Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 19
Kjartan Guðjónsson, Jóhanna Bogadóttir og Óli G. Jóhannsson. Sýningin stendur til 2. mars. Haraldur Jónsson sýnir Stjörnuhverfi og Svarthol fyrir heimili í galleríinu i8 við Klapparstíg. Sýningin er opin fimmtu- daga og föstudaga kl. 11-18, laugardaga kl. 13-17 og eftir samkomulagi. Jón Sæmundur er með myndbandsinn- setningu í rýminu undir stiganum í gall- eríinu i8 við Klapparstíg. Sýningin er opin fimmtudaga og föstudaga kl. 11- 18, laugardaga kl. 13-17. Hugarleiftur er yfirskrift á samvinnu- verkefni bandarísku myndlistarkonunnar Diane Neumaier og gríska rithöfundar- ins Christos Chrissopoulos, sem nú er sýnt í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sýningin er afrakstur Íslandsferðar þeirra sumarið 2000. Hitler og hommarnir nefnist sýning þeirra David McDermott og Peter Mc- Gough í Listasafni Akureyrar. Sýning þeirra fjallar um útrýmingu samkyn- hneigðra á nasistatímanum. Aftökuherbergi nefnist sýning í Lista- safni Akureyrar á 30 ljósmyndum eftir Lucindu Devlin sem teknar voru í bandarískum fangelsum á tíunda ára- tugnum. Hinstu máltíðir nefnist sýning Barböru Caveng í Listasafni Akureyrar. Viðfangs- efni sýningarinnar eru síðustu máltíðir fanga sem teknir hafa verið af lífi í Bandaríkjunum. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir samsýning ungra íslenskra og breskra listamanna. Sýningin ber heitið „then ...hluti 4 - minni forma“ og stendur til 2. mars. 19FIMMTUDAGUR 13. febrúar 2003 STÓRA SVIÐ LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN - Þrjú ný verk eftir Katrínu Hall, Itzik Galili og Ed Wubbe Frumsýning föstudaginn 21/2 hvít kort - UPPSELT 2. sýn sun. 23/2 kl. 20 gul kort 3. sýn fim. 27/2 kl. 20 rauð kort 4. sýn sun. 2/3 kl. 20 græn kort 5. sýn sun. 16/3 kl. 20 blá kort ATH: Aðeins 8 sýningar SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fös. 14/2 kl. 20 Lau. 15/2 kl. 19 ath. breyttan sýn.tíma Lau. 22/2 kl. 20 Fös. 28/2 kl. 20 Lau. 1/3 kl. 20 UPPSELT Fim. 6/3 kl. 20 Fös. 14/3 kl. 20 Lau. 15/3 kl. 20 SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Sun. 16/2 kl. 20 Fim. 20/2 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Sun. 16/2 kl. 14 Sun. 23/2 kl. 14 Sun. 2/3 kl. 14 Sun. 9/3 kl. 14 Sun. 15/3 kl. 14 FÁAR SÝNINGAR EFTIR NÝJA SVIÐ V-DAGURINN Baráttudagskrá Fös. 14/2 kl. 20 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fim. 13/2 kl. 20 Lau. 15/2 kl. 20 Fim. 20/2 kl. 20 Fös. 28/2 kl. 20 UPPSELT JÓN OG HÓLMFRÍÐUR frekar erótískt leikrit í þrem þáttum e. Gabor Rassov Lau. 22/2 kl. 20 AUKASÝNING SÍÐASTA SÝNING KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Sun. 16/2 kl. 20 Fös. 21/2 kl. 20 MYRKIR MÚSIKDAGAR Lau. 15/2 kl. 15 Kammertónleikar-Stelkur Sun. 16/2 kl. 15 Flaututónleikar Mið. 19/2 kl. 20 Lúðrasveitartónleikar ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Sun. 16/2 kl. 20 Fös. 21/2 kl. 20 LITLA SVIÐ STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau. 15/2 kl. 14 Lau. 22/2 kl. 14 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fös. 14/2 kl. 20 UPPSELT Lau. 15/2 kl. 20 Mið. 19/2 kl. 20 Lau. 22/2 kl. 16 UPPSELT Mið. 26/2 kl. 20 UPPSELT Mið. 5/3 kl. 20 UPPSELT Miðasalan, sími 568 8000, er opin kl. 13-18 alla virka daga og fram að sýningu sýningar- daga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka dag. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is Leyndarmál rósanna Sýning laugard. 15.02. kl. 19 Sýning föstudag 28.02. kl. 20 Hversdagslegt kraftaverk Sýning föstudag 14.02. kl. 20 Allra síðasta sýning Uppistand um jafnréttismál Sýning laugard. 15.02. kl. 22 Sýning laugard. 01.03. kl. 19 Gesturinn í samvinnu við Borgarleikhúsið Sýning laugard. 22.02. kl. 19 Sýning sunnud. 23.02. kl. 20 Aðeins þessar sýningar. Miðasölusími 462 1400 www.leikfelag.is Kveðjutónleikar Kidda kanínu: Brjálæðingur og einstakt ljúfmenni TÓNLEIKAR „Það er sambland af brjálæðingi og einstöku ljúf- menni sem gerir Kidda kanínu algerlega frábæran gaur,“ segir Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður en hann stendur ásamt félaga sínum Óla Palla fyrir miklum kveðjutónleikum í kvöld á Gauknum undir yfirskriftinni: „Burt með Kidda!“ Og ekki er það dónaleg dag- skrá sem boðið er upp á: KK, Bubbi og Stríð og friður, Dr. Gunni, Rúnar Júlíusson og Gálg- ar eru meðal þeirra sem ætla að troða upp. „Þetta er hugsjónamaður sem rekið hefur litla plötubúð sem verið hefur einskonar Unu- hús íslenskra tónlistarmanna,“ heldur Freyr áfram. „Hljóma- lind hefur verið tónlistarskóli, útungunarstöð fyrir tónlistar- menn, heilsuhæli og lágmenn- ingarsetur. Það má spyrja sig: Hvað býr að baki þessu íslenska vori í dægurtónlist? Mín skoðun er sú að Kiddi eigi þar mikinn þátt. Hann hefur verið ódrep- andi við að kynna okkur nýja tónlist, hjálpa íslenskum tón- listarmönnum að hasla sér völl og ég veit að það eru margir ís- lenskir tónlistarmenn sem og áhugamenn um tónlist sem eiga eftir að sakna hans. Ef einhver á það skilið að haldið sé kveðju- hóf, með heiðri og sóma, þá er það hann.“ Freyr bendir á að Kiddi kan- ína hafi ávallt staðið í þessu basli sínu einn og óstuddur. Hann hefur ekki seilst í opin- bera sjóði heldur er hann glöggt dæmi um afskaplega já- kvætt framtak einstaklingsins. Nú er Kiddi að fara, Hljóma- lind að loka og hann skilur eft- ir sig stórt skarð. Freyr segir Kidda á leið til Englands. „Kominn með enska kærustu og ætlar bara að slaka á eftir því sem ég best veit.“ Freyr, sem tekur fram að Kiddi sjálfur komi ekki nálægt þessari veislu heldur einungis velunnarar hans, vill meina að afrekaskráin sé nánast ótæm- andi þegar Kanínan er annars vegar, en nefnir nokkur dæmi. jakob@frettabladid.is ÓLI PALLI OG FREYR EYJÓLFSSON Ef einhver á skilið að honum séu haldnir veglegir kveðjutónleikar, þá er það Kiddi Kanína. MEÐAL AFREKA KIDDA KANÍNU ... fékk Propellerheads til að spila í Fellahelli á sínum tíma. Tveimur árum síðar gerðu þeir titillag nýjustu Bondmyndarinnar. ... flutti Will Oldham (Bonnie Prince Billy) í tvígang til Íslands ... stóð meðal annarra fyrir tónlistarhátíðinni UXA ‘95 ... gerðist umboðsmaður Sigur Rósar og kom hljómsveitinni á kortið ... keyrði Bubbleflies áfram fyrir um áratug ... sá um endurkomu Utangarðsmanna fyrir tveimur árum ... stóð að tónleikaröðinni Lágmenningarborgin Reykjavík árið 1999 ... hélt risatónleika með Emir Kusturica og Sigur Rós árið 2000 ... stóð fyrir tónleikum The Jon Spencer Blues Exlosion og Fugazi árið 1999 ... stóð fyrir tónleikum Saint Etienne, Prodigy, Shellac og mörgum öðrum ... tók Færeysku bylgjuna upp á sína arma og flutti inn Tý og Eivöru Pálsdóttur ... dustaði rykið af Hljómum í tengslum við Upprisuhátíð Hljómalindar ... stóð að endurkomu Lúdó og Stefáns er þeir hituðu upp fyrir Utangarðsmenn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Ráðstefna á Grand hótel: Nýbreytni í kennslu- háttum SKÓLAMÁL Búist er við um 400 manns á ráðstefnu um nýbreytni í kennsluháttum grunnskóla, sem haldin verður á Grand hótel í Reykjavík í dag. Þarna verður vakin athygli á ýmsum nýjung- um sem bryddað hefur verið upp á í grunnskólum Reykjavíkur á síðustu misserum. Þessar nýjungar miða flestar annars vegar að því að efla sam- vinnu nemenda og hins vegar að miða námið við einstaklings- þarfir og mismunandi þroska hvers og eins. Meðal annars verður skóla- starf í Ingunnarskóla í Grafar- holti kynnt. Þar hafa meðal ann- ars verið gerðar tilraunir með að hafa tvo árganga saman í bekk. Tveir fyrirlesara á ráðstefn- unni koma erlendis frá. Maxine Giberson, sérfræðingur í kennsluráðgjöf, ræðir um svo- nefnda fjölþrepa kennslu og ein- staklingsmiðað nám. Katrín Frí- mannsdóttir menntunarráðgjafi fjallar hins vegar um samvinnu nemenda. Um helgina verður svo opnuð sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur á nýbreytniverkefnum grunnskól- anna og á sunnudaginn verða í fyrsta skipti afhent hvatningar- verðlaun fræðsluráðs Reykja- víkur. ■ Tumi Magnússon sýnir vídeóverk í Kúl- unni í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík. Safnið er opið alla daga frá kl. 13 til 16. Sýningin stendur til 16. febrú- ar. Friðrik Tryggvason ljósmyndari sýnir sex ljósmyndir á Mokka kaffi. Sýninguna kallar hann Blátt og rautt. Hún stendur til 15. febrúar og er opin á opnunartíma kaffihússins. Í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi stendur nú yfir sýning á 124 ljósmynd- um frá árunum 1921-81. Ljósmyndar- arnir eru 41 talsins, allir þýskir og að- hylltust allir Bauhaus-stefnuna, sem fólst í því að myndlist og iðnhönnun ættu að sameinast í byggingarlistinni. Sýning á málverkum Aðalheiðar Val- geirsdóttur stendur yfir í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Á sýningunni eru málverk unnin á þessu ári sérstaklega fyrir sýn- inguna í kirkjunni. Viðfangsefnið er Lífið, tíminn og eilífðin. Sýningin í Hallgríms- kirkju er haldin í boði Listvinafélags Hall- grímskirkju og stendur til loka febrúar- mánaðar. Íslandsmynd í mótun - áfangar í kortagerð er yfirskrift sýningar í Þjóð- menningarhúsinu. Sýnd eru þau kort sem markað hafa helstu áfanga í leitinni að réttri mynd landsins. Sýningin stend- ur þangað til í ágúst. Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð- menningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Opið er frá klukkan 11 til 17. Í Ásmundarsafni við Sigtún stendur yfir sýningin Listin meðal fólksins, þar sem listferill Ásmundar Sveinssonar er sett- ur í samhengi við veruleika þess samfé- lags sem hann bjó og starfaði í. Sýning- in er opin alla daga klukkan 13-16. Hún stendur til 20. maí.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.