Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Ég ligg í ósnortinni náttúru áhálendi Íslands og dundamér við að telja plöntuteg-undirnar fyrir framan nefið á mér. Ég er komin upp í 13 þegar ég heyri í dínamítsprengingu og er óþægi- lega minnt á þær hryllilegu fram- kvæmdir og ofbeldi á náttúrunni sem fer fram örlítið neðar við Jöklu. Ég lít upp og við mér blasir tindur sem þriggja ára dóttir mín hefur nefnt „Tröllafjall“. Milli mín og Tröllafjalls er „Ævintýralækur“, einn af mörgum sem við dóttir mín höfum svalað þorsta okkar í undanfarna daga. Margir þeirra renna í Kringilsá eða Hringilsá, eins og staðfróðir menn kalla hana. „Þessir lækir heita Töfralækir eins og mamma þeirra,“ sagði dóttir mín í einni gönguferðinni um daginn og átti við þá óteljandi litlu læki sem renna í Hringilsá rétt við Töfrafoss. „Töfrafoss er mamman“ bætti hún við, en hann fellur af mikilli reisn og hrikalegum krafti niður í Hringilsá. Ég geri ráð fyrir að það sé ljóst af staðháttarlýsingum að ég ligg á botni svokallaðs Hálslóns og að raunnefni á „Tröllafjalli“ er Fremri Kárahnjúkur. Það er varla að ég geti skrifað þessi orð ógrátandi, meðvituð um það að hér fara fram mestu náttúruspjöll sem unnin hafa verið í einni aðgerð í sögu Íslands. Náttúruspjöll sem samkvæmt heiðarlegum náttúruvísindamönnum er aldrei hægt að lagfæra. Náttúruspjöll sem ekki einungis munu skilja eftir hroðalegt flakandi sár á landinu okkar og hafa gífurleg tortímandi áhrif á dýra- og plöntulíf, heldur munu þau að öllum líkindum hafa bein neikvæð áhrif á líf fólksins í bæjarfélögum og sveita- býlum Austurlands. Hér á ég til dæmis við sandfokið sem Hálslón mun valda auk þeirra áhrifa á gróðursæld sem það veldur að þurrka upp ár og veita þeim í aðra farvegi. Ótalin eru áhrifin á sjávarlíf og loftslag, sem munu að öll- um líkindum verða töluverð. Enginn getur að fullu vitað nákvæmlega hversu miklar neikvæðar afleiðingar þessar aðgerðir munu hafa á daglegt líf fólks, en vitað er fyrir víst að þær verða umtalsverðar. Ég sem leikmaður á sviði vísinda hef ekki þekkingu til að útlista afleiðingarnar, en greinarnar sem ég hef lesið um það málefni eru langar og sorglegar. Lærdómsrík útilega Ég er búin að eyða nokkrum vikum af sumrinu hér á Kárahnjúkasvæðinu, í mestu veðurblíðu sem ég hef upplifað á minni tæplega fertugu ævi. Þriggja ára dóttir mín og reyndar eldri dóttir mín líka, sú 14 ára, hafa verið í alsælu að uppgötva hér heita læki, baða sig í heitum fossi, finna töfrandi örnefni á hin ýmsu náttúruundur og njóta frels- isins á þessu ólýsanlega fallega svæði. Við hjónin höfum aldrei komið hing- að fyrr. Okkur er sagt af fulltrúum æðstu stofnunar landsins að það eigi að drekkja sandi og möl þannig að þetta sé nú allt í lagi. En nú segi ég ykkur: ég er búin að vera hérna. Ég er búin að vera hérna og upplifa. Ég veit að það er ekki sandur og möl sem ætlunin er að drekkja. Það eru sjaldgæfar plöntur, lækningajurtir, varpland fugla, griðlendi hreindýra, kraftmiklir fossar, stórkostlegir árfarvegir og klettar, bú- staðir álfa og huldufólks. Það á að drekkja landi sem kynngimagnaður kraftur Vatnajökuls hefur hingað til séð um að móta. Ágætur maður að austan sagði okk- ur hjónunum sögu af miklum kuldum sem geisuðu á Íslandi fyrir réttum hundrað árum. Hreindýrastofn lands- ins hrundi, alls staðar nema á Kringils- árrana. Þar eru veðraskil sem valda því að úrkoman er minni en á öðrum hálendissvæðum. Kringilsárrani bjarg- aði hreindýrastofni landsins í þessum harðindum. Með Hálslóni og þeim hlægilegu girðingum sem talað er um að reisa eigi til að stöðva sandfok til byggða munu hreindýrin ekki komast inn á ranann. Ég segi „hlægilegu“ girð- ingum og heyri Kára hlæja með mér að þeirri hugmynd að girðing geti stöðvað hann á svæði sem kennt er við hann sjálfan vegna þess hversu kraft- mikill hann er einmitt þar. Ég horfi á Vatnajökul. Mér líður eins og ég þurfi að biðjast afsökunar á því að geta ekki stöðvað þetta. Mér finnst jökullinn tala til mín. Hann er að segja mér að náttúran sé lifandi vera. Að hún geti ekki tekið við vægðarlausu ofbeldi og mengun mikið lengur – að hún muni sjálf mótmæla. Mér líður að- eins betur. Afl náttúr- unnar er margfalt meira en mannsaflið og ef nátt- úran mótmælir munum við ekki geta rönd við reist. En Vatnajökull segir mér meira. Hann segir: Maðurinn er hluti af náttúrunni. Ég skil. Ef við ætlum að geta lif- að á þessari jörð, búið í fjörðum og á héraði, verðum við að ganga varlega um náttúruna. Það hefur bein áhrif á líf okkar að beita náttúruna ofbeldi. Því meira sem við eyðileggjum, því erfiðara verður daglegt líf okkar. Með Kárahnjúkavirkjun og Reyðaráli fáum við sandfok, gífurlega mikla mengun í sjó og lofti, mengun sem er krabbameinsvaldandi. Við fáum upp- þornað land meðfram tómum árfarveg- um, land sem nú er gjöfult við bændur. Við eigum á hættu að eyðileggja fisk- inn í sjónum, þurrka upp beitiland, planta krabbameini í börnin okkar og fylla húsin okkar af ryki. Og hér eru óupptalin óteljandi önnur atriði enda væri listinn nóg í heila grein. Er það þess virði? Stór uppgötvun Hluti þess svæðis sem fer undir Hálslón er friðlýst svæði. Það þýðir að ekki má valda þar neinum spjöllum. Héðan frá tjaldinu mínu blasir samt við mér hin mesta eyðilegging sem ég hef augum borið. Einhver strengja- brúða sem ég nenni ekki að muna nafnið á gaf leyfi fyrir því að drekkja friðlýstu svæði á einu pennastriki. sem Skipulagssto ágúst 2001. Þar m verið að vanvirða hæfra vísindaman arstofnun heldur mér og okkur öllu þetta land. Þegar ars ve öllum gildir gildir um ve er ful mynd þessi borga samfé ingar vernd framk að ok sem þ þeirr við stjórnvölinn á Ég vitna í Guð „Allt áhrifasvæði landi og breytt va náttúrulegra svei tímanum að drag við Austurland. F á öræfum og í by Íslendinga árið 2 hrings, án endurg urkræfni.“ Þetta skapandi og full a Íslendingur. Við fólk. Við trúum á Við tölum um veð enda hefur afkom ástand alltaf veri og birtunni. Með unum er verið að Ímyndunarafli ok er troðið niður í h Okkur er talin tr starfskraftur sé e það, að ekkert an en álver! Hugleiðingar u Eftir Helenu Stefánsdóttur Töfrafoss fellur af mikilli reisn og hrikalegum krafti niður í K Helena Stefánsdóttir Við Kringilsá MINNI MENGUN, AUKIN LÍFSGÆÐI Íslendingar búa við nokkra sérstöðuhvað mengun varðar, en það hversulítið almenningur finnur fyrir mengun í sínu daglega lífi ber skilyrð- islaust að flokka sem mikilsverð lífs- gæði; lífgæði sem flestar þjóðir myndu leggja mikið á sig til að viðhalda. Vera má að þessi sérstaða, þ.e.a.s. hreinleiki íslensks umhverfis, hafi orðið til þess að ala með Íslendingum ákveðið meðvit- undarleysi um þeirra eigin hlutverk við mengunarvarnir, sem aðrar þjóðir er búa við meiri fólksfjölda, lengri sögu iðnvæðingar og jafnvel misábyrgar grannþjóðir hafa neyðst til að takast á við. Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær kemur fram að svifryk hefur ítrek- að mælst yfir heilsuverndarmörkum í borginni að undanförnu. Ráðandi efni í svifryki, eða um 60%, er malbik sem spænist upp úr vegum, einkum að vetri til er stór hluti bifreiða er á nagladekkj- um. Þau skipti sem þessar aðstæður hafa skapast á þessu ári eru nú orðin átján, en miðað er við að slíkt gerist ekki oftar en þrjátíu og fimm sinnum á ári. Þau viðmiðunarmörk verða þó hert í áföngum á næstu árum og stefnt er á að svifryk í andrúmslofti fari ekki oftar en sjö sinnum yfir heilsuverndarmörk árið 2010. Lúðvík E. Gústafsson, deildar- stjóri mengunarvarnasviðs Reykjavík- urborgar, vekur athygli á eftirtektar- verðri staðreynd, nefnilega að höfuðborgarsvæðið hafi sérstöðu miðað við önnur lönd, þegar svifryksmengun er skoðuð, en hún felst í því að umferð farartækja er meginuppspretta loft- mengandi efna hér. Í öðrum löndum eru iðnaður, orkuframleiðsla og húsahitun miklar rykuppsprettur. Öfugt við borgarbúa flestra landa geta íbúar höfuðborgarsvæðisins hér því sjálfir haft mikil áhrif á það hversu mikla mengun þeir búa við með meðvit- uðu vali á ferðamáta, ökutækjum og síð- ast en ekki síst dekkjum. „Við vitum að nagladekk eru valdur að því að götur spænast upp,“ segir Lúðvík en jafn- framt að menn hafi „í raun ekki rætt það til enda hvort vegur þyngra heilsu- verndar- eða öryggissjónarmið“. Þótt notkun nagladekkja sé enn al- geng á Norðurlöndum, eru þau víðast hvar bönnuð, svo sem í Kanada og Jap- an, þrátt fyrir að ökumenn þurfi auðvit- að að glíma við hálku. Lúðvík nefnir að í Noregi hafi sú leið verið farin að banna ekki nagladekk, en taka tiltölulega hátt gjald fyrir notkun þeirra. Þetta virðist ágæt málamiðlun sem full ástæða er til að skoða hér á landi. Þeir sem vilja reiða sig á nagladekk – eða fara oft út á land – geta haldið því áfram og greitt fyrir álagið sem þau valda, en aðrir notað heilsársdekk og tekið aukið tillit til veð- urs við akstur. Staðreyndin er sú að göt- ur eru auðar mjög stóran hluta þess árs- tíma sem nagladekk eru leyfð. Kostnaður við viðhald gatnakerfisins er af þeim sökum gríðarlegur, fyrir utan mengunina, sóðaskapinn og heilsufars- vandann sem af þeim hlýst. Það er löngu tímabært að spyrja hvort öll þau útlát séu réttlætanleg með tilliti til þess hver ávinningurinn af nagladekkjum er. Einnig má minna á almenningssam- göngur sem valkost þá fáu daga á ári sem fólk telur sig virkilega þurfa á nagladekkjum að halda – og raunar allt árið um kring. Staðreyndin er auðvitað sú, eins og Lúðvík bendir á, að jafnvel þótt notkun nagladekkja vegi þungt sem mengunarvaldur í borginni, þá dugar engin ein leið til að halda svifryksmeng- un innan þeirra marka sem stefnt er að. Borgarbúar munu fyrr en seinna þurfa að íhuga takmarkanir á umferð og betri nýtingu almenningssamgangna eigi svif- ryksmengun í borginni að vera innan viðunandi heilsuverndarmarka. STÖÐVUM OFBELDIÐ Nú stendur yfir 16 daga átak gegnkynbundnu ofbeldi og hefur ýmis- legt verið gert til að vekja athygli á mál- efninu. Í fyrradag stóðu samtökin, sem skipuleggja átakið, fyrir gjörningi þar sem héraðsdómsólar landsins voru plástr- aðir og var tilgangurinn að sýna fram á að íslenskt réttarkerfi væri veikt þegar kyn- bundið ofbeldi væri annars vegar. „Glæp- ir eru framdir daglega gegn konum og börnum en ofbeldismennirnir eru sjaldn- ast dregnir til ábyrgðar,“ sagði í yfirlýs- ingu, sem lesin var upp þegar plástrar voru límdir á Héraðsdóm Reykjavíkur. „Það er ekki að ástæðulausu sem 26 sam- tök og stofnanir sameinast í 16 daga átaki til að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi í íslensku samfélagi og ekki síst að hreyfa við því kerfi sem viðheldur refsileysinu.“ Sótt er að konum með ofbeldi um allan heim. Nauðganir eru notaðar sem vopn í stríði. Svokallaðir heiðursglæpir bitna oftast á konum og eru framdir til að end- urheimta fjölskylduheiður. Á hverju ári sæta um tvær milljónir kvenna umskurði. Konur og börn ganga kaupum og sölum eins og þrælar fyrr á öldum og eru gríð- arlegir fjármunir í húfi fyrir alþjóðlega glæpahringi. Heimilisofbeldi er grafal- varlegt vandamál, sem allt of illa gengur að kveða niður. Mikið af ofbeldinu, sem konur eru beittar, er falið, meira að segja í þjóðfélögum sem státa af opinni um- ræðu. Vandinn verður hins vegar aldrei leystur ef málið verður ekki opnað upp á gátt. Sennilega endurspeglast misrétti kynjanna í heiminum hvergi jafnaugljós- lega og með jafnógeðfelldum hætti og í of- beldi gegn konum, hvaða nafni sem það nefnist. Meira að segja hér á Íslandi þar sem kveðið er á um jafnrétti með lögum mætti ætla að kynbundið ofbeldi sé ekki tekið jafnalvarlega og brot, sem í huga flestra þykja mun léttvægari. Þá 16 daga, sem átakið stendur yfir, birtist daglega grein hér í Morgunblaðinu til stuðnings því. Alþjóðleg yfirskrift átaksins í ár er Heilsa kvenna, heilsa mannkyns: Stöðvum ofbeldið. „Ofbeldi veldur andlegu og líkamlegu heilsutjóni milljóna kvenna og hindrar eðlilega og nauðsynlega þátttöku þeirra í samfélag- inu,“ skrifaði Birna Þórarinsdóttir, fram- kvæmdastýra UNIFEM á Íslandi, í grein sinni hér í blaðinu í upphafi átaksins. „Yf- irskrift átaksins í ár er valin til að leggja áherslu á tengslin milli ofbeldis gegn kon- um og mannréttinda þeirra og heilsufars. Auk þess að vekja athygli á neikvæðum afleiðingum ofbeldisins á heilsufar alls mannkyns.“ Mannréttindabrot eru mannkyni til skammar. Mannréttindabrot, sem framin eru með kynbundnu ofbeldi, eru blettur á samtímanum. 16 daga átakið gegn kyn- bundnu ofbeldi á að nota til að beina sjón- um bæði að misrétti sem konur eru beitt- ar hér heima fyrir og erlendis. Þar getur vissulega verið ólíku saman að jafna, en það er engin afsökun fyrir ástandinu, sem hér er, að það geti verið verra annars staðar. Ekki má heldur gleyma því að það er aldrei að vita hvenær mörg þeirra vandamála, sem nú er að finna allt í kring- um okkur, koma fram hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.