Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 14
Nú standa yfir samningaviðræð-ur um framlag Íslands og Nor- egs í þróunarsjóð Evrópusambands- ins samhliða stækkun ESB til fyrr- um kommúnistaríkja í Austur-Evr- ópu. Stækkunin felur í sér að það þarf jafnframt að útvíkka Evrópska efnahagssvæðið til nýju aðildarríkj- anna en útilokað er að reka EES- samninginn nema hann nái til allra ríkja á innri markaði ESB. Af því leiðir að samningar verða að takast í tæka tíð. Hér er því haldið fram að Ísland geti náð viðunandi samningi við ESB ef samið yrði óháð Noregi. Í samningsumboðinu sem Ráð- herraráð Evrópusambandsins hefur veitt Framkvæmdastjórninni kem- ur fram það markmið að EES-ríkin greiði í þróunarsjóðinn til jafns við aðildarríkin. Ekki eru neinar tölur nefndar en gert ráð fyrir að EFTA- ríkin greiði í sjóðinn til jafns við ríki ESB, það nemur um 27-földun á núverandi framlagi, sem færi úr 100 milljónum króna á ári í 2,7 millj- arða. Ljóst er að hér er aðeins um ýtrustu kröfur að ræða sem einung- is er hægt að líta á sem útgangs- punkt. Til að mynda ætti að vera auðvelt að sýna fram á mikilvægi byggðastefnu í jafn dreifbýlu og harðbýlu landi og á Íslandi. Því ætti að vera hægt að semja um mjög hátt endurgjald sem yrði dregið frá framlagi Íslands. Samningaviðræð- ur ættu þannig að geta leitt til mun lægra framlags. Finnland fær til að mynda um þriðjung af sínu fram- lagi til baka. Ísland er mun fámenn- ara og enn dreifbýlla auk þess að liggja allt fyrir norðan 62. breidd- argráðu, sem miðað er við varðandi reglur um heimskautalandbúnað. Ísland ætti því að geta samið um töluvert hærra endurgjald en Finn- land. Eftir stendur þó krafan um aukin og varanleg framlög. EES-samningurinn veitir ekki fulla fríverslun með íslenskar sjáv- arafurðir inn á EES-svæðið og við stækkun ESB munu viðskiptakjör með íslenskar sjávarafurðir inn á markaði í Austur-Evrópu versna þar sem fríverslunarsamningar við þessi ríki munu þá falla niður. Ís- lensk stjórnvöld ættu að nýta tæki- færið nú og setja þá mótkröfu við auknar greiðslur í þróunarsjóð ESB að koma á fullri fríverslun á öllu EES-svæðinu. Fullvíst er að Evr- ópusambandið mun ekki verða við slíku nema losað verði um hömlur á fjárfestingamöguleika fyrirtækja í Evrópusambandsríkjunum í sjávar- útvegi á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar ekki viljað ljá máls á slíku. Samkvæmt núverandi regl- um ESB geta ríki gert þá kröfu að sjávarútvegsfyrirtæki hafi raun- veruleg og sterk efnahagsleg tengsl við strandríkið. Í samningum þarf því aðeins að tryggja að fjárfesting erlendra aðila verði bundin á Ís- landi með öðrum hætti en að miða slíkar hömlur við ríkisfang. Slíku markmiði ætti að vera hægt að ná í samningum við ESB. Heildartollur á íslenskar sjávar- afurðir inn í ESB, ef miðað er við öll tuttugu og fimm ríkin sem verða að- ilar árið 2004, nemur um það bil 500 milljónum króna á ári. Við niðurfell- ingu þessara tolla ætti útflutningur einnig að aukast nokkuð. Enn meiri ávinningur yrði fólginn í því að full- vinnsla yrði meiri á Íslandi og ís- lensk fyrirtæki sem þegar hafa flutt vinnslu inn í ESB, til að mynda til Frakklands, geta komið til baka. Enn fremur aukast tækifæri í fisk- eldi en fiskeldisafurðir eins og lax bera einna hæsta tolla inn í ESB við núverandi aðstæður. Heildarávinn- ingur af niðurfellingu tolla gæti því numið 700-1000 milljónum króna á ári. Samningsmarkmið Íslands ætti því að vera að greiða ekki hærra framlag til sjóða ESB en nemur ávinninginum af niðurfellingu tolla inn á allt markaðssvæði ESB eins og það er eftir stækkun. Þótt hugsanlegt sé að Evrópu- sambandið geti fallist á ofangreinda niðurstöðu í samningum við Ísland vegna sérstakra aðstæðna á Íslandi er svo gott sem útilokað að fallist verði á slíkt í tilfelli Noregs, til að mynda af þeirri einföldu ástæðu að Noregur er mun stærra land en Ís- land og því skiptir framlag Noregs í þróunarsjóðinn miklu fyrir Evrópu- sambandið meðan framlag Íslands yrði aldrei annað en dropi í hafið. Því ættu íslensk stjórnvöld að fara fram á sérsamninga við ESB, óháð samningum ESB við Noreg. ■ 14 13. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Það má fagna því að ríkisstjórninskuli beina aðgerðum sínum til að örva atvinnuástandið að sam- göngum. Efling samgangna hefur góð og langvarandi áhrif bæði á samfé- lagið sjálft og við- skiptalífið. Það má hins vegar setja spurningarmerki við byggingu menn- ingarhúsa og efl- ingu styrkja- og lánakerfis Byggðastofnunar. Það er til nóg af húsum á Akureyri og í Vestmannaeyjum til að hýsa menn- ingarstarfsemi og reynsla okkar af stuðningi Byggðastofnunar við fyr- irtæki er ekki góð. Síðasta ríkisstjórn Steingríms Hermannsonar stóð fyrir aðgerðum í atvinnumálum 1988. Upphæðin var svipuð; um 6 milljarðar króna, en verðgildi þeirrar upphæðar var þá meira. Aðgerðirnar voru hins vegar annarar gerðar. Þær voru í anda millifærsluleiðarinnar sem Ólafur Ragnar Grímsson, þáver- andi formaður Alþýðubandalagsins, hafði verið helsti talsmaður fyrir. Stofnaðir voru nýir sjóðir til að flytja fé til bágstaddra fyrirtækja og aðrir sambærilegir sjóðir efldir. Þegar Davíð Oddsson varð forsæt- isráðherra árið 1991 var það hans fyrsta verk að loka fyrir þessa sjóði. Þeim var að lokum steypt saman í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, FBA, og seldir. Orca-hópurinn keypti stærsta hlutann sem frægt varð með tilheyrandi eftirmálum. Aðgerðir ríkisstjórnar Stein- gríms voru gagnrýndar fyrir að auka afskipti ríkissjóða af atvinnu- lífinu, fyrir að vera ekki almennar heldur sértækar aðgerðir, fyrir að fresta nauðsynlegri uppstokkun í atvinnulífinu og fyrir að vera gegndarlaus sóun skattpeninga. Gagnrýnendur ríkisstjórnar Stein- gríms báðu um almennar aðgerðir sem myndu örva markaðinn og einkafyrirtækin til framkvæmda; skatta- og vaxtalækkanir og annað sem gæti hleypt kjarki í einkageir- ann. Aðgerðir ríkisstjórnar Davíðs eru þarna mitt á milli. Þær eru ekki í anda millifærsluleiðarinnar né eftir kröfum þeirra sem gagn- rýndu hana á sínum tíma. Ríkis- stjórn Davíðs hefur þegar lækkað skatta á fyrirtæki og getur í raun ekki gengið lengra í þá átt. Seðla- bankinn stendur vörð um vextina. Þá eru fáir kostir aðrir en hefð- bundin kreppustjórn; að efla opin- berar framkvæmdir. Ef það er eina leiðin eru samgöngur skömminni skárri en margt annað. Þótt þær efli fyrst og fremst verktakafyrir- tækin eru langvarandi áhrif þeirra víðtæk. ■ Þá eru fáir kostir aðrir en hefðbundin kreppustjórn; að efla opin- berar fram- kvæmdir. Samgöngur skásti kosturinn skrifar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON M A G N A LÝSI hf www.lysi.is N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 8 6 2 3 /s ia .i s Þrjár tegundir áhrifaríkra mjólkursýrugerla frá Institut Rosell, sem eru hluti af náttúrulegri þarmaflóru líkamans. Inntaka mjólkur- sýrugerla er árangursrík leið til að viðhalda jafnvægi og reglu á meltingu. Í hverju hylki eru 5 billjónir lifandi gerla. MELTINGAR- BÓT Frá hugmynd að fullunnu verki H ön nu n: G ís li B . Fiskimjöls- verksmiðjur Barist gegn betli: Sektað fyrir ölm- usugjafir NÝJA-DELHÍ Lögreglan í Nýju-Delhí á Indlandi ætlar að byrja að sekta ökumenn sem gefa betlurum ölmusu sem hafast við við gatna- mót. Þetta er liður í átaki gegn glæpum og umferðaröngþveiti í borginni. Til stendur að ökumenn sem stuðla að betli með þessum hætti verði sektaðir um sem nemur 200 íslenskum krónum. Þegar ökumenn stöðva bíla sína við gatnamót þyrpast venju- lega að þeim tötrum klædd börn og konur með grátandi ungbörn í fanginu til þess að biðja um ölm- usu. Einnig er mikið um sölu- menn og þjófa sem vilja fá sinn skerf af kökunni. ■ stjórnmálafræðingur skrifar um Evrópu- sambandið. EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON Um daginn og veginn Ísland semji sjálfstætt ALÞINGI „Iðn- og verkmenntun á í djúpstæðum vanda sem lýsir sér meðal annars í því að aðsókn að náminu hefur minnkað, verknám hefur að hluta færst af lands- byggðinni og framboð á verk- menntun minnkað í fjölbrauta- skólum landsins. Afleiðingarnar eru lítil nýliðun í iðngreinum og atgervisvandi íslensks iðnaðar,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson, varaþingmaður Samfylkingarinn- ar. Staða tækni- og iðnmenntunar var rædd utan dagskrár á Alþingi og sagði Björgvin að í kjölfar fjársveltis hefðu hefðbundnar iðngreinar hopað, sveinsprófum hefði fækkað um 14% á liðnum árum. Að hluta til lægi fjárhags- vandi verknámsins í reiknilíkani sem notað væri til dreifingar á fjármagni til framhaldsskólanna. Menntamálaráðherra sagði að það væri fullkomið álitaefni hvort hefðbundnar iðngreinar hafi ver- ið í sívaxandi vörn að undanförnu þrátt fyrir fækkun sveinsprófa. Aðsókn að framhaldsskólum hefði aukist jafnt og þétt og á sama tíma hefði aðsókn að námi í hefð- bundnum iðngreinum dregist nokkuð saman. Þá væri það rangt að reiknilíkanið tæki ekki tillit til sérstaks kostnaðar sem leiddi af kennslu verknáms. Regluleg end- urskoðun á reiknilíkaninu hafi snúist um að finna réttar forsend- ur við ólíkar tegundir náms. Mikil vinna hefði verið lögð í það af hálfu ráðuneytisins að sníða van- kantana af og hið endanlega markmið væri að fjárframlög til einstakra skóla endurspegli kostnað vegna fjárfestingar og fjárfestingar þeirra. ■ Staða iðn- og tæknimenntunar rædd utan dagskrár á Alþingi: Djúpstæður vandi BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Dró upp dapra mynd af stöðu iðn- og tæknimenntunar á Íslandi og sagði fjár- hagsvanda námsins meðal annars liggja í reiknilíkani sem notað er við úthlutun fjár til framhaldsskólanna. Í einelti í tíu ár Katrín Jónsdóttir skrifar: Það voru góðar fréttir að fariðhefði fram könnun á tíðni ein- eltis í grunnskólum Reykjavíkur. Hins vegar fannst mér niðurstöð- urnar algjörlega úr samhengi við raunveruleikann. Ég er sjálf fyrr- verandi þolandi eineltis, sem varði tíu ár, og sem var fram- kvæmt af þremur til tíu gerend- um á hverjum einasta skóladegi. Niðurstöðurnar geta vel verið ónákvæmar vegna þess að þolend- ur eineltis skammast sín svo mik- ið fyrir þá stöðu sem þeir eru í, að fæstir vilja segja frá því. Það er því alltaf möguleiki að könnunin gefi ekki nógu skýra mynd af tíðn- inni. Auk þess vil ég bæta því við, að ef einelti byrjar í byrjun grunnskólagöngu er það ekki lík- legt til að hætta fyrr en þolandinn byrjar í menntaskóla. Möguleikar barnsins til þess að eignast vini í grunnskóla eru afar litlir vegna almennrar félagslegrar útskúfun- ar skólafélaga. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.