Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 24
24 13. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR BÆKUR Random House-bókaútgáf- an hefur samið við rithöfundinn Mark Winegardner um að skrifa nýja bók um Corleone-fjölskyld- una sem Mario heitinn Puzo gerði alræmda í bókum sínum um Guð- föðurinn. Winegardner, sem hefur áður skrifað um jafn ólíka hluti og hafnabolta, Cleveland-borg og skipulagða glæpi, fékk þetta eftir- sótta verkefni að undangenginni samkeppni. Gert er ráð fyrir að bók hans „The Godfather Ret- urns“ eða „Guðfaðirinn snýr aft- ur“ komi út haustið 2004. „Það eru enn margar sögur ósagðar,“ segir hinn 41 árs gamli Winegardner, sem kennir skapandi skrif við Há- skólann í Flórída. Útgáfunni bárust rúmlega hundrað tillögur að framhalds- sögu um Guðföðurinn og var nokkrum hafnað nær samstundis, þar á meðal sögu þar sem arftak- inn Michael Corleone, sem Al Pacino hefur leikið í þremur kvik- myndum, verður ástfanginn af indíánakonu sem er á kafi í mann- réttindabaráttu og annarri þar sem Corleone-fjölskyldan kom hvergi við sögu. Þá var tveimur sögum hafnað þar sem höfundar þeirra eru Bretar. Winegardner er þó ekki Ítali eins og Puzo en hann er aftur á móti af írsku og þýsku bergi brotinn líkt og Tom Hagen sem var ráðgjafi Guðföðurins „og honum gekk ágætlega að fóta sig í þessum heimi“, eins og Wine- gardner orðar það. ■ TÆKNI Fullt var út úr dyrum í sal 1 í Háskólabíói þegar Hönnunar- keppni félags véla- og iðnaðar- verkfræðinema fór fram síð- astliðinn föstudag. Keppnin hef- ur hlotið verðskuldaða athygli og hefur áhugi fyrir henni aukist með hverju árinu sem líður. Þrautin í ár var óvenju erfið en 17 lið voru skráð til leiks. Lið- in áttu að smíða tæki, sem keyra átti ákveðna leið, taka upp dós fulla af glerkúlum og skila þeim í gat við enda brautarinnar. Á leiðinni átti tækið að fella niður fallhlera, keyra upp og niður hæð og komast yfir tvær þrí- hyrndar hindranir. Keppendur fengu stig fyrir magn glerkúlna sem þeir skiluðu í mark. Ólafur Kr. Þórðarson, nem- andi í lyfjafræði við Háskóla Ís- lands, hlaut flest stig í ár. Hann var sá eini sem tókst að leysa alla þrautina og skila kúlunum ofan í gatið. Frumlegustu hönnunina áttu Berglind Hálfdánardóttir, nem- andi í hjúkrunarfræði, og Páll Einarsson, nemi í Listaháskóla Íslands. Bestu hönnunina átti Ingi Sturla Þórisson, nemi í véla- og iðnaðarverkfræði í Háskóla Ís- lands, Andri Guðmundsson, nemandi í eðlisfræði, og Elvar Már Pétursson. Tæki keppenda vekja jafnan mikla lukku enda mikið í þau lagt. Mótorar úr borvélum og rúðuþurrkum voru vinsælir í ár, sem og rafdrifin bílaloftnet og annar flókinn rafeindabúnaður. Ákveðnar reglur gilda um tækin. Þau mega ekki kosta meira en tíu þúsund krónur, ekki vera stærri en 40x40x40 rúm- sentimetrar, mega ekki skaða keppendur, brautina eða um- hverfið né stofna lífi áhorfenda, dómara eða annarra þátttakenda í hættu. Ekki má heldur nota lif- andi veru við lausn þrautarinn- ar. Flest liðanna áttu í miklum erfiðleikum með að leysa fyrstu þrautina, það er að fella niður fallhlerann. Keppninni er ætlað að vekja áhuga á tækni og nýsköpun og er liður í kynningu á starfi verk- fræðideildar Háskóla Íslands. Valgerður Sverrisdóttir, við- skipta- og iðnaðarráðherra, setti keppnina. kristjan@frettabladid.is EINBEITING Það var mikið lagt upp úr glæsilegum tækjum á hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema. Lyfjafræðinemi leysti einn þrautina Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema lokið. Lyfjafræðinemi bar sigur úr býtum. Einn náði að leysa þrautina. Strangar reglur gilda um tæki keppenda. Ekki má nota lifandi veru. ERFIÐ ÞRAUT Þrautin í ár var óvenju erfið. Aðeins sigur- vegaranum tókst að leysa hana alla og koma glerkúlunum í gatið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Guðfaðirinn: Ættarsagan heldur áfram LJÁÐU MÉR EYRA Nýr maður hefur verið fenginn til að halda ættarsögu Guðföðurins gangandi að Mario Puzo látnum. 1 METSÖLULISTI 2 3 4 5 6 7 8 9 10 MEST SELDU ERLENDU BÆKURNAR HJÁ PENNANUM-EYMUNDSSYNI James Patterson 2ND CHANCE John Connolly THE WHITE ROAD Nora Roberts THREE FATES Jeffrey Deaver THE STONE MONKEY Catherine Coulter THE PENWYTH CURSE Stephen King EVERYTHING’S EVENTUAL Stephanie Laurens THE PROMISE IN A KISS Iris Johansen BODY OF LIES Linda Howard STRANGERS IN THE NIGHT Terry Pratchett THE AMAZING MAURICE Bókalistinn: Góðir kunningjar BÆKUR James Patterson hefur hreiðrað um sig í efsta sæti list- ans. Hann er einna þekktastur fyrir spennusögur sínar um Alex Cross, sem Morgan Freeman hef- ur leikið í tveimur kvikmyndum byggðum á bókum Pattersons, Kiss the Girls og Along Came a Spider. Hann lætur hins vegar til skarar skríða með 2nd Chance að þessu sinni en þar segir af frekari ævintýrum fjögurra kvenna sem leystu morðmál í sameiningu í Fyrstur til að deyja, sem kom út hjá JPV-útgáfu fyrir jólin. Vin- sældir þessa flokks eru miklar og fregnir herma að Patterson sé þegar byrjaður á þriðju bókinni um þær stöllur. ■ WILLIAM SHAKESPEARE Globe-leikhúsið, sem kennt er við skáldjöf- urinn enska, heldur í sína fyrstu leikferð til Bandaríkjanna á þessu ári. Þrettándakvöld: Heimurinn settur á svið í Bandaríkj- unum LEIKHÚS Shakespeare-leikhúsið Globe leggur land undir fót í haust og setur upp sýningu í Bandaríkjunum í fyrsta sinn. Leikhópurinn 2Luck Concepts mun fara í tveggja mánaða leik- ferð um Bandaríkin með upp- færslu sína á þrettándakvöldi eft- ir Shakespeare. Shakespeare’s Globe Theatre í London er eftirlíking hins upp- runalega Globe-leikhúss. Það var draumur bandaríska leikarans og framleiðandans Sam Wanamaker að koma leikhúsinu á laggirnar. Hann lést árið 1993 en leikhúsið var opnað fjórum árum síðar og hefur þegar ferðast til Þýskalands og Japans. ■ HVAÐA BÓK ERT ÞÚ AÐ LESA? Haukur Örn Birgisson, formaður Frjálshyggjufélagsins. „Núna er ég að lesa The Fountainhead eftir Ayn Rand. Hún leggst mjög vel í mig. Þetta er svolítið öðruvísi heimspekileg skáldsaga um einstaklingseðlið.“ NLP Námskeið Neuro-Linguistic Programming Námskeiðið fer fram 17. til 25. febrúar. NLP undirmeðvitundarfræði er fyrir alla og er okkar innra tungumál milli hugsana og undirmeðvitundar. NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð frábærum árangri í lífinu. Kennt er m.a.: - Að vera móttækilegur og læra á auðveldan hátt - Að skapa nýtt samskiptamál - Að skapa þína eigin framtíð - Að stjórna samtölum - Að vekja snillinginn í sjálfum sér - Að leysa upp neikvæðar venjur - Að lesa persónuleika fólks - Venjur til varanlegs árangurs Leiðbeinandi: Kári Eyþórsson MPNLP Upplýsingar í síma: 588 1594 • Netfang: koe@islandia.is Nánari upplýsingar um NLP má finna á: www.ckari.com Þ a ð e r e n þ á p l á s s f y r i r þ i g á þ e t t a f r á b æ r a n á m s k e i ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.