Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 6
6 13. febrúar 2003 FIMMTUDAGURVEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 31 1. 2. 3. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna hefur gagnrýnt nokkrar þjóðir í Evrópu vegna andstöðu við eflingu varna Tyrklands. Hvað heitir ráðherrann? Ríkisstjórnin ætlar að setja millj- arða króna í framkvæmdir til að sporna gegn atvinnuleysi í land- inu. Hversu há er sú upphæð? Meðlimur í þáttaröðinni Vinum ætlar að heyja frumraun sína á leiksviði í London. Hver er vin- urinn? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 77.27 -0.32% Sterlingspun 125.14 -0.23% Dönsk króna 11.19 0.45% Evra 83.18 0.46% Gengisvístala krónu 121,16 -0,01% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 303 Velta 4.900 milljónir ICEX-15 1.348 -0,55% Mestu viðskipti Össur hf. 118.103.000 Landsbanki Íslands hf. 99.939.716 Íslandsbanki hf. 68.831.003 Mesta hækkun Líftæknisjóðurinn MP BIO hf. 33,33% Íslenskir aðalverktakar hf. 7,04% Íslenski hugb.sjóðurinn hf. 3,70% Mesta lækkun ACO-Tæknival hf. -8,00% Ker hf. -4,20% Sölumiðst. Hraðfrystih. hf. -4,04% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 7824,7 -0,2% Nasdaq*: 1294,8 -0,1% FTSE: 3616,1 -1,5% DAX: 2612,9 -0,5% Nikkei: 8664,2 2,1% S&P*: 826,9 -0,3% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Fiskverð: Minnsti munur á ýsu í sósu FISKVERÐ Munur á fiskverði milli verslana var yfir 50 prósent í nítján af 25 tilvikum samkvæmt verðkönnun Alþýðusambands Ís- lands. Í fjórum tilvikum var verð- munurinn yfir 90 prósent. Verð var kannað í sextán verslunum og fiskbúðum á 37 vöruflokkum. Minnsti munur á verði var á ýsu í sósu eða 17,4 prósent. Töluverð dreifing var milli verslana varðandi hæsta og lægsta verð. Af 16 verslunum voru ellefu einhvern tímann með lægsta verðið í vöruflokki. Fjarð- arkaup voru oftast með lægsta verðið, en Melabúðin var oftast með það hæsta. ■ LEITUÐU AÐ FÍKNIEFNUM Lögreglan á Ísafirði stöðvaði för ungmenna á tveimur bílum aðfaranótt sunnudags á Ísafirði. Lék grunur á að ungmennin væru með fíkniefni meðferðis. Eftir leit í bílunum fannst ólö- glegur hnífur auk áhalda sem talin eru til neyslu fíkniefna. Viðurkenndi einn að eiga áhöld- in. Málið verður rannsakað sem fíkniefnamál og brot á vopna- lögum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. ■ Deilt um aðild að Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar: Vagnstjóri ótækur til stjórnarkjörs FÉLAGSMÁL Sigurður R. Sigur- björnsson, vagnstjóri hjá Strætó bs., telur stjórn Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar koma í veg fyrir framboð sitt til stjórn- ar félagsins. Sigurður gekk úr félaginu á árinu 2000 eins og nærri 60 aðr- ir strætisvagnastjórar hjá Strætó bs. vegna óánægju með breytingar á launakerfi og vökt- um. Flestir þeirra, þó ekki Sig- urður, hafa dregið úrsögn sína formlega til baka enda fengu þeir ekki inngöngu í Bifreiða- stjórafélagið Sleipni eftir úr- skurð Félagsdóms. Í gær klukkan fjögur rann út frestur til að skila framboðum til stjórnar starfsmannafélags- ins sem kjósa á í næstu viku. Til að bjóða sig fram þarf 75 með- mælendur. Um hádegi í gær hafði Sigurður safnað 79 undir- skriftum. Framboði hans var þó hafnað á skrifstofu félagsins af Gunnar Inga Jónssyni kjör- stjóra, sem sagði Sigurð ekki vera í félaginu. Gunnar sagði enn fremur of skamman tíma til stefnu til þess að Sigurður gæti dregið úrsögn sína til baka og þannig öðlast kjörgengi í stjórnarkjörinu. „Það eru allir velkomnir til baka. Það tekur gildir þegar búið er að kynna það í stjórn og sam- þykkja,“ sagði Gunnar í gær. Sigurður segist líta svo á að hann sé enn fullgildur meðlimur í starfsmannafélaginu þrátt fyrir úrsögnina. Hann hafi ætíð greitt félagsgjöld og notið ýmissa rétt- inda sem því fylgi. „Og það er heldur ekkert í lögum félagsins sem segir að stjórn þess þurfi sérstaklega að samþykkja mig inn í það að nýju,“ segir hann. ■ STJÓRNSÝSLA Róbert R. Spanó, lekt- or við lagadeild Háskóla Íslands, telur lög um ábyrgð ráðherra vera óvirk. Stjórnarmeirihlutinn á Al- þingi geti á hverjum tíma haldið hlífiskildi yfir ráðherrum sínum. Þetta kom fram í umræðum í mál- stofu um ráðherra- ábyrgð sem haldin var í Háskóla Ís- lands í gær. S a m k v æ m t stjórnarskránni getur Alþingi ákveðið að hefja rannsókn á störf- um ráðherra og eftir atvikum að höfða mál gegn ráðherranum með útgáfu ákæru. Það er síðan svokallaður Landsdómur sem dæmir í málinu. Landsdómur yrði að stærstum hluta skipaður fulltrúum sem Al- þingi tilnefnir sjálft en þar ættu einnig sæti fulltrúar frá Hæsta- rétti og lagadeild Háskóla Íslands. Enginn ráðherra hefur verið kærður fyrir brot gegn lögum um ráðherraábyrgð þau tæplega 100 ár sem lög hafa verið til um slíkt hérlendis. Róbert segir tæpast hægt að skilja stjórnarskrána á annan veg en að á Alþingi þurfi bæði að vera meirihluti fyrir því að hefja rannsókn og því að gefa út ákæru á ráðherra. Þá sé það auðvitað óumflýjanlegt að meirihluti Alþingis, sem jafn- framt sé pólitískur stjórnar- meirihluti, styðji ráðherrann – flokksbróður sinn. Stjórnar- hættir hérlendis séu þannig að stjórnarmeirihlutinn á hverjum tíma hafi verið „nokkuð virkur í því að vernda gjörðir ráðherr- anna“ enda nánast um samruna að ræða á milli stjórnarmeiri- hluta á Alþingi og framkvæmda- valdsins: „Þannig að ef að stjórnar- meirihlutinn ákveður að láta gjörðir ráðherra koma fyrir Landsdóm þá er það náttúrlega í eðli sínu einhver áfellisdómur yfir því hvernig stjórnarmeiri- hlutinn hefur hagað sínu um- boði. Þetta er vandamálið,“ seg- ir Róbert. Eins og áður segir telur Róbert meirihluta Alþingis þurfa til að beita lögum um ráðherraábyrgð. Hann nefnir þann möguleika að því verði breytt. „Ef við viljum virkja þau úrræði sem hin laga- lega ábyrgð er held ég að langlík- legast sé að þá þurfi að breyta stjórnarskránni og gera þá ráð fyrir því að færri – einn þriðji þingmanna – geti virkjað þetta úr- ræði. Lagabreyting dugar ekki.“ gar@frettabladid.is FLUG Ryanair ætlar að byrja að fljúga frá Skavsta-flugvellinum í Stokkhólmi til Oslóar, Árósa, Hamborgar og Glasgow. Ryanair gefur miða: Tekjur keppinautar- ins viðmiðið STOKKHÓLMUR, AP Flugfélagið Ryanair ætlar að gefa flugmiða á nýjum flugleiðum sínum frá Stokkhólmi til fjögurra Evrópu- borga í hlutfalli við tekjur skand- inavíska flugfélagsins SAS. Að sögn talsmanna Ryanair stendur til að gefa tvo miða til hvers hinna nýju áfangastaða fyrir hverjar 50 milljónir sænskra króna sem SAS tapar en tvöfalt fleiri miða ef um hagnað verður að ræða. SAS er aðalkeppinautur Ryan- air á þessum nýju flugleiðum en tap SAS nam 284 milljónum sæn- skra króna á síðasta fjórðungi árs- ins 2002. ■ RÓBERT R. SPANÓ Lög um ábyrgð ráðherra voru til umræðu í málstofu lagadeildar og laganema við Háskóla Ís- lands í gær. Róbert R. Spanó lektor sagði stjórnarhætti hérlendis þannig að stjórnarmeiri- hlutinn á hverjum tíma hafi verið „nokkuð virkur í því að vernda gjörðir ráðherranna“. Enginn ráð- herra hefur verið kærður fyrir brot gegn lögum um ráðherraá- byrgð þau tæplega 100 ár sem lög hafa verið til um slíkt hér- lendis. Lög um ábyrgð ráðherra óvirk Lögin um ábyrgð ráðherra eru í raun óvirk vegna þess að meirihluta þarf á Alþingi til að beita þeim. Róbert R. Spanó lektor segir að til að lögin verði virk þurfi að breyta stjórnarskránni. LÖGREGLUFRÉTTIR Á SKRIFSTOFU STARFSMANNA- FÉLAGS REYKJAVÍKURBORGAR Sigurður R. Sigurbjörnsson vagnstjóri hefur safnað 79 stuðningsmönnum við framboð sitt til stjórnar Starfsmannafélags Reykja- víkur. Gunnar Ingi Jónsson, starfsmaður fé- lagsins og meðlimur kjörstjórnar, segir Sig- urð hins vegar ekki vera kjörgengan. Hann hafi sagt sig úr félaginu og ekki gengið í það að nýju. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur segir Samkeppnisstofnun ekki mega upplýsa Samskip um gögn sem aflað hafi verið hjá Eim- skip. Samkeppnisstofnun gerði hús- leit hjá Eimskip 4. september í fyrra í kjölfar beiðni Samskipa um athugun á því hvort Eimskip hefði brotið samkeppnislög. Lagt var hald á fjölda margvíslegra gagna, meðal annars fundagerðir, bréf, skeyti, samninga, minnis- blöð, álitsgerðir, áætlanir og út- reikninga. Tekin voru afrit af tölvugögnum allmargra starfs- manna. Þegar Samkeppnisstofnun óskaði umsagnar Eimskipafélags- ins við erindi Samskipa kom fram að Samskip fengu send afrit af þeirri ósk. Eimskip vildi að Sam- keppnisstofnun útskýrði hvort Samskip hefði komið að málinu. Stofnunin taldi svo vera og Áfrýj- unarnefnd samkeppnismála reyndist sama sinnis. Héraðsdómur er hins vegar ósammála samkeppnisyfirvöldum að þessu leyti: „Það er niðurstaða dómsins að hér vegi þyngra hags- munir stefnanda (Eimskips) af því að halda leyndum gögnum sín- um fyrir keppinautnum en hags- munir Samskipa hf. af því að geta fylgst með rannsókninni.“ ■ EIMSKIP Héraðsdómur segir viðkvæm viðskipta- gögn Eimskips ekki eiga að falla í hendur samkeppnisaðilanum Samskipum. Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála felldur: Samskip fá ekki gögn frá Eimskip Lögreglan: Kveikti í manni INDÓNESÍA, AP Lögreglustjóri í litlu héraði í Indónesíu kveikti í manni sem hann grunaði um að hafa stolið mótorhjóli. Maðurinn lést af völdum eldsins. Lögreglustjórinn segist ekki hafa ætlað að kveikja í manninum heldur hafi hann ein- göngu ætlað að hræða hann. Skömmu eftir að maðurinn var handtekinn dró lögreglustjórinn hann út á bílastæði, hellti bensíni yfir hann og kveikti sér í sígar- ettu. Áður en maðurinn játaði komst glóð í bensínið þannig að eldur kviknaði og maðurinn lést. Lögreglustjórinn hefur verið rek- inn og verður kærður. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.