Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 32
Hver starfsstétt hefur sinn húmorog sína sérstöðu. Ungur fór ég til sjós og hægt og bítandi tók ég að skilja fyndni skipsfélaga minna. Það var ekki átakalaust þar sem mér varð að minnsta kosti tvisvar illa á í mess- unni í fyrstu tilraunum mínum til þess að vera fyndinn. Fyrra skiptið þótti afskaplega aulalegt. Þannig hafði háttað til að auglýst hafði verið eftir hásetum á bát til netaveiða. Nú, við vorum að draga netin fyrsta sinni þegar ég sá mér leik á borði til að gleðja skipsfélagana, sem ég var ann- ars afar feiminn við. ÞEGAR FYRSTU fiskarnir komu inn fyrir borðstokkinn sagði ég eins hátt og ég þorði: Hvað fiskar, var ég ekki ráðinn til netaveiða! Enginn hló en allir horfðu þeir á mig sem ég væri hið mesta viðundur, sem ég vissulega var í þeirra augum. Ég roðnaði og skammaðist mín stórlega og hét sjálfum mér því að reyna ekki aftur að slá um mig með misheppn- aðri fyndni. Aldrei aftur. Það var ákveðið. SÍÐDEGIS NÆSTA dag vorum við hásetarnir samankomnir í borðsaln- um þegar einn segir, hvar ætli við séum núna? Á því augnabliki stóð ég við kýraugað, horfði út, gleymdi fyr- irheitum gærdagsins og sagði án frekari umhugsunar: Á sama stað og í morgun. Hvernig veistu það, var spurt á móti. Sömu öldur, þekki þær aftur, sagði ég áður en ég gat stopp- að. Það hló enginn heldur var horft mig sem meira viðundur en í fyrra sinnið. Ég lofaði sjálfum mér að klikka ekki aftur, sem varð til þess að ég opnaði varla munninn næstu daga. MÖNNUM HAFA svo sem orðið á verri mistök. Samt er það ekkert þægilegt að halda aftur af sér svo dögum skiptir. Málglaðir menn eiga bágt með að þegja. Það á við um mig. Ég gat viðurkennt að mér varð á og skil núna, en gerði ekki þá, að skips- félagarnir urðu að fá tíma til að meta hvort ég væri algjör kjáni eða hefði annan húmor en þeir. Allt fór vel að lokum og nokkra þeirra þekki ég enn þann dag í dag. Núna, meira en þrjá- tíu árum síðar, bakka ég ekki með það sama hvað hver segir, eða sagði réttara sagt, að ég var fyndinn. ■ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Sigurjóns M. Egilssonar Erfitt að þegja lengi www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.