Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 13. febrúar 2003 FÓTBOLTI Útsala afsláttur 70% allt a› Girnilegar tilboðskörfur á 500 kr., 1.000 kr. og 1.500 kr. Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 00 17 0 2/ 20 03 KEANE Roy Keane mun ekki klæðast grænu landsliðstreyjunni framar. Roy Keane tekur erfiða ákvörðun: Hættur með írska landsliðinu FÓTBOLTI Roy Keane, leikmaður Manchester United, hefur til- kynnt að hann sé hættur að leika með írska landsliðinu í knatt- spyrnu. Búist hafði verið við því að Keane yrði tekinn aftur inn í írska landsliðshópinn af hinum nýja þjálfara Brian Kerr en sú varð ekki raunin. „Á fundi mínum með Brian Kerr í síðustu viku kynnti hann fyrir mér framtíðaráform sín með írska landsliðið,“ sagði Keane. „Þetta var fyrsti fundurinn minn með Brian og eftir hann komst ég strax á þá skoðun að írska liðið væri í mjög góðum höndum. Ég ráðfærði mig við Alex Ferguson (knattspyrnustjóra Manchester United), fjölskyldu mína og lækn- ana sem gerðu á mér mjaðmar- aðgerð í september. Þér ráðlögðu mér að snúa ekki aftur í landslið- ið,“ sagði Keane og bætti við: „Ég óska Brian og strákunum í liðinu hins besta í framtíðinni. Þeir hafa allan minn stuðning.“ Kerr var ráðinn landsliðsþjálf- ari Írlands í síðasta mánuði. Hafði hann vonast til að fá Keane aftur í hópinn eftir að hann var rekinn heim með skömm af HM síðastlið- ið sumar. ■ BOBSLEÐAKAPPAR Þýskir bobsleðakappar voru meðal kepp- enda á heimsmeistaramótinu í bobsleða- akstri sem haldið var á dögunum í Calgary í Alberta-ríki í Kanada. Á myndinni sést ökumaðurinn Andre Lange stökkva um borð í sleðann í keppni fjögurra manna bobsleða. BEÐIÐ TIL GUÐS? Það er engu líkara en að Gary Kirsten, leikmaður suður-afríska landsliðsins í krikkett, hafi beðið til Guðs um leið og hann greip boltann í sigurleik liðsins gegn Kenýa í gær. Leikurinn, sem háður var í Suður-Afríku, var liður í heimsmeist- arakeppninni í krikktett. Dennis Bergkamp, framherjiArsenal, segist alsaklaus af því að Lauren Robert, leikmaður Newcastle, hafi fengið rauða spjaldið í leik liðanna um helgina, líkt og Bobby Robson vill meina. Bergkamp hugðist taka auka- spyrnu en Robert stóð fyrir hon- um og fékk boltann í sig. Fyrir vikið fékk Robert að líta annað gula spjaldið sitt í leiknum. Agustin Delgado, framherjiSouthampton, hefur yfirgefið liðið þar sem hann segir knatt- spyrnustjórann Gordon Strachan “hata sig“. Hinn 28 ára gamli framherji hefur aðeins spilað átta leiki fyrir liðið á yfirstand- andi tímabili. Hann var keyptur frá mexíkóska liðinu Rayos Nacaxa fyrir 15 mánuðum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.