Morgunblaðið - 08.12.2005, Side 50

Morgunblaðið - 08.12.2005, Side 50
50 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 5. desember var aft- ur gerð tilraun til að hefja baró- meterkeppni og var sett að mark- miði að ná minnst 18 pörum til að hefja þá keppni. Hins vegar mættu aðeins 16 pör og var því gripið til þess ráðs að hafa eins kvölds tví- menning. Spilaður var howell með 30 spilum, meðalskor 210. Mikil keppni var um efsta sætið, en í lokin stóð unnar Atli Guðmundsson uppi sem sigurvegari með eins stigs forystu, en Unnar spilaði við þrjá spilara. Lokastaða efstu para varð þannig: Unnar Atli Guðmss. – þrír meðspilarar 247 Hrafnhildur Skúlad. – Jörundur Þórðars.246 Sigurður Ólafsson – Karl Ómar Jónsson 237 Halldóra Magnúsd. – Guðný Guðjónsd. 232 Guðlaugur Sveinss. – Guðrún Jörgensen 232 Már Hinrikss. – Leifur Kr. Jóhanness. 227 Mánudaginn 12. desember verður aftur haldin eins kvölds tvímenning- ur hjá félaginu. Bridsfélag Hafnarfjarðar Þegar aðeins einni umferð er ólok- ið í aðalsveitakeppninni er komin töluverð spenna í mótið og fjórar sveitir geta mögulega sigrað. Staðan er nú þessi: Sunnan 3 plús 1 146 Guðlaugur Bessason 141 Dalabúar 134 Erla Sigurjónsdóttir 131 Suðurnesjamenn eru efstir en eiga aðeins möguleika á 15 stigum vegna yfirsetu. Næsta mánudag verður lokaum- ferðin spiluð og eitthvað skemmti- legt jólasprell á eftir til að klára kvöldið. BH fer síðan í sitt jólafrí og byrjar aftur eftir áramót. FEB Hafnarfirði Föstudaginn 2. desember var spil- að á 9 borðum. Meðalskor var 216. Úrslit í N/S Sæmundur Björnss. – Sverrir Jónsson 267 Bjarnar Ingimars. – Friðrik Herm.s. 261 Katarínus Jónsson – Oddur Jónsson 217 A/V Knútur Björnsson – Elín Björnsd. 236 Hera Guðjónsd. – Þorvaldur Þorgrímss. 231 Jón Gunnarss. – Sigurður Jóhannsson 223 Þriðjudaginn 6. 12. 2005 var spilað á 13 borðum og meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S: Ólafur Ingvarss. – Magnús Halldórsson 423 Sigurður Hallgrímsson – Anton Jónsson 379 Bjarnar Ingimars. – Friðrik Hermanns. 355 Sigtryggur Ellertss. – Tómas Sigurðss. 346 A/V Kristján Ólafsson – Guðm. Bjarnason 387 Sófus Berthelsen – Haukur Guðmss. 375 Björn Björnsson – Nanna Eiríksdóttir 369 Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannsson 335 Brids í Gullsmáranum Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á 12 borðum mánudaginn 5. desember. Miðlung- ur 220. Efst voru í NS: Ari Þórðarson – Guðjón Ottósson 284 Elís Kristjánsson – Páll Ólason 277 Hinrik Lárusson – Haukur Bjarnason 253 Karl Gunnarss. – Gunnar Sigurbjörnss. 233 AV Haukur Guðmundss – Ernst Backman 282 Kristinn Guðmss. – Guðmundur Pálss. 271 Gróa Geirsdóttir – Kristín Óskarsdóttir 257 Jón Stefánsson – Eysteinn Einarsson 246 Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 5. desember var spil- uð fimmta og næstsíðasta umferðin í aðaltvímenningi félagsins. Mótið er enn galopið og úrslit gætu ráðist á síðasta spili. Ljóst er að spennustigið er hærra en sumir ráða við en það virðist ekki há formanninum Jóni á Kópareykj- um frekar en makker hans Baldri í Múlakoti. Þeir öttu kappi við öll efstu pörin og höfðu mun betur, þeim til ómældrar ánægju. Hins vegar réðu þeir ekki við Kópakallinn, enda ekki gaman að lenda í honum þegar heilladísirnar hafa tyllt sér á báðar axlir hans. Sveinbjörn og Lárus uppskáru mest þetta kvöld, sem dugir þeim til að verma efsta sætið í mótinu í fyrsta sinn. Jón í Björk og Eyjólfur á Hesti áttu gott kvöld, ekki nema eðlilegt því þeir hafa verið eitt efnilegasta par félagsins allt of lengi. Borgnes- ingarnir Ella og Guðmundur hrepptu þriðja sætið með glæsileg- um endaspretti. Og heildarstaðan er: Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 237 Magnús Magnússon – Sveinn Hallgrss. 224 Jón– Rúnar – Unnsteinn 217 Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 192 Sigurður Einarss. – Stefán Kalmanss. 173 Úrslit síðasta spilakvöld urðu ann- ar sem hér segir. Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Pétursson 55 Jón Pétursson – Eyjólfur Örnólfss. 43 Elín Þórisdóttir – Guðmundur Jónss. 42 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Formaður Barðstrendinga, Ólafur A. Jónsson, og Ragnhildur Gunnars- dóttir í hörðum slag við Erlu Sigurjónsdóttur og Lovísu Jóhannsdóttur. ÍTALSKA fyrirtækið Fiera Milano Tech, sem hefur ásamt fleirum skipu- lagt sýningu sem snýst um umhverf- is- og tæknimál í Mílanó dagana 24. til 27. janúar á næsta ári, kynnti ný- verið sýninguna nokkrum íslenskum fyrirtækjum og fulltrúum umhverf- isráðuneytisins og Útflutningsráðs. Auk sýningarhaldsins skipuleggur Mílanóborg sérstaka umhverfisviku með fundum og fyrirlestrum sem tengist sýningunni. Umhverfismálasýningin er haldin í aðal sýningarhöll Mílanóborgar sem hefur að nokkru leyti verið endurnýj- uð og er hún í senn ætluð yfirvöldum og öðrum sem sinna stefnumótun í umhverfismálum svo og fyrirtækjum sem starfa t.d. á sviði endurvinnslu og orkunýtingar. Viðskipti og fræðsla Elio Varricchione, framkvæmda- stjóri Fiera Milano Tech, tjáði Morg- unblaðinu að tilgangur sýningarinn- ar væri bæði að gefa sýnendum og gestum færi á að ná saman í viðskipt- um sínum á þessum sviðum og um leið gætu gestir sótt margháttaða fræðslu um þróun í umhverfismálum, bæði tæknihliðinni og laga- og reglu- gerðarhlið. Sýningin væri því bæði hagnýt fyrirtækjum og stjórnvöldum en vel yfir 200 aðilar munu að þessu sinni kynna starfsemi sína. „Við höf- um í haust kynnt þessa sýningu sér- staklega á Norðurlöndunum og víðar í norðurhluta Evrópu því við teljum að þessar þjóðir eigi þangað erindi til að heyra hvað er að gerast í þessum málum í suðurhluta Evrópu og hjá þjóðum við Miðjarðarhafið sem við teljum hafa eitthvað að leggja til um- ræðu og þekkingar í umhverfismál- um,“ segir hann. Meðal sviða sem fjallað er um á sýningunni og í fyrirlestrum er notk- un og verndun vatnsbirgða heimsins, loftmengun, hávaði, endurnýjanlegar orkulindir, úrgangur og förgun, jarð- vegur, umhverfisstjórnun, áhætta og stefnumörkun á sviði umhverfismála. Bjartsýn á íslenska þátttöku Ásamt Fiera Milano Tech hefur umboðsfyrirtækið Lighthouse sinnt kynningu á sýningunni og var fram- kvæmdastjóri þess, Carla Salaris, einnig á ferð hérlendis í því skyni. Þau sögðust hafa átt viðræður við fulltrúa ýmissa íslenskra fyrirtækja, svo sem Íslenskrar nýorku, Sorpu, Gámaþjónustunnar og Marorku og síðan átt fundi með fulltrúum um- hverfisráðuneytis og Útflutnings- ráðs. Kváðust þau bjartsýn á að Ís- lendingar myndu sækja sýninguna og Carla Salaris tók fram að sérstök aðstoð yrði veitt sýningargestum til að ná fundum sýnenda eða annarra sem þeir hefðu áhuga á að ræða við. Þau lögðu áherslu á að sýningin væri alþjóðleg en auk þátttöku frá Evrópulöndum yrðu þar aðilar frá Bandaríkjunum, löndum í Suður- Ameríku, Norður-Afríku og Mið- Austurlöndum. Sögðu þau bæði yf- irvöld Mílanó og ítölsk stjórnvöld leggja sitt af mörkum til að skipu- leggja fundi og fyrirlestra sem tengdust sýningarhaldinu. Vilja fá íslensk fyrirtæki á umhverfisviku á Ítalíu Morgunblaðið/Árni Torfason Elio Varricchione og Carla Salaris kynntu umhverfisráðstefnuna á Ítalíu fyrir Íslendingum. Með þeim sjást þeir Pétur Björnsson, ræðismaður Ís- lands, og Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu. ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hefur ákveðið að verða fjórtándu samtökin til að skrifa undir yfirlýsinguna „Vatn fyrir alla“ en með henni er ætlunin að vekja athygli ríkisstjórn- ar, sveitarstjórna, stofnana, fyrir- tækja og almennings á mikilvægi og sérstöðu vatns fyrir land, þjóð og líf- ríki. Mikill meirihluti verkalýðshreyf- ingarinnar hefur þar með skrifað undir ásamt helstu umhverfissam- tökum landsins, mannréttindasam- tökum, samtökum tengdum Samein- uðu þjóðunum, UMFÍ, Öryrkja- bandalaginu og Þjóðkirkjunni. Er talið að krafan um að áherslum yf- irlýsingarinnar verði fylgt, hafi eflst til muna með undirskrift ASÍ, segir í frétt á heimasíðu BSRB. Stór hluti samtakanna sem skrifað hafa undir hafa einnig skrifað undir sameigin- lega umsögn um frumvarp til vatna- laga sem nú liggur fyrir Alþingi. ASÍ skrifar undir „Vatn fyrir alla“ Í TILEFNI 16 daga átaks gegn kyn- bundnu ofbeldi boða aðstandendur átaksins til morgunverðarfundar með forsvarsmönnum stjórnmála- flokkanna á Grand Hóteli, á morg- un, föstudaginn 9. desember, kl. 8.30–10. Fyrir hönd flokkanna mæta: Árni Magnússon félagsmála- ráðherra, Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráð- herra og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins. Á dagskrá fundarins er að ræða stefnu flokkanna varðandi baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi, sérstaklega með tilliti til komandi sveitarstjórnarkosninga. Fundur- inn er öllum opinn. Ræða kynbundið ofbeldi á morgun RÁÐGJAFAFYRIRTÆKIÐ Netið, markaðs- og rekstrarráðgjöf sem starfar meðal annars innan ferða- þjónustu og gefur út bókina, Visi- tor’s guide, sem dreift er á hótel, gistiheimili, upplýsingaþjónustur og til útlanda, hefur ákveðið að styrkja SOS barnaþorp og þeirra starf sem nemur 1 kr. pr. bók en upplagið er 70.000 bækur. Styrkur fyrirtækisins nemur því 70.000 krónum. Á meðfylgjandi mynd eru Guð- finnur Sveinsson, starfsmaður nets- ins, og fulltrúar SOS barnaþorpa, þær Bryndís Elfa Valdemarsdóttir og Leila Arge. Styrkja SOS barnaþorp HALDIÐ var útgáfuteiti í Íþrótta- miðstöðinni í Laugardal 5. desember sl. en þá kom út bókin Gísli Hall- dórsson – Minningar, menn og mál- efni. Það var Jón M. Ívarsson sem skráði æviminningar Gísla. Segja má að stór hluti íþróttasögu Íslend- inga á 20. öld tengist Gísla og þeim samtökum sem hann var í forystu fyrir. Á kápu bókarinnar segir m.a.: „Arkitektinn og íþróttaleiðtoginn Gísli Halldórsson lítur yfir farinn veg og rekur minningar sínar um menn og málefni. Gísli hefur teiknað og hannað fjölda íþróttamannvirkja – leikvanga, hallir og hús. Einnig fjölmörg íbúðarhús, félagsheimili og merkar byggingar, m.a. Laugardals- höllina. Hann hefur verið í forystu- sveit íþróttamála í hálfa öld sem for- maður ÍBR, forseti ÍSÍ og formaður Ólympíunefndar Íslands.“ Fagna útkomu bókar um Gísla Halldórsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri ÍSÍ, Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson og Jón M. Ívarsson. ♦♦♦ STJÓRN Heimdallar fordæmir að Alfreð Þorsteinssyni, stjórnarfor- manni Orkuveitu Reykjavíkur, hafi verið falið að hafa yfirumsjón með byggingu nýs sjúkrahúss. „Alfreð hefur sýnt fram á með störfum sínum hjá Orkuveitu Reykjavíkur, að honum er ekki treystandi fyrir almannafé. Stór- kostleg framúrkeyrsla við bygg- ingu nýrra höfuðstöðva Orkuveit- unnar um rúm 100%, miðað við upphaflegar áætlanir, er gott dæmi um það og slíkt má alls ekki end- urtaka sig,“ segir í ályktuninni. Gagnrýna skipan Alfreðs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.