUM:
DP FASTEIGNIR ERU BYGGÐAR Á GRUNNI OG ÞEKKINGU DP LÖGMANNA
Fasteignasalan DP FASTEIGNIR er í Félagi Fasteignasala.
- Heiðarleg og vönduð vinnubrögð.
- Persónulega þjónustu.
- Þekkingu.
- Þrír löggiltir fasteignasalar starfa hjá DP FASTEIGNUM.
Tímaritið
Lifun fylgir
Morgunblaðinu
á morgun
fyrir fagurkera á öllum aldri
dúnmjúkur desember
jólastemning á aðventu
munir með sögu og sál
hagsýnir húsráðendur
kalevala á klaus k
ljúfir bitar á löngum kvöldum
lifun
tímarit um heimili og lífsstíl – 09 2005
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
2JA-3JA HERB. ÍBÚÐ Í
LYFTUHÚSI Í KÓPAVOGI
ÓSKAST TIL KAUPS
Ég hef verið beðinn um að útvega fyrir traustan
aðila 2ja-3ja herb. íbúð í lyftuhúsnæði. Æskileg
staðsetning í Hamraborg/Smáranum.
Afhendingartími getur verið ríflegur sé þess óskað.
Allar nánari upplýsingar gefur
Hákon í síma 898 9396.
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Hákon Svavarsson,
lögg. fasteignasali,