Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 2
2 13. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR Hlynur Hallsson er myndlistarmaður á Akureyri. Rík- isstjórnin hyggst verja 500 milljónum til byggingar menningarhúss á staðnum á næstu mánuðum. Nei, það er enginn skortur á menningu, en það er hins vegar skortur á húsnæði til að rýma allt hið gríðarlega framboð af menn- ingu sem er á svæðinu. SPURNING DAGSINS Er skortur á menningu á Akureyri? HEIÐLÓAN Býr sig undir flug frá Írlandi til Íslands – með vorið í farteskinu. Sílamávurinn kominn: Vorið á leiðinni VEÐUR Sílamávurinn er kominn til landsins fyrstur farfugla og það boðar vorkomu fyrr en síðar: „Sílamávurinn er heldur fyrr á ferðinni en venjulega en hann kemur yfirleitt fyrstur,“ segir Ólafur Einarsson, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. „Þó er talið víst að sílamávarnir hafi ekki allir farið síðasta haust því nokkrir komu fram í jólatalningu fugla í desember,“ segir hann. Þegar sílamávurinn er kominn styttist í að aðrir farfuglar leggi upp frá Evrópu með stefnuna á Ís- land. Næst kemur álftin í byrjun mars þó svo þúsund svanir hafi hér vetursetu: „Svo hellast þeir inn einn af öðrum, grágæsin, skógarþrösturinn og heiðlóan í aprílbyrjun. Flestir hafa þessir fuglar vetursetu í Bretlandi og á Írlandi nema sílamávurinn, sem heldur til við strendur Portúgals þegar hann er ekki hér,“ segir Ólafur Einarsson. ■ SJÓMENNSKA Nýtt sjómannaheim- ili, sem setja átti á laggirnar á Grandagarði við Reykjavíkur- höfn, er nú í klemmu og óvíst hvað úr verður eftir gjaldþrot eig- enda húsnæðisins sem tekið hafði verið á leigu í þessu skyni: „Þetta kemur sér illa fyrir okk- ur. Við vorum byrjaðir að innrétta þarna þegar gjaldþrot eigenda blasti við okkur og húsnæðið var selt á nauðungaruppboði,“ segir séra Jón Dalbú Hróbjartsson, for- maður stjórnar sjómannaheimilis- ins sem hlotið hefur nafnið Sjó- mannaheimili Reykjavíkur og ná- grennis. Að sjómannaheimilinu standa ýmis samtök sjómanna auk Þjóðkirkjunnar: „Það er mikil þörf fyrir sjómannaheimili sem þetta en það er hugsað sem afdrep og viðverustaður erlendra sjó- manna sem hingað koma í höfn. Kannanir sýna okkur að hingað koma 800 erlend skip á ári,“ segir séra Jón Dalbú en undirbúningur að rekstri sjómannaheimilisins hefur staðið í 2 ár. Húseignin sem um ræðir er nú í eigu Sparisjóðs Hafnarfjarðar og vonast séra Jón Dalbú til að úr málinu greiðist sem fyrst svo hægt verði að halda áfram starfinu sem svo vel var á veg komið áður en gjaldþrot hús- eigenda setti óvænt strik í reikn- inginn. ■ KÓREA Alþjóðakjarnorkumála- stofnunin samþykkti samhljóða á neyðarfundi að vísa kjarnorku- uppbyggingu Norður- Kóreumanna og vanefndum þeir- ra á alþjóðlegum skuldbindingum til öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna. Það bíður því öryggisráðs- ins að taka ákvörðun um hvernig sé best að leysa þá flækju sem er komin upp á Kóreuskaga. Áður hefur komið til um- ræðu að vísa mál- inu þangað en því verið frestað vegna tilrauna til að leysa deiluna með öðrum hætti. Mohamed ElBaradei, forstöðu- maður stofnunarinnar, sagði að því væri ekki fært annað en að vísa málinu til öryggisráðsins þar sem Norður-Kóreumenn hefðu ekki staðið við skuldbindingar sín- ar. „Staðan sem nú er komin upp er hættulegt fordæmi.“ Rússar og Kúbverjar sátu hjá við afgreiðslu samþykktarinnar en allar aðrar þjóðir greiddu at- kvæði með henni. „Við teljum að það sé ótímabært að senda málið til öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna og gæti virkað þvert á það sem til er ætlast,“ sagði fulltrúi Rússa á neyðarfundi ráðsins. Kín- verjar hvöttu þjóðir til að fara varlega og varast að grípa til ráð- stafana sem gætu gert deiluna enn flóknari en hún er. Richard Williamson, staðgeng- ill sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, fagnaði ákvörðuninni en lagði áherslu á að reynt væri að leysa deiluna með samningum. „Við erum vissir um að við getum leyst þetta friðsam- lega.“ Fulltrúi Suður-Kóreu í ráð- inu sagði samþykktina óumflýjan- lega afleiðingu þess að Norður- Kórea hefði sagt sig frá samn- ingnum gegn útbreiðslu kjarn- orkuvopna. Javier Solana, utanríkismála- fulltrúi Evrópusambandsins, sagði rétt að vísa málinu til öryggisráðs- ins en sagði ótímabært að hefja refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu. „Ég held að þvinganir myndu hafa þveröfug áhrif við þau sem við vonumst eftir, sem er að leysa deil- una.“ Norður-kóresk stjórnvöld hafa sagt að ef reynt verði að þvinga landið til hlýðni muni þau líta á það sem stríðsyfirlýsingu. ■ HÆSTIRÉTTUR „Þetta er ömurleg niðurstaða og hreint einsdæmi,“ segir Árni Johnsen um dóm Hæstaréttar yfir sér á dögunum í viðtali við Eyjafréttir í gær. Árni segist ekki skilja dóminn, í honum sé ekki tekið tillit til margra hluta. Hann viðurkennir að sér hafi orðið á en hann hafi leiðrétt sín mistök. „En það hefur enginn leiðrétt við mig. Að öðru leyti þýðir ekk- ert að deila við dómarann,“ segir Árni í viðtalinu. Hann segir að rifjast hafi upp fyrir sér að Ingibjörg Benedikts- dóttir, einn fimm Hæstaréttar- dómaranna sem dæmdu í máli hans á dögunum, hafi áður beitt sig misrétti. Fyrir 20 árum hafi hann verið tekinn fyrir umferð- arlagabrot og Ingibjörg hafi sem fulltrúi sakadóms á þeim tíma af- greitt málið með óvenjulegum hætti. „En ég verð að una þessu hundsbiti og kappkosta að ljúka þessu máli svo ég komist aftur til starfa fyrir mitt fólk,“ segir Árni. ■ ÁRNI JOHNSEN Ber hæstaréttardómara þungum sökum. Árni Johnsen segir dóm hæstaréttar óskiljanlegan: Dómarinn hefur áður beitt mig misrétti „Staðan sem nú er komin upp er hættu- legt fordæmi.“ Önnur deila inn á borð öryggisráðsins Alþjóðakjarnorkumálastofnunin vísaði brotum Norður-Kóreumanna á alþjóðasáttmálum til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Skoðanir ráða- manna um næstu skref eru mismunandi. FUNDURINN UNDIRBÚINN Til stóð að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin fundaði um brot Norður-Kóreumanna fyrir viku. Því var frestað vegna tilrauna Suður-Kóreumanna til að leysa vandann með öðrum hætti. GRANDAGARÐUR 8 Þarna átti sjómannaheimilið að vera - og verður vonandi þegar úr rætist. Tveggja ára undirbúningsstarf í hættu: Sjómannaheimili fyrir barðinu á gjaldþroti HJÁLMAR ÁRNASON „Þessar aðgerðir munu snerta fullt af fólki sem býr á höfuðborgarsvæðinu.“ Formaður samgöngu- nefndar: Landið ein heild ATVINNA Hjálmar Árnason, starf- andi formaður samgöngunefndar Alþingis, segir ekki rétt að horfa eingöngu á það hvert peningarnir sem verja á til framkvæmda til að sporna gegn atvinnuleysi fari. Hann vill horfa á landið í heild sinni. Af 5,6 milljörðum króna sem ríkisstjórnin hyggst verja til framkvæmda á næstu 18 mánuð- um fara 4,6 til framkvæmda á landsbyggðinni, þar sem um 30% atvinnulausra búa. „Við verðum að hafa það í huga að vinnuafl er orðið mjög hreyf- anlegt,“ segir Hjálmar. „Þessar aðgerðir munu snerta fullt af fólki sem býr á höfuðborgar- svæðinu. Hver veit t.a.m. hvaða verktaki mun fá Suðurstranda- veginn og hvaðan vinnuaflið mun koma. Hitt er svo annað mál að at- vinnuleysi meðal háskólamanna hefur verið að aukast en í þessum aðgerðum er komið til móts við það með 700 milljóna framlagi til nýsköpunar.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.