Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 30
30 13. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR Opið hús og funda- höld á afmælinu SEXTUGUR „Dagurinn fer annars að einhverju leyti í fundahöld með bæjarstjóra Akureyrar um menningarhús, í kjölfar sam- þykktar ríkisstjórnarinnar,“ seg- ir Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra, sem er afmælis- barn dagsins. Tómas Ingi hefur ekki gert mikið tilstand út af afmælum sín- um að undanskildum stórafmæl- um. Hann hélt formlega upp á fimmtugsafmælið og segir það eftirminnilegt. „Það var afar fjölmennt og ánægjulegt.“ Hann segist þó einnig muna eftir afar dapurlegum afmælis- degi, þegar hann var við nám í Montpellier í Frakklandi. „Það var dálítið einmannalegt afmæli. Ég var eini Íslendingur- inn við nám þar og það var svolít- ið tómlegt.“ Þá var Tómas Ingi rétt rúmlega tvítugur og nam franskar bókmenntir, ensku og atvinnulandafræði við háskólann í Montpellier. Tómas Ingi er kvæntur Nínu Þórðardóttur og eiga þau fjórar dætur. „Dætur okkar eru við nám og störf víða um heim. Ein er bú- sett á Akureyri, ein er við nám í Svíþjóð, ein rekur fyrirtæki í London og sú yngsta er nýfarin til Kaupmannahafnar til náms.“ Sú sem búsett er á Akureyri verður að sjálfsögðu viðstödd veisluna í dag, sem og sú sem bú- sett er í Svíþjóð. Sú síðarnefnda á tveggja og hálfs árs gamlan dreng sem nefndur er í höfuðið á afmælisbarninu. Tómas Ingi hefur komið víða við á starfsferli sínum. Hann kenndi við Menntaskólann á Ak- ureyri í 20 ár, þar af tíu sem að- stoðarskólameistari. Hann starf- aði um skeið sem hótelstjóri á Hótel Eddu á Akureyri, ritstýrði Íslendingi og var kosinn á þing árið 1991. „Ég hafði mjög gaman af því að kenna og það átti vel við mig. Stjórnunarstarfið átti einnig vel við mig en mér þótti kennslan skemmtilegri,“ segir Tómas Ingi. Aðspurður hvort hann muni ein- hvern tímann snúa sér aftur að kennslunni sagði Tómas Ingi: „Ég hef oft skipt um starf og mér hefur alltaf þótt það góð og holl tilbreyting. Það er hollt fyrir hvern og einn að skipta um starf.“ kristjan@frettabladid.is AFMÆLI RITSTJÓRI „Það var lengi ógæfa mín að þurfa að skrifa um stjórnmál og stjórnmálamenn. Það er miklu skemmtilegra að skrifa um hross,“ segir Jónas Kristjánsson, sem ráðinn hefur verið ritstjóri, útgáfustjóri og framkvæmda- stjóri til Eiðfaxa ehf. sem gefur út samnefnt tímarit bæði á íslensku og útlensku, auk Stóðhestablaðs- ins og vefritsins eidfaxi.is. Þetta verður vettvangur Jónasar á næstunni: „Hestar hafa verið áhugamál mitt árum saman og það er stór- kostlegt að fá nú að starfa við þetta og vera í hrossum allan sól- arhringinn. Þetta er draumastarf fyrir mig,“ segir Jónas, sem hef- ur tekið því rólega að undanförnu og mest verið að stússa í hrossum á Kaldbaki í Hrunamannahreppi, jörð sem hann á í félagi við aðra. „Þar hef ég verið country gentleman en yfir það er ekki til orð á íslensku. Þýðir í raun mað- ur sem setur Beethoven á fóninn, fer svo í heitan pott þaðan sem hann dáist að hrossum sínum í haga. En nú þarf ég víst að fara að vinna,“ segir Jónas sem á ell- efu hross ásamt Kristínu Hall- dórsdóttur eiginkonu sinni. Sjö eru þegar komin í hús í Víðidaln- um og von á fleirum. Um muninn á hrossum og stjórnmálamönnum segir Jónas: „Ákveðin hross eru betri efni í ráðherra en stjórn- málamenn. Til dæmis á Kristín kona mín hest sem heitir Stígur frá Vík, undan Létti frá Vík, en hann yrði betri forsætisráðherra en Davíð. Stígur er greindur, skipulagður, var um sig og hefur alla þá kosti sem forsætisráð- herra þarf á að halda.“ ■ Jónas Kristjánsson hefur verið ráðinn rit- stjóri Eiðfaxa og segist nú geta verið í hrossum allan sólarhringinn – hafa dottið niður á draumastarfið. Stöðuveiting Hross skemmtilegri en stjórnmálamenn TÓMAS INGI OLRICH Tómas Ingi Olrich er sextugur í dag. Hann á, að eigin sögn, allt of mörg áhugamál, svo sem íþróttir, skógrækt, bókalestur, hestamennsku og sígilda tónlist. MEÐ SÚRMJÓLKINNI RITSTJÓRI Á NÝ Jónas Kristjánsson boðar breytingar sem felast í markvissara efni sem kemur fólki beint að notum. Þau hittust eitt sinn í skóginum,björninn og kanínan. Björninn spurði kanínuna: „Segðu mér, nú ert þú með loðinn feld eins og ég, á kúkurinn það ekki til að festast í hárunum þegar þú gengur örna þinna?“ „Nei,“ segir kanínan. „Það er gott. Ég nefnilega á engan klósettpappír,“ sagði björn- inn og þreif í kanínuna... ■ Að gefnu tilefni skal tekið fram að nýtt Menningarhús ríkisstjórnarinnar í Vest- mannaeyjum á ekki að heita Árnastofnun né heldur á Menningarhúsið á Akureyri að heita Kofi Tómasar frænda. Leiðrétting Ég er formaður Sálarrann-sóknarfélagsins. Mestur hluti starfs míns fer í að sinna félaginu en ég er einnig skóla- stjóri Sálarrannsóknarskólans,“ segir Magnús H. Skarphéðins- son. Magnús hefur síðustu ár safnað saman dulrænum reynslusögum þjóðarinnar. Eftir 20 ára rannsóknarvinnu er hann kominn með um þrjú þúsund sögur. „Ég mun örugglega gefa þær út einhvern tímann en ég ætla að byrja á því að setja þær á Netið eftir tvö til þrjú ár.“ HVAR? TÍMAMÓT FRÉTTIR AF FÓLKI Imbakassinn eftir Frode Øverli Donald Rumsfeld. 6,3 milljarðar króna. Matthew Perry. 1. 2.. Svör við spurningum á bls. 6 3. Veistu svarið? JARÐARFARIR 13.30 Sæmundur Gíslason, Safamýri 46, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík. ANDLÁT Margrét Sigurjónsdóttir frá Fíflholtum, Mýrasýslu, Vesturgötu 28, Reykjavík, lést 10. febrúar. AFMÆLI Tómas Ingi Olrich er sextugur. Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra er sextugur í dag. Hann verður með opið hús í Oddfellow-húsinu á Akureyri milli fimm og sjö og býst við að sjá samherja jafnt sem andstæðinga úr pólitíkinni. Í alvöru! Ef maður spilar þessa plötu afturábak heyrist: „Jesús lifir... Jesús lifir!“ GÆSUNUM GEFIÐ Það virðist nánast vera komið vor í lofti í Laugardalnum þar sem gæsum og öndum var gefið í vikunni. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM Háskólastúdentar funduðumeð ungum frambjóðendum til alþingiskosninganna á þriðju- daginn. Sigurður Kári Kristjánsson mætti fyrir hönd Sjálfstæðisflokks- ins og talaði ófeiminn fyrir hækkun skóla- gjalda. Hugmynd- in féll þó síður en svo í frjóan jarðveg og fundar- gestir tóku henni vægast sagt illa og mótmæltu svo hressilega að tvær grímur runnu á frambjóð- andann unga sem fór þarna hálf- gerða sneypuför á gamlar slóðir. Það mun krauma ýmislegt ann-að en ánægja meðal starfs- manna Ríkisútvarpsins vegna nýs morgunútvarps sem útvarpsráð hefur samþykkt að hefjist innan skamms. Morgun- útvarpið verður sameiginlegt fyrir báðar rásir Ríkis- útvarpsins og verður eldri og hefðbundnari skip- an mála ýtt til hliðar af þessu til- efni. Þykir starfsfólki sem póli- tískur þefur sé af þessu og þá sérstaklega í ljósi komandi kosn- inga. Ómenguð pólitíkin hefji nú innreið sína í morgunútvarpið með góðfúslegu leyfi pólitískt kjörinna útvarpsráðsmanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.