Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 23
23FIMMTUDAGUR 13. febrúar 2003 Ali G: Bandaríkjamenn teknir á beinið SJÓNVARP Sjónvarpsfígúran Ali G hefur innreið sína á Bandaríkja- markað í næstu viku en þá hefjast sýningar á nýrri þáttaröð kappans þar sem bandarískt þjóðfélag er tekið á beinið. Í þáttunum ræðir Ali G, sem heitir réttu nafni Sacha Baron Cohen, meðal annars við James Woolsey, fyrrverandi forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, og spyr hann út í morðið á John F. Kennedy og hver myrti JR. ■ BEÐMÁL Þættirnir Sex and the City fjalla á opinská- an hátt um kynlíf fjögurra vinkvenna í New York. Stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna: Ekki klippta útgáfu af Beðmálum SJÓNVARP Þrjár af fjórum stærstu sjónvarpsstöðvum Bandaríkjanna hafa engan áhuga á að sýna klippta útgáfu af framhaldsþátt- unum vinsælu Beðmál í borginni. Stjórnendur HBO-sjónvarps- stöðvarinnar, sem framleiðir þættina, reyndu nýverið að selja sjónvarpsstöðvunum ABC, NBC, CBS og Fox klippta útgáfu af gömlum þáttum, sem þar með væri hægt að sýna á besta sjón- varpstíma. Þrjár stöðvanna höfn- uðu hugmyndinni en Fox hefur ekki gefið fjölmiðlum svar. Eins og kunnugt er fjalla þættirnir á fremur opinskáan hátt um kynlíf fjögurra vinkvenna í New York. Þættirnir um Beðmálin hafa hingað til einungis verið sýndir á HBO-sjónvarpsstöðinni, sem nær til um þriðjungs bandarískra heimila. Lengi hefur staðið til að stöðin selji gamla þætti til ann- arra stöðva. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem hún reynir að selja stærstu sjónvarpsstöðvum landsins þættina. ■ ALI G Ali G fer ótroðnar slóðir þegar hann ræðir við viðmælendur sína. Í TREYJU NÚMER 23 Mariah Carey klæddist treyju Michael Jord- an þegar hann lék með Chicago Bulls þeg- ar hún skemmti í leikhléi í Stjörnuleik NBA-deildarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.