Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 12
12 13. febrúar 2003 FIMMTUDAGUR HÚSAVÍKURLÖGGAN FANN HASS Lögreglan á Húsavík lagði hald á 14 grömm af hassi á einum gisti- staða bæjarins aðfaranótt sunnu- dagsins. Einn maður var handtek- inn vegna málsins og viðurkenndi hann að eiga efnið. Málið telst upplýst. Sömu nótt var rúða brot- in í anddyri Landsbankans, nánar tiltekið við hraðbankann. INNBROT Í TVO SKÓLA Innbrot var framið í tvo grunnskóla á Ak- ureyri í fyrrinótt, Glerárskóla og Síðuskóla. Að sögn lögreglu er talið að um sömu þrjóta sé að ræða. Þjófarnir höfðu á brott með sér verðmætan tækjabúnað og lítilræði af peningum. PREDIKARI Landlæknir telur að Charles Indifone, predikarinn sem kom hingað á vegum Kross- ins og annarra trúfélaga, blekki fólk á samkomum sínum. „Við erum ekki endilega að segja að það sé mönnum skaðlegt að sækja svona samkomur en fólk er misjafnlega út- sett fyrir þessu og svona samkomur geta beinlínis vald- ið því skaða,“ segir Haukur Valdi- marsson aðstoðar- landlæknir. Hann segir manninn hafa aug- lýst að hann geti læknað alnæmi, krabbamein og lifrarbólgur. „Við erum ekki hrifin af slíkum yfir- lýsingum því sá sem segist geta læknað þessa sjúkdóma á einni samkomu er augljóslega að blekkja, fyrir utan þá staðreynd að það er ekki heimilt samkvæmt lögum,“ segir Haukur. Hann segist vissulega bera virðingu fyrir trúnni og máttur hennar sé mikill svo lengi sem menn beri ekki skaða af. Hann bendir á að vitað sé um í það minnsta eitt tilfelli þar sem mað- ur þurfti að leggjast inn á sjúkra- hús vegna þess að hann hætti að nota lyf sem voru honum nauð- synleg. Gunnar Þorsteinsson, for- stöðumaður Krossins, sem átti aðild að því að fá Charles Indi- fone hingað, segir að vissulega hljóti ekki allir lækningu. „Við eigum engin svör við því hvers vegna einn en ekki annar lækn- ast. Þessi maður hefur unnið talsvert í Danmörku og þar hef- ur verið rituð bók um lækningar hans. Það er enginn vafi á að margir hljóta bót meina sinna og ég var að fá eintak af færeysku dagblaði þar sem segir af manni sem steig úr hjólastól og skautar nú á hjólaskautum,“ Gunnar telur að það heyri til algjörra undantekninga að fólk telji sig læknað og skaðist af. „Við leggjum ríka áherslu á að menn geri ekkert nema í samráði við sinn lækni og það er ekki frá okkur komið að hægt sé að kasta öllum lyfjum fyrirvaralaust. Það breytir ekki því að Guð hefur hjálpað mörgum fyrir tilstilli þessa manns því það er ekki hann sem læknar heldur kemur lækningin frá Guði,“ segir Gunn- ar Þorsteinsson. Charles Indifone er væntan- legur aftur í maí. bergljot@frettabladid.is DECODE Sverrir Her- mannsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, vill að Alþingi skipi nefnd til að rannsaka umsvif bandaríska fyrirtækisins DeCode Genetics Inc. og að- stoðarmanna þess í ís- lensku fjármálakerfi. Í greinargerð með þingsályktunartillögu Sverris segir að þeir viðskiptahættir sem viðhafðir voru við sölu hlutabréfa í DeCode á Íslandi virðist hafa verið með þeim hætti að ítarleg rannsókn sé nauðsynleg. Ekki þurfi síst að rannsaka hvaða ábyrgð íslensk stjórnvöld kunni að bera í því sambandi. Enn fremur segir að með ótrúlegum blekkingum hafi starfsmönnum ýmissa fjármála- fyrirtækja tekist að selja fjöl- mörgum Íslendingum bréf í DeCode sem verðlítil hafi reynst og standi kaupendur nú frammi fyrir gjaldþroti. Slíkar aðferðir hafi einnig verið stundaðar af fyrirtækjum í ríkiseign, svo sem bönkum. Þessa rannsókn telur Sverrir Hermannsson að þurfi að framkvæma með tilliti til þess einnig hvort íslensk stjórnvöld verði kölluð til fjárhagslegrar ábyrgðar á viðskiptunum. ■ JÜRGEN MOELLEMANN Ummæli hans um forystumann gyðinga í Þýskalandi og forsætisráðherra Ísraels urðu honum að falli. Sakaður um gyðingahatur: Segir af sér þingsæti BERLÍN, AP Þýski þingmaðurinn Jürgen Moellemann hefur til- kynnt afsögn sína á þýska þinginu vegna ummæla sinna sem samtök gyðinga segja að einkennist af fordómum í sinn garð. Afsögn þingmannsins á sér langan aðdraganda. Á síðasta ári sagði hann óbilgjarnan og ill- gjarnan málflutning eins forystu- manna gyðinga ýta undir gyðinga- hatur. Ummælin ollu miklu fjaðrafoki. Félagar Moellemanns í flokki Frjálsra demókrata reyndu án ár- angurs að reka hann úr flokknum og höfðu undirbúið að reyna að fá hann rekinn af þingi. ■ ALÞINGI Umhverfisráðuneytinu hafa borist mótmæli gegn Kára- hnjúkavirkjun frá tvennum er- lendum samtökum, annars veg- ar frá The British Association for Shooting and Conservation og hins vegar frá Föreningen Natur och Samhälle i Norden. Þetta kemur fram í svari ráð- herra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur. Fram kemur að einnig hafi borist afrit af mótmælum frá BirdLife International, The Wildfowl & Wetlands Trust, Northumberland Wildlife Trust og The Royal Society for the Protection of Birds, sem send voru öðrum aðilum. Northum- berland Wildlife Trust er með yfir fjögur hundruð þúsund meðlimi og The Royal Society for the Protection of Birds með yfir milljón aðila. Þá upplýsir umhverfisráð- herra að í lok janúar hafi ráðu- neytinu borist alls 1.958 mót- mælasendingar frá erlendum einstaklingum, þar af 1.890 með tölvupósti. ■ Stríðsfangar: Lausir eftir 20 ára fang- elsisvist MAROKKÓ, AP Polisario-hreyfingin hefur leyst um hundrað marokk- óska hermenn úr haldi, rúmum 20 árum eftir að hermennirnir féllu í hendur hreyfingunni. Polisario hefur barist fyrir sjálfstæði Vest- ur-Sahara, sem Marokkó hernam eftir að Spánverjar héldu þaðan á brott í lok nýlendutíma síns 1975. Tólf ár eru síðan samið var um vopnahlé í átökum Polisario og Marokkó. Sameinuðu þjóðirnar hafa síðan þá reynt að finna endan- lega lausn á deilunni. ■ Amnesty um Myanmar: Meiri vegur réttinda BANGKOK, AP Mannréttindum er enn ábótavant í Myanmar en ein- hver árangur hefur þó náðst í að auka veg þeirra, sagði svæðis- stjóri Amnesty International í Asíu eftir að fulltrúar samtak- anna könnuðu stöðu mannrétt- indamála í landinu. Sendimenn Amnesty ræddu við fjölda fanga og fyrrum fanga í Myanmar og höfðu eftir þeim að aðstæður í fangelsum hefðu batn- að á síðustu árum. Einræðisstjórn- in í Myanmar hefur verið gagn- rýnd fyrir að fangelsa þúsundir stjórnarandstæðinga og vista þá við harkalegar aðstæður. ■ Úr hjólastól á hjólaskauta Predikarinn Charles Indifone, sem kom til Íslands og hélt samkomu í lækningaskyni, hefur ein- nig verið í Færeyjum. Þar segja blöð frá því að maður hafi stigið úr hjólastól og farið á hjóla- skauta eftir samkomu hjá honum. Landlæknir ekki hrifinn. KROSSINN Gunnar Þorsteinsson í Krossinum segir ekki til nein svör við því hvernig standi á að einn læknist fremur en annar á samkomum Charles Indifone. Lækningin komi frá Guði en ekki predikaranum sjálfum. „Það er ekki frá okkur komið að hægt sé að kasta öllum lyfjum fyrir- varalaust. Við bendum fólki á að hafa samráð við lækni.“ Blekking við sölu hlutabréfa í DeCode: Rannsókn nauðsynleg SVERRIR HERMANNSSON Fyrrverandi Landsbankastjóri og núver- andi þingmaður Frjálslynda flokksins telur blekkingum hafa verið beitt við sölu á hlutabréfum í DeCode. Sverrir segir nauð- synlegt að rannsaka hvort ríkið beri þar ábyrgð. Mótmæli erlendra gegn Kárahnjúkavirkjun: Tvenn samtök og tvö þúsund einstaklingar SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Umhverfisráðherra hefur fengið hátt í tvö þúsund tölvupósta frá útlöndum þar sem Kárahnjúkavirkjun er mótmælt. Mótmæli hafa aðeins borist frá tvennum erlendum samtökum. LÖGREGLUFRÉTTIR Rússland: Mega blóta og tala útlensku MOSKVA, AP Rússneskir embættis- menn, fjölmiðlamenn og auglýs- ingamenn mega halda áfram að tala og skrifa erlend orð auk þess að blóta. Efri deild rússneska þingsins hefur hafnað lagafrum- varpi sem gekk út á að banna blóts- yrði og notkun erlendra orða á op- inberum vettvangi. Hefði frumvarpið verið sam- þykkt hefði verið bannað að viðhafa skammaryrði, grófar at- hugasemdir og blótsyrði á opinber- um vettvangi. Þá hefði ekki mátt nota erlend orð ef til væru algeng rússnesk orð til að lýsa sama við- fangsefninu. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.