Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 4
4 13. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR ÍRAKSDEILAN KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Ætlar þú að fylgjast með Eurovision á laugardaginn? Spurning dagsins í dag: Ertu ánægð(ur) með aðgerðir ríkis- stjórnarinnar til eflingar atvinnulífsins? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 14,5% 34,8%Nei 50,7% EUROVISION VINSÆL Meirihluti ætlar að fylgjast með söngvakeppni sjónvarpsins á laugardaginn. Veit ekki Já LYFJAÞRÓUN Íslensk erfðagreining og bandarísk samtök fjölskyldna með hryggvöðvarýrnun hafa skrif- að undir samning um þróun lyfs gegn hryggvöðvarýrnun. Hlutverk Íslenskrar erfðagreiningar verður meðal annars að skilgreina þau efnasambönd sem líklegast er að hægt verði að þróa í lyf og sjá um áframhaldandi rannsóknir og þró- un á þeim. Samningurinn er til þriggja ára og gæti skilað Íslenskri erfðagrein- ingu 5,2 milljónum dollara, sem svara til rúmra 400 milljóna króna, ef tekst að þróa lyf sem samþykkt verður að taka í klínískar lyfja- rannsóknir. Hryggvöðvarýrnun er erfða- sjúkdómur sem orsakast af því að ákveðinn erfðavísi vantar. Í Banda- ríkjunum er talið að yfir 6 milljón einstaklingar séu arfberar sjúk- dómsins, sem kemur fram í 1 af hverjum 6000 fæddum nýburum og greinist yfirleitt áður en börn ná 18 mánaða aldri. Kári Stefánsson forstjóri segist í tilkynningu frá Íslenskri erfða- greiningu vera stoltur af að Samtök fjölskyldna með hryggvöðvarýrn- un skuli hafa valið fyrirtækið til að þróa ný lyf og koma þeim í klínísk- ar lyfjaprófanir. „Þessi samtök hafiaáorkað mjög merkilegum hlut- um í rannsóknum og staðfesta þeir- ra við að leita leiða til lækninga á þessum sjúkdómi er aðdáunarverð. Aðferðafræði okkar byggist á því að nota niðurstöður erfðafræði- rannsókna til lyfjaþróunar og við munum leggja okkur sérstaklega fram um að ná árangri í þessu verk- efni,“ segir Kári Stefánsson. ■ Íslensk erfðagreining gerir 400 milljóna samning: Rannsakar hrygg- vöðvarýrnun ÍSLENSK ERFÐAGREINING VINNUR FYRIR BANDARÍSK SAMTÖK Niðurstöður erfðafræðirannsókna verða notaðar til lyfjaþróunar og segir Kári Stefánsson Íslenska erfðagreiningu leggja sig sérstaklega fram um að ná árangri. WASHINGTON Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að efnahagslíf landsins þurfi ekki á því að halda að gripið sé til örvandi aðgerða til að koma því í gang. Hann segist enn frem- ur óttast að stjórnvöld gætu misst stjórn á hallarekstri ríkissjóðs. Yfirlýsingar Greenspans koma sér illa fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta þar sem þær beinast gegn skattalækkunar- frumvarpi hans og fjárlagafrum- varpi sem gerir ráð fyrir því að ríkissjóður Bandaríkjanna verði rekinn með mesta halla sögunnar á næstu tveimur fjárlagaárum. Greenspan sagði að helsta hættan sem ógnaði meiri hagvexti væri óvissa um fyrirsjáanlegt stríð í Írak. Hann sagðist bjart- sýnn á að þegar þeirri óvissu yrði eytt myndi efnahagslífið taka við sér. Þegar Greenspan talar um efnahagsmál hlusta aðrir. Stuðn- ingur hans við skattalækkanir Bush fyrir tveimur árum reyndist mikilvægur í baráttunni fyrir því að fá þær samþykktar. Andstaða hans nú getur því reynst Bush erf- ið þegar kemur að því að fá um- deildar skattalækkanirnar sam- þykktar. ■ GREENSPAN RÆÐIR VIÐ ÞINGMENN Seðlabankastjórinn er einn áhrifamesti maðurinn í efnahagsumræðu vestan hafs. STRÍÐ FREKAR EN ÞVINGANIR Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, seg- ir að tveir val- möguleikar séu fyrir hendi í Íraksdeilunni. Annar sé að fara í stríð, hinn sé víðtæk- ari efnahags- þvinganir. Þar sem efnahags- þvinganirnar myndu fyrst og fremst bitna á óbreyttum borgurum væri stríð skárri kostur. MARGÞÆTTAR TILLÖGUR Frakkar hafa kynnt tillögu sína um að þrefalda fjölda eftirlitsmanna í Írak, senda öryggissveitir til að hafa eftirlit með grunsamlegum stöðvum, koma fyrir hreyfanleg- um tollskoðunarstöðvum til að at- huga varning sem kemur inn í landið og auka eftirlit úr lofti. Þá verði skipaður yfirmaður Sam- einuðu þjóðanna í landinu og upp- lýsingaskrifstofa opnuð í New York. ÓSANNFÆRANDI SÖNNUNAR- GÖGN Þau sönnunargögn sem Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði fram í ör- yggisráðinu eru ósannfærandi, segir Igor Ivanov, utanríkisráð- herra Rússlands. MÚSLÍMAR STYÐJI ÍRAKA Múslímar eru hvattir til að hjálpa Írökum í baráttunni við Bandaríkjamenn í upptöku sem leikin var á Al-Jazeera sjónvarps- stöðinni og er sögð flytja boð Osama bin Ladens. RÁÐIST Á ELDFLAUGASTÖÐ Bandarískar herþotur réðust á eldflaugastöð í sunnanverðu Írak. Þetta er fyrsta árásin gegn vopnakerfum Íraka sem skjóta á skotmörk á jörðu niðri en ekki flugvélar eða skip. FLEIRI KALLAÐ- IR TIL HERÞJÓN- USTU Banda- ríkjamenn hafa kallað rúmlega 150.000 varaliða og þjóðvarðliða til herþjónustu vegna Íraksdeil- unnar. Síðasta mánuð hafa um hundrað þúsund verið kallaðir út, þar af 38.600 í síðustu viku. ALÞINGI „Það er fagnaðarefni að ríkisstjórnin horfist í augu við aðstæður og vaxandi atvinnu- leysi,“ sagði Stein- grímur J. Sigfús- son, Vinstri hreyf- ingunni – grænu framboði, máls- hefjandi utandag- skrárumræðu um ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar til að sporna gegn auknu atvinnuleysi í land- inu og þeim slaka sem kominn er í efnahagslífið. Steingrímur J. sagði aðgerð- irnar skynsamlegar í atvinnu- og byggðalegu tilliti. Hins vegar mætti ætla að flest störfin yrðu einhæf og nýttust einkum körl- um. Steingrímur spurði hve mörg störf sköpuðust vegna aðgerð- anna og hvort til greina kæmi að grípa til frekari aðgerða sem næðu til fleiri greina atvinnulífs- ins og nefndi opinbera þjónustu og velferðarmál. Forsætisráðherra sagði að ekki hefði verið metið sérstak- lega hvað þessar fyrirhuguðu framkvæmdir sköpuðu mörg störf, þrátt fyrir að til væru ein- hverjar þumalfingursreglur í þeim efnum. „Við teljum að svona mikil innspýting fari fram úr þeirri þumalfingursreglu,“ sagði Davíð Oddsson og bætti við að auk starfa sem til verði beint vegna framkvæmdanna verði til fjöldi afleiddra starfa. „Við teljum einnig að þessi innspýting muni í raun ná til landsins alls. Það má auðvitað segja að meginþungi aðgerðanna verði bundinn við landsbyggðina. Þetta eru ekki atvinnubótaverk- efni af gamla skólanum, heldur munu verkin standa áfram og duga til framtíðar, öllum til hags- bóta,“ sagði Davíð Oddsson. Jóhanna Sigurðardóttir, Sam- fylkingunni, fagnaði aðgerðunum líkt og aðrir þingmenn en sagði þær öðrum þræði lýsa nokkrum kosningaskjálfta. „Nöturlegt er þó að sjá hvernig hlutur höfuð- borgarsvæðisins og kvenna, sem að meirihluta fylla hóp atvinnu- lausra, er fyrir borð borinn,“ sagði Jóhanna og bætti við að 64% atvinnulausra væru á höfuð- borgarsvæðinu. Hún spurðu hve mörg kvennastörf sköpuðust vegna aðgerðanna og enn fremur hvar kvenráðherrar ríkisstjórn- arinnar hefðu verið við ákvörðun þeirra. „Það er afskaplega miður að fara að ala á sundurlyndi milli landsbyggðar og höfuðborgar- svæðis af þessu tilefni,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra og bætti við að aðgerð- irnar skiptu alla íbúa landsmenn miklu máli. the@frettabladid.is Aðgerðirnar eru öllum til góða Stjórnarandstæðingar segja hlut höfuðborgarinnar og kvenna í aðgerðum ríkisstjórnarinnar skammarlega rýran. Forsætisráðherra segir verkin munu standa áfram öllum landsmönnum til hagsbóta. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar fagnaðar- efni en fýsti að vita hvar kvenráðherrar hefðu verið við ákvörðun aðgerðanna. Hlutur kvenna væri fyrir borð borinn. „Það er af- skaplega mið- ur að fara að ala á sundur- lyndi milli landsbyggðar og höfuðborg- arsvæðis af þessu tilefni“ Alan Greenspan: Efast um stefnu Bush VÆNGURINN LASKAÐIST Ekki er ljóst hvað tjón Flugleiða er mikið að sögn Guðjóns Arngrímssonar upplýs- ingafulltrúa. Keflavíkurflugvöllur: Flugleiðavél skemmdist VEÐUR Farþegavél frá Flugleiðum skemmdist í óveðrinu sem gekk yfir í fyrrinótt. Flugvélin, sem er sú nýjasta í eigu Flugleiða, færð- ist til í hvassri suðvestanáttinni og lenti landgöngubrú á vinstri vængnum og skorðaðist. Hlíf sem er utan um vænginn skemmdist. Vélin er óstarfhæf í bili. Björn Ingi Knútsson flugvall- arstjóri segir veðurhaminn hafa komið öllum að óvörum og þess vegna hafi ekki verið gripið til viðeigandi varúðarráðstafana. ■ M YN D /VÍKU R FRÉTTIR Andlát: Lést í vinnuslysi ANDLÁT Maðurinn sem lést í vinnu- slysi í Bryggjuhverfi í Grafarvogi í fyrradag hét Valdimar Gunnars- son, til heimilis að Stekkjarbergi 4, Hafnarfirði. Valdimar var fæddur 12. mars 1973. Hann lætur eftir sig sambýliskonu og 12 ára gamlan son. Valdimar lést eftir að hafa fallið niður af vinnupalli og á steinsteypt plan. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.