Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 18
FUNDIR 14.00 Ráðstefna um nýbreytni í kennsluháttum grunnskóla verð- ur haldin á Grand hótel í Reykja- vík. Fyrirlesarar koma úr röðum fræðimanna, þar á meðal einn frá Kanada, úr röðum kennara og frá Kennaraháskóla Íslands. 16.00 Opinber fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvennafræð- um í stofu 101 í Lögbergi. Oddný Mjöll Arnardóttir lögfræðingur fjallar um „Jafnrétti og bann við mismunun í Mannréttindasátt- mála Evrópu“. Fyrirlesturinn er byggður á doktorsritgerð Oddnýj- ar. 16.15 Guðmundur J. Guðmundsson, sagnfræðingur heldur fyrirlestur sem nefnist Grænlandsverslunin á miðöldum fram til 1400 í stofu 16, Þingvallastræti 23, Akureyri. Dregnar eru fram vísbendingar um að Grænlendingar hafi farið að verka skreið eftir 1300 og hún hafi orðið ein af útflutningsvörum þeirra. 16.15 Á málstofu Læknadeildar Háskóla Íslands fjallar Þórarinn Sveinsson um „lífeðlisfræðilegar breytingar hjá leiðangursmönnum meðan á leiðangri yfir Grænlandsjökul stóð“. Málstofan fer fram í sal Krabbameinsfélags Íslands, efstu hæð. 20.00 Efnt verður til opinbers fundar í Pathfinder bóksölunni, Skóla- vörðustíg 6b, til stuðnings baráttu blaðamannsins Róger Calero, sem er fæddur í Nicaragua og á á hættu að vera vísað frá Bandaríkj- unum. 20.00 Nemendur verða með heilun og ýmislegt annað áhugavert í opnu húsi í kvöld, fimmtudag 13. febrú- ar, í húsnæði Sálarrannsóknarfé- lags Íslands, Garðastræti 8. Húsið opnað kl. 19 og lokað kl. 20. Að- gangseyrir kr. 300 fyrir félags- menn, 500 fyrir aðra. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. 20.00 Samband ungra Framsóknar- manna efnir til málþings um samkeppnisstöðu háskólanna, Lánasjóð íslenskra námsmanna, framtíðarsýn í menntamálum og fleira. Framsögumenn verða Hjálmar Árnason, Ármann Hösk- uldsson, Runólfur Ágústsson og Sæunn Stefánsdóttir. Málþingið fer fram að Hverfisgötu 33 í Reykjavík. 21.00 Nýhil efnir til upplestrarkvölds á Grandrokk fyrir vini ljóðsins. Eftir- taldir munu lesa: Gunnar Þorri, Ófeigur, Varði, Bjarni Delerium Klemenz, Pétur Már, Stína og Alli. OPNUN Í anddyri Norræna hússins verður opn- uð sýning á verkum grænlenska listamannsins Thue Christiansen. Hann sýnir listiðnað og hönnun og notar fjölbreyttan efnivið í verk sín. LEIKSÝNINGAR 20.00 Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne á Nýja sviði Borgarleikhússins. 20.00 Nemendur Verslunarskóla Ís- lands sýna söngleikinn Made in USA eftir Jón Gnarr í Loftkastal- anum. 21.00 Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í NASA við Austur- völl. TÓNLEIKAR 20.00 Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju á Myrkum músíkdögum. Einleikari á orgel er Eyþór Jónsson. Hann leikur verk eftir Olivier Messiaen, Jón Leifs, Hans-Ola Ericsson, Magnús Blöndal Jóhannsson, Torsten Nilsson, Steve Ingham og Báru Grímsdóttur. 20.30 Þau Bryndís Halla Gylfadóttir, Stef- án Vovka Ashkenazy og Judith Ingólfsson mynda einleikaratríó á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar- innar í Þríleikskonsert Beet- hovens. Einnig eru á dagskrá þetta kvöld verkið Gangur eftir Þorkel Sigurbjörnsson og sinfónía nr. 1 eftir Gustav Mahler. SKEMMTANIR 20.00 Rosalegt uppistand verður á Sportkaffi. Gestir fyrsta alþjóðlega uppistandsklúbbsins á Íslandi verða Írinn David O’Doherty og Nýsjálendingurinn Rhys Darby. Báðir eru að gera það reglulega gott á uppistandsenunni í Bret- landi og eru atvinnumenn í fag- inu. 20.00 Nokkrar óþekktar rokksveitir sýna hvað í þeim býr á Fimmtudags- forleik í Hinu Húsinu, Lada Sport, Diagon, Brutal og Fíkn úr Hafnarfirði. 16 ára aldurstakmark er á þessa tónleika og frítt er inn. Botnleðjutónleikar á Tuttuguogtveimur í kvöld. KGB hitar upp. Dj Dabbi heldur uppi stuði á Vídalín. Á klúbbakvöldi á Astró í kvöld verður leikin íslensk raftónlist og drum & bass. VDE-066 og Jungulizt spila. Íslensku plötusnúðarnir DJ Bjöggi, DJ Gunni og DJ Tryggvi sjá um skífurnar. SÝNINGAR Landssamband hugvitsmanna sýnir í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg í Garðabæ ýmislegt af því sem Íslending- ar hafa fundið upp og komið á markað hérlendis og erlendis. Haukur Helgason, áhugaljósmyndari í 50 ár, heldur ljósmyndasýningu á nokkrum mynda sinna frá síldveiðum áranna 1953-57 á veitingahúsinu Kæn- unni við Hafnarfjarðarhöfn. Að teikna hugarheima nefnist sýning á frönskum og belgískum teiknimynd- um frá upphafi til samtímans, sem nú stendur yfir í listasafni Kópavogs, Gerð- arsafni. Ósk Vilhjálmsdóttir opnaði um síðustu helgi hugmyndasmiðjuna Eitthvað ann- að í Gallerí Hlemmi. Hugmyndasmiðjan er opinn vettvangur fyrir alla sem vilja ræða og rannsaka möguleika lífsins í landinu. Sett hefur verið upp örvandi starfsumhverfi fyrir hugarflugið. Í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur nú yfir alþjóðlega samsýningin then ...hluti 5. Þar sýna þeir Birgir Snæbjörn Birgisson, Miles Henderson Smith, Andrew Child, Gísli Bergmann, Tom Merry og Stefan Bottenberg en sami hópur er einnig með sýningu á Kjarvals- stöðum um þessar mundir. Sýningin er opin til 16. febrúar, alla daga nema mánudaga, milli 13.00 og 17.00. Elísabet Ýr Sigurðardóttir sýnir olíu- málverk á striga í Blómaverkstæði Betu, Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði, frá 6. febrúar til 6. mars 2003. Tilfinningar heitir myndlistarsýning Freygerðar Dönu Kristjánsdóttur á Te og Kaffi, Laugavegi 27, Reykjavík. Sýningin stendur út febrúarmánuð. Á mörkum málverksins er sameiginleg yfirskrift þriggja sýninga í Listasafni Ís- lands. Ragna Róbertsdóttir sýnir verk úr vikri og muldu gleri, Mike Bidlo sýnir eftirmyndir af frægustu málverkum 20. aldarinnar og Claude Rutault sýnir „málverk sem eru í sama lit og veggur sýningarsalarins“. Agatha Kristjánsdóttir sýnir ellefu olíu- málverk í kaffistofunni Lóuhreiðri að Laugavegi 59. Málverkin á sýningunni eru flest ný. Sýningin stendur út febrúar. Sýning á verkum Ólafs Más Guð- mundssonar er í sýningarsal Ingustofu á Sólheimum í Grímsnesi. Sýningin verður opin fram í maí, virka daga frá kl. 9-17, um helgar frá kl. 14-18. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Mannakyn og meiri fræði er yfirskrift sýningar á myndlýsingum í gömlum ís- lenskum handritum, sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sýningin stendur til 9. mars. Um síðustu helgi hófst í Listasafni Borgarness sýning á málverkum eftir Hubert Dobrzaniecki. Þar sýnir lista- maðurinn olíumálverk og grafík frá ár- unum 1999-2002. Sýningin er opin frá 13-18 alla virka daga og til kl. 20 á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Sýningin stendur til 26. febrúar. Ingimar Waage sýnir 25 landslagsmál- verk í Galleríinu Skugga, Hverfisgötu 29. Nú stendur yfir í Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sýning- in Akvarell Ísland. Þetta er fjórða sýn- ingin sem hópurinn Akvarell Ísland heldur í Hafnarborg og er hún í boði safnsins. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 17. febrúar. Heimildir nefnist sýning Hafdísar Helgadóttur í Þjóðarbókhlöðunni. Sýn- ingin er á vegum Kvennasögusafns. Á fjórðu hæð er spjaldskrá með sjálfs- myndum listamannsins frá 1963-1998, en í sýningarkassa á 2. hæð eru blöð með myndum af sömu verkum. Smákorn 2003 nefnist sýning á smá- verkum 36 listamanna í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16. Þetta er í þriðja skipti sem Gallerí Fold efnir til smáverkasýningar. Eina reglan um gerð verka er að innanmál ramma sé ekki meira en 24x30 sentimetrar. María Kristín Steinsson sýnir olíumál- verk í Café Cozy, Austurstræti. Sýningin er opin á opnunartíma Café Cozy. Margrét Oddný Leopoldsdóttir sýnir „Storesarnir eru að hverfa“ í gluggagall- eríinu Heima er best, Vatnsstíg 9. Sýn- ingin stendur til 26. febrúar. Í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3, sýna þau Finnur Arnar Arnarsson, Hlynur Halls- son og Jessica Jackson Hutchins verk sín. Nú stendur yfir samsýning 7 málara í Húsi málaranna, Eiðistorgi. Allir þessir málarar eru löngu þjóðkunnir fyrir verk sín og einkennir fjölbreytni sýninguna. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru: Bragi Ásgeirsson, Einar Hákonarson, Ein- ar Þorláksson, Guðmundur Ármann, 18 13. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR Þrír magnaðir einleikarar Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Tónleikar í gulu röðinni í Háskólabíói í kvöld kl. 19:30 Hljómsveitarstjóri: Thomas Kalb Einleikarar: Judith Ingólfsson Bryndís Halla Gylfadóttir Vovka Stefán Ashkenazy Þorkell Sigurbjörnsson: Gangur Ludwig van Beethoven: Þríleikskonsert Gustav Mahler: Sinfónía nr. 1 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR hvað? hvar? hvenær? Myrkir músíkdagar í Hallgrímskirkju: Orgelverk Jóns Leifs og Magn- úsar Blöndals TÓNLIST Eyþór Jónsson orgelleik- ari hefur undanfarin ár lagt stund á framhaldsnám í orgel- leik í Svíþjóð. Hann hefur kom- ið hingað heim á hverju sumri og haldið orgeltónleika víða um land, meðal annars í Hallgríms- kirkju. Í kvöld ætlar hann að flytja þar verk eftir Jón Leifs, Magnús Blöndal Jóhannsson, Báru Magnúsdóttur, Olivier Messiaen, Hans-Ola Ericsson, Torsten Nilsson og Stephen Ing- ham. „Ég þekki orgelið í Hall- grímskirkju orðið mjög vel,“ segir Eyþór. „Þetta er mjög kraftmikið orgel og hefur sín sérkenni. Mig grunar að org- elsmiðirnir hafi haft þá hug- mynd að tengja orgelið ís- lenskri náttúru, þeir hafi reynt að ná því fram í orgelinu hve kraftmikil og fjölbreytileg hún er.“ Magnús Blöndal Jóhannes- son samdi aðeins tvö verk fyr- ir orgel. Þau eru bæði á efnis- skrá tónleikanna. Eyþór ætlar einnig að leika þrjú orgelverk eftir Jón Leifs. „Fyrir utan orgelkonsertinn samdi hann aðeins þessi þrjú orgelverk um ævina. Svo er ég með tíu ára gamalt verk eftir Báru Grímsdóttur. Skemmtilegt verk sem heyrist sjaldan. Ég er ekki viss um að hún hafi heldur samið meira fyrir org- el en þetta verk.“ „Verk Inghams er fyrir orgel og segulband. Ég frum- flutti það sjálfur. Það var fyrst samið fyrir orgel eingöngu en hann breytti því og ég fékk að vinna með honum að því, sem var mjög gaman. Það var nátt- úrlega einstakt tækifæri að fá að vinna með tónskáldinu.“ gudsteinn@frettabladid.is EYÞÓR JÓNSSON Flytur bæði íslensk og erlend orgelverk á Myrkum músíkdögum í Hallgrímskirkju. Borgarskjalasafn Reykjavíkur www.rvk.is/borgarskjalasafn Sími: 563 1770 LESSTOFA OG AFGREIÐSLA opin alla virka daga kl. 10-16. www.ljosmyndasafnreykjavikur.is Langar þig í mynd af Reykjavík t.d. frá árinu 1910, 1930 eða 1950? Verð frá 1000 kr. Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Opið mán.-fös. kl. 10-16 www.listasafnreykjavikur.is Sími 590 1200 HAFNARHÚS Loud & Clear, Lýsir, Hugarleiftur, Erró. Leiðsögn sunnud. kl. 15.00 KJARVALSSTAÐIR then ...hluti 4, Odd Nerdrum, Kjarval Leiðsögn sunnud. kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN Tumi Magnússon, Ásmundur Sveinsson Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is Safnhús Árbæjarsafns eru lokuð en boðið er upp á leiðsögn alla mánud., miðvikud. og föstudaga kl. 13. Einnig er tek- ið á móti hópum eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar í síma 577 1111. Upplýsingar um leiðsögn í Viðey í síma 568 0535. www.gerduberg.is Gerðubergi 3-5, sími 575 7700 Opnunartími sýninga frá kl. 11-19 mán.-fös., kl. 13-17 lau.-sun. Ókeypis aðgangur. Sýning: Ekki missa af Bauhaus ljósmyndasýningunni. Sýningin stendur til 23. febrúar. Sýning í félagsstarfi: Árni Sighvatsson. Allir velkomnir. www.borgarbokasafn.is • s. 563 1717 Upplýsingar um afgreiðslutíma s. 552 7545 Foldasafn í Grafarvogskirkju og Kringlusafn í Borgarleikhúsi verða lokuð vegna eignatalningar 13. og 14. febrúar. Opið eins og venjulega í aðalsafni Tryggvagötu, Gerðubergi, Sólheima- og Seljasafni www.borgarbokasafn.is Minjasafn Orkuveitunnar Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal er opið sun. 15-17 og eftir samkomulagi í s. 567 9009 Miðasalan er opin virka daga á milli 10.00 og 16.00 og laugar- daga 14.00-17.00 og frá kl. 19.00 sýningardaga, en síminn er 562 9700. Ósóttar pantanir eru seldar 4 dögum fyrir sýningar. Föstud. 14. feb. NOKKUR SÆTI LAUS Laugard. 22. feb. NOKKUR SÆTI LAUS Laugard. 22. feb. Aukasýning NOKKUR SÆTI LAUS Föstud. 28. feb. Laugard. 1. mars Fim. 13/2 kl. 21, UPPSELT Fös. 14/2 kl. 21, örfá sæti Lau. 15/2 kl. 21, UPPSELT Fim. 20/2 kl. 21, UPPSELT Fös. 21/2 kl. 21, UPPSELT Lau. 22/2 kl. 21, örfá sæti Fim. 27/2 kl. 21, AUKASÝNING, UPPSELT Fös. 28/2 kl. 21, UPPSELT lau. 1/3 kl. 21, 100. SÝNING, örfá sæti Mið. 5/3 kl. 21, ÖSKUDAGSAUKASÝNING, laus sæti FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.