Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 13. febrúar 2003 VG í kraganum: Allir listar frágengnir FRAMBOÐSLISTI Jóhanna B. Magn- úsdóttir umhverfisfræðingur verður í 1. sæti framboðslista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Þórey Edda Elísdóttir stangar- stökkvari verður í öðru sæti og Ólafur Þór Gunnarsson læknir í því þriðja. Tvö neðstu sætin skipa Arn- þór Helgason, framkvæmda- stjóri Öryrkjabandalags Íslands, og Kristín Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri VG. Vinstri hreyf- ingin – grænt framboð hefur nú gengið frá framboðslistum í öll- um kjördæmum fyrir komandi kosningar. ■ FRAMBOÐSLISTI VINSTRI GRÆNNA Í SV-KJÖRDÆMI 1. Jóhanna B. Magnúsdóttir 2. Þórey Edda Elísdóttir 3. Ólafur Þór Gunnarsson 4. Sigmar Þormar 5. Jón Páll Hallgrímsson 6. Oddný Friðriksdóttir 7. Anna Ólafsdóttir Björnsson 8. Sigurður Magnússon 9. Þóra Sigurþórsdóttir 10. Jens Andrésson 11. Anna Tryggvadóttir Kínverjar þróa snakk: Kex fyrir pandabirni PEKING, AP Kínverjar hafa þróað næringarríkt kex til að gefa pandabjörnum. Björnunum hef- ur fækkað verulega og eru nú rétt rúmlega þúsund talsins. Pandabirnir eru matvandir og er talið að það eigi þátt í því að þeir eru ekki fleiri en raun ber vitni. Að sögn Xinhua-fréttastof- unnar hefur nýja kexinu verið dreift meðal pandabjarna í sér- stakri rannsóknarstöð. Í því er að finna næga næringu fyrir pandabirni sem eru að vaxa auk þess sem það á að geta hjálpar pandabjörnum sem eiga erfitt með meltingu. ■ SKÝR ÁDEILA Þó að helstu aðilar Íraksdeilunnar séu hvergi nefndir á nafn í leiksýningunni dylst fáum sem á horfa hvað leikararnir eru að túlka. Götuleikhús með boðskap: Nýstárlegar mótmæla- aðgerðir PAKISTAN, AP Pakistanskur leikhóp- ur hefur sett upp götuleiksýningu þar sem hvatt er til þess að komið verði í veg fyrir árás Bandaríkja- manna á Írak. Að sögn höfundar leikritsins er boðskapur þess sá að stríð sé aldrei lausn á deilumál- um og friður sé ávallt eini raun- hæfi kosturinn. Einnig er lögð áhersla á það að yfirvofandi stríð snúist framar öllu um olíu en ekki trúarbrögð. Leikverkið byggir á skýrum táknmyndum en aldrei er minnst þar orði á George W. Bush Banda- ríkjaforseta, Saddam Hussein, gereyðingavopn eða annað í þeim dúr. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.