Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 7
Góður innri vöxtur Össurar: Hagnaður undir væntingum UPPGJÖR Stoðtækjafyrirtækið Össur hagnaðist um rúmar tíu milljónir dollara eða um 800 milljónir króna eftir skatta mið- að við núverandi gengi. Miðað við meðalgengi liðins árs er hagnaðurinn um 900 milljónir króna. Afkoman er heldur lakari en fyrirtækið sjálft og fjármála- fyrirtæki höfðu gert ráð fyrir. Tekjur námu rúmum 80 milljón- um dollara og var innri vöxtur félagsins um nítján prósent. Hagnaðurinn í fyrra er rúmum sextán prósentum meiri en árið áður. Framlegð síðasta ársfjórð- ungs ársins var lakari en áætl- anir höfðu gert ráð fyrir. Helstu ástæður þess eru einkum að gjaldfærður var kostnaður við að auka framleiðslugetu. Fram- lag í ábyrgðarsjóð vegna ábyrgðarviðgerða var aukið. Að auki voru birgðir færðar niður og styrking krónunnar hafði í för með sér aukinn kostnað fyr- ir fyrirtækið. Össur hefur gefið út ná- kvæmar áætlanir um rekstur sinn. Fyrirtækið hefur ákveðið að falla frá slíku. Sú ákvörðun er rökstudd með því að fyrir- tækið hafi gengið lengra í slíku en fyrirtæki almennt. Þar fyrir utan hefur að mati fyrirtækisins orðið viðhorfsbreyting til gagn- semi svo nákvæmra upplýsinga varðandi horfur fyrir heilbrigð- an markað. ■ Biskup um Karl prins: Verji hina réttu trú LONDON, AP Erkibiskupinn af Kantaraborg er andvígur hugmynd- um Karls Bretaprins um að konung- ur eða drottning Bretlands eigi að vera „verjandi trúar“ en ekki „verj- andi trúarinnar“ eins og nú er. Karl prins hefur sagt að með breyting- unni yrði tekið fullt tillit til þeirra sem játa aðra trú. Erkibiskupinn segir þetta ómögulegt. „Ef engar róttækar breytingar eiga sér stað verður hann að sætta sig við það, hvort sem honum líkar betur eða ver, að vera verjandi trúarinnar og eigi sérstakt samband við kirkjuna sem hann getur ekki átt við önnur trúarbrögð.“ ■ HUGO CHAVEZ Stutt er síðan forsetinn sagði að réttast væri að fangelsa verkfallsmenn. 12.000 reknir: Chavez rek- ur verkfalls- menn VENESÚELA, AP Hugo Chavez, for- seti Venesúela, hefur rekið nærri þriðja hvern starfsmann ríkisolíu- fyrirtækisins fyrir að taka þátt í tveggja mánaða verkfalli til að koma Chavez frá völdum. 12.000 starfsmenn Petroleos de Venezu- ela, fyrst og fremst stjórnendur og umsjónarfólk, fengu reisupass- ann eftir að Chavez tilkynnti skipulagsbreytingar á fyrirtæk- inu. Chavez segir að með þessu vilji hann draga úr skrifræði innan fyrirtækisins og losna við andófs- menn. Erlendir sérfræðingar í olíuiðnaði kváðust óttast að upp- sagnirnar hefðu neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins. ■ Búnaðarbanki: Fjármála- eftirlitið safn- ar gögnum EINKAVÆÐING Fjármálaeftirlitið er að vinna að mati á hæfi kaupenda Búnaðarbankans. Kaupendur bankans hafa sent gögn til eftir- litsins að undanförnu, en gagna- öflun mun ekki að fullu lokið. Samkvæmt reglum hefur Fjár- málaeftirlitið mánuð til að kveða upp úr um hæfi eigenda ráðandi hlutar í fjármálastofnun eftir að síðustu gögnum hefur verið skil- að. Vinna við slíkt mat er tímafrek og því er ekki búist við niðurstöðu alveg á næstunni. ■ 7FIMMTUDAGUR 13. febrúar 2003 INNRI VÖXTUR Fyrirtækið Össur heldur áfram að vaxa. Framlegð og hagnaður voru undir áætlunum á síðasta ári. AFTANÍVAGN FAUK Á BENSÍN- DÆLU Aftanívagn flutningabíls fauk á plani bensínstöðvar á Hólmavík í vindhviðu í gærdag og skall á bensíndælu. Vagninn fauk um 60 metra vegalengd og braut niður dæluna. Engin bens- ínmengun hlaust við óhappið. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.