Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 20
20 13. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR HALF PAST DEAD b.i. 16 8 og 10.15 JAMES BOND b.i. 12 ára kl. 5 og 10.10 SPY KIDS 2 kl. 3.45, 5.50 og 8 ANALYZE THAT HARRY POTTER m/ísl.tali kl. 5 JUWANNA MANN kl. 4, 6, 8 og 10 GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 4 THE HOT CHICK kl. 4, 6 og 8 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 bi. 12 Sýnd kl. 4 og 8 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 8 kl. 5.50 HAFIÐ kl. 6DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN kl. 98 MILE kl. 10.30COUP DE TÉTE kl. 10IRREVERSIBLE e. texti b. 16 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 Sýnd kl. 8 kl. 6 og 8STELLA Í FRAMBOÐI Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i.14.ára FRÉTTIR AF FÓLKI Leikarinn Michael Caine er afarstoltur af Óskarsverðlaunatil- nefningu sinni í aðalleikaraflokkn- um. Hann hefur tvisvar sinnum unnið Óskarinn fyrir aukahlut- verk, fyrst fyrir „Hannah and Her Sisters“, svo „The Cider House Rules“, en aldrei fyrir aðalhlutverk. Þetta er þó í fjórða skipti sem hann fær tilnefningu í flokknum. Caine er að þessu sinni tilnefndur fyrir leik sinn í myndinni „The Quiet American“. Leikarinn segist sáttur við það eitt að hafa fengið tilnefningu. Eftirlifandi liðsmenn The Grate-ful Dead hafa ákveðið að skipta aftur um hljómsveitarnafn. Eftir að höfuðpaur sveitarinnar, Jerry Garcia, lést úr hjartaslagi á meðferðarstofnun tóku félagarnir upp nafnið The Other Ones. Nú hafa þeir tekið sér nafnið „The Dead“. Þeir hafa leikið saman síð- an á sjöunda áratugnum og eiga enn auðvelt með að fylla stærðar leikvanga í Bandaríkjunum. Aðdá- endur The Grateful Dead hafa lengi kallað sig „Deadheads“ og er nafnið „The Dead“ það sem hörð- ustu aðdáendur sveitarinnar hafa kallað sveitina lengi. Harðjaxlinn Steven Seagal héltþví fram í vitnastúku á þriðju- dag að mafían hefði krafist hluta af gróða mynda hans. Leikarinn var fenginn sem vitni í máli Peter Gotti, bróður hins alræmda glæpa- konungs John Gotti. Seagal held- ur því fram að Gambino-glæpa- fjölskyldan hafi kúgað sig til þess að aðstoða sig við að ná tökum á fólki innan kvikmyndabransans. Seagal segist hafa lengi óttast um líf sitt. Sýnd kl. 5, 8 og 10 b.i.16.ára Sýnd í lúxus kl. 5 og 8 TÓNLIST Fyrir mér gæti Zwan-platan íraun verið sjötta breiðskífa The Smashing Pumpkins (eða sjö- unda, fer eftir því hvort við teljum Machina II með eða ekki). Ný sveit fyrrum graskershaussins Billy Corgan hljómar nánast alveg ná- kvæmlega eins og The Smashing Pumpkins gerði um það leyti er „Siamese Dream“ kom út. Hljóm- urinn er sem sagt mýkri en sá vél- ræni tónn er Pumpkins var komin í og einkenndi meistarastykkið „Adore“. Miðað við þá jaðarbolta er Corgan valdi í lið sitt núna bjóst ég við því að tónninn yrði hrárri og tilraunakenndari. Það er þvert á móti, hér eru lagasmíðar poppaðri, tónn aðgengilegri og aðaláherslan lögð á grípandi melódíur. Eitthvað sem Corgan er virkilega flinkur við að smíða og hér er bunki af grípandi krókum. Dágóður efnivið- ur í nokkra útvarpsslagara. Persónulega ónáðar það mig að gítarleikarinn David Pajo, áður úr Slint og Papa M, fái ekki meira rými fyrir frumlegan gítarleik sinn. Ég hefði viljað sjá Corgan nýta tækifærið á nýrri byrjun með því að stiga stórt skref áfram. Þess í stað stígur hann skref til baka og virðist ætla að njörva sig niður í síamsdraum sínum. Aðdáendur þeirrar plötu verða yfir sig hrifnir af Zwan. Birgir Örn Steinarsson ZWAN: Mary Star of the Sea KVIKMYNDIR Warren Schmidt er á tímamótum. Hann var að ná eftir- launaaldrinum og veit ekki hvað hann á að gera nú þegar ævistarfi hans sem tryggingafræðingur skógarhöggsmanna fyrir Heims- tryggingafyrirtækið lýkur. Það er ekki til þess að bæta ástandið að dóttir hans er við það að giftast al- gjörum aula. Til þess að toppa til- gangsleysi hans hrekkur eiginkona hans til 42 ára skyndilega upp af. Fyrir fráfall hennar höfðu hjón- in ákveðið að leggjast í ferðalag um Nebraska-fylki á hjólhýsi sínu. Schmidt ákveður að leggja einn af stað í átt til Denver þar sem dóttir hans býr. Samband þeirra hefur ekki verið með besta móti í gegn- um árin og er hann staðráðinn í því að gera bragarbót þar á. Hann kynnist tilvonandi tengdaforeldr- um dóttur sinnar og líkar ekki frjálslyndi þeirra. Hann setur sér það því sem takmark að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá dóttur sína ofan af þeirri vit- leysu að giftast lúðanum. Leikstjóri myndarinnar, Alex- ander Payne, er einn þeirra kvik- myndagerðarmanna sem skrifa handrit mynda sinna sjálfir. Hann þykir afar kaldhæðinn og fékk á sig stimpilinn „meistari satíranna“ eftir síðustu mynd sína „Election“, sem skaut leikkonunni Reese Witherspoon upp á stjörnuhimin- inn. „About Schmidt“ er þriðja mynd hans en áður gerði hann „Citizen Ruth“ sem skartaði Lauru Dern í aðalhlutverki. Payne tók einnig að sér að skrifa handritið að þriðju Jurassic Park-myndinni. Í „About Schmidt“ fjallar Payne um tilgangsleysi lífsgæða- kapphlaupsins og hversu auðvelt það sé að gleyma hinum sönnu gildum í uppbyggingu skýjaborga. Leikarinn Jack Nicholson er þekktur fyrir að velja hlutverk sín vandlega. Að fá hann um borð þyk- ir því eitt og sér vera mikill gæða- stimpill á kvikmynd. Sá gamli er til- nefndur til Óskarsverðlauna í flokki aðalleikara fyrir frammi- stöðu sína. Þar með varð hann sá leikari sem oftast hefur fengið til- nefningar. Á arinhillu hans hvíla nú þegar þrjár Óskarsverðlaunastytt- ur. Þær fékk hann fyrir myndirnar „As Good as it Gets“ (1997), „Terms of Endearment“ (1983) og „One Flew Over the Cuckoo’s Nest“ (1975). biggi@frettabladid.is kl. 8 og10 Skref til baka O’NEAL Tatum O’Neal segir Michael Jackson hafa ríkt ímyndunarafl. Leikkonan Tatum O’Neal: Vísar um- mælum Jackson á bug TÓNLIST Leikkonan Tatum O’Neal segist ekki hafa reynt að tæla popparann Michael Jackson til ást- arleikja þegar hún var aðeins 12 ára gömul. Jackson hélt því fram í heimild- armyndinni um hann sem nýlega var sýnd í sjónvarpinu að O’Neal hefði leitt hann í svefnherbergið, hneppt frá skyrtu hans og talað á opinskáan hátt við hann um kynlíf. O’Neal hefur vísað ummælum Jackson á bug og segir hann hafa mjög ríkt ímyndunarafl. „Michael kom heim til mín en það er ekki möguleiki að ég hafi verið eins þroskuð og fáguð og hann sagði, að- eins 12 ára gömul,“ sagði O’Neal. ■ KVIKMYNDIR Tökur standa yfir á nýj- ustu Tom Cruise-myndinni á Nýja- Sjálandi. Myndin heitir The Last Samurai og er væntanleg um næstu áramót. Cruise leikur fyrrverandi hermann í þrælastríðinu sem fer í umboði byssuframleiðanda til Japan um 1870. Honum er ætlað að þjálfa hermenn keisarans en þeim er ætlað að leysa hina gamalgrónu samúræja af hólmi og útrýma þeim um leið. Cruise kynnist svo hinni fornu heiðursmannareglu samúræjanna og þarf í framhaldinu að gera upp við sig með hvorri fylkingunni hann ætl- ar að standa. ■ Tom Cruise: Við tökur á Nýja-Sjálandi NÝJA-SJÁLAND Það er ekkert til sparað við gerð nýju Tom Cruise myndarinnar sem á að gerast í Japan í kringum 1870. Á morgun verður nýjasta kvikmynd leikarans Jack Nicholsson, „About Schmidt“, frumsýnd. Á móti honum leikur leikkonan Kathy Bates en þau eru bæði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM: Internet Movie Database - 8.0/10 Rottentomatoes.com - 85% = Fresh Ebert & Roeper - Tveir þumlar upp Los Angeles Times - 4 stjörnur (af 5) AÐRAR FRUMSÝNINGAR UM HELGINA: Two Weeks Notice Ballistic Dark Blue World Er líf eftir starfslok?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.