Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 10
10 13. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR SVONA ERUM VIÐ INNBROT Þrír menn skutu sér leið inn í verslunina Tölvulistann í Nóatúni í fyrrinótt og stálu far- tölvu. Notuðu mennirnir afsagaða haglabyssu. Skutu þeir þremur skotum á sýningarglugga sem brotnaði. Mennirnir þrír, sem allir eru um tvítugt, náðust tveimur klukkustundum síðar. Mikil leit hafði staðið yfir í hverfinu eftir að tilkynning um innbrotið barst um klukkan 1.40. Að sögn lögreglu fannst yfirgefinn bíll í nágrenni innbrotsstaðarins og var byssan í bílnum. Höfðu mennirnir flúið af vettvangi á fæti. Þeir voru í haldi lögreglu í gærdag. Lögreglu þykir þetta heldur undarleg og nýstárleg aðferð til innbrots. Liggi í augum uppi að skotvopn á borð við afsagaða haglabyssu sé ekki hljóðlátt verk- færi. Litið sé á þennan verknað al- varlegum augum. Óskar Óskarsson, verslunar- stjóri Tölvulistans, segir höglin úr byssunni hafa dreifst víða um búðina og valdið skemmdum. Tel- ur hann tjónið nema hundruðum þúsunda en fyrir urðu tölvur, prentarar og skjáir. „Það verður að viðurkennast að manni er ansi órótt að vita til þess að menn séu farnir að mæta með skotvopn við innbrot,“ segir Óskar. Þá séu eig- endur verslunarinnar að skoða hvort ekki sé ráð að setja rimla fyrir gluggana. ■ Dugmikill Nepali: Netkaffi á Everest NEPAL, AP Framtakssamur Nepali ætlar að opna netkaffihús í hlíð- um Everest-fjalls á komandi vori. Kaffihúsið verður staðsett í búð- um í 5.300 metra hæð yfir sjáv- armáli þar sem veður eru oft á tíðum afar óblíð. Í búðunum er ekkert rafmagn og engin varan- leg mannvirki enda standa þær á jökulís sem færist til um nokkra sentímetra á dag. Ætlunin er að setja upp átta fistölvur sem ganga fyrir raföl- um og sólarrafhlöðum en áætlað er að það taki um viku að bera allan búnaðinn á staðinn. ■ Skoðanakönnun IBM: Ríkisstjórnin heldur velli KÖNNUN Samfylkingin og Sjálfstæð- isflokkurinn mælast með svipað fylgi samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem Rannsóknarsvið IBM viðskipta- ráðgjafar gerði fyrir Ísland í bítið á Stöð 2. Fylgi Samfylkingarinn- ar mældist 37,7% en 36,6% sögðust kjósa Sjálfstæðis- flokkinn. Fylgi F r a m s ó k n a r - flokksins mæld- ist 13,3%, fylgi Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs mældist 6,9% og Frjáls- lynda flokksins 1,4%. Alls voru 834 á aldrinum 16-67 ára á landinu öllu spurðir í könnuninni og tók 361 af- stöðu. Þegar spurt var um líkleg- asta ríkisstjórnarmynstrið nefndu flestir aðspurðra óbreytta ríkis- stjórn. 47,8% sögðust telja að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur endurnýjuðu samstarf sitt að loknum kosningum en 14,9% telja að Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin myndi ríkisstjórn. Þá vilja flestir sjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem forsætis- ráðherra. 46,9% nefndu hana en 39,1% sögðust vilja Davíð Odds- son. ■ Á FRAMABRAUT Íbúar Singapore segja að erfitt sé að stof- na fjölskyldu í þjóðfélagi þar sem allt snýst um peninga. Fólksfækkun veldur áhyggjum: Herferð gegn barnleysi SINGAPORE, AP Yfirvöld í Singapore hafa hrint af stað herferð sem beint er að ungum einhleypum konum í landinu og er ætlað að vinna gegn fólksfækkun í landinu. Herferðin, sem tengd er Valent- ínusardegi, á að höfða til móður- eðlis kvennanna og hvetja þær þar með til þess að festa ráð sitt og stofna fjölskyldu. Sérstök ríkisstofnun í Singapore sér um að auka áhuga landsmanna á hjónaböndum og barneignum og stendur hún á bak við herferðina. Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri valið að bíða með barneignir til þess að geta einbeitt sér að frama sínum á vinnumarkaði. Í kjölfarið hefur fæðingartíðnin í landinu hrapað og hafa yfirvöld reynt að sporna við þessari þróun með öllum til- tækum ráðum. ■ FYLGI FLOKKANNA B 13,30% D 36,60% F 1,40% S 37,70% U 6,90% Annað 4,20% *samkvæmt könnun Rannsókn- arsviðs IBM við- skiptaráðgjafar Þrír menn handteknir: Skutu sér leið inn í verslun TÖLVULISTINN Í NÓATÚNI Óskari Óskarssyni, verslunarstjóra Tölvulist- ans, er órótt að vita til þess að menn mæti með skotvopn í innbrot. Alls kom 1.791 sjúklingur á Vog árið 2001. Þar af voru konur 525 eða 30% og karlar 1.266 eða 70%. Fjölmennasti aldurshóp- urinn var fólk á aldrinum 14-24 ára, eða 588 manns. Mjög dregur úr fjölda sjúk- linga þegar komið er yfir fimmtugt, en þeir voru alls 14% af heildinni. DEILA Sjóntækjafræðingar og augnlæknar hafa ekki verið á eitt sáttir um hvort það sé al- menningi til framdráttar að þeir fyrrnefndu mæli sjón manna. Augnlæknar hafa borið því við að sjúkdómar eins og gláka fari framhjá sjóntækjafræðingum og tilfellum hennar muni því fjölga. Sjóntækjafræðingar hafa bent á þá staðreynd að þeir hafi fram til þessa mælt fyrir linsum og á því og mælingu fyrir gler- augum sé ekki eðlismunur; að- eins stigsmunur. Þeir telja lögin úrelt og margbrotin ekki síður sér í óhag því hægt sé að kaupa gleraugu víða, svo sem á bensín- stöðum. ■ ELÍNBORG GUÐMUNDSDÓTTIR, FORMAÐUR FÉLAGS AUGNLÆKNA: Ekki fullgilt nám Augnlæknar eru ekki að berjastfyrir að lögum sé framfylgt vegna eigin hagsmuna. Til að skilja þetta mál þarf að setja sig inn í forsöguna. Þessi lög voru sett 1984 en þá fengu þeir sem starfað höfðu við gleraugnasölu í fjögur ár réttindi. Fyrir nokkrum árum fengu sjóntækjafræðingar til sín mann að utan sem hélt nám- skeið í sjónmælingum. Við teljum að það geti tæplega talist til jafns við fullgilt nám. Það sem hefur hins vegar gerst síðari ár er að utan úr námi hafa komið betur menntaðir sjóntækjafræðingar. Því verða þessar kröfur um að sjá alfarið um sjónmælingu auðvitað háværari. Þeir halda því fram að mennt- un þeirra sé betri til að mæla sjón en augnlækna. Það er eins og hvert annað kjaftæði og í raun óskiljanlegt hvernig þeim dettur slík vitleysa í hug. Sjónmæling er ekki aðgreinanleg frá augnlækn- ingum eins og lungnalæknir getur ekki verið án hlustunarpípu eða eitthvað viðlíka. Það er misskilningur að þeir hafi heimild til að mæla fyrir lins- um. Það að þeir hafi gert það í mörg ár gerir það ekki löglegt. Það er svipað og að aka yfir á rauðu ljósi. Þó þú komist upp með það breytir það því ekki að það er bannað.“ ■ KJARTAN KJARTANSSON SJÓNTÆKJAFRÆÐINGUR: Okkar verksvið Sjónmælingar eru okkar fag ogþað er okkar verksvið en ekki augnlækna. Okkur er treyst til að mæla fyrir réttum sjónhjálpar- tækjum. Það er nauðsynlegt að draga fram fáránleika þessara laga. Sala á stöðluðum gleraugum hefur viðgengist síðustu átján ár. Hvar voru augnlæknar þá í sjón- vernd sinni fyrir almenning? Það er klárt samkvæmt lögum að það er ekki heimilt að selja stöðluð gleraugu nema í gleraugnaversl- unum. Sala á sjónhjálpartækjum fer fram á augnlæknastofum og hefur gert það í mörg ár. Það hlýt- ur að vera skýlaust brot. Það ligg- ur í hlutarins eðli að sá sem fram- leiðir vöruna beri ábyrgð á henni. Augnlæknar hafa talað um augnsjúkdóma eins og gláku. Það lýsir vankunnáttu þeirra um okk- ar nám að halda því fram að við könnum ekki bæði gláku og aðra augnsjúkdóma. Við spyrjum menn hve langt er síðan þeir fóru síðast til augnlæknis og vísum þeim til þeirra ef of langur tími er liðinn. Það er ómaklegt af augn- læknum að þakka sjálfum sér góð- an árangur í að greina gláku á byrjunarstigi. Hjartavernd á þar stóran þátt.“ ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÓLÍK SJÓNARMIÐ Úrelt lög eða forsjárhyggja?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.