Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 29
29FIMMTUDAGUR 13. febrúar 2003 ÍRAK Tvær frægar leynilöggur kvikmyndasögunnar voru í gær nefndar til sögunnar í Íraksdeilunni. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sakaði frönsku ríkis- stjórnina um að vilja koma í veg fyrir stríð í Írak með því að senda, eins og hann orðaði það, Clouseau varðstjóra til Miðausturlanda að leita að vopnum. Franski leynilög- reglumaðurinn Clouseau, sem leikinn var af Peter Sellers í kvikmyndunum um Bleika pardusinn, þótti einkar klaufalegur í störfum sínum. Athuga- semd Powells var því til þess fallin að lítil- lækka Frakka og gera lítið úr tillög- um þeirra um fjölg- un vopnaeftirlits- manna. Hinn njósnari kvik- myndanna sem var nefndur á nafn í al- þjóðlegum umræðum um Írak í gær var enginn annar en James Bond. Breska dagblaðið The Guardian lýsti því yfir í leiðara að Íraksdeilan væri til komin að stórum hluta vegna þess að leyniþjónustur Breta og Bandaríkjamanna hefðu staðið sig einkar illa á undanförnum árum. Litlar upplýsingar væru til staðar um ástand mála í Írak og allt of lítil áhersla hefði verið lögð á gamaldags og hefðbundnar njósnir, sem gætu fyrirbyggt stríðsátök. „Náum í Bond,“ segir blaðið í fyrirsögn leiðarans. „James Bond er maðurinn sem heimsbyggðina vantar.“ ■ Ýmis nöfn eru nefnd til sögunnar til lausnar Íraksdeilunni: Clouseau og Bond á leið til Íraks JAMES BOND The Guardian telur þörf á manni eins og honum. CLOUSEAU Colin Powell líkir vopnaeftirlitsmönnum við þennan klaufalega lögreglumann. Ný plata frá Air: Í samstarfi við rithöfund TÓNLIST Franski rafdúettinn Air hyggst gefa út plötu í samstarfi við ítalska rithöfundinn Al- essandro Baricco. Baricco mun semja texta við lög sveitarinnar. Samstarfið hófst sumarið 2002 þegar Ítalinn hafði samband við Frakkana. Baricco las upp úr bók sinni á tónleikum Air og þótti svo vel til takast að ákveðið var að hljóðrita þá og gefa út. Platan hef- ur fengið nafnið „City Reading: Tre Storie Western“ og kemur væntanlega út 24. mars. Margir bíða spenntir eftir næstu skífu Air en sveitin gaf síðast út plötuna „10.000 Hz Legend“. ■ Fyrrum meðlimir The Smiths: Græða á Tatu TÓNLIST Margir hafa grætt á óvæntri velgegni rússneska les- bíudúettsins Tatu. Meðal þeirra eru Morrisey og Johnny Marr úr hljómsveitinni The Smiths. Félag- arnir hafa grætt um 200 þúsund pund á laginu „How Soon Is Now“ sem finna má á plötu Tatu „200 KM/H in the Wrong Lane“. Lagið kom upphaflega út á plötu The Smiths, „Hatful of Hollow“. Líklegt þykir að Morrissey og Marr muni fá aukna vasapeninga þegar plata Tatu kemur út í Englandi á næstu dögum. Julia Volkova, annar helming- ur Tatu, segist aldrei hafa heyrt í The Smiths. Þær heyrðu lagið í fyrsta sinn í hljóðverinu og ákváðu að slá til. ■ TATU Ungu lesbíurnar í Tatu hafa slegið í gegn að undanförnu. SKÓR OG ÚLPUR FYRIR ALLA á 50-80% lægra verði Einnig barna- og unglingafatnaður Everlast gallar Fullorðins 2.990 Krakkastærðir 60-170 2.500 Opið Mán. - fös. 11-18 Lau. 11-16 OUTLET 10 + + + m e r k i f y r i r m i n n a + + + FAXAFENI 10 – SÍMI 533 1710 Nýt t ko rta tím abi l í da g ÚLPUR Everlast úlpur 4.990 Fila barnaúlpur 2.990 Fila úlpur 7.900 DKNY úlpur 3.500 Dömur Laura Aime bolir 1.500 Studio kápur 6.990 Tark gallajakkar 5.990 Morgan buxur 3.500 Red Bubble stígvél 5.590 Billi bi stígvél 6.990 Herra Bene jakkaföt 12.500 4 You skyrtur 1.990 Everlast peysur 1.990 4 You herraskór 3.500 Portland skór 3.990 Póstsendum Ný sending af dömufatnaði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.