Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.12.2005, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAMTÖK um betri byggð á Álftanesi eru opin samtök sem voru stofnuð þegar einsýnt var að meiri- hlutinn í bæjarstjórn Álftaness ætl- aði að knýja í gegn skipulag mið- svæðis, þrátt fyrir óskir mikils fjölda íbúa um að fá aðra valkosti. Góður miðbær og þjónustuhverfi er sam- eiginlegt hagsmunamál byggð- arinnar. Að kalla eftir fleiri út- færslum, af ólíkum toga, er aðeins sanngjörn ósk í ljósi þess að þema- tillaga arkitektastofunnar Batter- ísins ehf. fékk mikla gagnrýni strax við fyrstu kynningu. Meirihluti bæj- arstjórnar ákvað að útfæra skipulag- ið nánar, hunsa gagnrýni og óskir og afgreiða það sem tillögu. Mark- mið samtakanna er einfalt, – að hvetja íbúa og hagsmunaaðila til að svara spurningu bæjarstjórans um hvort viðkomandi aðilar hafi at- hugasemdir við auglýsta deiliskipu- lagstillögu. Fólkið í samtökunum vinnur að þessu markmiði með því að kynna viðhorf sín og kynna mis- munandi sjónarmið varðandi um- rædda tillögu. Samtökin búa í hag- inn fyrir íbúa Álftaness og auðvelda þeim að nýta sér rétt sinn til að senda inn athugasemdir við til- löguna til bæjarstjórn- arinnar. Tveir uppdrættir með tillögum að deili- skipulagi miðsvæðisins hafa komið fram frá því að núgildandi deiliskipulag svæðisins var samþykkt 1999. Önnur tillagan var samþykkt af meiri- hluta bæjarstjórnar, en hin var lögð fyrir skipulagsnefnd af hálfu Álftaneshreyf- ingarinnar í lok skipu- lagsferilsins. Þeirri til- lögu var vísað frá með greinargerð, sem Sig- urður Einarsson arki- tekt vann samkvæmt ósk meirihlutans, en hann er jafnframt höfundur tillög- unnar sem nú hefur verið auglýst. Tilgangur Álftaneshreyfingarinnar með því að vinna sérstaka tillögu var að sýna fram á hvernig útfæra má skipulagshugmynd fyrir svæðið með áherslu á mannlíf og þjónustu annars vegar og íbúðabyggð og opn- ar sjónlínur út frá miðsvæðinu hins vegar, í stað áherslu á bílaumferð um blandaða byggð með lokuðum kjörnum og vegarangala með einni aðkomuleið inn á svæðið. Kári Ei- ríksson arkitekt var fenginn til að vinna uppdrátt með skipulagi fyrir svæðið. Auk þess að taka mið af framangreindum atriðum voru þær forsendur gefnar að allt það sem skipulagsnefndin hafði gert ráð fyrir að skyldi rýmast á svæðinu skyldi líka vera til staðar í nýrri tillögu, þó svo að áformað byggingamagn sé að margra mati allt of mikið á svæðinu. Þar sem báðar framangreindar tillögur að skipulagi á Álftanesi eru unnar af fagaðilum – og hæglega mætti kalla eftir fleirum – er aug- ljóst að álit sérhvers leikmanns í sveitarfélaginu, um hvor tillagan hentar betur, ætti að vera jafngilt. Í auglýsingu bæjarstjórans á skipu- lagstillögu meirihlutans er kallað eftir athugasemdum og sagt: „Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkja hana.“ Spurningin er hins veg- ar hverju svarar bæj- arstjórnin þegar allar athugasemdirnar ber- ast. Hagsmuna hverra verður gætt þegar meirihluti kosn- ingabærra Álftnesinga hefur sent inn andmæli við tillögunni? Undanfarið hafa fulltrúar meirihlutans í bæjarstjórn Álftaness ítrekað ásakað fulltrúa Álftaneshreyfingarinnar um að hafa hafnað sam- starfi um skipulagningu miðsvæðisins, m.a. í greinum í Morgun- blaðinu dagana 1. og 3. desember sl. Því hlýt ég að mótmæla þar sem ég á í hlut. Öllum sem fylgst hafa með ferlinu á yfirstandandi ári, eða kynna sér staðreyndir málsins, má vera ljóst að slíkar ásakanir bera aðeins vott um und- arlegan skilning á hugtakinu sam- vinna. Á mínu heimili er samvinna eitt og hlýðni annað. Ég áskil mér rétt til að vinna samkvæmt sannfær- ingu og af heilindum, bæði á fund- um skipulagsnefndar og sem al- mennur borgari. Samtök um betri byggð á Álfta- nesi hafa opnað vefsíðu, www.betri- byggd.net. Þar má m.a. finna ýmsar upplýsingar um umrætt málefni, fylgjast með hvað er á döfinni, lesa skoðanir annarra og fylgjast með framgangi mála. Þar er einnig kjör- ið tækifæri til að leggja orð í belg því allur stuðningur skiptir máli. Vel skal vanda það sem lengi á að standa Kristinn Guðmundsson fjallar um skipulagsmál á Álftanesi ’Góður miðbærog þjónustu- hverfi er sam- eiginlegt hags- munamál byggðarinnar.‘ Kristinn Guðmundsson Höfundur er varafulltrúi í skipulagsnefnd á Álftanesi. STEFNA ríkisstjórnarinnar í málefnum tveggja samfélagshópa er mörgum umhugsunarefni nú um stundir. Þessir hópar, aldrað fólk og öryrkjar, sæta þeirri sameig- inlegu pólitísku niðurstöðu rík- isstjórnarflokkanna að þeir eigi ekki að fylgja með í þróun velmeg- unar á Íslandi. Þessir hópar báðir hafa öfluga talsmenn sem hafa með skýrum hætti sýnt fram á stöðu þeirra í sam- anburði við aðra þjóð- félagshópa. En Sam- fylkingin á líka vaska sveit sem hefur verið óþreytandi í baráttu fyrir betri kjörum þeirra enda hlýtur það alltaf að vera hlutverk jafn- aðarmanna að gæta réttar þeirra sem markaðssamfélagið setur hjá í þjóðfélaginu. Almenn velferð er líka lykill að auðugu og kraftmiklu samfélagi. Þetta sann- ast á því að Norðurlönd standa fremst í auðsköpun og velsæld meðal þjóða. Það hefur verið við furðulega ramman reip að draga í baráttunni fyrir kjörum þessa fólks og harka ríkisstjórnarinnar ger- samlega óskiljanleg á stundum. Átök hennar við öryrkja eru dæmi um það. Í stefnu ríkisstjórnarinnar í skattamálum kemur þessi póli- tíska afstaða afar skýrt fram. Með því að halda persónuafslætti svo lágum sem raun ber vitni hefur ríkisstjórninni tekist að hækka skatta á þessum hópum gríðarlega. Sem dæmi má nefna að í skýrslu Stefáns Ólafssonar kemur fram að skattbyrði einhleypra öryrkja hafi aukist úr 7,4% í 17,15% frá því að ríkisstjórnin tók við völdum. Til viðbótar skattahækkunum koma svo skerðingar bóta sem hirða í burtu greiðslur lífeyrissjóða og hverskonar tekjur sem aldraðir og öryrkjar kunna að geta átt möguleika á. Stefnan fer því ekki milli mála. Hún er að halda þessum hópum við það sem við hljót- um að kalla hung- urmörk miðað við við- urkenndar þarfir nútímasamfélags. Ástandið í þessum málum er ekki forríku samfélagi samboðið, heldur, eins og rit- stjóri Morgunblaðsins sagði í forystugrein 3.desember sl., blettur á íslensku samfélagi. En skoði menn það sem hefur verið að gerast í skatta- málum að öðru leyti á valdatíma ríkisstjórnarinnar verður staða þessa fólks enn hróplegri. Skatta- lækkanir eru ýmist komnar til framkvæmda eða væntanlegar í stórum stíl til fyrirtækja, hátekju- manna og eignamanna. Það er ekki hægt að saka ríkisstjórnina um óljósa stefnu hvað þessi mál varðar vegna þess að hún hefur látið verk- in tala með svo afgerandi hætti að ekkert fer á milli mála. Þessu fólki skal haldið við hungurmörkin. Jóhann Ársælsson fjallar um kjör aldraðra og öryrkja Jóhann Ársælsson Svona gera menn ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.