Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 16
16 13. febrúar 2003 FIMMTUDAGURFÓTBOLTI NÝR LANDSLIÐSÞJÁLFARI Hollendingurinn Arie Haan stýrir kínverska landsliðinu í knattspyrnu í kvöld þegar það mætir því brasilíska. Haan kann greinilega ýmislegt fyrir sér í boltanum. ÍÞRÓTTIR Í DAG tilboð á hillum og brettarekkum Yfir 40 ára þjónusta við íslensk fyrirtæki í lausnum á lagerrýmum. Hillur og brettarekkar eru nú á sérstöku tilboði. Sindri Reykjavík · Klettagarðar 12 · 104 Reykjavík · sími 575 0000 · fax 575 0010 Sindri Akureyri · Draupnisgötu 2 · 603 Akureyri · sími 462 2360 Sindri Hafnarfirði · Strandgötu 75 · 220 Hafnarfirði · sími 565 2965 kynntu þér tilboðin! FÓTBOLTI Peter Schmeichel, mark- vörður Manchester City, gæti neyðst til að leggja skóna á hilluna í lok tímabilsins. Hinn tröllvaxni Dani hefur misst af fjórum síð- ustu leikjum liðsins vegna kálfa- meiðsla. Schmeichel, sem nú er 39 ára, segist ekki lengur setja sér lang- tímamarkmið í knattspyrnunni. „Eins og staðan er nú á ég erfitt með að horfa fram á veginn. Ef ég væri spurður hvort ég yrði hér á næsta ári og líkaminn leyfði það myndi ég segja já. En ég veit ekki hvort ég verð í lagi,“ sagði Schmeichel, sem hefur slegið á frest frekari samningaviðræðum við City á meðan hann jafnar sig af meiðslunum. Schmeichel segist vera afar svekktur með að hafa misst af ná- grannaslag Manchester-liðanna á Old Trafford um síðustu helgi, en þar lék hann með Manchester United um átta ára skeið. Hann stefnir á að vera klár í slaginn eftir tvær vikur þegar City mætir Arsenal. ■ Peter Schmeichel: Ferillinn á enda? PETER SCHMEICHEL Lék í átta ár með Manchester United áður en hann fór til Portúgals. Hann sneri skömmu síðar aftur í úrvalsdeild- ina og lék þá með Aston Villa áður en hann fór yfir í Manchester City. FÓTBOLTI Að sögn Hermanns er andrúmsloftið í herbúðum Ipswich mjög gott þrátt fyrir það sem á undan er gengið. „Það er búið að ræða við leikmenn. Það eru margir verr staddir en við en það var kannski við þessu að bú- ast eftir allt saman,“ sagði Her- mann. „Það eru margir klúbbar búnir að brenna sig á bilinu á milli úr- valsdeildar og fyrstu deildar á síðustu árum. Þessir klúbbar sem koma til með að fara upp og niður um deild munu verða betur undir- búnir fyrir þetta næstu árin.“ Hermann viðurkennir að mikl- ar breytingar gætu orðið á leik- mannahópi Ipswich í sumar kom- ist liðið ekki upp í úrvalsdeildina því þá muni félagið neyðast til að selja leikmenn. Hann á sjálfur tvö og hálft ár eftir af samningi sín- um og segist ekkert vita hvað ger- ist í hans málum eftir leiktíðina. „Maður veit aldrei hverjir fara og það getur alltaf eitthvað gerst. Fé- lagaskipti verða samt að vera rétt, ekki bara fyrir klúbbinn heldur leikmanninn líka.“ Hermann segist ekki sjá eftir að hafa sleppt tækifæri til að ganga til liðs við West Bromwich Albion, sem leikur í úrvalsdeild- inni, fyrir þessa leiktíð. „Nei, ég hugsaði það alveg út. Hvernig sem tímabilið hefði farið hjá Ipswich ætlaði ég aldrei að sjá eftir þessari ákvörðun. Ég fékk sénsinn á því að fara og ég hefði tekið hann ef ég hefði viljað. Það var bara margt annað sem spilaði inn í og það varð ekkert af því.“ Ipswich er sem stendur í ní- unda sæti 1. deildar og er í harðri baráttu um eitt af fjórum sætum í úrslitakeppni um laust sæti í úr- valsdeildinni. Næsti leikur liðsins í deildinni er gegn Wolves á mið- vikudag. Þar verður Hermann fjarri góðu gamni því hann er á leið í fjögurra leikja bann vegna fimm gulra spjalda á leiktíðinni. Að sögn Hermanns var 3:2 sig- ur Ipswich gegn Sheffield United um síðustu helgi mjög mikilvæg- ur. „Við vorum tvö núll undir og manni færri í 75 mínútur en náð- um að vinna leikinn 3:2 á síðasta hálftímanum. Þetta var ótrúlega sterkur sigur á móti liðinu sem er í þriðja sæti. Við sýndum karakt- er og það að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild. Vonandi náum við smá skriði í restina og tryggjum okkur sæti í úrslitakeppninni.“ freyr@frettabladid.is Mjög gott andrúmsloft hjá Ipswich Ipswich, félag Hermanns Hreiðarssonar, hefur óskað eftir nauðasamningum til að bjarga sér frá gjaldþroti. Hermann segir að margir leikmenn verði seldir komist félagið ekki í úrvalsdeild. HERMANN Hermann segist ætla að æfa vel í fríinu sem hann fær nú vegna leikbannsins. Kannski ætlar hann samt að reyna að fá einhverja frídaga. KÖRFUBOLTI Kobe Bryant átti enn einn stórleikinn þegar meistarar L.A. Lakers unnu Denver Nugg- ets með 121 stigi gegn 93 í NBA- deildinni í körfubolta í fyrrinótt. Bryant skoraði 42 stig þrátt fyrir að hvíla í síðasta leikhlutan- um. Þetta var sjötti leikurinn í röð sem Bryant skorar meira en 35 stig í leik og í tíunda sinn á leiktíðinni sem hann skorar meira en 40 stig í leik. Þetta var jafnframt sjötti sigurleikur Lakers í röð. Shaquille O’Neal, samherji Bryant, skoraði 20 stig, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsending- ar. ■ Martin Keown, leikmaður Arsenal: Sektaður fyrir að ýta Nistelrooy FÓTBOLTI Martin Keown, leikmaður Arsenal, hefur verið sektaður um rúmar 600 þúsund krónur af enska knattspyrnusambandinu fyrir að ýta við Ruud van Nistelrooy, leik- manni Manchester United, í leik liðanna 7. desember. Keown fékk einnig áminningu frá knattspyrnusambandinu vegna athæfisins, sem sást á myndbands- upptöku. Keown segist ekki hafa ætlað sér neitt illt með athæfi sínu. ■ 16.45 RÚV Sýnd verða helstu atriði liðinn- ar viku í handboltanum í Hand- boltakvöldi. 18.00 Sýn Sportið með Olís. 18.30 Sýn Heimsfótbolti með Western Union. 19.15 Grindavík Nágrannaslagur verður í 1. deild kvenna í körfu þegar Grindavík tekur á móti Kefla- vík. 19.15 Ásvellir Haukastelpur taka á móti ÍS, nýkrýndum bikarmeisturum í körfubolta, að Ásvöllum. 19.15 Sauðárkrókur Tindastóll, sem situr í 7. sæti Intersport-deildarinnar í körfu, tekur á móti Breiðabliki, sem er í níunda sæti. 19.15 Stykkishólmur Snæfellingar taka á móti Njarð- víkingum í Intersport-deildinni í körfu. 19.15 Valsheimili Valur, neðsta lið deildarinnar í körfu karla, tekur á móti Hamri frá Hveragerði, sem situr í þriðja neðsta sætinu. 20.00 Sýn Í golfþætti á Sýn fáum við að fylgjast með spænska kylf- ingnum Jose Maria Olazabal í nærmynd. 20.30 Sýn Golfarinn Bernard Langer í nærmynd. 22.00 Sýn Vikan í enska boltanum. 22.30 Sýn Sportið með Olís. 23.00 Sýn Leikur Argentínu og Englands á HM 2002 verður endursýndur á Sýn. TROÐSLA Kobe Bryant undirbýr troðslu gegn Denver Nuggets. Kappinn skoraði 42 stig í leiknum. Kobe Bryant með enn einn stórleikinn: Yfir 35 stig í sex leikjum í röð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.