Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 13. febrúar 2003 debenhams S M Á R A L I N D Drengjabuxur 2.590 kr. Telpnabuxur 2.990 kr. Barnabolir og skyrtur í miklu úrvali. Vasar frá 2.490 kr. Velúrgallar Toppar frá 2.990 kr. Buxur frá 3.990 kr. Sjá›u... ...full bú› af n‡jum vörum í öllum deildum. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 01 92 02 /2 00 3 Persónulegur stílisti Ókeypis persónuleg þjónusta án nokkurra skuldbindinga. Ráðgjöf um val á brjóstahöldurum Um 70% kvenna nota ranga stærð brjóstahaldara. Fagfólk okkar ráðleggur þér um rétt val, ókeypis og án skuldbindinga. Gjafainnpökkun Gjöfinni þinni pakkað inn í glæsilegar umbúðir. Verðið kemur þægilega á óvart! N‡tt kortatímabil Nýtt í Nó atúni 998.- tilboðaðeins kr. Verð kr.1.690.- FÓLK Leikarinn Sean Penn segist hafa misst af stóru hlutverki í kvikmynd vegna skoðana sinna á fyrirhuguðum árásum á Írak. Framleiðandi myndarinnar, Steve Bing, segir málið allt á misskiln- ingi byggt og ætlar að láta reyna á það fyrir dómstólum. Penn hafði samið við Bing um aðalhlutverk í myndinni „Why Men Shouldn’t Marry“, sem sá síð- arnefndi framleiðir og skrifar handrit að. Penn hefur ekki farið leynt með andúð sína á fyrirhuguðum árás- um á Írak og kennir því um það að Bing rifti samningnum. Lögfræðingar framleiðandans segja hins vegar að Penn sé „hrokafullur leikari“ sem hafi aldrei átt að fá hlutverkið. ■ Sean Penn: Varð af hlut- verki vegna skoðana SEAN PENN Skoðanirnar urðu honum að falli. Ísólfur Gylfi Pálmason, læri-sveinn Halldórs Blöndal á for- setastóli Alþingis, sýndi það og sannaði með vask- legri framgöngu sinni í gær að fyrsti forseti er ekki sá eini sem stendur klár á þingsköpunum. Einar Oddur Kristjánsson, fimmti þingmaður Vestfjarða, var á góðri sigl- ingu í ræðustóli þegar Ísólfur Gylfi þaggaði nið- ur í honum þar sem honum hafði láðst að biðja for- seta um leyfi áður en hann fór með beina tilvitnun. Einar Oddur tók leiðbeiningum sitjandi forseta vel, bað formlega um leyfið eftir á og hélt svo áfram að skemmta þingheimi sem hló dátt að öllu saman. Ótrúleg sátt virðist ríkja meðalkvikmyndagerðarmanna en Tómas Ingi Olrich skipaði Lauf- eyju Guðjónsdóttur í embætti for- stöðumanns Kvikmyndamiðstöðv- ar Íslands fyrir skömmu. En kenn- ingar láta ekki á sér standa... Alls sóttu 17 um stöðuna, margir sem þóttu vænlegir kandídatar. Mætt- ust víst stálin stinn þegar mennta- málaráðherra og kvikmyndaráð, sem um stöðuna véluðu, tókust á um tvo þeirra. Þor- finnur Ómarsson er ekki í náðinni en Tómas Ingi vék honum úr starfi hjá Kvikmynda- sjóði fyrir nokkru og fulltrúar annarra sjónarmiða munu vart hafa mátt til þess hugsa að einhver tengdur Hrafni Gunnlaugssyni yrði fyrir valinu en þannig hefur Rúnar Gunnarsson dagskrárstjóri RÚV verið teikn- aður upp. Ráðning Laufeyjar í stöðuna virðist því hafa verið far- sæl lending á snúnu máli. Fréttablaðið hefur sagt frá þvíað mikið standi til hjá Sjón- varpinu vegna Júróvisjónkeppn- innar en nú herma heimildir að önnur keppni muni jafnvel ná að yfirskyggja sjálfa aðalkeppnina: Nefnilega hver mun standa sig betur sem kynnir. Þar fara tveir vinir, en jafnframt miklir keppi- nautar, en þeir líta jafnan til þess að vera nefndir sjónvarpsmenn ársins. Þetta eru að sjálfsögðu þeir Gísli Marteinn Baldursson og Logi Bergmann Eiðsson sem sam- an munu standa á sviði Háskóla- bíós þegar gleðin stendur sem hæst.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.